Vísir - 13.01.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 13.01.1975, Blaðsíða 2
2 Vísir. Mánudaeur 13. janúar 1975. TÍSIRSm: Er til unglinga- vandamál? ✓ Bippe Mark, nemi: — Já, ég ég get nú eiginlega ekki skýrt i hverju það felst. Ég vona bara, að ég sé ekki geysilegt vandamál. Viihelmina Kristinsdóttir, nemi: — Ég hef ekki hugmynd um, hvað fólk meinar með þessu vanda- máli. Þórir Baldursson, bifreiöarstjóri: — Já, ég tel, að það sé til.-Ég held þó að slikt vandamál sé til hjá hverjum og einum persónulega, en ekki hjá öllum fjöldanum. Hannes Petersen, nemi: — Já, ég tel að það sé til. Það er oftast heimilunum að kenna og mætti þvi ef til vill frekar kallast heimilisvandamál eða fullorðins- vandamál. Oftast eru þessi svo kölluðu vandamál runnin frá heimilunum eða slæmum félags- skap. Halldóra Hafsteinsdóttir, vinnur i fiski: — Unglingavandamál? Það held ég ekki. Ef svo er þá er það brenniviniö, sem veldur. En það er sér vandamál og ekki skyldara unglingunum frekar en öðrum. Margrét Hafsteinsdóttir, nemi: — Ég held að svo sé ekki. Eg held að þeir fullorðnu séu einungis að hefja sjálfa sig upp með þessu tali um unglingavandamál. Þrjár af toppmyndunum itú sýndar hér „Exorcist” (Særingarmaður- inn umtalaöi) og „Sting” (Gildran, sem nú er sýnd I Laugarásbiói) voru bezt sóttu myndir ársins 1974 i Englandi og Bandarikjunum. Á lista yfir bezt sóttu kvik- myndirnar árið 1974 i Englandi er „The Sting” með Robert Redford og Poul Newman efst á listanum. Næst kemur „Exor- cist” myndin umdeilda og þá „Enter the Dragon”,sem nú er sýnd i Austurbæjarbiói og nefn- ist á Islenzkunni „t klóm drek- ans”. Tvær af þrem vinsælustu myndunum 1974 eru þvi sýndar I Reykjavík um þessar mundir og sú þriðja „The Exorcist” er væntanleg i Austurbæjarbiói. Næstar á eftir þessum kom ný útgáfa af „Skyttunum” og „Papillon”með Steve McQueen og Dustin Hoffman, sem kemur mjög bráðlega I Hafnarbfó. Þá kom Disneymynd, sem nefnist „Herbie Rides Again”, önnur Disneymyndum „Hróa hött” þá „Gatsby hinn mikli”,sem sýnd er i Háskólabiói nú og i niunda sæti er svo „Mary Poppins” endursýnd. Walt Disney fram- leiðslan hefur þvi átt gott ár I Englandi á siðasta ári. í tiunda sæti i Englandi sið- asta ár er ný mynd með Bar- böru Streisand og Robert Red- ford, sem nefnist „The Way We Were”. Robert Redford fer að auki með aðalhlutverk i tveim öðrum myndum á listanum „The Sting” og „Gatsby hinn mikli”. Hann hefur sannarlega komizt á toppinn. t Bandaríkjunum er „Exor- cist” bezt sótt á .siðasta ári. „The Sting”kemur fast á hæla hennar. Næst kemur „Magnum Force”,sem er með Clint East- wood I aðalhlutverki og er eins konar framhald af „Dirty Harry”. t fjóröa sæti er „Blaz- ing Saddles”, sem er gaman- vestri, sem vænta má i Austur- bæjarbiói bráðlega og I fimmta sæti er endursýning myndarinn- ar „Billy Jack”. „American Graffiti”er vænt- anleg I Laugarásbió og var sú mynd sjötta vinsælasta mynd ársins i Bandarikjunum. Næst er „Papillon” og þá „Airport 75”,sem er dóttir myndarinnar „Airport”, sem hér hefur verið sýnd i Laugarásbiói. Vonirnar, sem framleiðendur „Gatsby hins mikla”bundu við myndina, virðast hafa