Vísir - 09.01.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 09.01.1975, Blaðsíða 2
2 Vísir. Fimmtudagur 9. janúar 1975. visntsm: Veiztu hvað það kostar að hringja eitt umfram- simtal? (5,30 krónur) Ölafur Benediktsson, krana- maður:Við vorum að reikna bað saman vinnufélagarnir, hvað það kostaði okkur úr eiginn vasa að hringja utan úr bæ 4-5 sinnum á dag vegna vinnunnar. Það kom I ljós að það eru um 20 þúsund. Upphæðin er fljót að koma, þegar hvert simtal i sjoppum er selt á 20 krónur. Ég veit ekki hvað hvert simtal kostar heima, en þau hafa hækkað óskaplega. Helga Erlendsdóttir, húsmóðir: Nei, það veit ég ekki. Ætli það kosti ekki 7 krónur. Mér finnst siminn ekkert rosalega dýr, enda fer ég ekki mikið fram yfir lágmarksfjöldann. Helga S. Backman, kennari: — Ég held 5,20. Mér finnst það anzi dýrt. Maður fer misjafnlega mikið fram yfir. Paul Heide, úrsmiður: i-Það hef ég ekki hugmynd um. Ég gizka á 5 krónur. Það er hálfergilegt, þegar maður fer umfram. Já, það er mikið um umframsimtöl á minu heimili, enda á ég tvær stelpur. Gunnar Eggertsson, verzlunar- maður: -Ætli það kosti ekki sex kall. Það finnst mér nú ekki sér- lega rriikið, það er ekki svo oft sem maður hringir. Þaö verður öllu dýrara, þegar maður lætur simann vekja sig á morgnana. Gylfi Guðjónsson, iögregluþjónn: Ég er nú ekki alveg viss. Ég veit bara að við I Mosfellssveit- inni borgum tiltölulega meira fyrir simann. íslendingur sem þurfti á sjúkrohús í Luxemburg: LÁTINN LIGGJA GRÚT- SKÍTUGUR EFTIR SLYS — veron ó Landsspitalanum eins og himnariki miðað við Luxemburg „Hjúkrunarkonan lét mig fá heilan pakka af verkjatöflum og baö mig að éta sjálfan,” segir Björn Grlmsson um veru sina á sjúkra- húsi I Luxemburg. Ljósm. Bragi. ,,Ég hélt fyrst, að vinstri fóturinn hefði farið úr liði og vildi þvi útvega góðan skáta til að kippa honum i liðinn aftur”, segir Björn Grimsson, sem legið hefur i 6 vikur á Lands- spitalanum eftir slys, sem hann varð fyrir í Luxemburg. Björn lenti i miklu umferðar- slysi á þröngri götu i Luxemburg að kvöldi föstu- dagsins 29. nóvember. Björn var þar á ferð i Volkswagen- bflnum sinum, missti stjórn á honum vegna hálku og of hraðs aksturs og hafnaði á heilli röð bila. Hurðin á bil Björns brotnaði af við fyrsta höggið og hann hentist i götuna rétt áður en bfllinn hans rakst mjög harka- legu á siðustu bifreiðina. „Ég reyndi að standa upp, en við áreynsluna leið yfir mig”, segir Björn. „Svo kom auðvitað sjúkrabill og mér var ekið á sjúkrahús, sem kennt er við heilagan Jósep”. Þarlent blað hneykslast Meðferðin, sem Björn hlaut á þessu sjúkrahúsi var fyrir neðan allar hellur. Blað eitt i Luxemburg birti fyrir skömmu heillar opnu frásögn af með- ferðinni, sem Björn hlaut á sjúkrahúsinu þá daga sem hann var þar og notar tækifærið til að ráðast á aðbúnað á sjúkra- húsum i Luxemburg almennt. „Ég vissi hvorki i þennan heim né annan, þegar ég rankaði við mér eftir hádegi á laugardag. Þó bað ég um að félögum minum hjá Cargolux yröi tilkynnt um veru mina þarna, hvað var og gert. Ég bað nunnuna lika að skila þvi til þeirra, að ég lægi þarna á lélegasta sláturhúsi sem ég hefði komizt i kynni við. Sú til- kynning komst þó að sjálfsögðu ekki til skila”, sagði Björn. „Mér var tjáð, að læknirinn talaði ensku, en það reyndust loftkastalar. Ég varð þvi að reyna að bjarga mér á blöndu af þýzku og luxemburgarisku. Ég skildi þó ekkert, þegar reynt var að útskýra hvað að mér gengi”. Lá alblóðugur og skitugur „Félagi minn ofan af flugvelli kom i heimsókn og fékk það uppgefið hjá hjúkkunni, að ég væri mjaðmagrindarbrotinn. Þar með ruku allar áætlanir um útvegun góðs skáta út i veður og vind”, segir Björn. Luxemburgarblaðið greinir frá þvi að félagar Björns hafi komið i heimsókn strax á laugardagskvöldið. Þá var hann mjög þjakaður og lá i móki. Það sem gestunum þótti þó enn alvarlegra var að sjá hann liggja alblóðugan og skitugan uppi i rúmi. Björn hafði verið dreginn beint upp úr götúnni og lagður i sjúkrarúmið án þess, að hann væri þveginn eða færður i hrein föt „Félagarnir báðu þá eina nunnuna um handkiæði og þvottapoka, svo hægt væri að þvo mér. Með herkjurn fengu þeir loks handklæði og var sagt að þeir ættu sjálfir