Tíminn - 16.06.1966, Síða 9
FTMMTUDAGUR 16. júní 1966
TÍMINN
Á þessum stað verður búlð að leggja götur og gangstéttar og reisa eftir örfá ár. Þá sjást engin merki um þaö mikla starf, sem Sigurbjörn hefur unnið hér í 'Fossvogsdalnum.
Hefði getað orðið lystigarður
Heimsókn í Garðyrkjustöðina í Fossvogi
Reykjaivík er óðum að
stækka. Hún teygir sig á alla
vegu og kanta, og sífellt rísa
ný og ný borgarhverfi, þar
sean fyrir örfáum árum voru
grænar grundir, engi og mýr-
ar. Hús og koffar, sem reist
voru af lítilli fomjálni á tvist
og bast um nágrenni höfuð-
borgarinnar, verða óðum að
víkja fyrir nýju skipulagi.
Þetfca er nauðsynlegt, það vita
allir, en í sumum tilvikum er
erfitt að sætta sig við það.
Bráðlega stendur fyrir dyr-
Sigurbjörn Björnsson garð.yrkju-
maður
um úfchlutun lóða í Fossvogi,
og eru þeir vafalaust margir,
sem þessa stundina bdða í of-
væni eftir að fá að vita, hvort
þeir séu meðal þeirra, sem
'hnossið hljóta. En hvað sem
því líður verður innan fárra
ára að ölium líkindum risið
upp skipulegt íbúðahverfi í
drögunum niður efftir Fossvogs
dalnum að norðanverðu, þar
sem nu standa lítil hús á víð
og dreif, umgirt stórum görð-
um, fleira sem ekki á vel
heima innan takmarka höfuð-
borgarinnar. En f slakkanum
rétt neðan við Béstaðaveginn
hefur um tæpa tvo áratugi
verið starfrækt Gróðrarstöð.
Garðyrkjustjórinn heitir Sig-
urbjörn Björnsson og fékk
hann svæðið sem gróðrarstöðin
stendur á og spannar 3,6 hekt-
ara sem erfðafestuland fyrir
áratugum síðan. Þetta svæði á
einnig að hverfa undir skipu-
lagið. Að þessu tilefni gerði
ég mér ferð þangað suður eft-
ir fyrsta sólskinsdaginn í júní
og ræddi Itilsháttar við Sig-
urtojöm.
Það var glampandi sól og
hiti, nóg að starfa við gróðr-
arstöðina, svo að ég hafði dá-
lítið samvizkuhit yfir því að
vera að tefja þennan vinnu-
sama mann frá störfum sín-
um. Hann þauð mér inn í stofu
sína, og úr stofuglugganum er
gott útsýni yfir trjágarðinn og
uppeldisstöðina, sem Sigur-
björn hefur komið upp með
dugnaði og elju, en á nú að
hverfa undir götur, gangstétt-
ir, samlbýlishús, bílskúra og
fleira, sem skipulaginu tilheyr
ir.
— Þeir eru þegar farnir að
ryðja þessu í burtu. Trén eru
óðum að hverfa, og það er vcr-
ið að flytja þau yfir á Klambra
tún. Maður má nú annars ekki
kalla þetta Klambratún lengur,
Mildatún heitir það víst núna.
íbúðarhúsið mitt, garðurinn
umhverfis það og gróðurhúsið
mega standa í tvö ár til viðtoót-
ar, en svo verður þetta allt að
hverfa. Það á víst að skríða
blokkhús hér upp með tröpp-
unum á húsinu.
— Það hlýtur að vera sárt,
að sjá ævistarf sitt hverfa
svona eins og dögg fyrir sólu.
— Það er bezt að hugsa sem
minnst um það, svona verður
það að vera, segir Sigurtojörn
og það dimmir yfir svip hans.
— Ég fékk þetta erfðafestu-
land fyrir áratugum síðan.
Fyrst fór ég að rækta hér kál
og kartöflur í hjáverkum og
hélt þvd áfram fram yfir stríð,
en fyrir nítján áram hóf ég
rekstur gréðrarstöðvarinnar og
ræktaði blóma- og trjáplöntur
í smáum stíl jafnhliða kart-
öfluræktinni, en með árunum
þróaðist þetta þannig, að ég
minnkaði við mig kartöflu-
ræktina og lagði jafnframt
meiri áherzlu á trjáa og blóma
ræktina. Síðasta ár fékkst ég
eingöngu við það. Ég kom á
fót uppeldisstöð og gróðurhúsi,
hef aukið framleiðsluna smám
saman með áranum og hef haft
á tooðstólnum algengustu trjáa-
og blómategundir, sem notað-
ar eru í skrúðgarða. Ég held,
að mér sé óhætt að segja að
rekstur stöðvarinnar hafi yf-
irleitt gengið bærilega, og ég
hef altaf 'haft mikla ánægju
af garðyrkjunni. Það er sér-
staklega ánægjulegt starf, að
hugsa um gróður, sjá hann
vaxa og dafna og fá þannig
uppskeru erfiðis síns.
Á síðustu árum hefur það
oft hvarflað að mér, að ég
væri á hœttulegum stað, og að
landið yrði ef til vill tekið und
ir byggingalóðir. í þessu sam-
bandi átti ég fyrir um það bil
10 árum tal af þáverandi skipu
lagsstjóra Reykjavíkur, Gunn-
ari heitnuim Ólafssyni. Við
ræddum saman um framtið
stöðvarinnar, og var hans skoð
un á þá lund, að vel mætti
fella gróðrarstöðina inn í
skipulagið, sem gera átti um
Fossvogsdalinn. Hann var kom
inn á fremsta hlunn með að
gera einhverjar ráðstafanir
um dalinn, þegar hann skyndi-
lega féll frá nokkrum mánuð-
um eftir samtal okkar, og ég
þykist þess fullviss, að hefði
hans notið við, væri skipulagi
á annan veg og betra.
Svo var það fyrir nokkrum
áram, að haldin var skipulags-
keppni um Fossvogsdal. Sá,
sem fyrstu verðlaunin hreppti,
var norskur maður, sem gerði
ráð fyrir óbyggðu svæði eða
garði á þessum stað. Nýja
skipulagið kollvarpar þessu
öllu saman. Hversu miklum
peningum þeir eyddu í verð-
launaafhendingar og annað í
sambandi við fyrrgreinda
keppni, veit ég ekki, en þetta
er bara smásýnishorn af vinnu
brögðunum. Fyrir þremur ár-
um vora þeir svo hér á ferð
arkitektarnir Manfreð Vil-
hjálmsson og Gunnlaugur Hall
dérsson. Þeir gáfu mér þa til-
efni til að halda, að mér og
Framihald á bls. 13.
Vélskóflan ryður i burtu grenitrjánum einu af öðru.