Vísir - 08.01.1975, Page 1

Vísir - 08.01.1975, Page 1
VISIR 65. árg. — Miðvikudagur 8. ianúar 1975 — 6. tbl. 9 1 E EIKNAÐI ÞJOF FTIR MINNI — og teikningin dugði betur en nokkur leirmynd — baksíða Vilja rœki- lega rœkju- skýrslu — sjá bls. 3 Jóla- óratoría í molum — tónlistar- gagnrýni á bls. 7 • „Stœlt og stolið" á myndlistar- sýningu — sjá myndlistar- gagnrýni á bls. 7 Danir kjósa á morgun — sjá bls. 6 Flugrœn- inginn var með leik- fangabyssu — sjá bls. 5 AUSTURLAND AFTUR ÁN D A EIUI A f* klC — skömmtun í gœr eftir að KAl IVIAvli) dísilvél bilaði í Neskaupstað „Það var basl I gær, og það verður basl i allan vetur,” sagði Erling Garðar Jónasson, raf- veitustjóri Austurlands, I viðtali við Visi i morgun. „Stóra disil- samstæðan okkar á Nes- kaupstað bilaði, og hér er voð- inn vis, þegar ein vél bilar.” Við þetta misstum við vatn i Grimsá, þvi við urðum að hleypa meira vatni á virkjunina þar til að halda álaginu. Það var þvi ekki um annað að ræða en skammta,og varþað gert þegar i stað. Vélin á Neskaupstað komst siðan i lag um hálfeittleytið i nótt, og þá batnaði ástandið um leið. En i svona 10 stiga frosti tekur sjálfsagt um 25 klukku- stundir að ná aftur upp vatninu i Grimsá. Vélin, sem bilaði, er 1700 kilówött. 1 dag fáum við væntanlega nýja disilstöð i gang hér á svæð- inu. Hún er á Stöðvarfirði og framleiðir 500 kilówött. Það er strax til bóta. t fyrrinótt var lokið við að gera við linuna, sem fór i snjó- flóðinu i Tungudal. Okkur tókst að koma þangað upp ýtu og gröfu. Skilyrði til viðgerðanna voru þokkaleg, að visu vestan átt og skafrenningur, fremur hvasst, en ekki slæmt að öðru leyti. Með viðgerð þeirrar-linu samtengdust suður- og norður- svæðin á nýjan leik, og það kom okkur strax til góða i gær, þegar vélin bilaði á Neskaupstað. En þetta er erfitt ástand hjá okkur, og ekkert má út af bera.” — SH. Enginn órangur Croiset segist aldrei hafa talað við Morgunblaðið um málið, en blaðið getur sannað hið gagnstœða TRIMMAÐ A TJORN Á meðan endurnar svamla um í litlum vök- um á tjörninni, er hún öllu betur * nýtt af skautafólki, sem brunar fram og aftur, eins og það eigi lífið að leysa. Menn standa misjafn- lega vel og sumir detta harkalega á bakhlutann. Þær virtust kunna tals- vert fyrir sér í skauta- íþróttinni þessar þrjár, að minnsta kosti reim- uðu þær skautana af miklu öryggi og hafa að líkindum oft gert það áður. Ljósm: Jim Engin leit verður i dag i Keflavik að Geirfinúi Einars- syni. Leitin i gær bar engan árang- ur. Leitin hófst, eftir að Morgun- blaðið birti viðtal við hollenzka sjáandann Croiset. Hann sagði i viðtalinu, að Geirfinn væri að finna i vatni, ekki fjarri heimili hans. Þegar lögreglan i Keflavík náði sambandi við Croiset i gær, sagðist hann ekki minnast þess að hafa rætt um þetta mál við nokkurn blaðamann. Visir haföi samband við Morgunblaðið i morgun. Þar var blaöinu tjáð, að það væri mál Croiset, ef hann stæði i þeirri trú, að hann hefði talað við einhvern annan en blaða- mann. Þetta viðtal hefði blaða- maður Morgunblaðsins tekið og birt orðrétt. Segulbandsspóla með þessu viðtali er til. Morgunblaðið hringdi tvisvar i Croiset i fyrradag og náði i hann i seinna skiptið. Að sögn lögreglunnar i Kefla- vik þótti ástæða til þess að leita samkvæmt þeim upplýsingum sem birtust i Morgunblaðinu, þótt þær væru ekki nákvæmar. Gott veður var i gær til leitar, en hinsvegar var spáð versnandi veðri i dag. Vildu leitarmenn þvi freista þess að leita meðan góða veðrið héldist. Haukur Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður vinnur nú af fullum krafti við leitina að ljósa Benz sendiferða- bilnum, sem sást fyrir utan Hafnarbúöina siðdegis daginn sem Geirfinnur hvarf. - ÓH.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.