Tíminn - 16.06.1966, Síða 5

Tíminn - 16.06.1966, Síða 5
FEWMTUDAGUR 16. Júní 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — í Iausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. „Heima er lífstrúarlindinu Háskóli Islands hefur tekið upp þá nýbreytni að halda sérstaka athöfn, er skólanum er slitið, og kandidötum afhent prófskírteini. Ber að fagna þessu, enda hefur það sætt nok’kurri furðu, hve lágkúruleg afhending próf- skírteina hefur veáð, en sú athöfn á einmitt að vera með hátíðleikablæ. Við þessi skólaslit háskólans flutti prófessor Ármann Snævarr, háskólarektor, hina merkustu ræðu. Lagði rekt- or áherzlu á nauðsyn þess að efla Háskóla íslands, svo hann verði hlutverki sínu sem bezt vaxinn. Of mikið fá- læti hefur ríkt um hagsmunamál háskólans. Jafnvel þeir, sem endurtaka í sífellu, að menntunin sé bezta fjárfesting hverrar þjóðar, reynast hinir íhalds- sömustu, þegar á reynir, og um það er að ræða, að nokk- urt fjármagn sé af hendi þjóðfélagsins látið rakna. Það var ekki fyrst og fremst sá kafli ræðu rektors, er fjallaði um nauðsyn þess að efla háskólann, sem sérstaka athygh va’kti, því að um það mál hefur rektor talað oft og lengi, en því miður fyrir of daufum eyrum. En nú ræddi rektor þann þátt þessara mála einnig, sem oft hefur glatazt eða á borið skugga í hinni nauðsynlegu og þakkarverðu baráttu háskólamanna fyrrir eflingu æðri menntunar á íslandi. Og þessi þáttur menntamála á ís- landi er ekki óverulegur, því að hann er í rauninni sjálf- ur hornsteinninn í þeim grunni, sem Háskóli íslands stendur á, en það er þörf íslenzkrar þjóðar fyrir að njóta ávaxtanna af menntun sona sinna og dætra og vilji þjóð- arinnar til að leggja mikið af mörkum í þeirri vissu, að það skili sér aftur í ekki aðeins betur menntuðum ís- lendingum, heldur einnig betri íslendingum ,og að aðrar þjóðir og stærri, sem geta gert menntamönnum gylltari og betri lífskjaraboð, hirði ekki afraksturinn af fram- lagi fátækrar þjóðar til framsóknar og eflingar sjálfri sér. Bresti þessi grunnur mun áhugi íslenzku þjóðarinn- ar á að styðja myndarlega við háskóla sinn dofna. Ef hins vegar tekst að styrkja þessa undirstöðu háskólans frá því sem nú er, verður um leið tryggð blómleg upp- bygging skólans. Það voru því orð í tíma töluð, þegar há- skólarektor mælti þessi orð: „Allt sérfræðilegt starf ber að vinna með því hugar- fari, að mönnum sé skylt að þjóna þjóðfélagi sínu svo sem verða má. íslenzk þjóð hefur lagt mikið af mörkum til þess að gera yður kleift að njóta þeirrar undirstöðu menntunar. sem þið hafið öðlazt. Það er ekki í mörgum löndum, sem slík menntun, sem þér hafið notið, er lát- in í té endurgjaldslaust. Og það er ekki í mörgum þjóð- félögum, sem háskólastúdentar fá að njóta náms síns óheft af herskyldu eða öðrum þegnskylduframlögum í þágu þióðarheildar. íslenzkt þjóðfélag leggur nú ýmis- legt rram til þess að létta stúdentum námið, svo sem námslán og námsstyrki og aðra fyrirgreiðslu. Eg veit, að þér muníð öll hugsa til þessa nú í dag með þakklæti oo í fullri viðurkenningu þess, sem vel hefur verið gert við yður. Ýmsir yðar munuð hljóta gylliboð um að taka við störfum erlendis.Geymið þá yðar sjálfra. Land yðar þarfnast yðar. Engin blóðtaka er þjóðinni þungbærari en að sjá á bak sérmenntuðum sonum sínum eða dætr- um. Minnizt þess, að heime er lífstrúarlindin". TIMINN .. ~ ................................. JOHN DANSTRUP: V-þýzkir jafnaðarmenn lýsa nýrri stefnu í Þýzkalandsmálinu Telja bætta sambúð og aukin samskipti við Austur-Þjóðverja eðlilegan undanfara sameiningar ríkjanna. ,,EG HEF skipt um skoðun. Áður var ég á því, að skiptingu Þýzkalands yrði að vera lokið, áður en rætt yrði um endan- leg landamæri. Nú er ég kom inn á aðra skoðun. Hvað eina, sem dregið getur úr spenn- unni. verður að sitja í fyrir- rúmi, og á þann hátt ber að auka möguleikana á, að skipt ing Þýzkalands hverfi úr sög unni.