Vísir - 02.01.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 02.01.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65. árg. — Fimmtudagur 2. janúar 1975 — 1. tbl. rMenn skilja ekki alvöru málanna segir Jónas H. Haralz bankastjóri um efnahagsmálin ## „Menn virðast alls ekki gera sér ljósa þá alvöru, sem hér er á ferðinni”, sagði Jónas H. Haralz bankastjóri i viðtali við Visi i morgun. Jónas telur horfurnar I efnahagsmálum iskyggilegar, einmitt vegna þess að menn vilji ekki horfast i augu við alvöru málanna. „Þvi fer f jarri, að hér hafi orðið sinnaskipti i viðhorfum til þess- ara mála, hvorki hjá almenningi né stjórnmálamönnum. Slik sinnaskipti eru þó óhjákvæmileg ef vel á að fara”. „Menn verða að gera sér ljóst, að ekki er lengur hægt að dansa eins og menn hafa dansað. Það er til dæmis ekki unnt að halda áfram að auka opinbera þjónustu og hegða sér eins og hægt sé að gera allt i einu”, sagði Jónas. „Þetta á við um fleiri lönd, en kannski ekki sizt hér á landi”. — HH Jólagetruunm: Dregið í morgun Gifurleg þátttaka var i jólagetraun Visis að þessu sinni. 1 morgun var dregið úr úriausnum og kom þá upp nafn Sigriðar Guðmunds- dóttur, Kleppsvegi 40 i Reykjavik. Hún hlýtur I verð laun glæsilegan vinning, Weltron-kúlu frá Nesco h.f„ útvarpstæki, kassettusegul- band og magnara innbyggt i einu tæki. Slikur gripur kostar 57 þúsund krónur. Skilafrestur var fram- lengdur til áramóta vegna samgönguerfiðleika um landið, enda kom á daginn, að bréf utan af landsbyggð- inni bárust I fjölmörgum til- fellum ekki fyrr en milli jóla og nýárs. Sigriður Guðmundsdóttir mun að öllum likindum taka við vinningnum i dag og ætti þá ekki að vera neitt aö van- búnaði að hefja árið með góðri tónlist. Myndin var tekin, þegar Kolbrún óðinsdóttir dró úr hinum mikla bréfabunka i morgun. Skotgleði um óramót „Hvernig liður þér að vera búinn að senda alla peningana þina upp I loftið?” spuröi móðir ein ungan son sinn nokkrum minútum eftir að kvennaáriö nýja hóf inn- reið sina. Pilturinn svaraði að bragði, glaðklakkalegur mjög: „Alveg stórkostlega”. islendingar sendu ófáar milljónir út i himingeiminn um þessi áramót. Sigurður Hreiðar, blaðamaður, skrifar áramóta „hugvekju” um skotelda i blaðið i dag, sjá bls, 2 — en á bakslðu er fjallað um skotgleði okkar. • Fóru á vél- sleða yfír Sprengisand — baksiða Hárprúð hnáta heilsaði kvennaárinu! 2566 fœddust i Reykjavík á gamla árinu, það síðasta i flugvél Þó aðbúiö væri að bursta á þeirri litlu hárift og gera hana flna fyrir myndatökuna, var hún ekkert á þvl að láta trufla svefnfrið sinn og opnaði ekki augun. Hún heilsaði árinu rétt eftir miðnættið á gamlárs- kvöld. Ljósm.: Bragi. EKKI AKVEÐIÐ UM KAUP A FRYSTIVELUNUM „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það enn, hvort fest verða kaup á frystivélum þeim, sem til reiöu eru hjá Sambandinu”, sagði ólafur Gunnarsson, forstjóri Sildar- vinnslunnar á Neskaupstað i morgun. I dag eru væntanlegir tækni- menn til Neskaupstaðar. Er úr- skurður þeirra liggur fyrir i dag eða á morgun, verður ákveðið, hvort af kaupum á nýjum frystitækjum fyrir frystihúsið verður. Að sögn Ólafs Gunnarssonar er sú frystivél.sem er fyrirliggj- andi, heldur stór fyrir frystihús- ið á Neskaupstað, en þess ber að geta, að örðugt er að útvega önnur tæki með stuttum fyrir- vara. —JB Þaö var hárprúð og myndarleg hnáta sem heilsaði árinu 1975 á Fæð- ingarheimili Reykjavíkur, og var um leið fyrsta barnið sem fæddist á ár- inu. Hún fæddist klukkan 10 mínútur yfir 12, þannig að hún var rétt á mörkun- um. „Jú, mér finnst það hæfa vel að fæða stúlku svona i byrjun kvennaársins”, sagði móðirin, þegar Visismenn heimsóttu þær mæðgur á Fæðingaheimilið i morgun. Hún sagði okkur að sú litla