Vísir - 08.01.1975, Síða 6

Vísir - 08.01.1975, Síða 6
6 Vísir. Miövikudagur 8. janúar 1975. vísrn Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjófnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannessoii Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: SfOumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Niðurgreiðslukrabbinn Eðlilegt er, að menn verði hvumsa, þegar þeir sjá, að i fjárlögum rikisins fyrir þetta ár er gert ráð fyrir, að verja þurfi rúmlega fjórum milljörðum króna til niðurgreiðslna á dilkakjöti og mjólkurvörum. Þessarar ofboðslegu fjárhæðar hefur nokkuð verið getið i deilum undanfarinna vikna um land- búnaðinn. Ekki hefur þess orðið vart, að tals- menn landbúnaðarins hafi mælt með þessum niðurgreiðslum, heldur hafa þeir lagt áherzlu á, að þær séu ekki komnar til sögunnar vegna bænda, heldur séu þær tæki til að halda visi- tölunni i skefjum. Við skulum i bili láta liggja milli hluta, fyrir hverja niðurgreiðslurnar séu, og kanna i þess stað, hvaða hliðarverkanir stafa frá þessu hag- stjórnartæki, sem enginn vill kannast við. Niðurgreiðslurnar rugla i fyrsta lagi verðsam- ræmið milli þeirra neyzluvara, sem eru hér á boðstólum. Þær halda uppi mikilli neyzlu dilka- kjöts á kostnað annars kjöts, afurða af fiðurfé og fisks. Þær halda uppi mikilli neyzlu mjólkurvara á kostnað annarra matvæia, sem gætu komið i staðinn að hluta og eru i rauninni ódýrari. Niðurgreiðslurnar hindra neytendur i að átta sig á raunverulegum verðmun neyzluvara. Þeir halda margir, að dilkakjöt og mjólkurvörur séu tiltölulega ódýrar, þótt þær séu i rauninni rán- dýrar. Þeir vita ekki, að þeir borga aðeins hluta verðsins yfir búðarborðið en hinn hlutann i skattinum. Sá hlutinn, sem greiðist i skattinum, er hvorki meira né minna en 100.000 krónur á ári að meðal- tali á fimm manna fjölskyldu. Væri ekki unnt að greiða þetta fé beint til fólks i stað þess að vera með niðurgreiðsluleik, sem enginn telur sig hagnast á? Niðurgreiðslurnar rugla i öðru lagi saman- burðinn á innlendum og erlendum landbúnaði. Þær valda þvi, að margir telja hinar niður- greiddu islenzku afurðir ekki verulega miklu dýr- ari en sömu afurðir i nágrannalöndunum i Evrópu. Niðurgreiðslurnar leyna menn þeirri stað- reynd, að skilyrði til landbúnaðar eru sérdeilis erfið hér á landi og að framleiðslukostnaður hans er tvöfaldur á við nágrannalöndin, svo að ekki sé borið saman við enn lægri framleiðslukostnað hins fullkomna landbúnaðar i Bandarikjunum, sem brauðfæðir margar þjóðir þriðja heimsins að meira eða minna leyti, auk Bandarikjamanna sjálfra. Og það er mikilvægt fyrir neytendur að átta sig á þessum verðmun milli landa. Þeir skilja þá kannski betur, hvers vegna laun þeirra duga svo skammt. Þeir taka sig þá kannski saman um að gripa til sinna eigin ráða og fara að rifa niður kerfi, sem kemur af ótrúlegum þunga niður á lifs- kjörum þeirra. Fáir treysta sér til að neita þvi, að niður- greiðslurnar séu óheilbrigðar. Þær eru krabba- mein i þjóðfélaginu, rugla verðsamræmi og verð- skynjun og valda lélegri nýtingu framleiðslu- þátta