Tíminn - 16.06.1966, Síða 14

Tíminn - 16.06.1966, Síða 14
14 TÍMINN FIMMTUDAGUR 16. júní 1966 InoltkS S'efí/re QU 00 Einangrunargier Framleitt einangis úr úrvals gleri — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanJega KORKIÐJAN HF. Skúlagötu 57 Sími 23200. TRÉSMIÐ IAN. Holtsgötu 37, framleiSi' eldhúss- og svefnhef.. ;-gisinnréttingar. RYÐVORN Grensásvegi 18, simi 30945 Látið ekk) dragast að ryð- veria og bijóðeinangra bif reiðina með GUNNAR GUÐBJARTSSON Framhald af bls. 1 Framleiðsluráð taldi því þessa leið lokaða. Frá þessu skýrði ég á Sel- fossfundinum. Aukafundurinn sam þykkti ályktun um, að útflutnings bæturnar yrðu ekki lægri hundr- aðshluti af heildarverðmæti land- búnaðarframleiðslunnar hverju sinni en verið hefur. Okkur var ljóst, að það yrði að leita að leiðum til að leysa mál- ið á annan hátt en með því að hækka útflutningsuppbæturnar, enda hygg ég, að hægt sé með athugunum að finna leiðir til þess að leysa þann vanda, sem þegar er fyrir hendi. Það, sem ég hefði talið skynsamlegast í því efni er annars vegar að nýta innanlands- markaðinn eins vel og frekast er kostur með verðtilfærslum á milli vörufjokka, og líkur eru til þess, að hægt sé að ná meiru út úr markaðnum innanlands með þeim hætti, og hins vegar með beinum aðgerðum ríkisvaldsins með því að færa niður reksturskostnað á ýmsum sviðum. Vafalaust koma fleiri leiðir til greina, og allt þetta er í athugun hjá Stéttar- sambandinu og Framleiðsluráði, og reynt verður til þrautar að vekja skilning á því, að vandann verði að leysa. Ég treysti því, að sú alda, sem nú hefur risið meðal bænda, verði okkur hjálp við að fá lausn á þessum miklu vanda- málum okkar. Ég vil þakka þeim mönnum, sem tekið hafa skyn- samlega á málunum, og ég trúi því að þessi alda verði okkur einmitt til styrktar og stuðnings í þessu máli. — Haldið þið ekki bráðlega fund með fulltrúum þeirra nefnda sem kosnar hafa verið í hinum ýmsu héruðum? — Jú, það hefur verið ákveðið að nefndir úr héruðunum komi saman til fundar hér í Reykjavík á sunnudaginn, og á mánudaginn kemur er boðaður fundur hjá Framleiðsluráði og þá munu þess- ar nefndir ræða við Framleiðslu- ráð um hugsanlegar leiðir til að leysa vandann, bæði á þessu ári og einnig til fram'búðar. Ég von- ast eftir góðu samstarfi við þá menn, sem koma utan af landi og vilja leggja sig fram um að vinna að lausn þessara mála. — Hafa nefndir þessar lagt fram einhverjar tillögur enn sem fcomið er? — Mér er ekki kunnugt um, að fram hafi komið neinar ákveðnar tillögur frá nefndunum en ég geri ráð fyrir, að ef nefndirnar hafa einhverjar slíkar tillögur, þá muni þær ko'ma fram á fundunum á sunnudag og mánudag, og öllum slíkum tillögum verður tekið með vinsemd af Framleiðsluráði, og þær athugaðar mjög gaumgæfilega. — Hvað viltu segja að lokum um þetta mál, Gunnar? — Ég vil að lokum láta í ljós von um, að það takist að leysa þennan vanda þannig, að bænda- stéttin verði ekki fyrir miklu áfalli út af þessu máli, og að land- búnaðurinn geti haldið áfram að þróast með eðlilegum hætti á ókomnum árum. M.R. Framhald af 16. síðu. öll til fyrirmyndar. Félög nem- endanna eru fjölmörg, svo að flest kvöld var eitthvað um að vera, og verður það ekki rakið hér. Ég vil taka það fram, að ég tel félagsstarfsemi skólanemend- anna mjög þroskandi fyrir þá. Árspróf voru haldinn dagana 5. maí—31. maí. Undir það gengu 789 nemendur og stóðust það 705. