Vísir - 17.01.1975, Qupperneq 3
Vísir. Föstudagur 17. janúar 1975.
3
Farmaður
Ijóstrar
upp starfs-
aðferðum
smyglara
„tslenzku tollveröirnir eru
viðvaningar viö leit.”
um smyglvarningnum á milli
okkar strax eða eftir aö allt hefur
veriö selt,” segir farmaðurinn.
„Þannig seljum við þetta
annaðhvort i sameiningu eða sitt i
hverju lagi. Skinkunni og svína-
kjötinu, sem flutt er inn ó-
löglega, komum við þó oftast
sjálfir i verð. Það eru verzlanir
héri bænum, sem borga manni út
I hönd um leið og maður býður
smyglað kjöt til sölu.
Yfirleitt - er eiturlyfjum ekki
smyglað á þessum skipum. Að
eiturlyfjasmyglingu standa aðrir
aðilar, sem smygla eftir öðrum
leiðum. En ef eftirlitið verður
hert með brennivinssmyglinu þá
má reikna með að ég og minir
likar snúum okkur að eiturlyfjun-
um. Innflutningurinn á þvi er svo
langtum einfaldari.”
-JB
Er það mögulegt, að farþegar á
innanlandsflugleiðum séu svo til
dauðadæmdir, ef eldur kemur
upp á flugi og nauðlenda þarf á
einhverjum hinna stærri flug-
valla, vegna skorts á slökkvibún-
aði? (Keflavikurflugvöllur und-
anskilinn).
Astæðan til þess að hjálpinni
var neitað er i raun óskiljanleg.
Það mætti helzt halda að rigur
væri milli þessara aðila. En það
er einmitt samvinna sem á þarf
að halda, en ekki pérsónulegar
krytur.
Það var kvartað undan vatns-
skorti við slökkvistarfið á
Reykjavikurflugvelíi. Datt
stjórnendum slökkvistarfsins
ekki I hug, að „létta vatnið” hjá
slökkviliðinu á Keflavikurflug-
vellihefur tifaldan slökkvikraft á
við vatn? Slökkviliðið á Kefla-
vikurflugvelli gat komið með 30
þúsund iitra af vatni. Þvi er
blandað við „létta vatnið”, og ár-
angurinn verður eins og 300 þús-
und litrum sé dælt á bálið. En það
var einmitt kvartað undan vatns-
leysi”.
Sveitarfélög hafa ekki
ráð á „léttu vatni"
„Viö leggjum miklu fremur
áherziu á, aö slökkviliö ails
staðar á landinu fái sér froöu-
tæki heldur en t.d. létt vatn.
Létta vatnið er svo dýrt, að viö
látum okkur ekki einu sinni
detta I hug aö ráðleggja sveitar-
félögum aö kaupa þaö”, sagöi
Báröur Danielsson forstöðu-
maöur Brunamálastofnunar, i
viðtali við Visi.
Sem kunnugt er, telur Sveinn
Eiriksson slökkviliðsstjóri á
Keflavikurflugvelli, að með þvi
að nota létt vatn hefði mátt
slökkva eldinn i flugskýlinu á
Rey kj avikurf lug velli.
Slökkvilið Reykjavikurflug-
vallar á ekki létt vatn, og
slökkvilið Reykjavikur á aðeins
litið magn af þvi.
„Létt vatn er gott til sins
brúks, einsog t.d. viðað slökkva
oliuelda á láréttum fleti. Ég
held þvi fram, að eftir að eldur-
inn I flugskýlinu komst i trétexið
i loftinu, hafi verið vonlaust að
slökkva hann. Gildir þar einu
máli, hvort létt vatn hefði verið
notað eða ekki”, sagði Bárður
ennfremur.
Brunamálastofnun var komið
á laggirnar fyrir fimm árum.
Verkefni hennar er að hafa yfir-
umsjón með brunavörnum á
landinu, þjálfun slökkviliða og
eftirlit. Stofnunin hefur hins
vegar engin bein fjármálaleg
áhrif á störf slökkviliða. öll
slökkvilið eru kostuð af
viökomandi sveitarfélagi, nema
flugvallaslökkvilið. Þau eru
kostuð af flugmálastjórn.
„Við höfum lagt
megináherzlu á það síðan við
tókum til starfa, aðöll slökkvilið
fái til umráða dælubil og önnur
nauðsynleg slökkvitæki. Til
marks um þá þróun, sem hefur
orðið á þessum fimm árum, má
nefna, að á þeim tima hafa 60
nýir slökkvibilar verið
útvegaðir fyrir landsbyggðina.