þjóðfélagsins. Félagslegum markmiðum niðurgreiðslna má ná með öðrum hætti, til dæmis með þvi að endurgreiða þær neytendum i hlut- falli við fjölskyldustærð. —JK Allir spá Hartling brautargengi og Glistrup hruni í bjartsýni um að efnahagsvandinn sé ekki meiri en svo, að vel megi ráða þar bót á, ganga Danir til kosninga á morgun. Flestir hafa spáð þvi, að úrslit kosninganna renna til Glistrups og Fram- faraflokksins, þá hefur þess lítiö gætt undanfarna daga I Danmörku, aö kosningar væru þar I undirbúningi. Fundarsókn á almennum kosningafundum flokkanna hefur verið mjög dræm. Kosningaspjöld meö hinum venjubundnu slagorðum, sem oftast þekja alla veggi og múra, Hartling er spáö stórsigri, en hvort þaö veröur svo til þess, aö hann veröi áfram forsætisráðherra, er annað mál. verði traustsyfirlýsing kjósenda til handa Poul Hartling forsætisráð- herra og stefnu hans i verðstöðvunar- og launafrystingarmálum. Frjálslyndi flokkur Hartlings, sem hefur setiö i stjórn siöustu 13 mánuöi, ræöur aðeins yfir 22 þingsætum af 179. Honum er þó spáö stórsigri I kosningunum, þvi aö úrslit skoöanakannana aö undanförnu þykja benda til þess að hann muni tvöfalda fylgi sitt. Jafnvel þótt svo færi mundu frjálslyndir, sem er þriöji stærsti flokkur þingsins, ekki ná hreinum meirihluta. Naumast aö þeir nái þingmannafjölda sósialdemókrata, sem flestir búast viö aö veröi áfram stærsti flokkurinn og bæti viö sin fyrri 46 þingsæti nokkrum enn. Þótt svo færi, að kjósendur vottuöu Hartling og stefnu hans traust með þvi að auka fylgiö viö hann, er ekki þar meö sagt, aö hann verði áfram forsætis- ráöherra eöa myndi stjórn að loknum kosningunum. Kapphlaupið veröur eölilega milli hans og Anker Jörgensens, fyrrum forsætisráðherra sósial- demókrata. Hartling, sem baöar sig I vax- andi vinsældum, efndi til kosninganna, þegar honum mis- tókst að fá fylgi stjórnarand- stæöinga við stefnu sina i rót- tækum efnahagsaögeröum. Fram til þess hafði minnihluta- stjórn hann átt sæmilegt sam- starf viö hina flokkana, sem hún starfaði i skjóli við. Tillögur Hartlings til lausnar veröbólguvandanum lágu I eins árs frystingu launa og veröstöðvun. Það vildu hinir ekki fallast á. Þessi úrræði hafa verið sett á oddinn I kosningabaráttunni undanfarna daga, sem hefur veriö með allra daufasta og áhugaminnsta móti. öfugt við undirbúning kosninganna i desember 1973, þegar kjósendur létu i ljós leiða sinn á gömlu flokkunum og forystu þeirra meö þvi að sitja heima eöa láta atkvæði sitt hafa naumast sézt. Jólahaldið og áramóta- fagnaöirnir eiga á þessu nokkra sök, en nýleg skoðanakönnun leiddi einnig i ljós aðra ástæðu. Kom i ljós, að Danir eru bjart- sýnni á ástandið og framtiöina og öruggari meðsjálfa sig en oft áöur. Miklu er léttara yfir mönnum núna en I ársbyrjun I fyrra, þegar menn kviöu afleiðingum orkukreppunnar á efnahags- lifiö. Þótt verðlag hækki árlega jafnt og þétt um 16% og atvinnuleysi sé nálægt 10%, þá óttuöust aöeins 50% þeirra, sem skoðanakönnunin náöi til, aö ástandiö ætti eftir aö versna. Þeim fer fjölgandi, bæði kjós- endum og frambjóöendum, sem fallizt