Vísir - 17.01.1975, Qupperneq 5
Vísir. Föstudagur 17. janúar 1975.
5
>RGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: G.P.
IRA framlengdi ekki
vopnahléið heldur
fyrirskipaði ný hryðjuverk
byrjuð á ný
Strauss hjá Mao
Gagnrýni Rússa á Strauss gera hann
vinsœlan hjó Kínverjum
Franz-Josef Strauss,
leiötoga stjórnarandstöð-
unnar í Vestur-Þýzkalandi/
sem nú er t heimsókn í
Kina/ hefur hlotnazt að fá
að heilsa upp á Mao Tse
Tung formann. Sjaldgæfur
heiður, sem ekki hlotnast
Pétri og Páli.
Mao formaður, sem ekki hefur
komið fram opinberlega núna i
langan tima, hefur yfirleitt ekki
veitt viðtöku öðrum en þjóðhöfð-
ingjum. Nema þá Edward Heath,
þingmanni og leiðtoga Ihalds-
flokksins i Bretlandi, sem heim-
sótti hann i mai.
Fréttaskýrendur telja sumir,
að þessi vinsemd, sem Kinverjar
hafa sýnt Strauss i heimsókn
hans, eigi rætur sinar að rekja til,
að hann þykir harðari i af-
stöðunni til afvopnunarsam-
komulagsins og friðarumleitana
við Rússa heldur en Helmut
Schmidt, kanslari, sem ætlar að
heimsækja Kina imarz eða april.
Flokkur lögreglumanna I Ardo-
yne varð fyrir skothrið, og viða
heyrðust skothvellir i Falls Road-
hverfi Belfast.
Enginn særðist utan brezkur
hermaður, sem kallaði til tveggja
grunsamlegra manna, þegar þeir
voru að klifra yfir girðingu orku-
vers i Tandragee i Armagh. Þeir
hófu þá skothrið á hann.
Átta manna herráð IRA fyrir-
skipaði I gær, að hryðjuverkunum
skyldi haldið áfram. ógnaröldin
hefur nú staðið i 5 ár á N-lrlandi
og kostað 1300 manns lifið, bæði
þar og á Bretlandi.
Forsvarsmenn IRA segja, að
Bretar hafi ekki sýnt vott af
samningsvilja og að öryggissveit-
ir þeirra hafi ekki virt vopnahléð.
I upphafi átti vopnahléð að
standa 111 daga, en þaövar fram-
lengt upp úr áramótunum.
I tilraun til þess að fá IRA til að
framlengja það i annað sinn, lét
Merlyn Rees, Irlandsmálaráð-
herra, sleppa 25 pólitiskum föng-
um úr Mazefangelsinu hjá Bel-
fast. En 510 sitja enn i haldi, án
þess að hafa fengið birta ákæru
eða hlotið dóm. — Er það i sam-
ræmi við eina af neyðarráðstöf-
unum, sem teknar hafa verið upp
vegna hryðjuverkanna.
Um ein milljón ibúa Norður-lr-
lands eru mótmælendatrúar, og
þeir vilja, að landiö verði áfram i
sambandi við Bretland. Um hálf
milljón er kaþólskrar trúar, en
svo sýnist sem aöeins minnihluti
þeirra styðji IRA.
Rees ráðherra sagði i gær: ,,Ég
er jafnvonsvikinn og landsmenn,
að IRA skuli hunza svo gersam-
lega greinilegan vilja meirihluta
þjóðarinnar til að endi verði
bundinn á ofbeldið”.
William Conway, kardináli, yf-
irmaður kaþólsku kirkjunnar á N-
Irlandi, sagði — jiegar hann
frétti, að hryðjuverkin yrðu hafin
á ný: „Það þyrmir yfir mann af
þessum tiöindum”.
Lögreglan gerði i nótt húsrann-
sókn á heimilum manna, sem
liggja undir grun um að vera i
slagtogi með IRA. öryggisvarzl-
an hefur veriö efld, jafnt i Bret-
landi sem írlandi.
Viðbrögð i Bretlandi lýsa sér
bezt i fyrirsögn Daily Express:
„Við munum aldrei fyrirgefa
þeim”.
Sprengjurnar og byss-
urnar drynja nú aftur á N-
írlandi/ því að lokið er 25
daga vopnahléi/ sem Irski
lýðveldisherinn setti fyrir
jól.
Hryðjuverkin létu ekki
bíða eftir sén þegar griðin
runnu út á miðnætti í nótt.
Sprengju var varpað á
varðstöð hermanna, i Bel-
fast/ aðeins nokkrum min-
útum eftir miðnætti.
Þetta eru mikil vonbrigði fyrir
Wilson.
Vildi ekki banna
fiskinnflutning frá
Japan og Rússlandi
samningum um verndun haísins.
Auk þess kvaðst hann hafa
orðið að taka tillittil þess, hversu
alvarlegar afleiðingar innflutn-
ingsbann gæti haft á efnahag
viðkomandi rikja, einkanlega þó
Japans. 36% fiskútflutnings
Japans fer til Bandarikjanna.
