Vísir - 02.01.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 02.01.1975, Blaðsíða 13
Vlsir. Fimmtudagur 2. janúar 1975 13 Þakka þér fyrir forstjóri..... DUGLEG.... var einmitt orðið, sem vantaði. 31. ágúst voru gefin saman i Laugarneskirkju af séra Guð- mundi Óla Ólafssyni, ungfrú Margrét Erna Baldursdóttir og Sigurjón Gunnarsson. Heimili þeirra er að Bragagötu 36. — Ljósm. Loftur. Þann 10. ágúst voru gefin saman I Neskirkju af séra Jóhanni Hliðar, ungfrú Ingveldur Haraldsdóttir og Guðni Friðrik Gunnarsson. — Ljósm. Loftur. 1. sept. voru gefin saman i Safnaðarheimili Langholts af séra Sigurði Hauki Guöjónssyni, ungfrú Helena Sigr. Jóhannes- dóttir og Smári Þór Svansson. Heimili þeirra er að Hellishólum Fljótshliö Rang. — Ljósm. Loftur. 1* n & Spáin gildir fvrir föstudaginn 3. janúar 1975 llrútiiriiin. 21. marz—20. april. Það getur þvi miður farið svo, aö þér veröi gerður nokkur ógreiði i dag. Ef til vill ekki af ásettu ráöi en þaö kemur i sama staö niöur. Mautið, 21. april—21. mai. Þú viröist fá fyllstu ástæðu til aö fagna einhverjum úrslitum i dag. Nú mun að mörgu leyti veröa bjartara framund- an á næstunni, en veriö hefur. Tvihurarnir, 22. mai—21. júni. Það litur út fyrir að þér hafi tekizt aö bæta mjög aðstööu þina að undanförnu, og þaö fari nú aö koma i ljós i auknum tekjum. Krahhimi.22. júni—23. júli. Þiggðu feginn þá að- stoð, sem þér kann aö bjóðast i dag, þvi aö hún mun korria þér i góöar þarfir. Yfirleitt mun dag- urinn verða þér notadrjúgur. Ljónið.24. júli—23. ágúst. Gættu þess aö undir- skrifa ekki neitt, nema aö vandlega athuguöu máli. Sizt ef það hefur i för með sér einhverjar efnahagslegar skuldbindingar. Meyjan. 24. ágúst—23. sept. Þaö bendir flest til þess að dagurinn geti orðið þér mjög nytsamur. Einkum ef þú tekur vel eftir fréttum og ööru, sem er að gerast i kring um þig. Vogin, 24. sept.—23. okt. Þér kunna aö berast bröf með góðum fréttum, ef til vill af vinum eöa kunningjum viðs fjarri. Eða gamall og góður kunningi lætur til sin heyra eftir langa þögn. Drekinn, 24. okt,—22. nóv. Kunningi þinn leitar liðsinnis, að þvi er virðist, og hefur mikla þörf fyrir að þú takir beiöni hans af skilningi og vel- vild, fyrst og fremst. Bogiiiaðuriiin. 23. nóv.—21. des. Ef þú finnur til lasleika eða einhverrar annarlegrar þreytu, ætt- irðu sem fyrst að leitast við að ráöa þar bót á, hvila þig eða leita læknis. Steingeitin,22. des.—20. jan. Ef til vill blæs ekki byrlega fyrir þér nokkuð frameftir deginum, en það ætti að breytasl til hins betra þegar á liöur og kvöldið að verða ánægjulegt. Vatnsherinn,21. jan.—19. febr. Þó aö þú hlustir á ráð og leiðbeiningar annarra, skaltu ekki fara eftir þeim nema að vissu marki, eftir þvi sem þér finnst ástæða til. Fiskiirnir, 20. febr.