Vísir - 13.01.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 13.01.1975, Blaðsíða 12
T Vlsir. Mánudagur 13. janúar 1975. Ípswich heldur efsta sœti í þremur deildum ensku knattspyrnunnar mættust efstu liðin f innbyröisleikjum á laugardaginn. Ipswich sigraOi Middlesbro örugglega i 1. deild á leikvelli sinum á Portman Road, þar sem Islenzkir far- menn eru svo oft mebal áhorf- enda — og viö sigurinn er Ips- wich nú eitt I efsta sæti eins og oftast áOur á leiktimabilinu. I 3. deiid iéku Blackburn og Charl- ton. Gamla, fræga Black- burn—iiöið vann góöan sigur 3-1 og hefur nú þriggja stiga forustu I deiidinni. t 4. deild lék liöiö úr skógunum hans Hróa Hattar, Mansfield, við Shrewsbury á útivelli, en sigraöi samt, meö eina markinu, sem skorað var I ieiknum. Mansfield hefur hlotiö fleiri stig en nokkurt annaö liö deiidakeppninni — 43 úr 26 leikj- um — og hefur fimm stiga for- ustu i deildinni. Chester tapaði á heimavelli og þaö eru tíöindi — Chester, hvaö er nú þaö, kann einhver aö spyrja. Jú. liðið, sem sló Leeds og Newcastle út I deildabikarnum, en tapaöi nú I fyrsta skipti á heimavelti I 14 mánuöi — fyrir Rotherham. Er þó I 3ja sæti 4. deildar meö 32 stig. Þaö var aðeins I 2. deild, sem efstu liöin áttust ekki viö — en þar jók Manch. Utd. forustu sina I sex stig. Sigraði Sheff. Wed. með 2-0 og skoraði Jim Mc Calliog — sem eitt sinn lék með Wednesday-liðinu — bæði mörk- in. Á sama tima lék Sunderland, sem er I öðru sæti, i fæðingar- borg rithöfundarins fræga, Charles Dickens, Portsmouth, og tapaði. Skoraði þó fyrsta mark leiksins, en siðan komst Portsmouth I 4-1. Lið Ian St. John, skozka landsliðsmanns- ins, sem gerði garðinn frægan hjá Liverpool, er greinilega að rétta úr kútnum. Liðið i 3ja sæti, Norwich, féll i Cardiff og þaö kom ekki á óvart — niundi leikur welska liðsins án taps á heimavelli. En litum á úrslitin á laugar- dag: 1. deild Arsenal-Carlisle 2-1 Coventry-Wolves 2-1 Derby-Liverpool 2-0 Everton-Leicester 3-0 Ipswich-Middlesbro 2-0 Leeds-WestHam 2-1 Luton Town-Chelsea 1-1 Newcastle-Tottenham 2-5 QPR-Burnley 0-1 Sheff. Utd.-Maneh. City 1-1 St oke-B irm ingham 0-0 2. deild Aston Villa-Bristol City 2-0 Bristol Rov.-Oldham 2-1 Cardiff-Norwich 2-1 Fulham-Nottm. Forest 0-1 Hull City-Oxford 1-0 Manch. Utd.-Sheff.Wed. 2-0 Notts Co.-Blackpool 0-0 Orient-Millvall 2-1 Portsmouth-Sunderland 4-2 Þau úrslit, sem langmest komu á óvart, voru i Newcastle. Alfie Conn, sem Tottenham keypti sl. vor frá Glasgow Rangers fyrir 140 þúsund pund, en litil tækifæri hefur fengið, var settur inn i stað Martin Chivers, sem var meiddur, og sló heldur betur i gegn. Skoraði þrjú af mörkum Tottenham. Tottenham komst I 4-0 áður en Newcastle, Burns, skoraði, en Lundúnaliðiö svaraði strax með marki, Conn, og Craig átti svo siðasta orðið fyrir heimaliðið. Knowles og Duncan skoruðu annað og 3ja mark Tottenham. Ipswich náði forustu gegn Middlesbro, þegar Roger Os- bourne skallaði I mark eftir fyrirgjöf Brian Talbot. Middles- bro var oft nærri að jafna áður en David Johnson tryggði sigur- inn með frábæru marki á loka- mlnútu leiksins — en sigur Ips- wich var fyllilega verðskuldað- ur. Derby réð alveg gangi leiks- ins gegn Liverpool og Kevin Hector, sem lék nú meö eftir fjarveru vegna meiösla I sex leikjum, var maðurinn bakvið sigurinn. Hann „átti” fyrsta markið, sem Henry Newton skoraði á 39. min. en Francis Lee gulltryggði svo sigurinn á 79. min. Clemence bjargaði oft snilldarlega fyrir Liverpool I leiknum — Boulton I hinu mark- inu haföi litið að gera, en varði þó vel frá Hall og Keegan. A- horfendur 33.463. Vegna þrengsla i blaðinu i dag veröum