Vísir - 02.01.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 02.01.1975, Blaðsíða 5
Visir. Fimmtudagur 2. janúar 1975 Vlsir. Fimmtudagur 2. janúar 1975 ap/ntb^OR.GUN útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í ivéorgun útlönd í morgun utlondi MORGUN UTLÖND I MORGUN i Umsjón Guðmundur Pétursson Sir Charles Chaplin og P. G. Wodehouse Grinistarnir, Charles Chaplin leikari og P.G. Wodehouse rithöfundur, hafa verið aðlaðir og sæmdir riddaranafnbót ensku krúnunnar. Jafnan um hver áramót heiðrar Breta- drottning einhverja einstaklinga, eins og núna þá Chaplin og Wodehouse, og hafa þær nafnbætur ekki oft mæizt eins vel fyrir og að þessu sinni. Brezku blööin hafa fagnað þessu unnvörpum, en æði mörg þeirra hnýta i það, hve lengi það hafi dregizt aö sýna þessum öldungum sæmd. Chaplin er 85 ára og Wodehouse 93 ára. Charles Chaplin er nú sýndur hver sóminn af öðrum. Fyrir nokkrum árum voru honum veitt Óskarsvcrðlaunin Báðir þessir menn fl^uttust alfarnir frá Bretlandi fyrir mörgum árum til að freista gæf- unnar, þegar þeim 'þótti anda köldu i þeirra garö heima fyrir. Chaplin hlaut frægö sina eftir aö hann var kominn til Bandarlkj- anna og farinn að leika i kvik- myndum. — Wodehouse fluttist einnig til Bandarikjanna, en honum og konu hans var ekki vært I Bretlandi eftir að hann hafði á striðsárunum, I haldi hjá Þjóðverjum, komið fram I út- varpsdagskrá fimm sinnum hjá nasistum. Var hann uppnefndur „Quisling” I brezkum fjölmiðl- um, sem hrósa honum upp i há- stert núna. BBC, sem harðast gekk fram i gagnrýninni á honum, varð þó til þess ekki löngu á eftir að taka á dagskrá hjá sér þætti um hinar ógleymanlegu sögupersónur Wodehouse, þá ,,Wooste-r og þjóninln Jeeves”. Saudi Arabía gaf Pakistan 10 millj dollara í aðstoð Ehrlichman, Mitchell, Haldeman - sakfelldir Þjóðir heims eru byrjaðar að láta aðstoð I té við Pakistan vegna þeirra, sem um sárt eiga að binda eftir jarðskjálftana miklu. — En allt mun það sýnast smátt I samanburði við rausnar- gjöf Saudi Arabiu, sem lét 10 mill- jón Bandarikjadali af höndum rakna. „Að segja, að það hafi verið meira en við bjuggumst við, væri of grunnt tekið i árinni,” sagði einn starfsmanna utanrlkisráðu- neytis Pakistans. „Það var meira en við þoröum aö vona, að allar þjóöir heims næðu fram að leggja samtals.” 5,200 létu lifið i jarðskjálftun- um, sem lögðu fjögur þorp i rúst. 16,000 hafa fundizt slasaðir. Hvassviöri hefur hamlað alla björgunarstarfsemi, þvi að ekki verður komizt að Hinduadalnum nema I þyrlum. Skriðuföll lokuðu landleiöinni og yfirleitt flestum hinna byggðu dala Karakoram- fjalla. — Jók enn á hvassviðrið i gær og komst engin flugvél á loft. Er þvi ekki einú sinni unnt að fljúga til að athuga, hvernig öðrum þorpum hefur reitt af. 1 John Ehrlichman sést hér ræða viö fréttamenn 1 gærkvöldi eftir úrskurð kviðdómsins. Með honum er kona hans, Jeanne. — Ehrlichman heidur fast fram sakleysi slnu og ætlar að áfrýja. Hann hafði beðið um frest, tii þess að Nixon gæti komið I vitna- stúkuna og borið honum vitni, en Sirica dómari synjaði. Þrír fyrrum ráðgjafar