Vísir - 02.01.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 02.01.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Fimmtudagur 2. janúar 1975 VÍSIR (Jtgefandi: Reykjaprent hf. fl Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson ) Ritstjóri: Jónas Kristjánsson f Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson ) Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason f y Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson ) Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 í Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 ) Ritstjórn: Stðumúla 14. Simi 86611. 7 linur ( Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. ) 1 lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. ,( Ár mikilla tíðinda Þjóðhátiðarárið 1974 var ár mikilla tiðinda. \ Snögg umskipti urðu i stjórnmálum og efnahags- ( málum. í tvennum kosningum, byggða- og þing f kosningum, sannaðist, að þjóðin sætti sig ekki við ) hringavitleysu vinstri stjórnarinnar. Menn gerðu \ sér almennt grein fyrir, að stjórnleysi ( sundraðrar rikisstjórnar i efnahagsmálum hlaut \ að leiða til ófarnaðar. Vinstri stjórninni var ; steypt, og fram kom ótviræður vilji kjósenda um, \ að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við forystu. Við það ( fékkst traustari rikisstjórn til að taka á málum af ) meiri alvöru og festu. ) Ævintýramennskan i efnahagsmálum hefur ( reynzt dýr. Hjól verðbólgunnar var komið á of í' mikla ferð til þess, að unnt væri að draga úr l snúning þess á skömmum tima. Rikisstjórnin f gerði sér vonir um að hafa komið verðbólgunni ) niður i um rúm fimmtán prósent á hausti kom- \ anda. Við verðum, auk innlendra orsaka, að ( gjalda þess, að verðlag á flestum helztu / innflutningsvörum hefur hækkað gifurlega. Fjór- ) földun oliuverðs bitnar á okkur eins og öðrum, þvi \ að oliuverðið hefur áhrif á verðlag flestra ( annarra vara. Við þennan vanda bætist, að ) verðlagá ýmsum helztu útflutningsvörum okkar ) hefur fallið. Söluerfiðleika gætir á mörgum svið- ( um útflutnings. Að öllu samanlögðu varð raunin /f sú, að raunverulegar þjóðartekjur á mann hafa ) minnkað nokkuð. ) Á erfiðleikatimum, sem fram undan eru, verður \ að leggja áherzlu á að halda fullri atvinnu. Þetta / getur orðið vandasamt viðfangsefni, ef þróun ) verðlags á útflutningsafurðunum breytist ekki ( fljótt okkur i hag. Þó er ástæða til að álita, að (í þetta muni takast. Hins vegar kann að reynast // óhjákvæmilegt að una við nokkru meiri )) verðbólgu en æskilegt væri, i þvi skyni að halda ( fullri atvinnu, þvi að örðugt er að vinna að báðum f markmiðum samtimis, fullri atvinnu og stöðugu ) verðlagi. \ Við stjórnarskiptin varð ennfremur snögg um- ( breyting á stefnu i öryggismálum. Þjóðin hafði / við kjörborðið sagt skoðun sina á hættuspili ) vinstri stjórnarinnar með varnir landsins. ( Tvimælalaust var það vilji mikils meirihluta, að ( blaðinu yrði snúið við, og þeir samningar, sem ) gerðir voru við Bandarikjamenn, eru þorra ) manna að skapi. ( Þjóðin sameinaðist um þjóðhátið, sem fór fram / með góðum sóma um land allt. Striðandi flokkar ) sliðruðu sverðin og stóðu i einni fylkingu. Von- \ andi rætist sú spá Indriða G. Þorsteinssonar, ( framkvæmdastjóra þjóðhátiðar, að samstaða / manna um hátiðina hafi varanleg áhrif á árinu, ) sem nú er byrjað. ) Máttarvöldin blessuðu hátiðahöldin með veður- ( bliðu að heita má hvarvetna á þeim stöðum, þar ) sem þau fóru fram. En andstæður náttúruaflanna ) voru skýrt markaðar i lok ársins með snjóflóðum ( og Skaftárhlaupi. í hverju mannlifi skiptast á / skin og skúrir, og svo er um hvert ár i lifi þjóðar. ) Mannskaðar og niðurbrot atvinnulifs i Neskaup- ) stað laust fyrir jólin eru ljóst dæmi um, að ísland ( er og verður, þrátt fyrir alla tækni, að verulegu / leyti háð duttlungum náttúruaflanna. Við horfð- ) um á liðna árinu á endurreisn Vestmannaeyja- ) kaupstaðar og við okkur blasir á þessu ári ( áframhald hennar og uppbygging atvinnufyrir- ) tækja á Norðfirði. Þannig munum við enn snúa \ vörn i sókn i striði við náttúruöflin og jafnframt ( virkja kosti þeirra afla okkur til aukinnar far- / sældar. *HH ) LÉLEGT ÁR FYRIR BLAÐAÚTGÁFU Blaöaútgáfa I allmörgum Evrópulöndum átti viö alvar- lega og lltt fyrirsjáanlega, erfið- leika að etja á árinu 1974. Það eru ekki horfur á öðru en næsta ár verði eitthvað svipað, segir I ársskýrslu International Press Institute (IPI) Skýrslan sýnir óhugnanlega útbreiðslu þeirrar drepsóttar, sem hrjáð hefur dagblöð álfunn- ar og i daglegu tali er nefnd blaðadauði. — Athyglisvert er þó, að I fæstum tilvikum hefur nokkurt blað þurft að glima við rúmlega mánaðarlangt prentara verkfall, eins og is- lenzku dagblöðin urðu að gera á þessu ári. 1 Belgíu var þetta ár sannkall-' að kreppuár fyrir blöðin. Frá þvl I júlí hættu þrjú dagblöð göngu sinni, en þau voru öll gef- in út á frönsku I þeim hluta landsins þó, sem talar flæmsku. Rekstrarhalli útgáfu þeirra var sllkur, að útgefendurnir áttu einskis annars úrkosti en hætta. — Um þetta skrifar Ernest Meyer, forstöðumaður IPI: „Fráföll þessara blaða, eins og I flestum öðrum Evrópu- löndum þar sem blaðaútgáfa stjórnmálaflokkanna hefur far- iðminnkandi, skapa Iskyggileg- an vanda varðandi fjölbreytni I blaðaskrifum”. Hjá Meyer gætir greinilega sömu skoðunar og t.d. hér um nauðsyn á útgáfu flokksmál- gagna til að tryggja ólikum skoðanahópum möguleika á að koma á framfæri mismunandi sjónarmiðum sínum. t ársskýrslunni segir, að þess- ir sömu erfiðleikar hafi márg- faldazt hjá dagblöðum á ttaliu á slðustu tólf mánuðum. Eigenda- skipti og flutningur ritstjórn- arskrifstofa á milli jafnvel landshluta hefur skapað mikla ringulreið og óróleika. A ttalíu áttu dagblöðin að auki aö etja við ófrið á vinnu- markaðnum, sem hefur bakað þeim aukna fjárhagserfiðleika llkt og íslenzku dagblöðin hafa fundið fyrir. Reynsla undanfarinna ára á ttalíu virtist sýna fram á, að ekki var grundvöllur fyrir út- gáfu dagblaðs, sem hefði út- breiðslu um allt land og gæti kallazt eiga erindi til allra landamanna. En á nokkrum slö- ustu mánuðum hefur verið mik- ill uppgangur hjá dagblaðinu „II Giornale Nuovo”, sem aftur sýnist sanna það gagnstæða. I ársskýrslu IPI er þess þó getiö um leið, að það blað virðist hafa upp á einhverja sjóði að hlaupa, sem ekki var vitað af. Ekki veitti þetta nýafstaöna rekstrarár nein svör við þeim vangaveltum, hvort blaðaútgáf- um nú á timum væri unnt að vera óháðar og utan við stóru blaðahringana. Margur út- gefandinn