Vísir - 17.01.1975, Síða 16

Vísir - 17.01.1975, Síða 16
vísm Föstudagur 17. janúar 1975. „Getum ekki gert athuga- semdir eftir á" - Tryggingafélag Flugfélagsins fœr tjónið endurgreitt erlendis „Þær eignir Flugfélagsins, sem brunnu, hafa sennilega verið tryggðar fyrir þrjú eða fjögur hundruð milljónir”, sagði Agúst Ögmundsson fulltrúi hjá Trygg- ingu h.f., sem eignirnar voru tryggðar hjá. ,,bað er meðtalin endurtrygg- ing á húsunum, en Húsatrygging- ar taka þó að sér fyrsta hluta tjónsins, sennilega um 30 milljón- ir”, sagöi Agúst. Hjá Tryggingu var allt innbúið tryggt. Enn hefur Flugfélagið þó ekki gefið upp nákvæmlega hvað það var, sem þarna brann. Tjón- upphæðirnar eru þvi enn nokkuð á reiki. Agúst sagði, að " tryggingafé- lagið gæti ekki gert athugasemdir við brunavarnir og slökkvistörf eftir á. Það gæti aftur á móti gert ráðstafanir til að bæta eldvarnir annars staðar, áður en svipað tjón hlýzt af. „Jú, við erum endurtryggðir fyrir slíkum tjónum. Við værum nú ekki til annars. Mest af þessu mikla tjóni fáum við endurgreitt erlendis, aðallega hjá Loyds i Englandi”, sagðí Ágúst. — JB ALHLIÐA SKIPULAG UM AL- MANNA- VARNIR AUSTAN LANDS — Guðjón Petersen á leið austur að heim- sœkja byggðarlögin Nokkur hætta er talin á þvf, að hús undir Bjólfinum f Seyðisfirði geti lent undir snjóflóði og sópazt burtu. Þegar ástandið var al- varlegast um jólaleytið, voru Ibúar nokkurra húsa fluttir burtu i öryggisskyni, meðan ekki sá til fjallsins. Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóri almannavarna, fór i gær austur á firði, og mun heim- sækja þar nokkur byggðarlög. Þetta er fyrsti áfangi i þvi að gera þar alhliða skipulag með tilliti til allra hættuþátta. Hafþór Jónsson, erindreki al- mannavarna, sagði Visi I gær, að áfallið i Neskaupstað hefði ýtt mjögá þessi mál. Almannavarnir gáfu þá út sérstakar grundvallar- leiðbeiningar, sem sendar voru öllum bæjarfógetum, sýslumönn- um, oddvitum og bæjarstjórum, þar sem leiðbeint er um, hvernig nota megi tæki og mannafla, þeg- ar hættu- eða neyðarástand skap- ast. Hafþór sagði, að mest væri upp úr þvi lagt að vekja ábyrgð- artilfinningu fólksins á stöðunum, þvi „það er erfitt að segja ná- kvæmlega fyrir verkum, þegar maður hvorki sér né heyrir, hvað fram fer, þótt við gefum að sjálf- sögðu ráðleggingar og veitum þá aöstoð, sem við getum”, sagði Hafþór. _SH Mjólkurdagurinn: | 36% nemenda í skól- um i Reykjavik koma þangað án nestis, 25% án þess að hafa neytt fullnægjandi morgun- verðar, og tæplega 8% höfðu hvorki neytt morgunverðar eða höfðu með sér nesti i skólann. Þetta kom fram i könnun, sem gerð var á vegum Fræðsluráðs Reykjavikur skólaárið 1971/72. Siðan er það rifjað upp nú, á Mjólkurdaginn 1974. Tilgangur- inn með „mjólkurdegi” er að minna landsmenn á þessa þýð- ingarmiklu fæðu og jafnframt að stuðla að aukinni kynningu á hinum fjölbreyttu matvælum, sem unnin eru úr mjólk. Að þessu sinni er Mjólkurdag- urinn helgaður morgunverði og nestispakka. Gefinn hefur veriö út bæklingur með ábendingum um hollan morgunverð og leið- beiningar um sjö mismunandi morgunverði. Auk þess eru ráð- leggingar um nestispakkana, og einkenni dagsins verður „Fæöu- hringurinn”, sem sýnir flokka- skiptingu fæðunnar eftir nær- ingarinnihaldi. Mikilsvert er að gleyma ekki að borða góðan morgunverð. Eölilegt er taliö, að I morgun- verðinum fáist þriðjungur þeirra hitaeininga, sem neytt er yfir daginn. 