brugðizt i Banda- rikjunum eins og i Englandi. Hún var i niunda sæti. t tiunda sæti er „That’s Entertainment”. Sú mynd á vafalaust eftir að bæta við sig á- horfendafjölda. Myndin er gerð af MGM fyrirtækinu og soðin saman úr söngva- og dans- myndum allra frægustu leikara fyrirtækisins. Nær tvö hundruö þúsund mannssáu „The Sting”! Noregi á siðasta ári og hundrað og átta- tiu þúsund sáu kvikmynd um ævintýri hins vel þekkta Fleks- nes. Þar er Rolf Wesenlund I aðalhlutverki og einnig i þriðju bezt sóttu myndinni, sem er um þann fræga Bör Börson. Þar á eftir fer „Papillon”, sem rúm- lega hundrað þúsund áhorfend- ur hafa séð. I fimmta og sjötta sæti i Nor- egi eru norskar myndir um ævintýri „Olsenbanden” og I sjöunda sæti er fyrsta James Bond myndin með Roger Moore I aðalhlutverki. Þetta er myndin „Live and Let Die”. 1 áttunda sæti er Gatsby og i þvi niunda myndin „Serpico” með A1 Pacino úr Guðföðurnum i aðal- hlutverki. LESENDUR HAFA ORÐIÐ HERFERÐIN GEGN HÖFUÐBORGINNI I „Reykvikingur” skrifar: „Auðvelt er að komast að þeirri niðurstöðu, ef fara mætti eftir ummælum margra talsmanna landsbyggðarinnar, að Reykjavik og þéttbýlið við Faxaflóa væri óþarfur og óþolandi þurfalingur, sem byggði tilveru sina á þvi að mergsjúga dreifbýlið. Grétar Slmonarson, mjólkur- bússtjóri Flóam. sagði nýlega i viðtali við Þjóðviljann, að það væri búnaðarfrömuðum mikill þyrnir i augum, þegar auðugir spekúlantar úr Reykjavik keyptu upp jaröir til aö braska með. Vill maðurinn meina, að einungis séu til fjármálabraskarar i Reykja- vik. Manni hefur nú sýnzt, að þeir væru til viðar, meira að segja á Selfossi. Þegar ég fékk sima fyrir áratug siðan, gat ég talað sex sinnum á dag fyrir afnotagjaldið. Núna er þetta komið niður i þrjú simtöl á dag, eins og hjá öllum öðrum, sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Halldór E. simaráðherra sagöi, þegar hann var spurður i Sjónvarpinu, hvernig á þvi stæði, að hækkun simgjalda væri 100% meiri i Reykjavik en annars stað- ar, að þetta væri til að jafna að- stööumun fólks i þéttbýli og dreif- býli. Hækka þyrfti sfmgjöld I Reykjavik mikið meira, en ekki hefði verið þorandi að taka nema litið skref núna. Hvernig eru stóru skrefinhjá honum Halldóri. Kannske eitt simtal á dag eöa ekkert? Halda bara kjafti og borga simtölin fyrir þá sem eru i náðinni? Þegar Reykvik hóf virkjun Sogsins ein á báti, töfðu þing- menn dreifbýlisins það mál i mörg ár, og sögðu m.a. að verið væri að bora gat á Þingvallavatn. Núna er lagt hátt jöfnunargjald á rafmagnsreikninga Reykvikinga til þess að létta róðurinn hjá þeim, sem flotið hafa sofandi að feigðarósi I vaxandi orku- og oliu- kreppu. Þegar Reykjavik reyndi að byggja hitaveitu sina, var það talið af hinum sjálfumglööu, tungulipru og hagsmunasjúku talsmönnum dreifbýlisins, aö Hitaveita Reykjavikur væri tilræöi við sjálfstæði sveitanna. Nú hafa einbýlishúsaeigendur úti á landsbyggðinni krafizt þess, að lagður væri skattur á hita- veituneytendur, sem flestir búa i þröngum blokkaribúðum, til aö borga að mestu eða öllu leyti oliu- kyndingarkostnað lúxusibúða þeirra. Sá grunur læðist að manni, að ibúar þéttbýlisins við