Einnig er mikil áherzla lögð á
reykköfun. Reykköfun var
algjörlega óþekkt viðast hvar
um landið áður”, sagði
brunamálastjóri.
Að lokum sagði Bárður
Danielsson brunamálastjóri, að
þvi væri ekki að neita, að sveitar
stjórnir spöruðu oft fé til bruna-
varna. Sérstaklega bæri á þvi,
að slökkviliðsmenn fengju ekki
greitt sómasamlega fyrir störf
sin.
„Ef á annað borð er
fjárskortur hjá sveitarfélögum,
þá bitnar hann oft fyrst á
slökkviliði staðarins”, sagði
Bárður.
—ÓH
Jazz-helgi
Jassáhugamenn fá sannar-
lega eitthvað viö sitt hæfi um
helgina. Það má búast við þvi
að þeir fjölmenni á hljóm-
leikana sem haldnir verða á
sunnudagskvöldið á Hótel
Sögu.
Þar er boðið upp á Jass-
kvintett Gunnars Ormslevs,
Popp-hljómsveit Gunnars
Þórðarsonar og 18 manna
hljómsveit FÍH undir stjórn
Magnúsar Ingimarssonar.
Þar verður m.a. flutt nýtt
jass-verk eftir Leif Þórarins-
son, sem hann samdi um jólin
I vetur I tilefni fyrstu Nord-
jazz-ráöstefnunnar á íslandi.
Annars má segja að þetta
verði eins konar jasshelgi, þvi
einnig verður haldin ráðstefna
Nordjazz hér i Reykjavik, en
heiðursgestir á hljóm-
leikunum verða Nordjazzfull-
trúar frændþjóða okkar sem
hingað koma. —EA
Þeir verða lfklega i essinu sinu
um helgina þeir Sverrir
Garðarsson, Gunnar Ormslev,
IGunnar Þóröarson og Jón
’múíí. — Ljósm. Bjarnleifur.
FLUGMENN LÆRA
Á MÓÐURMÁLINU
„Það er tilgangurinn að bæta
flugkennsluna, og það er margt á
döfinni i sambandi við það. Til
dæmis er stefnt að þvi að koma út
kennslubók á islenzku, en hingað
til hafa bækurnar verið á ensku.
Þá verða þrir menn héðan sendir
á flugkennaranámskeið i V-
Þýzkalandi”.
Þetta sagði Grétar Óskarsson
hjá Flugmálastjórn þegar við
ræddum við hann, en þrir flug-
— hafa mest
notað ensku
til þessa
kennarar héðan munu fara á 3ja
daga námskeið, sem flugmála-
stjórn Bandarikjanna býður upp
á. Er þetta þeim algerlega að
kostnaðarlausu að undanskildum
fargjöldum, en þarna gefst
þessum flugkennurum kostur á
að kynna sér allar nýjungar sem
fram hafa komið varðandi flug-
kennslu.
Þeir munu svo að sjálfsögðu
uppfræða aðra flugkennara hér
við heimkomuna. Námskeiðið er
haldiðá herflugvelli sem kallaður
er Ramstein, og eru það beztu
flugkennarar Bandaríkjamanna
sem annast það. Flugkennurum
frá öllum Evrópulöndum er boðið
á þetta námskeið.
Einn flugkennari fer frá hverju
kennslufyrirtæki, þ.e. einn frá
Flugstöðinni, einn frá Helga
Jónssyni og svo einn frá Flug-
málastjórn. —EA
Atvinnu-
lausum
fjölgar, -
en voru
fleiri í fyrra
Fólki á atvinnuleysisskrá fjölg-
aði mikið I siðasta mánuði. Alls
voru um áramótin 611 skráðir at-
vinnulausir á landinu öllu. Þeir
voru þó fleiri, sem voru atvinnu-
lausir á sama tima i fvrra, eða
790.
Atvinnulausum fjölgaði um 292
I desember.
I kaupstöðum eru 286 skráðir
atvinnulausir, en frá þeirri tölu
ber að draga bifreiðarstjóra i
Reykjavik, sem eru skráðir i leit
að borgarvinnu og munu vera nær
40 á skránni. Atvinnuleysi jókst i
desember, einkum á Húsavik, þar
sem 68 eru komnir á skrá en voru
19 mánuði áður. I Keflavlk hækk-
aði talan úr 21 i 40 og úr 0 i 18 á
Seyðisfirði. Enn var enginn
skráður atvinnulaus i Neskaup-
stað.