Nixons forseta hafa verið úrskurðaðir sekir um að hafa reynt að hylma yfir hlut stjórnvalda i Hvíta húsinu í Watergatemál- inu. Dómar hafa ekki verið kveðnir upp yfir þeim ennþá. En þeir eiga yfir höfði sér að vera hugsan- lega dæmdir í 20 til 25 ára fangelsi. Kviðdómurinn i réttarhaldinu yfir nokkrum af fyrrum valda- mestu mönnum Bandarlkjanna lauk störfum i gærkvöldi. Þar með er lokið tveggja mánaða málflutningi Watergatemálsins yfir þessum helztu ráðgjöfum Nixons. Þessir voru fundnir sekir: John Mitchell, fyrrum dóms- málaráöherra, sem lét af embætti sinu til þess að gegna formennsku i nefnd, er vann að endurkjöri Nixons forseta. Hann var fundinn sekur um samsæri og um að hafa hindrað framgang réttvisinnar með þvi að þegja yfir mikilsveröum upplýsingum við rannsókn Watergatehneykslisins. — Af- brot hans varða allt að 25 ára fangelsi og 37 þúsund dala fjár- sektum. John Ehrlichman, fyrrum starfsmannastjóri i Hvita hús- inu, var fundinn sekur um það sama og getur búizt við sömu refsingu, en þó naumast meira en 35 þúsund dala 'sekt. H.R. Haldeman, fyrrum ráð- gjafi Nixons forseta i innan- rikismálum, var fundinn sannur að sömu sökum og á yfir höfði sér allt að 21 þúsund dala sekt og allt að 25 ára fangelsi. Fjórði maðurinn, Robert Mardian, fyrrum fulltrúi sak- sóknara, var fundinn sekur um samsæri og varöar brothans allt að 5 ára fangelsi og 10 þúsund dala sekt. Fimmti sakborningurinn, Kenneth Parkinson, sem var lögfræðilegur ráðunautur endurkjörsnefndar Nixons, var sýknaður af þessum sökum öll- um. John Sirica dómari gerði hlé á réttarhaldinu að fengnum úr- skurði kviðdómsins. Tók hann sér frest til aö kveða upp refsi- dómana, en lét sakborningana lausa á meðan. Var ekki tekið til, hvenær dómsorðanna væri að vænta. — Enginn býst þó viö mildum dómum af dómaranum, sem varð heimsfrægur fyrir þunga dóma, sem hann kvað yfir innbrotsmönnunum fimm, þegar þeir vildu ekki upplýsa, hverjir sent höfðu þá til njósna i aðalskrifstofur demókrata- flokksins i Watergatebygging- unni. Hinir fjórir dæmdu hafa allir látið á sér skilja, að þeir muni áfrýja. Haldeman og Ehrlichman héldu fast fram sakleysi sinu, þegar þeir gengu út úr réttar- salnum og blaðamenn náðu tali af þeim. „Ég er alsaklaus af öllum sakargiftum á hendur mér”, sagði Haldeman. „Með þeirri vissu get ég lifað við hugarró”. Ehrlichman endurtók fyrri fullyröingar sinar um, að ekki væri möguleiki á að finna óvil- hallan kviðdóm i Washington, og sagðist ekki hafa látiö sér dómsniðurstöðuna koma á óvart. — Hann hafði byggt málsvörn sina á þvi, að Nixon heföi blekkt hann varðandi Watergatemálið. Dómarinn haföi neitað honum um frestun réttarhalda, þar til Nixon gæti heilsu sinnar vegna borið vitni með honum. Hann mun áfrýja á þeirri forsendu. Það mátti sjá Mitchell sótroðna i vöngum, þegar úrskurður kviðdómsins var lesinn upp. Hæðnislega sagði hann fréttamönnum eftir á, að hann hefði fundið að minnsta kosti 50 meingalla á málsmeðferð Sirica dómara, sem allir gætu orðið forsenda áfrýjunar. Sá eini, sem gekk glaður úr réttarsalnum, var Parkinson, sem