hefur beygt sig fyrir þvl á undanförnum árum, að þau blöð ein sýnast geta þrifizt, sem samvinnu eiga viö önnur útgáfufyrirtæki og þá helzt um .sfnhukt vj fi^r^TKÍl íaHkÍe :|||i jHf ' • ^ <<**» " . ---W.: S* VíGTfGE OMRAOfc'R VtNOE 'RUG p°uhkeii Satsw pa cl indgn-b íoóx; iU llllllllllll UMSJÓN: G. P. prentun. — Eitt dæmið um slikt var nærtækt okkur hér á landi, þegar þrjú morgunblöð, hvert fyrir sig málgagn óllkra stjórn- málaflokka, og eina síðdegis- blaðið hér á landi settu á lagg- imar eina sameiginlega offset- prentsmiðju. Meyer forstöðumaður IPI, heldur því fram I ársskýrslu sinni, að einungis tvö eða þrjú blöð i hverju landi geti kallazt algerlega óháð. I Hollandi hefur glöggt mátt sjá, hverjir rekstrarörðugleikar I Frakklandi hefur á hinn bóg- inn ekkert þrengzt kostur þeirra, sem þurfa að koma á framfæri við almenna lesendur skoðunum slnum eða yfirlýsing- um. Þaö er frekar, að gagnrýnt hafi verið þar, að slíkt sé jafnvel of auðvelt. Blaðaútgefendum I Frakklandi bárust ekki alls fyrir löngu I hendurnar mót- mæli leiðtoga kommúnistiskra stéttarsamtaka vegna þess að blöðin veittu, að hans mati óverðskuldað rúm I dálkum sín- um sjónarmiðum og skoðunum öfgasinnaðra vinstrimanna. — A hinn bóginn kvartaði blaða- mannafélagið franska undan illri meðferð lögreglunnar á fréttamanni, sem var að afla frétta um innflytjendur frá Pakistan, en þeir höfðu lagt undir sig skrifstofur atvinnu- málaráðuneytisins. Mikill styrr hefur lika staöið »rt fram, og gamla blýtatoiagia aést vart vlö ótiritfii Hiith ilti *■ vlö útgáfu dagblaöa hafa verið við útgáfur blaðanna, á þvl hver brögð hafa verið á samsteypu tveggja og þriggja blaöa og útgáfufyrirtækja. Þar hefur verið um að ræða útgáfur blaöa, sem fyrir nokkrum árum hefði verið álitið óhugsandi að mundu nokkurn tlma taka að vinna saman. Blöð eins og Volkskrant og Trouw. — Meyer spáir því, að I kjölfar þessara samsteypa eigi eftir að fylgja- mikil hagræðing við útgáfurnar og niðurskurður á bæði manna- haldi og ýmsum öðrum kostn- aöi. Enda er kviðið þvl, að at- vinnuleysi fari senn að gæta I röðum starfsmanna blaðanna þar. í Hollandi hefur þessu verið komið I kring með lánafyrir- greiðslum af hálfu þess opin- bera, en ýmsum þykir það hafa orðið á kostnað tjáningafrelsis og prentfrelsis I þeim skilningi, að með færri blöðum fækkar möguleikum til að koma ólikum skoðunum á framfæri. um það innan starfsmannahóps útvarps og sjónvarps I Frakk- landi (hvoru tveggja ríkisrek- ið), að þar standa fyrir dyrum breytingar á rekstrinum. A að breyta útvarpinu og sjónvarp- inu I sjö sjálfstæðar stöðvar. En starfsfólkið óttast að þvi fylgi fækkun starfsmanna. ör tækniþróun á sviði útgáfu á undanförnum árum hefur leitt af sér byltingu I sambandi við skrif handrita fyrir prentun, setningu þeirra og umbrot. Þessi tækni hefur leitt af sér, að með ljósmyndunum og filmum er einn starfshópurinn smám saman að hverfa, þar sem eru vélsetjararnir. í þeirra stað komu með offsetprentuninni og rafreiknissetningu vélritunar- stúlkur, en ný tækni við tölvu- setningu, sem beitt er strax við vélritun blaðamanna og ann- arra, sem skrifa blöðin, er smám saman að ryðja vél- ritunarstúlkunum burt einnig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.