“ Willy Brandt, yfirborgar- stjóri, leiðtogi Jafnaðarmanna- flokks Vestur-Þýzkalands kunn gerði með þessum sögulegu orð um á flokksþinginu í Dort- mund, að flokkur hans breytti algerlega um stefnu og viður- kenndi, að Þýzkaland hlyti að taka víðtækum afleiðingum breytinga á stjórnmálaástand inu í Evrópu undangenginn áratug. Jafnaðarmenn láta sér ekki nægja að skipta um forgangs atriði í Evrópumálunum. Brandt kunngerði einnig á þing inu. að breyta yrði afstöðunni til Austur-Þýzkalands, en það er eðlileg og rökrétt afleiðing af hinni breytingunni. Hann tók skýrt fram, að enginn mætti vænta, að Bonn-stjórnin viðurkenndi Austur-Þýzkaland formlega, en þýzku löndin tvö yrðu að koma á jafnrétti á borði þar til unnt yrði að koma í kring endursameiningu. LÍTA VERÐUR í svip. yfir þær meginbreytingar. sem smátt og smátt hafa orðið á gagnkvæmri afstöðu Austurs og Vesturs umhverfis Þýzka- land umliðinn áratug, til þess að gera sér grein fyrir forsend unum fyrir breyttri afstöðu Brandts og hinni eftirtektar- framsetningu. Upphaflega var röð forgangs atriðanna þveröfug við þetta bæði í Þýzkalandi og Evrópu yfirleitt. Konrad Adenauer, fyrrverandi kanslari, og John Foster Dulles, hinn látni utan ríkisráðherra Bandaríkjanna, á kváðu röðina endanlega á sinni tíð. Hún var ákveðin, þegar valdastríðið í Evrópu stóð sem hæst. en hið tvískipta Þýzka- land var aðalvígvöllurinn í því stríði. Með ákvörðuninni var viðurkennt sem megins.tefna vesturveldanna, að ekki vær' unnt að tryggja lækkaða spennu milli Austurs og Ves1 urs fyrri en endursameining Þýzkalands væri komin á. Það er að segja Þýzkaland fyrst, síðan önnur vandamái Evr ópu”. Af þessari ákvörðun motað- ist öll stefna bandamanna i deilumálum Austurs og Vest- urs. Styðja áttí Vestur-Þýzka land svo sem framast værí unnt að þrýsta Sovétríkjunum og öðrum austurveldum á öann hátt til þess að samþykkja end ursameiningu. Við þessa á- kvörðun var Austur-Þýzkaland aðeins viðurkennt sem her- námssvæði Sovétríkjanna í Þýzkalandi og þannig er til vera þess enn viðurkennd opir berlega. Upp úr 1955 fór grundvöllur þessarar afstöðu að raskast. Reynslan í Ungverjalandsupp reisninni, þróunin í eldflauga- og kjarnorkuvopnaframleiðslu Sovétríkjanna, efnahagsleg og félagsleg þróun Austur-Þýzka- lands sjálfs og stjórnmálaand- svar Rússa, að krefjast viður- kenningar á skiptingu Evrópu. viðurkenningar þýzku ríkj- anna tveggja og breyttra að- ferða við minnkaða spennu í Evrópu áður en Þýzkalands- málin yrðu tekin til meðferðai stuðlaði allt að því að kippa fótunum undan Þýzkalands- stefnu vestrænna þjóða, eða með öðrum orðum röð forgangs atriða í Evrópumálunum. ÞRÓUNIN var farin að hafa áhrif á afstöðu Bandaríkja- manna til Evrópumálanna þeg ar á valdaárum Eisenhowers forseta. En stefnuhvörfin urðu ■ ekki ákveðin og lýðum ljós fyrri en með tillögum, sem John F. Kennedy sendi Sovét mönnum 1962. Tilgangurinn með þeim tillögum, sem fjöll- uðu í raun og veru allar um Þýzkalandsmálin, var í fyrsta lagi að tryggja Austur- og Vest ur-veldin hvor gagnvart öðr- um, í öðru lagi að tryggja jafn- rétti þýzku rikjanna tveggja á borði, án opinberra viðurkenn inga. og í þriðja lagi að viður kenna Oder-Neiss-landamærin í fraiúkvæmd. Með