sýknaður var. Hann kvaðst ávallt hafa verið viss um dóms- niðurstöðuna, hvaö sér viðvék. Nixon fyrrverandi forseti var ekki til viðtals fyrir fréttamenn eftir þessi málalok. Talsmaður hans sagði, að Nixon hefði setið við sjónvarpið og horft á ame- riskan knattspyrnuleiki, meðan skutulsveinar hans fyrrverandi sátu undir lestri dómsupp- kvaðningarinnar. Hljóðritanir, sem rétturinn fékk að heyra, leiddu i ljós, að Nixon hefði strax i upphafi átt virkan þátt i þvi að hylma yfir slóðina frá innbrotinu i Water- gate til æðstu stjórnvalda i Hvita húsinu. Kom I ljós, að afritanir, sem hann hafði látið frá sér fara um innihald segulbandsspólanna, höfðu hlaupið yfir mikilvægar samræður, sem þóttu siðar áfellandi. Þrir eins Aukavinningurinn í ár er að venju sérstakur, Jirír Citroen Ami bílar allir eins, þeir verða dregnir út í júní. En það er ekki aðeins aukavinningurinn sem vekur athygli, öll vinningaskrá okkar er gjörbreytt. Fjöldi veglegra vinninga hefur margfaldast og möguleik- inn á að hreppa vinning sem munar um hefur aldrei verið meiri. Teningunum er kastað. Nú er að vera með. Við drögum 10. janúar. • t • • • • M Happdrœtti SIBS Auknir möguleikar allra Jólafrið- urinn úti Tvö börn og tveir fullorðnir létu lifið i árás israelsks herflokks inn i þorp eitt i Suður- Libanon i gærkvöldi. Þetta var önnur árás ísraelsmanna um ára- mótin en á gamlárs- kvöld réðust þeir inn i annað þorp og höfðu fimm manns á brott með sér. Svöruðu Líbanonmenn fyrir sig meö fallbyssuskothrið, fyrst á árásarflokkana i gær og i fyrra- kvöld og síðan á israelskan fall- byssubát i gær, þar sem hann sveimaði undan ströndum Liban- on. A1 Fatah skæruliðasamtök Araba héldu upp á afmæli sani- takanna i gær, og voru fsraels- menn við hinu versta búnir. Sýnist nú lokið þeim griðum, sem óopinberlega voru gerð yfir jólin [ Tveir komnir með 2 hjörtu hvor um sig Nýr hjartaþegi hefur bætzt við á Groote Schuurspitalann i Höfðaborg, og eru þeir nú orðnir tveir sjúkling- arnir, sem þar liggja með tvö hjörtu innan- brjósts hvor um sig. Nafn þessa nýja hjartaþega hefur ekki verið látiö uppi, en hann er sagöur á góöum batavegi. Skar Christian Barnard prófessor hann upp á gamlárskvöld, og voru þá ekki nema fimm vikur, siðan hann gerði fyrst tilraun til að græða hjarta i sjúkling, án þess að fjarlægja gamla hjartahróiö. Sá fyrsti, sem naut góös af þessari tilraun, Ivan Taylor (58 ára námaverkfræðingur), er sagður þrifast vel. Barnard er þeirrar trúar, að þessi igræðsluaðferð eigi eftir aö ryðja sér til rúms I læknavisind- unum, en fyrri aðferðin, sem hann reið á vaðið með I desember 1967, leggist af. Scotland Yard yfir- heyrír þingmanninn Þingmaðurinn, John Stone- house, sem hvarf með dular- fuilum hætti i Miami i Flórida, en skaut siðan aftur upp koll- inum I Ástraliu eftir að hafa feröazt hálfan hnöttinn huldu höfði. — Hann kvaðst flýja kúgara heima I Bretlandi, þar sem kaupsýslumál hans voru komin I hönk. Tveir brezkir leyni- lögreglumenn fljúga á morgun til Ástralíu til að taka skýrslu af flótta- þingmanninum John Stonehouse. Þeir eru úr deild þeirri