Faxaflóa, sem mynda meirihluta lands- manna, séu komnir á nýlendu- stigið á ný. Húsbændur þeirra, sem áður voru danskir, eru nú is- lenzkir talsmenn dreifbýlisins og svipa þeirra heitir „Byggða- stefna” „Jafnvægi i byggð lands- ins” og fleira I þeim dúr. En hvernig stendur á þessu kverkataki, sem meirihluti þjóð- arinnar er gripinn og virðist sætta sig við. Að minnsta (kosti heyrist ekki I talsmönnum þeirra, þegar nýjar og nýjar álögur eru lagðar á hinn þögla meirihluta. Aöeins ein rödd hefur mótmælt. Það var Albert Guðmundsson, fþrótta- kappinn frægi og þingmaður Reykvlkinga, sem neitaði að samþykkja núverandi fjárlög upp á 40-50 þúsund milljónir, þar sem auðséð væri, að hagsmunir Reykjavikur, væru algjörlega fyrir borð bornir og enginn Reykvikingur, sem eru þó um helmingur þjóðarinnar, og borga þannig stóran hluta af skattkök- unni, ætti sæti i fjárveitinga- nefnd. Ég skora á Albert að halda baráttunni áfram. Hann mun sið- ar hljóta sigurlaun sin. Fjöldinn veit af dugnaði og baráttu hans, og mun launa það að verðleikum. Mundu það Albert, að það er enginn leikur tapaður fyrr en flautað er af. Bjarni Einarsson, bæjarstjóri á Akureyri, upplýsti nýlega I Sjónvarpinu, að samtök sveitar- stjórnarmanna noröan og austan Hnu, sem dregin er frá Snæfells- nesi að jöklum, smöluðu tvisvar á ári þingmönnum sinum á fund og gæfuþeim ,,punkta”um æskilega þróun landsmála. Hann lét þess um leið getiö, að þessi byggðar- lög, þar sem aðeins býr um þriðjungur þjóðarinnar, réðu yfir helmingi allra þingmanna og þarna er komin skýringin á kverkatakinu. Þegar háttvirtur kjósandi ætlar aö kjósa Karvel á Vestfjörðum, fær hann ekki i hendur einn at- kvæðaseðil eins og ómerkilegur borgari i spillingarbælinu og hálf- nýlendunni Reykjavik, heldur sex atkvæðaseöla. Nokkurs konar tromp-atkvæðaseðil. Áhrif hans á landsmálin eru þannig margföld á við kjósandann á höfuðborgar- svæðinu. Og svipaða sögu er að segja frá öðrum dreifbýlisstöð- um. Þegar svo uppbótarþingsæt- um er úthlutað, kemur stór hluti þeirra i hlut dreifbýlisins vegna úreltra kosningalaga. Þannig getur það skeð, að kjósandi i Reykjavik eða á Reykjanesi fái á atkvæði sitt þingmann utan af landi, sem mun siðan baki brotnu vinna gegn hagsmunum suðvest- urhornsins. Þegar nýleg simahækkun var birt, kom I ljós, að maður i Reykjavik, Kópavogi, Hafnar- firði eða Garðahreppi, fær 300 skrefinnifaliniverðinu, en Akur- eyringur fær 525 skref. Af hverju? Telst Akureyri, með alla sina hámenningu, vanþróað þorp eða eru þeir svona málglaðir þar. Þurfa þeir meira að hringja til Reykjavikur en við tíl þeirra. Ég efast um það, hvar eru sannan- irnar? Er fólkið i Reykjavik ekki Is- lendingar eins og aðrir lands- menn? Skiptir það máli hvort maður pissar I Eyjafjörð eða Kollafjörð? Getur það veríð, að hér á landi riki ekki lýðræði, held- ur landræði? Vex gildi manna i hlutfalli við fjarlægð þeirra frá Reykjavik. Eru þingmenn Reykjavikur alveg sofandi, eða er þetta verðið, sem ráðherrastól- arnir voru keyptir með. Góðir Reykvikingar. Hvenær er mælirinn fullur? Hvenær hættum við að bjóða hina kinnina?”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.