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. TECTYL Hreingern m Hremgerningar með nýtizku vélum Fljótleg og vönduð vinna Hreingerningar sf.. Sími 15166, eftir kl. 7 e.h. 32630. ÞAKKARÁVÖRP Þakka hjartanlega öllum, sem glöddu mig á 90 ára afmæli mínu 11. þ.m. með heimsóknum, gjöfum, hlóm- um og skeytum og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Hólmfríður Teitsdóttir, Seljalandi, Dalasýslu. Faðir okkar. Jón L. Þorsteinsson bóndi á Hamrl í Þverárhlíð andaðist að heimili sínu 14. þ. m. Þorsteinn Jónsson, Þórarinn Jónsson. Úfför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður, Helga Péturssonar fyrrverandi framkvœmdastjóra fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 18. júní kl. 10.30 f. h. Soffía Björnsdóttir, Björn Helgason, Soffra Einarsdóttir, Gpnnlaugur P. Helgason, Erla Kristjánsdóttir, Helga S. Helgadóttir. Innilegar þakkir til allra er auðsýndu samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför föðurbróður míns Árna Magnúsar Sigurðssonar Sérstakar þakkir færi ég heimilisfólkinu að Hátúni við Rauðavatn fyrir umhyggju við hinn látna. Guðbjörg Jóhannsdóttir. Útför sonar okkar og bróður, Bjarna Þorbiörnssonar Andrésf jósum verður gerð frá Selfosskirkju laugardaginn 18. júní kl. 1 e. h. jarð- sett verður að Ólafsvöllum Ingigerður Bjarnadóttir, Þorbjörn Ingimundarson og systkini. ingar Nokkrir fluttust próflaust milli bekkja af ýmsum persónulegum ástæðum, og örfáir fengu að fresta prófi til hausts. Hæstar einkunnir við árspróf hlutu: Kolbrún Haraldsdóttir, 5. bekk A. ág. 9,26. Helgi Skúli Kjartans- son, 4.S. ág. 9.22, Emilía Martins- dóttir 3. F. ág. 9.17. Helga Ög- mundsd. 4. X ág. 9.09 og Snorri ICjaran 5. T, ág. 9.04. Stúdentspróf var haldið dagana 23. maí til 13. júní. Undir það gengu 192 nemendur, 184 ínnan skóla og 8 utan skóla, 79 í mála- deild og 113 í stærðfræðideild. Er þá svó komið, að stærðfræðideild- arstúdentar eru verulega fleiri en máladeildarstúdentar, og mun sá munur vaxa verulega næsta ár. Einkunnir skiptast þannig, að 3 fengu ágætiseinkunn, 82 I. eink- unn, 95 II. einkunn og 12 III. einkunn. Hæstu einkunn við stúdents- próf hlaut Ásmundur Jakobsson, 6. Z. ág. 9.54 og varð því dux scholae þetta skólaár, aðeins örfáir hafa hlotið hærri einkunn á stúd.prófi næstur varð Jón Snorri Halldórsson, 6. B, ág. 9.29, þriðji varð Guðmund- ur Þorgeirsson, 6. Z, ág. 9.24, 4. varð María Gunnlaugsdóttir, 6. A, 1. 8.91 og fimmti varð Hans Kr. Guðmundsson, 6. Z, I. 8.86. Rektor afhenti stúdentum skír- teini og óskaði þeim síðan öllum til hamingju, og hóf að afhenda verðlaun, sem voru mörg. Fulltrúi j'úbílanta voru mættir og tóku þessir til máls: Fyrir 60 ára stúdenta Sigurður Nordal, fyr- ir 50 ára stúdenta frú Anna Bjarna dóttir, fyrir 40 ára Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra, sem af- henti 100.000 kr. gjöf, sem ætluð er til bókakaupa, fyrir 30 ára Sig- urður Ólafsson lyfsali, sem afhenti peninga til óákveðinnar ráðstöfun- ar, fyrir 25 ára stúdenta frú Val- borg Sigurðardóttir, sem afhenti bergsmásjá, fyrir 20 ára stúdenta Páll Sigurðsson, sem afhenti kvik- myndavél og stjörnukíki, fyrir 15 ára stúdenta talaði enginn, en þeir gáfu peninga, fyrir 10 ára stúdenta talaði Sveinbjörn Björns son, og afhenti peningagjöf í minningarsjóð Pálma Hannesson- ar rektors. NAUÐUNGARUPPBOÐ Eftir kröfu Þorvalds Lúðvíkssonar hrl. o.fl. fer fram nauðungaruppboð að Bræðraborgarstíg 7 hér i borg. Verða þar seldar vélar og áhöld fyrir- tækjanna: Herkúles h.f., Iris, Minervu, Nærfata- og prjónlesverksmiðjunnar h.f. og Sokkaverk- smiðjunnar h.f. Uppboðið fer fram á staðnum mánudaginn 20. júní 1966 kl. 10.30 árdegis. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavílc. \ FRÁ HÚSMÆÐRAKENN- ARASKÓLA ÍSLANDS HÁUHLÍÐ 9. Ráðskonudeild tekur til starfa við skólann í haust. Umsóknir um skólavist skulu berast fyrir 15. júlí n.k. Umsækjendur skulu hafa lokið landsprófi eða gagnfræðaprófi og námi í húsmæðraskóla, vottfest afrit af prófskírteinum og fæðingarvott- orð skulu fylgja umsóknum. Skólastjóri. FORDSON-MAJOR - Skurðgröfutraktor í góðu lagi til sölu. Traktorinn er með gröfu að aftan, skóflu fyrir gröft, mokstur og framræslu, járnhjól með göddum til jarðvinnslu, vökvastýrðri ýtu að framan til sléttunar, hreinsunar lands o. m.fl. Sérlega hentugt tæki til notkunar hvort sem er fyrir bæjar- eða sveitavinnu. 'Mjög hagkvæm kjör, ef samið er strax. Upplýsingar að Skipholti 27 frá kl. 1—5 e.h. og í síma 17126 frá kl. 7—9 e.h.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.