i Scot- land Yard, sem fjallar um svika- mál, en hafa verið settir til þess að rannsaka mál Stonehouse. Engin handtökuskipun hefur verið gefin út á Stonehouse. Yfir- maður svikadeildar Scotland Yard sagði, að ferð leynilögreglu- mannanna væri aðeins þáttur I eftirgrennslan þeirra. Búizt er viö þvi að rannsókn þessa dularfulla máls taki marga mánuði — ef hún getur þá nokk- urn tima leitt fram allan sann- leikann i málinu. Framlengja írar? Vlai, fV»>iA cnm lif.f.X,. . . Þau grið, sem hryðu verkamenn IRA | (írska lýðveldishersins) settu yfir jólin, eiga að renna út á miðnætti. En við þvi var búizt, að forkólfar samtakanna mundu framlengja vopna- Merelyn Rees, landstjóri, þau boð út ganga, að hann mundi láta draga úr handtökum grunsam- legra manna og fangelsunum án réttarhalda, eins og yfirvöld hafa hléð. Reyndar hafa menn vænzt til kynningar um framlenginguna siðustu tvo daga. Hafði þó ekkert bólað á henni i morgun, þegar siðast fréttist. Er þessi dráttur lagður út á þann veg, að óeining sé innan forystu IRA varðandi vopnahléð. Ti^es^aðsýn^óðat^ilja lét neyðzt til að gripa til. Sömuleiðis lofaöi hann þvi, að draga úr að- gerðum brezka hersins á Norður- Irlandi ef vopnahléð yrði fram- lengt I varanlegri frið. Sýknaðir af kœru fyrir snjóskriðu Rannsókn hefur nú farið fram á tildrögum slyssins, þegar tólf Þjóðverjar á skiðum urðu undir snjóskriðu i austurrisku ölpunum. Þykir sennilegast, að einn hinna látnu hafi hrundið snjó- skriöunni af stað, meö þvi aö fara i gáleysi inn á hættusvæði, sem umferð hafði veriö bönnuð um. Þrir Þjóöverjar, sem viður- kenndu að hafa rennt sér á skiðum inn á bannsvæðið, geta nú andað léttar, en þeir lágu undir grun um að hafa hrundiö snjó- skriðunni af stað, sem varð löndum þeirra að fjörtjóni. — Hafa þeir nú veriö hreinsaðir af þvi. Nokkurra er saknað enn og leituðu björgunarmenn fram i svartamyrkur i gær. Engin von þykir þó vera til þess, að nokkur sé lifs þeirra sem saknað er undir snjódyngjunni. Guðmundur og Miles efstir í Hastings Björgunarmenn leita I Hahenkamm-sklðabrekkunum I austurrlsku ölpunum, þar sem tólf Þjóðverjar fórust I snjóskriðu. Guðmundur Sigur- .jónsson er nú orðinn ‘efstur ásamt Englend- jingnum, Tony Miles, i 150. skákmóti Hastings eftir fjórar fyrstu ► umferðirnar. — Hvor i um sig hefur hlotið þr já vinninga. Guðmundur, sem fékk að vita |á siðustu stundu, að hann yrði meöal þátttakenda eftir forföll jannarra, hafði fengið fyrstu skák sinni frestað. Kom hann I nefnilega til mótsins tiu minútum eftir að það var1 byrjað. Frestaða skákin, sem var við ' Botterill, var svo tefld i gær. Var hún snaggaralega tefld og gaf Botterill eftir aðeins 19 leiki. Ulf Andersson er með 2 1/2 vinning og óteflda biðskák. Garcia, Hartston og Hort eru allir með 2 1/2 vinning. Botterill er með 2 vinninga og óteflda skák. Beljavsky, Benkö og Vaganian með 2 vinninga. Basman og Stean eru með 1 1/2 vinning, Csom með 1 vinning og frestaða skák. Diesen með 1 vinning, Planinc með 1/2 vinning og biðskák og Mestel með 1/2 vinning.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.