I Reykjavlk eru 66 á skránni og
38 á Siglufirði, þar af 30 konur.
Allir hinir atvinnulausu á Seyðis-
firði eru konur, svo og 43 af at-
vinnuleysingjum á Húsavik og 36
I Keflavik.
I þorpum er mest atvinnuleysi
á Vopnafirði, 75 manns. 35 eru at-
vinnulausir á Stokkseyri, 33 á
Þórshöfn, 28 á Fáskrúðsfirði,
jafnmargir i Hrisey og 27 á
Eyrarbakka.
Þótt atvinnulausum hafi fjölg-
aö, er talan enn svo lág, þegar lit-
ið er til alls landsins, að ekki er
um raunverulegt „atvinnuleysi”
að ræðe, nema á örfáum stöðum.
Um landið allt gildir það, að
fremur vantar fólk en hitt.
—HH
FENNTI MINNA TIL FJALLA
og rokið var ekki alls staðar
t stórviðrinu um og eftir helg-
ina kyngdi óhemju snjó niður
viða á Norður- og Austurlandi.
Eins og fram hefur komið eru
vegir viöa gersamiega ófærir,
flugsamgöngur hafa legið niðri
og farið er að bera á vöruskorti
viða um landið.
Viða hefur fennt svo að hús-
um, að illfært er út úr þeim, og
er ekkert einsdæmi, að fannir
nemi við þakskegg eða rúmlega
það, þótt húsin séu sæmilega
reisuleg.
Sums staðar standa rafleiðsl-
ur svo stutt upp úr snjónum, að
hætta er af. Rækilega hefur ver-
ið auglýst, að lifshættulegt sé að
snerta þessa strengi eða yfir-
leitt vera á ferli i námunda við
þá.
Viða nær hálendinu er þó
snjór ekki til verulegs trafala,
og hefur hvassviðrið rifið snjó-
inn svo með sér, að viða eru
auðir flákar, en lægðir allar og
farvegir fullir af snjó. Þannig
var til dæmis i Svartárkoti i
Bárðardal. Engum umtalsverð-
um spjöllum hefur veðriö valdið
þar, og taldi Tryggvi Harðarson
i Svartárkoti, að vegir þar efra
væru viða vel færir, en þyngra
niðri i dölunum. Helzt fer að
verða þar erfitt meö aðdrætti,
svo sem á fóðurbæti, en oliu-
skort þarf ekki að óttast fyrsta
kastið. Þó hefur reynzt nauð-
synlegt að keyra heimarafstöð-
ina töluvert, þar sem rafmagnið
er stopult.
Bóndinn á Hólum i Saurbæj-
arhreppi i Eyjafirði sagði, að
þar væri nokkuð mikill snjór, en
mun snjóléttara allajafna
heldur en utar i firðinum. Þang-
að var mjólk sótt siðast á föstu-
daginn, en vonandi yrði hægt að
nálgast hana aftur i dag. Oll
mjólk er i tönkum á þessum
slóðum nú oröið, og i þeim á hún
að þola nokkuð langa geymslu,
ef rafmagn helzt — sem er
nokkuð hverfult. Hafa bændur
velt þvi fyrir sér, hvort ekki sé
nauðsynlegt að kaupa litlar
heimisrafstöðvar til þess að
mæta þeim rafmagnsskorti,
sem fylgir hverjum vetri meira
og minna.
Ekki hafa allir staðir á land-
inu orðið fyrir barðinu á stór-
viðrinu. Á Reyðarfirði var til
dæmis ekki hvasst þessa þrjá
stórviðrisdaga, en kyngdi niður
snjó. Aðfaranótt þriðjudagsins
hvessti þó þar og dró i skafla, en
slotaði aftur á miðvikudag. Þar
var kominn mikill snjór. Hörður
Þórhallsson, sveitarstjóri á
Reyðarfirði, gizkaði á, að jafn-
fallinn snjór hefði verið 1—1,5
metrar, áður en hvessti.
Fært er um aðalgötuna á
Reyðarfirði og hefur verið alla
þessa daga. Þar er næg olia, en
að kalla orðið mjólkurlaust. 1
fyrradag var verið að laga fyrir
snjóbil, svo unnt væri að sækja
mjólk, og i undirbúningi að opna
til Eskifjarðar og ef til vill til
Egilsstaða.
—SH