Vísir - 09.01.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 09.01.1975, Blaðsíða 16
vism Fimmtudagur 9. janúar 1975. Bííí skemmd ist af sandroki Aftakaveður var i gær undir Eyjafjöllum allt fram á Markar- fijótsaura, að sögn Sveins isleifs- sonar, lögregluvarðstjóra á Hvolsvelli. Enginn snjór var þó til skaða, heldur mikill sandbylur. Þegar jörðin hefur þiönað og frosið á vixl, verður sandurinn laus ofan á, og þegar svona rok gerir, er engin fyrirstaða, heldur rýkur sandurinn miskunnarlaust. Bill undan Eyjafjöllum, sem æltaði að sækja börn i skóla aust- ur þar og flytja þau á Hólmabæ- ina i Austur-Landeyjum, varð frá að hverfa, og voru þá allar rúður orönar skemmdar i honum ,,og lakkið sjálfsagt lika, þótt ekki væri það nefnt,” sagði Sveinn. Ekki hafði hann frétt um aðra skaða af völdum veðursins, en taldi liklegt, að einhvers staöar sæi á húsum, aö minnsta kosti rúðum, eftir þetta veður. — SH Síldveiðar aftur? Hugsanlegt að veiða 10 þúsund tonn nœsta haust Hugsanlegt er að veiða allt að 10 þúsund tonn af sild á næsta hausti, þar sem friðunaraðgerðir hafa borið svo góðan árang- ur. Sildveiði var siðast leyfð hér haustið 1971, og þá veiddust ekki nema 10-11 þúsund tonn, þótt menn mættu veiða að vild. Þetta kemur fram i siðasta’ hefti timaritsins Sjávarfréttir. Friðunaraðgerðir hófust árið 1966 og voru smám saman aukn ar, þar til veiðin var bönnuð. Á árunumfyrir 1967 bættust árlega 60-70 þúsund tonn af þriggja ára sild i síldarstofninn, en siðan geröist sú sorgarsaga, að i hann bættust ekki nema 5-10 þúsund tonn. Stofninum hrakaði þvi ört, þvi að miklar veiðar voru stundaðar á sama tima og end- urnýjun stofnsins brást. Argang urinn, sem nú hefur verið mældur og hrygnir f fyrsta sinn næsta sumar, er i námunda við 30 þúsund tonn, eða mitt á milli þess sem bezt var og þess sem lakast var, að sögn Jakobs Jakobssonar fiskifræðings. Mið- að við verð i dag mundi 10 þús- und tonna afli þýða um 300 mill- jónir króna upp úr sjó. Um 100 bátar mundu liklega fara á þessar veiðar, að sögn Sjávar- frétta. Jakob var spurður hve langt kynni að verða, þar til mætti veiða 50-60 þúsund tonn, þannig að sú veiði yrði árviss. Hann sagði, að væri miðað við miðl- ungsgott árferði að þvi er varð- aði vöxt og viðgang síldarseiða gæti þetta gerzt við lok þessa áratugs. —HH Arni Guðmundsson stýrimaður, Emil Pálsson matsveinn og Stefán Sigurðsson annar stýrimaöur voru að búa sig og skipið undir loðnuna ,,Viö förum þegar við erum klárir”. Ljósm. Bragi. — segir Eggert Gíslason á Gisla Árna „Elskan mín góða, það er engin vertíð eins,” sagði Eggert Gislason, skipstjóri á Gísla Árna, er Vísir spurði hann um út- litið á komandi loðnuver- offramboð er á öllum hlutum, að ákveða loðnuverðið fyrirfram fyrir alla vertiðina. Ég held það sé rétt stefna að miða verðið við styttri timabil og hvernig selst á hverjum tima. En sjálfur þori ég engu að spá um verðið,” sagði Eggert. Aöspurður um sildar- bræðsluna i Neskaupstaö sagði Eggert: ,,Það er vitanlega mjög slæmt að missa jafn stóran aðila út úr dæminu. Þetta þýðir, að við verðum að sigla lengra með allan afla, sem veiðist austan- og suðaustanlands. Þar fyrir utan var þjónusta öll mjög góð á Neskaupstað og þvi enn sárara að geta ekki landað þar.” 1 morgun hafði enginn bátur lagt af stað austur i leit að loðnu. Snarvitlaust veður var á miðunum og lá rannsóknarskip- ið Arni Friðriksson i vari á Eiðsvik. -JB. Slœmt veður á miðunum. Árni Friðriksson í vari „Við erum bara þakklátir fyrir það sem við fáum," sagði Eggert. 1 gær var verið að búa Gisla Arna eins og önnur veiðiskip undir loðnuvertiðina. Gisli Arni kom frá Noregi á Þorláks- messu. 