að útvega sápu, handklæði og náttföt”, segir Björn. Bjallan tekin úr sam- bandi „Fyrstu nóttina eftir að ég var farinn aðranka við mér, var ég með óráð og með geysilega verki. Ég hringdi á hjúkrunar- konuna og bað um verkjatöflur. Hún lét mig loks fá töflur, sem verkuðu um tvo tima i senn. Þegar ég fór að hamast á bjöllunni i hvert sinn, sem töflurnar hættu að verka, gafst hún upp á mér, skildi heilan pakka af töflum eftir hjá mér og bað mig að éta sjálfan”, heldur Björn áfram. „Þegar ég var orðinn ónæmur fyrir þessum töflum hélt ég áfram að hringja, þvi verkirnir voru alveg að drepa mig. Hjúkkan afgreiddi það mál með þvi að taka bjölluna af mér”. Þá sá ég mér ekki annað fært en að banka í vegginn, en hún bankaði þá bara á móti og litið linnti þjáningunum við það. Ég hef sennilega haldið öllum á spitalanum vakandi þessa nóttina”. ,,Fáðu þér hressingar- göngu”. Við komuna á spitalann var skurður á hökunni saumaður saman og fyrsta morguninn var tekin ein röntgenmynd af Birni. „Þeir tóku bara ein mynd beint framan á i sparnaðar- skyni. Læknirinn sjálfur kom ekki til min fyrr en 30 timum eftir að ég kom á sjúkrahúsið. Hann hafði bara eina mynd til að styðjast við og sagði lasleika minn ekki mjög alvarlegan. Hann hvatti mig um fram allt að fara sem fyrst á fætur og stiga i vinstri fótinn, mér til heilsu- bótar”, segir Björn. Björn átti þó alls ekki auðvelt með að standa upp. Eftir að hann var fluttur til Islands, var hann myndaður í bak og fyrir. Kom þá i ljós, að f jórði hryggjar liður að neðan var brottinn, svo ekki var von að göngurnar yrðu langar. Þess má geta að eftir að hafa legið I sex vikur i vellystingum á Landsspitalanum má Björn ekki einu sinni velta sér á hlið I rúminu, á meðan hann var hvattur til göngu i Luxemburg, á öðrum degi. „Ég var kvefaður, þegar slysið varð og slím og drulla söfnuðust i lungun á mér. Við þessu var ekkert gert fyrr en ég kom hingað i menninguna. Þá var ég strax tekinn fyrir og þetta nuddað upp úr lungunum”. ógiftur og barnlaus „Ég veit ekki, hvort svona meðferð tiðkast almennt þarna úti. Við eigum að heita i sjúkra samlagi, en bæði er ég Utlendur og það sem verra er, ekki kaþólskur. Á þessu sjúkrahúsi var hins vegar allt vaðandi i nunnum og Jesúsar upp um alla veggi. Ég hefði nú frekar varið peningunum til kaupa á sápu. Yfirmaður frá Cargolux kom strax til min og vildi allt fyrir mig gera. Hann spurði, hvort ég vildi ekki að ættingjar minir yrðu sóttir að heiman. Ég var á báðum áttum, en hann hringdi heim og bauð föður minum að koma. Hann kom á þriðja degi. Daginn eftir var ég svo sendur heim til íslands. Lifið hér á sjúkrahúsinu er eins og himna- riki miðað við helviti”, segir Björn „Ein meinlokan, sem þeir hafa tekið i sig i Luxemburg er að ekki sé hægt að eignast börn nema að vera giftur. Þegar ég kom á sjúkrahúsið var ég spurður hvort ég væri kvæntur. Ég sagði nei, en ég ætti konu og barn. Þeir héldu, að ég hefði skaddazt á höfði þegar ég lét svona vitleysu út úr mér. Það væri ekki hægt að eiga börn nema að vera kvæntur. Ég var þvi skráður ókvæntur og barn- laus”, heldur Björn áfram. „Slátrarinn”. „Undir lokin var ég búinn að kynnast Belga, sem lá með mér og hann varð eins konar sátta- semjari milli min og yfir- nunnunnar, sem var kona á ein- hverju æðra tilverustigi. Ein nunnan leyfði mér ekki að fara einum fram úr en önnur skipaði mér fram, ef ég vildi reykja. Ég lét þvi halda vakt frammi á meðan ég fékk mér reyk inni á stofu. Ef nunnan var á leiðinni, kom vaktmaðurinn hlaupandi inn, þreif af mér sigarettuna og opnaði alla glugga. Hér eru hjúkrunarkonurnar hins vegar alveg ódrepandi við að keyra mig fram, ef ég vil fá mér reyk”, segir Björn. „Hér vita þeir nefnilega, að hægt er að hafa rúmin á hjólum. Þótt samkomulagið við nunnurnar lagaðist heldur var mér þó alltaf jafnilla við mann, er ég kallaði „slátrarann”, Hann var ákaflega ónærgætinn og stjakaði við mér ef honum fannst ég vera lengi að klöngrast úr rúminu yfir á börur, þegar færa átti mig til”. segir Björn að lokum um reynslu sina af sjúkrahúsum i Luxemburg, sem orðið hefur til að vekja upp gagnrýni blaða á meðferð sjúklinga þar. —JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.