við að fara fljótt yfir sögu. Nýi leikmaðurinn hjá Arsenal, Alec Cropley, bjargaði báðum stigunum fyrir Lund- únaliðiö nokkrum sekúndum fyrir leikslok gegn Carlisle. Skoraöi þá gott mark. John Radford náði forustu fyrir Ar- senal á 30. min., en O’Neil jafn- aði fyrir Carlisle. Liðið varðist svo hetjulega — oftast með 10 manna vörn — þar til i lokin. West Ham lék stórkostlega vel fyrstu 20 min. gegn Leeds og Keith Robson skoraði á 10 min. — en siðan fór Leeds að ná yfir- tökunum. Tvivegis átti Leeds skot i stangir áður en Alan Clarke jafnaði á 38. mln. Náði sendingu aftur til markmanns. Duncan McKenzie skoraði sigurmark Leeds á 60. min. eftir undirbúning Eddie Gray. Bróöir hans, Frank Gray, átti snilldar- leik sem bakvöröur hjá Leeds. Ahorfendur 40.099. Everton komst I annaö sæti eftir auðveldan sigur gegn Lei- cester — lakasta liði, sem leikið hefur á Goodison Park á leik- timabilinu. Jones, 12. min. og Pearson, 14.mln., skoruðu fyrir Everton i fyrri hálfleik, og Mick Lyons 3ja markið á 70 minútu. Willie Carr náði forustu fyrir Coventry á 13. min. en mistök David Cross gerðu það að verk- um, að Steve Kindon jafnaði fyrir Úlfana 11 min. siðar. Larry Lloyd skoraði sigurmark Coventry. Ahorfend- ur 20.249. Luton komst i fyrsta skipti úr neðsta sætinu eftir jafntefli gegn Chelsea. Lengi vel leit út fyrir, að Luton ætlaði að sigra I fjórða leiknum i röð i 1. deild. Jimmy Husband (áður Ever- ton) skoraði á 63. min. eftir undirbúning tviburans Ron Fut- cher — en Ian Hutchinson tókst að jafna fyrir Chelsea á 84.min. QPR sótti mjög gegn Burnley allan fyrri hálfleikinn án árang- urs — og svo skoraði Ray Hankin fyrir Burnley á 58. min. QPR reyndi allt til að jafna — en leikmenn voru ekki á skotskón- um að þessu sinni. Áhorfendur 19.359. Sama er aö segja um leikmenn Stoke — þrisvar á Þeir eru markhœstir Eftir leikina á laugardag eru þessir leikmenn markhæstir I deild og bikar á Englandi. 1. deild. 16 Brian Kidd, Arsenal. 14 Malcolm McDonald, New- castle. 13 Francis Lee, Derby 12 Alan Clarke, Leeds, Alan Foggon, Middlesbro, Leigh- ton James, Burnley. 2. deild 19 Ray Graydon, Aston Villa. 14 Mike Channon, Southamp- ton, Pop Robson, Sunder- land. 13 Phil Boyer, Norwich. 3. deild 20 Alan Buckley, Walsall, Peter Eastoe, Swindon Bill Raff- erty, Plymouth. 4. deild 20 Robin Clarke, Mansfield. 16 Dick Habbin, Reading. —hsim Sm : ' ■ Ólafur H. Jónsson átti enn einn stórleikinn meö Val. Hér er hann á miðri mynd — aöþrengdur ÍR-ingum — en sendi samt knöttinn I mark IR. Ljósmynd Bjarnleifur. fyrstu 5 mín'. leiksins gegn Birmingham komust þeir i opin færi, en allt kom fyrir ekki. í lokin fór svo Geoff Hurst tvi- vegis illa aö ráði sinu. Birming- ham sótti ekki mikið — en tvisvar kom liðið knettinum i mark Stoke, en mörkin voru dæmd af, og fyrirliðinn Howard Kendall átti skot I Þverslá. Ahorfendur 26.157. I Sheffield varð dómarinn að stöðva leikinn i fimm minútur meðan leitaö var að „flautara” meðal áhorfenda, sem mjög hafði haft sig I frammi. Það tókst. Billy Dearden náði for- ustu fyrir Sheff.Utd. á 40. min., en Tommy Booth jafnaði fyrir City á 80. min. 1 2. deild tapaöi Fulham eftir 10 leiki án taps — og það fyrir liði Brian Clough, Nottm. For- est. Barry Butlin (áður Luton) skoraði eina mark leiksins á 71. min. Gil Reece skoraði bæði mörk Cardiff I fyrri hálfleik og liöið hafði þá yfirburði gegn Norwich. I siöari hálfleiknum lagðist það I vörn — Ted Mc- Dougall skoraði og Norwich hefði vel getað hlotið annað stig- ið. A Skotlandi tapaði Celtic ó- vænt á heimavelli fyrir Mother- well (2:3) og Rangers hefur nú tveggja stiga forskot — vann Dumbarton á útivelli 5:1 á laug- ardaginn. Staðan i 1. deildinni ensku er nú bannig: Ipswich 26 15 2 9 36-19 32 Everton 25 9 13 3 36-25 31 Middlesbro 26 11 8 7 37-30 30 Stoke 26 11 8 7 39-33 30 Bumley 26 12 6 8 46-40 30 Liverpool 24 12 5 7 34-22 29 Derby 25 11 7 7 40-33 29 Manch. City26 11 7 8 32-34 29 West Ham 26 10 8 8 43-35 28 Leeds 26 11 5 10 37-31 27 Newcastle 24 10 6 8 35-36 26 Wolves 25 8 9 8 33-32 25 QPR 26 10 5 11 32-34 25 Sheff. Utd 25 9 7 9 32-37 25 Coventry 26 8 9 9 35-42 25 Tottenham 26 8 7 11 35-37 23 Birmingh. 