Vísir - 09.01.1975, Síða 3

Vísir - 09.01.1975, Síða 3
Visir. Fimmtudagur 9. janúar 1975. 3 Stytta sér skammdegið við bridge — Svœðamótin og lands- liðskeppni i uppsiglingu Mikill annatimi fer nú i hönd hjá bridgespilamönnum, sem stytta sér skammdegiö yfir vetr- armánuðina yfir spilunum. Framundan er hjá Bridge- sambandi íslands keppni fyrir val á landsliði. Fer fram tvimenn- ingskeppni bæði i karlaflokki og unglinga 25. janúar og verður hún með Butlerfyrirkomulagi. Auglýst hefur verið eftir um- sóknum (menn éiga áð ge’fa sig fram við Július Guðmundsson i sima 35331 eða póstholf 256 i Kópavogi) fyrir 17. jan. en valin verða 16 pör i hvorn flokk úr um- sækjendum. A sama tima er Bridgesam- band Reykjanesumdæmis að hefja svæðamót sitt, sem er und- anfari Islandsmótsins. Hefst það i veitingahúsinu Skiphóli i Hafnar- firði (kl. 1 þann 12. jan.). Svæðamótið er um leið keppni um meistaratitil Reykjanessum- dæmis, þar sem keppt er um far- andbikar Skiphóls og eigna» verðlaun, sem Skiphóll hefur sömuleiðis lagt til. —GP „Þetta er eins og stöðugur próff lestur — sagði Friðrik Óiafsson, sem verður áfram atvinnumaður í ár — boðið á fjölmörg mót „Þetta cr eins og stöðugur próflestur,” sagði Friðrik Ólafsson stórmeistari i viðtali við blaðið. Hann hefur ákveðið að vera áfram atvinnumaður i skák þetta árið. „Atvinnumennskan hefur verið ágæt. Maður er sjálfs sin herra og það er ekki alltaf auðvelt, verður að piska sig sjálfur. Ég hef ekkert fast kerfi um vinnutima á dag, en reyni að vinna upp það, sem hafði tapazt og ekki var aðstaða til að kynna sér nóg á undanförnum árum. Maður ryðgar. Þetta breytist alltaf meira og minna og fylgj- ast verður vel með i byrjunum. Ég fer yfir byrjanir og heilar skákir, kynni mér það, sem er nýtt og reyni að betrumbæta eitthvað. Ég tefli ekki við neinn annan i þessum æfingum, bara sjálfan mig. Það er óskandi, • að Guð- mundur Sigurjónsson haldi sitt strik. Ég held, að þetta sé aðeins timaspurning fyrir hann, hvenær hann verður stórmeist- ari. Það væri gaman, að hann bættist við, þvi að þá ættum við fleiri stórmeistara en hin Norðurlöndin. Danir eiga einn og Sviar i rauninni aöeins einn, þvi að hinn er gamall og óvirkur og byggir titilinn á gamalli frægð. Ef Guðmundur fengi stórmeistaratitilinn, yrði það til að efla áhugann hér. Maður má ekki vera of háður tekjum af verðlaunum á skákmótum, þvi að lita verður á þau flest fyrst og fremst sem æfingu. Ekki er unnt að þola peningaleysi i atvinnumennsk- unni, en ekki má alltaf tefla beint upp á verðlaunin, þvi að við það tapast æfing. Ef stefnt er að efstu sætum, verður oft að þola jafntefli.” Friðrik hefur fengið mjög mörg boð á skákmót erlendis. Hann gerir ráð fyrir að tefla á móti á Spáni i marz. Hann hefur boð um mót i Las Palmas i april, Sviss i júli og i Amsterdam á sama tima og verður liklega á mótinu i Sviss. 1 september er honum boðið á mót i Newcastle, sem halda á i minningu brezka meistarans Alexanders, sem náði beztum árangri sem Bretar hafa nokkru sinni náð. Honum hefur verið boðið á mót i Bandarikjunum og Þýzkalandi. Siðast en ekki sizt verður svæðamót, þar sem Friðrik og Guðmundur munu Friðrik Ólafsson. væntanlega tefla, enmótstiminn er enn óráðinn og Friðrik gramur yfir þvi. Mótið má halda einhvern tima á timabilinu mai-október og telur Friðrik það forkastanlegt af alþjóðasambandinu að hafa enn ekki ákveðið timann. Það gæti sett úr skorðum ákvarðanir um þátttöku i öðrum mótum. „Það geta fleiri kvartað en Fischer,” sagði Friðrik. —HH BORGARBÓKASAFNIÐ LÁNAÐI YFIR MILLJÓN EINTÖK BÓKA — keypti bœkur fyrir 12,5 milljónir króna Þrjátiu og þrjú þúsund manns, eða um 40% Reykvlkinga, áttu gild lánsskirteini I Borgarbóka- safni Reykjavikur i nýliðin árs- lok. Hafði sá fjöldi aukist um rösk þrjú þúsund á árinu og er miðað við höfðatölu meira en I höfuðborgum að minnsta kosti hinna Noröurlandanna. Bókaútlán safnsins i fyrra urðu ein milljón fjögur þúsund átta hundruð og sjö, og miðað við bókaeign safnsins, sem var i árs- byrjun 1974 222 þús. bindi, hefur hver bók verið léð tæplega 4,8 sinnum á árinu. Útlánaaukningin á árinu var 7,7% en var tvö árin þar á undan 6,7% og 6,5%. Útlánstalan árið 1974 samsvarar þvi, að hver Reykvikingur hafi fengið lánaðar 11,8 bækur, eða hver skirteinis- hafi 30,5 bækur. 