Bann á innflutningi fisks frá
Japan hefði leitt af sér fiskverös-
hækkun á Bandarikjamarkaði.
Hlutur Japana þar er um 11%. —
Afurðir annarra þjóöa, sem selja
á Bandarikjamarkaði, eins og t.d.
Islendinga, hefðu hækkað mjög i
verði.
En eitt þeirra vandamála, sem
Fordstjórnin hefur einmitt viö að
glima um þessar mundir, er
mikil verðbólga.
Ford Bandaríkjaforseti
hefur ákveðið/ að ekki
verði beitt lagaheimildum
um refsiaðgerðir gagnvart
þjóðum, sem veiða meira
en tilskilinn kvóta alþjóð-
legu hvalveiðinefndar-
innar af ákveðnum hvala-
tegundum.
Samkvæmt lagaákvæðum
þessum er forsetanum heimilt að
banna innflutning fiskafurða
þeirra landa, sem stunda ofveiði
og brjóta fiskverndunaraðgerðir.
Tjl greina þótti koma, að þessu
yrði beitt gagnvart Japönum og
Rússum, sem sagðir eru hafa
veitt meira en kvóta sinn á ver-
tiðunum 1973 og ’74 af ákveðinni
hvalategund, sem alþjóðlega
hvalveiðinefndin hafði slegið
verndarhendi yfir.
Ford forseti kvaðst byggja
ákvörðun sina á þeim árangri,
sem náöst hefði i alþjóðlegum
Helms viðurkennir njósnir CIA
Neitaði þeim hins vegar fyrir aðeins tveim árum
Richard Helms,
fyrrum forstöðumaður
CIA, bandarisku leyni-
þjónustunnar, þykir
geta átt yfir höfði sér
rannsókn vegna gruns
um meinsæri eftir að
hann játaði i gær, að CIA
hefði stundað ólöglegar
persónunjósnir i Banda-
rikjunum.
Viöurkenndi hann í gær, að CIA
hefði tekið höndum saman við
aörar opinberar stofnanir á sfð-
ustu 10 árum við að njósna um
striðsandstæðinga — til að
grennslast fyrir um, hvort þeir
stæðu I sambandi við erlend öfl.
Slíkt brýtur i bága við starfskrá
CIA, sem bannað er lögum sam-
kvæmt að stunda njósnir innan
Bandarikjanna.
Auk þess stangast þessi viður-
kenning fyrrverandi forstjóra
CIA á við framburð hans fyrir
utanrikisnefnd öldungadeildar-
innar fyrir tveim árum. Þá neit-
aði hann þvi, að slikar njósnir
hefðu átt sér stað.
Helms verður kallaður aftur
fyrir utanrikisnefndina i næstu
viku, þar sem hann verður kraf-
inn skýringa á fyrri framburði
sinum.
Það var á fundi hjá varnar-
málanefnd öldungadeildarinnar I
gær, sem Helms viðurkenndi, að
CIA hefði fylgzt með andstæðing-
um Vietnam-stríðsins. Þessar
njósnir munu hafa byrjað 1967 i
tiö Johnsonstjórnarinnar, og
þeim var haldið áfram i forsetatið
Nixons.
I febrúar 1973 sagði Helms
utanr.nefndinni, að honum væri
ómögulegt að muna, hvort CIA
hefði veriö beðið að taka þátt i
slíkum njósnum. — Nefndin
spurði Helms þá út úr vegna skip-
unar hans I embætti sendiherra
Bandarlkjanna i Iran.
Fyrr I vikunni viðurkenndi
William Colby, núverandi for-
stöðumaður CIA, að stofnunin
heföi sent menn á sinum snærum
inn i hópa mótmælenda til að
njósna um þá, að stundaðar hefðu
veriö simahleranir I þessu skyni
og póstsendingar grunaðra
manna hefðu verið skoðaðar.
— Auk þess höfðu Rússar gagn-
rýnt heimsókn Strauss til Kina,
áöur en hann kom til Peking. En
sambúð Kinverja og Rússa um
þessar mundir er á þann veg, aö
það sem Rússum þykir illt, þykir
Kinverjum vera nær trygging
þess, að það hljóti að vera gott.
Taka þeir hverjum manni tveim
höndum, sem Sovétmenn leggja
illt orð til.
Ekki þykir Schmidt kanslari
þurfa að vænta þess að fá sömu
viðtökur og Strauss hjá Kinverj-
um, þvi að Schmidt heiur tylgt
áfram „ostpolitik” Brandts til
bættrar sambúðar Vestur-Þýzka-
lands við austantjaldsrikin.
Richard Helms, fyrrum for-
stjóri CIA, sést hér á myndinni
veifa til blaðamanna, þegar
hann var á leið til fundar við
Rockefeller, sem stýrir rann-
sóknarnefndinni, er kannar
þessa daga og næstu vikur
starfshætti CIA.