Vísir - 13.01.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 13.01.1975, Blaðsíða 9
ÍJEg verð orðinn góður fvrir NM" — segir Axel Axelsson „Það má eitthvað meir en lit- ið fara úrskeiðis, ef ég verð ekki orðinn eins góður I hendinni og ég var, þegar að Norðurlanda- < mótinu kemur I næsta mánuði”, sagði Axel Axelsson handknatt- leikskappi, ef við töluðum við hann um helgina, og sögðum i honum, að búið væri að velja 1 hann i landsliðið, sem á að taka þátt I þeirri keppni — ef hann verði orðinn góður. ,,Ég er farinn að æfa og spiia með iiðinu á æfingum, og verð iiklega með f næsta leik. Þjálf- arinn vildi ekki að ég yrði með i leiknum um þessa helgi — en þá unnum við Pönix Essen 23:19 — og erum aftur komnir i annað sætið, þvi Bad Scwartau tapaði sinum leik. Ég æfi nú á hverjum degi. Ef ekki er æfing hjá Dankersen liieyp ég einn um i skóginum. En hér er nú mikil veðurbliða — 7 til 9 stiga hiti og hvergi snjó- korn að sjá, eða eins og bezta vorveður. Höndin er að komast i gott iag í eftir uppskurðinn, og ég reikna með að ég verði alveg búinn að ná mér fyrir Norðuriandamótið, sem ég bið spenntur eftir að fá að taka þátt i með minum féiög- um að heiman”. —klp— ^ ^ ^ Þór hefur betur í Akureyrarbardaganum Fjórir mikilvægir ieikir I topp- og botnbaráttunni i 1. deild kvenna voru Ieiknir um helgina. Valur tók forustu i deiidinni með þvi að sigra Fram — Armann tap- aði stigi tilKR — og Vikingur náði sinum fyrstu stigum með þvi að sigra Þór. Það var Sigrún Guðmundsdótt- ir, sem sá um sigur Vals i leikn- um við Fram. Ef hennar hefði ekki notið við, má fullvist telja að Fram hefði sigrað auðveldlega i leiknum, þvi hún var allt I öllu hjá Valsliðinu. og skoraði hvorki meira né minna en 12 af 16 mörk- um liösins. Fram náði afgerandi forustu strax i byrjun — komst i 7:2 — en þá tók Sigrún til sinna ráða og skoraöi 6 næstu mörk fyrir Val. Valsstúlkurnar höfðu 1 mark yfir i hálfleik — 9:8 — og I siðari hálf- leik jók Sigrún enn bilið með 4 fyrstu mörkum Vals. Með þvi gerði hún endanlega út um leikinn — Valur sigraði 16:13, og er nú eina liðið 11. deild, sem ekki hefur tapað leik. Ármann tapaði stigi til KR á laugardaginn. Ármannsstúlkurn- ar sem voru án Erlu Sverrisdótt- ur, íiöfðu yfir lengst af I leikn- um —komúst mest i 10:7 i siðari hálfleik — en glötuðu þvi forskoti niður. KR jafnaði 14:14 og komst siöan yfir 15:14 rétt fyrir leikslok. Mikið fjör var siðustu minút- urnar, en þá tókst Armannsstúlk- unum að jafna 15:15 og urðu það lokatölur leiksins. Þar með hefur Ármann misst 3 stig i mótinu, en margir leikir eru eftir, og allt getur enn gerzt. Þór frá Akureyri lék tvo leiki hér fyrir sunnan um helgina, og fór út úr þeim með 2 stig af 4 mögulegum. Þórsstúlkurnar sigruðu Breiðablik 12:9 i hinu nýja iþróttahúsi I Garðahreppi, en töpuðu fyrir Viking i Laugar- dalshöllinni 11:7. Náði Vikingur þar i sin fyrstu stig i 1. deild i vetur, og er nú með 2 stig eins og Breiöablik. KR er með 3 stig og Þór 4. t báðum leikjum Þórs var staðan I hálfleik 4:4. —klp- Þór lagði KA að velli I Akureyr- arsiagnum i 2. deild karla um helgina. Var það fyrsti ieikurinn, sem KA tapar I vetur, og við það opnaðist deildin aftur upp á gátt. Fjögur liö hafa möguleika á að sigra og komast þar með upp I 1. deild næsta ár — Þróttur, Þór KA og KR. Þórsararnir komust upp 16:11 byrjun leiksins og höfðu 6 marka forustu I hálfleik 12:6. 1 siðari hálfleik tókst KA að jafna 14:14, en Þórsararnir gáfust ekki upp fyrir það, komust i 17:14, og sigruðu siðan i leiknum 18:16. Þorbjörn Jensson var bezti maður Þórs i þessum leik — skor- aði 8 mörk — en hjá KA var KR- ingurinn fyrrverandi, Geir Frið- geirsson, sem nú er læknir á Akureyri, beztur , skoraði mik- ið og hélt spilinu gangandi. I Njarðvikunum léku i 2. deild STAÐAN I 2. DEILD Staðan I 2. deiid karla eftir leik- ina um helgina: Þór—KA 18:16 ÍBK—Þróttur 16:26 Stjarnan—Fylkir 19:23 KA Þróttur Þór KR Fylkir Breiöablik ÍBK Stjarnan Rúmenar meistarar stúdenta Rúmenar urðu heimsmeistarar i handknattleik stúdenta i gær W- sigruðu Sovétrikin 18:17 eftir 7:6 i hálfleik i úrslitaleik heimsmeist- arakeppni stúdenta, sem háður var i Búkarest. Um 3ja sætið kepptu Pólland og Spánn og sigruðu Pólverjar með 17:16 eftir 7:5 i hálfleik. —hsim. ÍBK og Þróttur. Þeim leik lauk með þvi, að Keflvikingarnir gengu út af vellinum vegna óánægju með dómarana rétt fyrir leikslok, en þá var staðan 26:16 fyrir Þrótt. Fengust þeir ekki til að fara aftur inn á völlinn og flautuðu þá dómararnir leikinn af og létu markatöluna standa eins og hún var. Fylkir tryggði enn betur sæti sitt I deildinni með þvi að sigra Stjörnuna 23:19, og er þá allt útlit fyrir, að baráttan um botninn og fallið i 3. deild verði á milli ÍBK, Breiðabliks og Stjörnunnar. AE/—klp— ATHUGIÐ — AÐ ■ HcMGUzKynm stendur aðeins þessa viku tigum mikið stœríurúrval í ALLT Á HERBANNl . i HERRATÍZKUNNI fA\u&to LAUGAVEG 27 - SÍMI 12303 Sigrún óstöðvondi í leiknum við From Skoraði 12 af 16 mörkum Vals i leiknum á milli efstu liðanna í deildinni. — Einnig miklar sviptingar í leikjum neðstu liðanna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.