þessum tillögum hafði Kennedy forseti endaskipti a forgangsröð atriða í Evrópu- málunum. Héðan í frá átti fyrst og fremst að draga úr spennunni á öðrum sviðum og síðan að undirbúa endursamein ingu Þýzkalands sem ávöxt aí lækkaðri spennu. Að baki stefnubreytingunni bjó þegj- andi viðurkenning flestra ríkja í Austri og Vestri á því, að end ursameining Þýzkalands meðan kalda stríðið stæði sem hæst væri ef til vill enn háskasam- legri en skipting landsins En Adenauer kanslari spillíi mjög ákveðið fyrir framgang) tillagna Kennedys og Rússat höfnuðu þeim. Þeir óttuðust ' fyrsta lagi eflingu Vestur Þýzkalands og stefnu og í óðru lagi, að lækkuð spenna á þann hátt sem Kennedy gerði ráð fyrir yrði til þess, að þeir kynnu að missa hin traustu tök á stjórnmálum Austur-Evrópu landanna, einkum þó Pólland? og Tékkóslóvakíu. í stað þess að fylgja frarn tillögum Kennedys tóku Aust- ur og Vestur með allri vaxúð að nálgast hvort annað. Síð- ustu þrjú, fjögur árin hafa far ið fram mjög margar viðræðui og önnur snerting orðið milli Austurs og Vesturs. Þetta er árangur hinnar breyttu stefnu á fyrsta skeiði. Hvað Vestux- veldin snerti réði ííér úrslitum að Vestur-Þýzkaland varð hvorki of langt á eftir né of langt á undan í þessari þróun. Smátt og smátt tókst að knýja Bonn-stjórnina til þátt- töku í þesari breyttu stefnu, en ekki reyndist þó unnt að koma á verulegri epinberri snertingu fyrri en Ludwig Er hard var tekinn við kanslara- starfinu, og Gerhard Sehröder utanríkisráðherra, tók að að hyllast örlítið frjálslyndari stefnu en áður. Og ioks þegar de Gaulle, forseti Frakklands, tók að nálgast Austur-Evrópu og ýtti á þann hátt al.varlega við Vestur-Þjóðverjum, gat gamli kanslarinn fengið tylgis menn sína til að lýsa yfir, að tekið væri að draga úr hætt- unni af Sovétríkjunuin og hún myndi fara rénandi. Valdhaf- arnir í Bonn létu á ýmsan hátt í Ijós, að þeir væru fylgjandi hinni nýju aðferð við að draga úr spennunni, og Erhard lét þetta einnig koma fram eins berlega og hann þorði í tilíög- um sínum í Evrópumálunum í marz í vetur. Afstaðan át.ti að gefa til kynna. að skipti forgangsatriða væru á góðum vegi, einnig hjá leiðandi mönn um í Bonn, en jöfnum höndum þó, að aðstæður væru enn of erfiðar eða hættulegar til þess að ríkisstjórnin og kristilegir demókratar lýstu yfir opinberu fylgi sfnu við hina breyt.tu stefnu. Erich Mende, leiðtogi frjálsra demókrata, hafði þó unnið að því innan ríkisstjórn- arinnár, að förinni yrði hraðað mun meira eftir þessari braut. En hin nýja stefna hafði þó fest mun fastari rætur í þeim sem lýtur forustu Willy Brandts. Ljóst var, að Brandt var í senn leiðtogi stjórnarandstöð unnar og yfirborgarstjóri Vest ur-Berlínar. þegar hann flutti yfirlýsingu sína. Hann hafði fylgzt áhyggjufullur með því, hvernig stefnan í kalda strið- inu hafði orðið til þess, að landamærin — einkum þó landamærin í Berlín — urðu æ ákveðnari og luktari, og juku stöðugt stjórnmálavandann og ollu meiri og meiri mannleg- um erfiðleikum. Hann hafði einnig fylgzt með upvexti hins nýja Austur-Þýzkalands við erf ið og mjög ströng skilyrði. Willy Brandt og jafnaðar- menn viðurkenndu, að ef hinni gömlu stefnu væri fram haldið óbreyttri enn í nokkur ár, hlytu fljótlega að verða sprott in upp tvö þýzk ríki, sem tæp lega yrði unnt að sameina í fyrirsjáanlegri framtíð. Þá væri búið að svíkja íbúa Aust- ur-Þýzkalands, sem annars ættu sterka meðlíðan Vestm- Þjóðverja. Þeir væru þá skyld ir eftir óstuddir undir komm Framhald a bls. 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.