hafa á þaö, aö nauösynlegt sé aö setja einhverjar ' hömlur á launahækkanir og verðlagn- ingu. Hægri flokkarnir studdu I meginatriöum tillögur Hartl- ings um ráöstafanir i efna- hagsmálunum, að minnsta kosti hvaö viövék frystingu launa. Eöa aö rikisvaldið hefði að minnsta kosti hönd I bagga með viöræöum vinnuveitenda og verkafólks um kjaramálin. A hinn bóginn snerust sósial- demókratar’ öndveröir gegn hvers konar ihlutun stjórnvalda I samningamálin og kröföust þess, aö atvinnurekendur og launþegar fengju meö samning- um og málamiölunum sjálfir að ráöa fram úr sinum ágreinings- málum. Þessar viðræður standa einmitt yfir um þessar mundir, áöur en ákveöið veröur, hver launin skuli verða fyrir næsta tveggja ára samningstimabil. — Óllklegt þótti I gær, að saman gengi milli vinnuveitenda og verkafólks, áöur en kjördagur, sem er á morgun, rennur upp. Illlllllllll UMSJÓN: G. P. Ber allt of mikiö á milli til þess. — Launagreiðendur vilja hreint engar hækkanir veita, en stétta- samtökin fara fram á 20% hækkun, aukið orlofsfé og hærri staðaruppbætur. Ekki búast menn við þvi, aö þessar kosningar muni á neinn hátt draga úr fjölda flokkanna og klofningsbrotunum, sem Dönum sjálfum þykja skapa mikinn glundroöa og ringulreiö i stjórnmálum Danmerkur. Kosningalögin veita hverjum þeim framboösflokki, sem nær 2% allra greiddra atkvæöa, umboö til þess að senda fulltrúa á þjóöþingiö. Þetta hefur boöið þvi heim, að heill sægur smáflokka á þingsæti, og gerir það stærri flokkunum erfiöara aö öölast hreinan meirihluta. Slöustu skoðanakannanir benda til þess, að að minnsta kosti niu af þeim tiu flokkum, sem fulltrúa eiga á þjóöþinginu, muni eiga þar fulltrúa áfram. Eini flokkurinn, fyrir utan frjálslynda og sósialdemókrata, sem spáö er fylgisaukningu, er kommúnistaflokkurinn. Þykja úrslit skoöanakannana benda til þess aö hann fái 4 þingsæti til viöbótar þeim 6, sem hann hefur fyrir. Sigurvegari kosninganna 1973 var skattakrossfarinn Mogens Glistrup og Framfaraflokkur hans, sem þá bauð I fyrsta skipti fram til þings og vann 28 þing- sæti af hinum flokkunum. Aðal- Anker Jörgensen er sá stjórn- málaleiötogi Dana, sem haldið hefur sig viö kosningafundi eftir gamla laginu. Hefur hann og feröazt á milli vinnustaöa og tekið kjósendur tali. stefnumál hans var afnám tekjuskatts. Siöan hefur hver höndin verið uppi á móti annarri innan Framfaraflokksins og yfir honum hefur hvflt skugginn af skattsvikaréttarhöldunum yfir Glistrup. Flokkurinn hefur engu komið fram af stefnumálum slnum. Afleiðingin hefur veriö sú, að fylgið hefur hrunið af honum. Til þess aö kóróna allt hafa frjálslyndir og ýmsir hinna gömlu flokkanna tekið sumt af stefnumálum Framfaraflokksins á dagskrá hjá sér, eins og minni eyöslu þess opinbera til þess aö vega upp á móti lækkun tekjuskatts og fleiri slikra lækk- ana I náinni framtið. Skoðanakannanir benda til þess, að Framfaraflokkur Glistrups muni tapa þriðjungi þess fylgis, sem hann haföi i kosningunum 1973, og fá aöeins 10% atkvæða i slaö 15,9%, sem hann fékk þá.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.