Vísir - 17.01.1975, Síða 4
4
Vísir. Föstudagur 17. janúar 1975.
Geir R. Andersen: r
SKEMMTANALIF
SAMNINGAFUNDA
ER AÐ HEFJAST
Nú eru byrjaöir hinir árvissu og
skemmilegu „samningafundir”
milli aðila vinnumarkaöarins og
lifga þeir alltaf dálitið upp á and-
rúmsloftiö i skammdeginu, sér-
staklega þegar þeir hefjast rétt
eftir hátiöarnar og geta veriö eins
konar framhald mannfagnaða og
skemmtana þeirra, sem þeim
eru tengdar, og firra aöila
samninganefndanna þeim snöggu
umskiptum, sem annars eru
alltaf viö þaö að skera snögglega
á hátiðleika gleðilegrar jóla og
nýárs.
Tökum það rólega
1 einu dagblaöanna mátti
nýlega sjá „samninga-
nefndirnar” á fyrsta fundi sinum,
ekki færri en 24 menn alls (engar
konur sjáanlegar, enda kvenna-
ár, og engin ástæða til að reikna
meö miklu álagi á þær, fyrr en 1.
jan. 1976), sitjandi umhverfis
hringborö mikið — allir glaðir og
bjartsýnir á svip og með sinn
kaffihitabrúsann uppstilltan viö
sjötta hvern mann.
Ef dæma mætti eftir svip
samningamanna á þessum fyrsta
fundi, skyldi maður halda, að
samningar yrðu létt verk og fljót-
lega yrði staðið upp, hafandi
höndlaö hinn gagnkvæma
skilning á ástandi og horfum I
hinu islenzka þrota...., nei, af-
sakið, þjóðarbúi.
En ekki má víst láta glepjast af
andlitssvipnum einum saman,
heldur mun af blákaldri reynslu
fyrri ára dregin sú ályktun, að
margir fundir muni líða, áður en
sannleikurinn um ástand þjóðar-
búsins rennur upp fyrir
samningsaðilum — og ekki einu
sinni þá verði sætzt á viðhorfin,
heldur muni þjóðinni verða gefið
enn eitt tækifæri til ærlegs verk-
falls, sem gæfi fólki, almennt,
kærkomið svigrúm til þess að
þurfa ekki að fara með jafnmikl-
um hraða út i atvinnulifið eftir
jóla- og nýárshátiðina og gert er
annars staðar, t.d. hjá
vanþróuöum þjóðum, úti i heimi.
Þetta hefur ekki verið nokkru
lagi likt að hella þjóðinni út i at-
vinnullfið, strax á annan I nýári,
og þaö þegar þjóðarbúskapnum
er spáð rýrnun hvort eð er! Þeir
Kanarieyjafarar höfðu þó vaðið
fyrir neðan sig og fóru úr landi
fyrir hátiöar og höfðu viö orð að
koma ekki aftur, fyrr en að loknu
verkfalli og samningum.
Það er þvi engin ástæða fyrir
samningamenn að hafa hraðar
hendur, fremur venju, varðandi
hinar augljósu niðurstöður af nú-
verandi kröfugeröum, sem allir
vita að eru ótlmabærar og
óuppfyllanlegar. Nú er fyrir öllu
að hafa marga fundi og langa til
„skrafs og ráöagerða”, til að
meta upplýsingar um „úttekt á
þjóðarbúinu,” kjósa „undir-
nefndir” innan samninga-
nefndarinnar, o.s.frv. o.s.frv.
Aðalatriðið er, að sem flestir
geti notið góðs af samningafund-
unum, sem slikum. „Samböndin
borga, ma’r, ekki þú,” var haft
eftir einum, sem átt hefur vissan
sess á þessum maraþonfundum
gegnum árin. Alla vega er það
haft fyrir satt, að sala á spilum og
manntöflum stóraukist alltaf,
fyrir hina árvissu samningafundi,
sem oft eru langir og strangir —
og „eitt er vlst, að alltaf verður,
ákaflega gaman þá”, — og engin
ástæða til annars en að „taka það
bara rólega”.
Öryggið umfram allt
En svo vikið sé af braut hinna
háðhverfu málbragða og til hinna
raungildari, þá er freistandi að
athuga nánar, hvernig flestar
meiriháttar samningaviðræður
eiga sér stað.