—20. marz. Kunningi þinn einn gerir þér góðan greiða, aö þvi er viröist, og ætlirðu að geta séð það við hann aö einhverju leyti áður en langt um liður. rrí o □AG | Q □ J :□ > 2 O □AG | Q KVÖLD | O DAS| HLUTIR FÆRAST ÚR STAÐ OG HUGSANIR BERAST ÞRÁÐLAUST „Þaö er einkum, að ég tala um lifgeislunartilraunir og áhrif, sem lifandi verur hafa út frá sér”, sagði Þorsteinn Guð- jónsson, sem klukkan 14.30 flyt- ur erindi um furöuleg fyrirbæri og einfaldar skýringar við þeim. „Nei, ég fjalla ekki um fljúg- andi fyrirbæri, en vissulega hefði ég áhuga á þvi einhvern timann að flytja erindi um fljúgandi diska, ef ég væri nógu vel undirbúinn”, sagði Þor- steinn. Þorsteinn hefur alla tið haft mikinn áhuga á rannsóknum visindamanna á lifgeislun. Nú i sumar dvaldi Þorsteinn i Bandarikjunum og fylgdist með rannsóknum Rússa, sem þar eru búsettir. Það er ekki langt siðan vis- indamenn fóru að fást viö furðu- leg áhrif geislunar, sem stafa út frá lifandi verum. Rússneskur visindamaður Gerwitsj að nafni hóf fyrstu rannsóknir á þessu sviöi á árunum 1910-1930. Þekkt- asti visindamaður Islendinga á þessu sviði var dr. Helgi Pjeturs. Þorsteinn mun i erindi sinu leitast við að skýra ýmis furöu- leg fyrirbæri, sem stafa af lif- geislun. Til dæmis getur rót á lifandi jurt dregið að sér pappirsblað á svipaðan hátt og Erindi um furðuleg fyrirbœri í útvarpinu kl. 14.30 segull og er skýringin geislar, sem stafa út frá henni. Mest fjallar Þorsteinn um hlutaflutning af völdum lif- geislunar, hvernig hlutir geta hreyfzt án alls afls og nefnir dæmi. Eins og veröur minnzt á hugsanaflutning, sem er ná- skyldur lifsgeisluninni. „Lifgeislun býr með öllum lif- andi verpm, en viss stilliáhrif koma þó i veg fyrir i ýmsum til- fellum að geislunin njóti sin”, sagði Þorsteinn Guðjónsson. Frekari upplýsingar um stilli- áhrifin veröa útvarpshlustendur að fá i erindi Þorsteins Guðjóns- sonar klukkan hálfþrjú i dag. —JB ÚTVARP • 13.00 A frlvaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Furðuleg fyrirbæri og einfaldar skýringar. Þor- steinn Guðjónsson flytur er- indi. 15.00 Miödegistónleikar. Dié- trich Fischer-Diaskau syng- ur 16.00 Fréttir. Tilkynnmgar. ' (Veöurfregnir). Tónleikar. 16.40 Barnatimi: Kristln Unn- steinsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir stjórna. Flutt verður dagskrá um Frakk- land. M.a. talað viö tvær franskar stelpur og tvo is- lenska stráka sem dvalist hafa i Frakklandi. 17.45 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt mál. Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Gestir I útvarpssal: Camilla Söderberg og Snorri Snorrason leika á blokkflautu og gitar. 20.10 Leikrit: „Kjúklingasúpa með bygggrjónum” eftir Arnold Wesker Aður út- varpaö 1972. Þýðandi: Geir Kristjánsson. Leikstjóri: Briet Héðinsdóttir. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an. „I verum”, sjálfsævi- saga Theódórs Friðriksson- ar. Gils Guðmundsson les (15). 22.35 Létt músik á sfökvöldi. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Fjórmólastjóri Starf fjármálastjóra hjá Rafveitu Hafnar- fjarðar er laus til umsóknar. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila fyrir 15. janúar nk. til rafveitustjóra, sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar ♦♦♦♦♦♦♦♦•♦•♦♦♦♦♦♦•

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.