26 9 5 12 35-39 23 Arsenal 25 8 6 11 30-31 22 Chelsea 25 6 10 9 27-42 22 Carlisle 26 7 3 16 26-35 17 Luton 25 4 8 13 23-38 16 Leicester 25 5 6 14 22-40 16 2. deild. Manch. Utd 26 17 5 4 43-19 39 Sunderl. 25 13 7 5 43-21 33 Norwich 25 11 9 5 34-22 31 WBA 25 11 7 7 30-18 29 Aston Villa 25 11 6 8 36-21 28 Bristol C. 25 10 7 8 24-18 27 Blackpool 26 9 1 8 24-20 27 Notts Co 26 8 11 7 32-33 27 Oxford 26 11 5 10 26-35 27 Hull 26 9 9 8 29-42 27 Nott. For. 26 10 6 10 28-32 26 Fulham 26 7 10 9 24-20 24 Bolton 24 9 6 9 26-24 24 BrfsXol Rov. 26 9 6 11 27-35 24 Orient 25 5 14 6 18-25 24 Southamp. 14 7 8 9 30-33 22 Cardiff 25 7 8 10 26-33 22 Portsmouth 26 6 1 11 23-34 21 Oldham 24 6 7 11 24-30 19 Sheff. Wed 26 5 8 13 27-40 18 Millwall 25 7 7 13 24-37 17 hsim. Volur á fullu annan hálfleikinn Valur vann sinn fjórða sigur i röð I, 1. deild íslandmótsins i Laugardalshöllinni i gærkvöldi — vann þá botnliðið 1R með 26—19. Sigurinn var stærri en efni stóðu'til, þvi Valsmenn nutu einstaklega hagstæðrar dóm- gæzlu þeirra Hannesar Sigurðs- sonar og Karls Jóhannssonar — dómara, sem saman eru haldnir þeirri sorglegu áráttu aö dæma sterkara liðinu —að þeirra áliti — I hag. Sigur Vals var þó verðskuld- aður — og liðið sýndi stórgóðan leik I fyrri hálfleik, þar sem landsliðsmaðurinn Jón Karls- son var hreint óstöðvandi. Hann lék vörn ÍR grátt ásamt Ólafi H. Jónssyni. t siðari hálf- leiknum „hvarf” Jón hins vegar nær alveg — og þá varð Ólafur að taka fram stóra spilið til að fá sveiflu I leik liðs sfns aftur. Það gekk þó ekki of vel — og um tima var komið ráðleysi i leik Valsmanna. Þeir höfðu greini- lega misst trúna á sjálfa sig. Valur byrjaði mjög vel. Skor- aði tvö fyrstu mörk leiksins og komst sfðan i 5-1 og 8-2 eftir 20 min. Mest i 12-4 — eða átta mörk yfir — eftir 25 min. Eftir það hélt ÍR við og staðan i hálfleik var 14-7 fyrir Val. Það kom á óvart I hálfleiknum að stór- skytta ÍR-liðsins, Agúst Svavarsson, var lftið sem ekk- ert inn á — og þótti mörgum það furðuleg ráðstöfun. í siðari hálfleiknum fór ÍR að saxa á forskot Vals — hægt og bitandi, enda fór þá flest „að leka inn” hjá ólafi Benedikts- syni, sem varið hafði vel i fyrri hálfleiknum. Fljótt skiptu Vals- menn þá um markvörð — Jón Breiöfjörð. Eftir 15 min. var munurinn aðeins þrjú mörk, 18- 15, og lítill glæsibragur á leik Vals. En þá var Ásgeiri Elias- syni, IR, visað af leikvelli — Agústi Svavarssyni nokkru sið- ar —án þess nokkur i „höllinni” botnaði I þeim dómum, og Valur fór að siga fram úr á ný. ólafur Jónsson var iðinn við að skora. Hann skoraði 23ja mark Vals, 23-17 — þúsundasta markið i 1. deild — og lokatölur urðu svo 26- 19. Mörk Vals i leiknum skoruðu Ólafur 8, Jón Karlsson 7, Gisli Blöndal 4 (2 viti), Agúst ög- mundsson 2, Gunnsteinn Skúla- son 2, Stefán Gunnarsson, Bjarni Guðmundsson og Jóhann Ingi eitt mark hver. Fyrir IR skoruðu Brynjólfur Markússon 5, Jóhannes Gunnarsson 4, Gunnlaugur Hjálmarsson 3, Bjarni Hákonarson, Þórarinn Tyrfingsson og Hörður Há- konarson 2 hver, og Agúst Svavarsson eitt. — hsim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.