Nú er það svo, að I orði halda
launþegasamtökin því hátt á lofti,
að þau eigi að halda rétti sínum til
Frjálsra samninga við
viðsemjendur slna, og þar eigi
engir aðrir nærri að koma. En á
borði er það þó svo, að ekki eru
fyrstu viðræður milli. samnings-
aðila hafnar, fyrr en þess er
krafizt, raunar samþykkt af
báðum aðilum, að „rlkið”, hin al-
sjáandi og mikla forsjá íslenzkra
borgara, hafi hönd I bagga með
viðræöunum og raunar leiði þær
að mestu eða öllu leyti.
„Launþegar ganga á fund rlkis-
stjórnarinnar”, — „vinnuveit-
endur ganga á fund rlkisstjórnar-
innar til skrafs og ráðgerða”,
sögðu fréttirnar um sl. helgi.
Og hvað skyldi svo vera
„skrafað” og hvað „ráögert” á
þessum einkafundum beggja
aöilanna með rlkisstjórn hverju
sinni? Jú, það er eingöngu verið
að leita eftir upplýsingum um,
hve langt rlkisstjórnin muni geta
gengið til stuðnings hvorum
aðilanum fyrir sig, og er þá aðal-
lega átt við beinan fjárhagslegan
stuöning, úr rlkiskassanum, sem
rlkisstjórnin treysti sér til að
innheimta með einum eða öðrum
hætti frá skattborgurunum, öll-
um landslýð, þ.á m. þeim sem I
vinnudeilunum standa. Um þetta
er rætt fram og til baka, þar til
nokkurn veginn er útséð, hver úr-
lausnin verður, — og þá, en ekki
fyrr, en loks setzt niður til þess að
ræða raunverulega skiptingu á
úthlutuninni. Það er svo sam-
komulag innan hvors hóps deilu-
aðilanna, hve lengi skuli setið og
streitzt viö aö ná sem mestu af
þeim hluta, sem rlkisstjórnin hef-
ur lofað að leggja fram til hins
aðilans.
Það hefur komið æ betur I ljós á
siðustu árum, og allt fram á
þennan dag, að tilhneigingin til
þess að hafa rlkisvaldið I bak-
höndinni I hvers kyns samninga-
málum, leita til rlkisvaldsins I
sérhverju smámáli meö aðstoð i
formi styrkja, lána og annarrar
fyrirgreiðslu, sem á að tryggja
framgöngu málsins er orðin rót-
gróin meðal alls almennings.
Olíuríkin
fó fjór-
veitingu
Bahrain, Oman, Qataer
og fleiri Arabaríki, allt
saman olíuframleiðsluríki,
eru meðal tiu „tekjulítilla
landa", sem í gær hlutu
83,5 milljón dollara fjár-
veitingu til tækniaðstoðar.
Það er þróunarsjóður
Sameinuðu þjóðanna, sem leggur
þessa styrki til, en hann er stærsti
aðili heims, sem lætur slíka
tækniaðstoð til sin taka. Er hann
uppbyggður af frjálsum fram-
lögum þjóða, og leggja stærstan
skerf I hann ýmis oliuneyzluriki,
eins og t.d. Bandarikin — íslend-
ingar hafa notið góðs af þessum
sjóði.
Af þessum 83,5 milljónum doll-
ara fær Sýrland 9 milljónir til
oliuborana og leitar.
Olían —
ruslið
menga
hafið
Fiekinn „Siðasta kynslóöin”
kom til hafnar I Trinidad I morg-
un og þriggja manna áhöfn hans
heil á húfi eftir að hafa siglt yfir
Atlantshafiö á 81 degi.
Leiöangursmenn, sem lögöu
upp frá Safi i Marokko i október i
haust sem leiö, ætiuöu aö kanna
mengun hafsins.
Hinn 36 ára gamli leiðangurs- f
stjóri, Belginn Alfonso Cerle-
mans, sagði fréttamönnum við
komuna til Trinidad, að leiðang-
urinn hefði afsannað þá trú haf-
fræðinga, að Atlantshafið væri
einungis mengað við strendur
landa. tJti á þvi miðju héldu
menn, að sjórinn væri tær.
„Það reyndist ekki vera svo”,
sagði Berleman. „Úti á miðju At-
lantshafi flýtur olían um allt og
úrgangsrusl, rétt eins og upp við
landsteinana.”
Myndin hér við hliðina sýnir
flekann við komuna i morgun til
Trinidad eftir 4000 milna siglingu.
Sá t.v. á myndinni heitir Raoul de
Boel, en Cerlemans er sá á sund-
skýlunni.
AUGLVSINOASTOfA KRISTINAR V-=W 3.29
miólk og mjólkurafuröir
orkulmd okkar
og heilsubrunnur
Mjólkurdagurinn 1975