ætti eina systur fyrir, en móðirin heitir Kristin Skaftadóttir. Faðir- inn heitir Jaime Saharapulous, mexikariskur og starfar hér á Iandi. Nýársbarnið var 14 merkur og 52 cm við fæðingu, með svart og mikið hár. En Kristin sagði okkur það, að fyrri dóttirin hefði verið öllu hárprúðari, því hár hennar náði næstum niður á axlir. Okkur Reykvikingum fjölgaði annars talsvert á árinu ’74, þvi samtals fæddust hér 2566 börn. Þar af fæddust 1516 á Fæðingar- deildinni en 1050 á Fæðingar- heimilinu. Það sem af er nýja árinu hafa fæðzt samtals 7 börn i Reykjavik, þar af fjögur á Fæðingarheimil- inu. Enn eru ekki komnar fram tölur um fjölgun Islendinga á siðasta ári, eftir þeim upplýsing- um sem við fengum á Hagstof- unni, en þeirra er að vænta siðar i mánuðinum. Siðasta barnið á árinu 1974 fæddist svo á leiðinni frá Rifi til Reykjavikur um borð i flugvél. Það var drengur sem kvaddi árið svo skemmtilega, og varð vélin að sveima um y.fir Reykjavik á meðan gengið var frá mæðginun- um eftir fæðinguna. —EA Matsmenn til að meta tjónið vœntanlegir austur HÆTT VIÐ AÐ FÁ GAGNFRÆÐASKÓLANEMA TIL BJÖRGUNARSTARFA VEGNA ÓVEÐURS liafizt var aftur handa I morgun við björgunarstörf á Neskaupstað, eftir að bæjarbú- ar höfðu tekið sér fri i gær og I fyrradag. Nýja árinu var fagnað á Nes- kaupstað, sem annas staðar á landinu, og ár hörmunganna kvatt. Um áramótin reyndu bæjarbúar að ná i lok jólahalds- ins, sem þeir hafa að mestu verið afskiptir með þetta árið. Austan stormur blés á Neskaupstað i morgun og var þvi hætt við að senda gagn- fræðaskólanemendur út til björgunarstarfa eins og til stóð. Á hinn bóginn eru fullorðnir karlmenn á staðnum við vinnu. Búið er að hreinsa mikið af snjó úr frystihúsinu, en miklu er þó enn ólokið þar. Eins er unnið við að grafa sildarbræðsluna úr snjónum, mest i þeim tilgangi að sjá hversu mikið er nýtilegt. óljóst er enn, hversu tjónið i hamförunum hefur orðið mikið, en ef veður leyfir eru matsmenn væntanlegir frá Reykjavik i dag. Eins er von á björgunartækj- um með Heklunni, sem leggur af stað frá Reykjavik i dag. Þegar Heklan kemur til Neskaupstaðar verða þau tæki, sem fengin voru að láni á nærliggjandi fjörðum send með henni til sins heima. Oliuna, sem fór i sjóinn i flóðinu, hefur að mestu rekið frá. Flotgirðingin, sem fengin var til Neskaupstaðar er notuð til að girða fyrir lækinn, sem ber mest af oliunni til sjávar og hefur það tekizt eftir vonum. Ekkert er byrjað að dæla oliunni upp, hvorki úr sjónum, né úr tanknum, sem enn stendur hálfur af oliu við Sildarbræðsl- una. Meiri olia hefur komið i ljós, eftir að snjórinn ofan af henni hefur bráðnað á undanförnum dögum. Auk þess sem björgunarmenn eru við störf i verksmiðjunum er reynt að. safna saman þvi drasli, sem flóðið hefur dreift um flóðasvæðið. Draslinu hefur verið ekið á haugana og verður væntanlega urðað þar. Engir aðkomumenn eru nú við björgunarstörf, en væntan- legir eru járniðnaðarmenn að sunnan til vinnu i sildarbræðslu- rústunum. Viðlagasjóði hefur verið falið að koma fram gagnvart yfirvöldunum i Neskaupstað vegna endurreisnarinnar. Eins hefur samstarfsnefnd þriggja þingmanna úr Austurlandskjör- dæmi verið skipuð til að vera tengiliður milli Viðlagasjóðs og yfirvalda i Neskaupstað. Lúðvík Jósepsson, Sverrir Hermanns- son og Tómas Árnason eiga sæti i nefndinni. Allar greiðslur úr Viðlagasjóði til aðila á Nes- kaupstað vegna flóðanna verða færðar á sérstakan reikning til að aðskilja þær frá greiðslum vegna gossins i Vestmannaeyj- um. Nú er i athugun hjá rikisstjórn i samráði við Viðlagasjóð, hvernig aflað verður fjár til greiðslu á tjóni i Neskaupstað, sem ekki fellur undir aðrar bótagreiðslur. —JB !

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.