1 Noregi voru settar hliðarskrúfur i skipið. Aður en haldið var til Noregs var skipið á veiðum i Norðursjó, en þangað hélt það i mai. ,,Við þurfum ekki að kvarta yfir útkomunni á Norðursjón- um. Við höfum aldrei gert það betra þar. Hitt er svo annað mál, að þarna voru fleiri bátar en áður og útkoman þvi mis- jafnari”, sagði Eggert. Gisli Arni veiddi með nót i Norðurs^ónum þannig, að ekki þarf mikið að lagfæra fyrir loðnuvertiðina við Island. Þó er þörf á að breyta einangrun I lestum og ditta að smáhlutun- um. ,,Ég held það þýöi ekkert að biða eftir veröinu á loðnunni. Það kemur af sjálfu sér að fara á þessa vertið, um annað er ekki að ræða. Við leggjum i hann á næstu dögum og svo reynum við bara að gera okkar bezta,” sagði Eggert. ,,Ég held það sé ófært, þegar Aflaklóin Eggert Gislason var aö hella i fantinn. „Það þýðir ekkert að vera að bíða eftir verðinu.” „Treysta nögl- unum of vel" - metdagur í árekstra- fjölda í gœr „Þetta var metdagur i vetur, hvað fjölda árekstra snertir. Okkur var tilkynnt um tæplega þrjátíu umferðaróhöpp i gær", sagði lögreglan i Reykjavík, þegar blaðið hafði samband við hana í morgun. Veðurskilyrði og slæm færð áttu mestan þátt i þessum umferðaróhöppum. „Þaö má lika kenna þvi um, að margir bilstjórar treysta nagladekkjunum allt of vel. Þegar farið er að snjóa, hafa þau litið að segja”, sagði lög- regluþjónn hjá slysarannsókna- deild lögreglunnar. Langflest óhöppin voru minni háttar nudd á brettum og „stuðurum”. Flestar tilkynningarnar um árekstra bárust siðdegis, þegar menn voru á leið heim úr vinnu. Hafði ’slysarannsóknadeildin ekki við að sinna þeim, og þurfti aö kalla til lögregluþjóna úr öðrum deildum. —ÓH Skyggni slœmt og hólka Svo virðist sem umferð hafi gengið áfallalitið i Reykjavik og nærsveitum i gær, þrátt fyrir — cða kannski einmitt fyrir — viðvaranir lögreglu um hálku, ófærð og slæmt skyggni I út- varpinu. Óskar Ólason, yfirlögreglu- þjónn umferðarmála i Reykja- vik, sagði Visi, að umferðin hefði ekki gengið illa miðað við veðráttu. Ófærð var ekki telj- andi en æði dimmt i éljunum. Hálka var mikil á götum borg- arinnar, ekki sizt á gangstéttun- um. Það var einkum i Arbæjar- hverfi, sem élin voru svört og skyggni lélegt. A Vesturlandsvegi var varla nokkur snjór en ökumenn áttu i erfiöleikum að sjá, hvar þeir fóru. Svipuð saga var um Hafn- arfjarðarveg, og lögreglan i Hafnarfirði sagði, að allt hefði sloppið þar áfallalaust að kalla, aðeins fjórir árekstrar urðu. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Selfossi gekk um- ferð á Hellisheiði sæmil. Þar var ekki ófærð en mjög dimmt og skóf mikið. „Það er alltaf eitthvert basl með smábila, þegar svona gerir,” sagði við- mælandi okkar þar. Hjá lögreglunni i Keflavfk var þær fréttir að fá, að snjór hefði hlaðizt á veginn i Skörðunum, en umferð eftir vonum en þau eru á móts við Vogana. Þar var rutt, og gekk þá umferðin eftir vonum, en blind- bylur var um tima á Reykjanes- braut og erfitt að sjá. Á Reykjanesbraut — og raun- ar fleiri stöðum — bar nokkuð á þvi, að skæfi inn á bilana svo þeir bleyttu sig og vildu ekki ganga. Þá stöðvuðust þeir á miðjum akbrautum og trufluðu aöra umferð. Ýmiss konar efni eru til þess að rjóða á kveikjukerfiö eða úða yfir það, til þess að gera það vatnsþétt. Þá er einnig hægt að fá hlifar t.d. yfir kerti, svo bleyta nái ekki að valda þar út- leiðslu. — SH. Ljósmyndari Visis BG festi þennan árekstur á Miklubrautinni á filmu fyrripart gærdagsins. Aðeins var um „smánudd” aö ræða. Samtals fengu yfir sextfu bflar „nudd” I háikunni á götum Reykjavíkur f gær.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.