1 frétt frá Borgarbókasafninu segir, að varla þurfi að taka það fram, að allar séu þessar tölur mjög háar, miðað við það sem venjulegt er hér á landi og i ná- grannalöndunum. Til bókakaupa árið 1974 var varið 12,5 milljónum króna, og er áætlað að verja 20 milljónum á þessu ári. Þetta.er um 60% aukn- ing, og sagði Eirikur Hreinn Finnbogason, borgarbókavörður, að það myndi láta nærri að svara þeirri hækkun, sem orðið hefur á bókaverði. Kaup islenzkra bóka eru að lang mestu leyti beint frá for- lögunum, þar sem safnið fær meiri afslátt en af þeim bókum, sem keyptar eru i bókabúðum. í sumum tilfellum eru forlögin svo litil, að ekki þykir taka þvi að elta þau uppi, og önnur vilja ekki selja bækur sinar nema i gegnum bók- sala. Af sumum bókum er aðeins keypt eitt eintak. Einkum á þetta viö um uppsláttarrit, sem ekki eru léð út af safninu. Af öðrum bókum eru keypt frá 10 upp i 100 eintök. Af þeim 222 þúsund bindum, sem safnið á, eru um 50 „tal- bækur”, en það eru bækur lesnar á segulbönd og kassettur. útlán á slikum bókum hófust ekki fyrr en á miðju siðasta ári, og eru lán þeirra strangt skorðuð við blinda og sjóndapra. Þessar upptökur eru nær allar fengnar frá út- varpinu með samþykki höfunda og lesenda. t útibúi safnsins i Bústaða- kirkju er kominn vlsir að hljóm- plötusafni, sem telur eitthvað á annað hundrað hljómplötur. Þær eru ekki til útlána, en aðstaða fyrir 5 til 6 til hlustunar. Eiríkur Hreinn sagði, að þetta hljóm- plötusafn væri einkum til reynslu, áður en nýtt safnhús ris, en þar á að vera aðstaða til að hlusta á hljómplötur. Hann taldi, að ekki yrði um útlán á þeim að ræða, en mætti hugsa sér, að kassettur yrðu til útlána, þegar eign slikra tækja yrði almennari. —SH ' Nautið og ein- f œtta skessan Það er engu likara en maður ÚTLíNDINGAR LtlTA IFTIR VINNU HÍR — reynast misjafnlega — sumir hrœddir við flesta hluti sé kominn á brasiliska kjöt- kveðjuhátlð. En svo er ekki. Myndin er frá þrettándagleöi Eyjamanna og þarna eru þau nautið og skessan með af- kvæmi sitt á iþróttavellinum i Löngulág. Þarna var fjöl- margt til skemmtunar og ungir og gamlir skemmtu sér saman við blys, flugelda og brennu. Að skemmtun lokinni yfirgáfu jólasveinar, álfar, huldufólk, púkar og forynjur kaupstaðinn og héldu til fjalla, eftir að hafa heimsótt nýja sjúkrahúsið eitt andartak. Ljósmynd G. Sigf Asókn útlendinga I vinnu á islandi hefur aukizt frá þvi sem var, að sögn Arna Sigurjóns- sonar hjá útlendingaeftirlitinu. Margt fólk frá þeim löndum, sem ekki þurfa vegabréfs- áritanir hingað kemur án þess að hafa tryggt sér atvinnu eöa atvinnuleyfi fyrirfram, og þeim er miskunnarlaust snúið viö. Þó mun töluvert um, að út- lendingar komi hingað til vinnu á löglegan hátt, og munu þeir einkum vinna við fiskiðnaðinn á Vesturlandi og Vestfjörðum. „Um tima á siðari hluta árs- ins i fyrra var gifurleg ásókn frá Pakistan og Indlandi”, sagði Arni „Þetta var eftir að afnám vegabréfsáritunar gekk I gildi. Það var eins og það hefði verið auglýst i þessum löndum, að hér væri sérstakt gósenland. En þetta fólk.sem kom ikippum, er nú allt farið aftur”. „Enn sem komið er hefur ekki verið mikill straumur útlend- inga hingað til starfa á bátunum”, sagði Guðrún Arnardóttir hjá Landssambandi islenzkra útvegsmanna. „Enda var það reynslan I fyrra aö ásóknin hófst ekki fyrr en siðari hluta janúar. Þá kom mikil hrota útlendinga, en þeir reyndust mjög misjafnlega. Sumir voru hræddir við allt — veðrið, fiskinn og hvaðeina. Sér- staklega voru Bandarikja- mennirnir ekki hugumstórir. Ég man eftir einum er fór á bát frá Þorlákshöfn, og hann hafði ekki hugmynd um fyrirfram, að fiski blæddi. Honum þótti fiskurinn handleikinn á ómannúðlegan hátt og sætti sig ekki við þetta. Veðurhræðsla var lika áberandi hjá mörgum útlend- ingum, sérstaklega á minni bátunum. Þegar versnaði lögðust þeir i koju, stirðir af hræðslu. Norður-Evrópumenn stóðu sig að jafnaði miklu betur. Þó man ég eftir brezkum kokki, sem gafst upp þegar átti að sjóða svið. Norðurlandamenn sækja aftur á móti litið hingað, en þeir eru vel séðir og ekki kvartað undan þeim i vinnu. Almennt er málið lika þröskuldur. Menn vilja yfirleitt ekki ráða þá menn, sem ekki tala sæmilega ensku eða eitt- hvert Norðurlandamálanna”. —SH

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.