1 uppskriftum þeim, sem eru í bæklingnum um morgunverð og nesti, er gert ráð fyrir morgunverði með 6—700 hitaeiningum, en talið er, að maðurinn þurfi 1800—2100 hitaeiningar yfir daginn, þótt það sé breytilegt eftir aldri, starfi og líkamsbyggingu. Lík- legt má telja, að margur grípi þennan bækling með sér f dag, um leið og hann gerir innkaup sin 1 mjólkurbúðinni. —SH Helgaður morgun- verði og nesti Undirstaða heilbrigði og hreysti er rétt og góð næring. Þessi mynd var tekin að morgni mjólkurdagsins I Alftamýrarskólanum. Ljósm. VIsis Bragi. SNJÓFLÓÐ ÞURRKADI ÚT BÆJARHÚS OG FJÁRHÚS Snjóflóð i Stiflu i Fljótum tók fjárhús og fbúðarhús að Lundi I Stiflu og gjöreyðilagði hvort tveggja. Einnig tók flóðið sfma- linuna á átta staurabilum, eða um 400 metra kafla, og annað flóð utan við Melbreið tók sima- linuna á um 300 metra kafla. Bæði fióðin komu úr svonefnd- um Stíflubrúnum. Auk þess er óttazt, að snjóflóð hafi tekið simalínuna á kafla framan við Þrasastaði, en það verður kannað i dag. A Lundi var ekki búið yfir vet- urinn, en bóndinn þar nytjaði jörðina á sumrin. Fjárhúsið var ekki gamalt, endurbyggt fyrir um 15 árum, eftir að hafa eyði- lagzt i ofsaroki. íbúðarhúsið var gamalt steinhús, einlyft. Fjár- húsið var um 100 metrum ofan við bæinn og sér ekki tangur eða tetur af þvi, en veggbrot af bæn- um standa upþ úr snjóflóðinu. Það var maður frá Deplum i Stiflu, sem fann flóðið i gær, er verið var að leita að biluninni á simanum. Litlu munaði, að flóð- ið tæki einnig raflinuna til Ólafsfjarðar. Það hafði stöðvazt rétt við linuna, og sums staðar eru tær af flóðinu fram milli staura i henni. Ekki er vitað til, að áður hafi fallið snjóflóð á þessum stað. Lúðvik Jónsson á Molastöð- um, sem átti um 200 hesta af heyi i fjárhúsinu, sem fór, sagði Visi, að reynt yrði að koma Deplum og Þrasastöðum i sima- samband við Molastaði til bráðabirgða með þvi að leggja jöklakapla yfir snjóflóðin. 1 dag — Tók símalínur á tveimur stöðum og nam staðar við raflínuna átti að kanna, hvort flóð hefði einnig fallið á linuna framan við Þrasastaði, en þar eru tiðum snjóflóð og virðist sambands- laust nú. Fyrir ekki löngu tók linuna þar af á 1500 metra kafla. Lúðvik sagði, að óvenjulega mikill snjór væri þar um slóðir, og ekki ýkjur, að skaflarnir væru fullir 8 metrar á dýpt. Við hús hans, sem er nýtt einlyft hús með risi, nema skaflarnir við risbrún, og ster.dur húsið þó hátt. —SH Símon og Stefán í miðjum hópnum — og Símon var 6.-8. í einmenningskeppni, en Stefán var í 12. sœti Bridgekeppnin mikla í Lundúnum: Frá Stefáni Guðjohnsen, London í morgun. Bridgekeppnin mikla, sem Sunday Times stendur fyrir, hófst I London i gærkvöldi. is- lenzku keppendurnir, Simon Simonarson og Stefán Guðjohn- sen, eru I 9.—lO.sæti eftir sjö um ferðiraf 17, sem verða spilaðar. 18 „pör” taka þátt I keppninni og eru margir heimsfrægir spil- arar meðal keppenda. Eftir umferðirnar sjö i gær- kvöldi var staðan þannig: Coyle-Silverstone, Skotl. 90 Werdelin-Möller, Danm. 89 Sontag-Weichsel, USA, 83 Chagas-Assumpaco, Brazil. 83 Boulanger-Svarc, Frakkl. 81 Shapiro-Delmouly, E/Fr. 77 Reardon-Thompson, USA, 77 Swartz-Stampf, Israel, 72 Simon-Stefán, Islandi 71 Ortiz-Bernasconi, Sviss, 71 Teixeira-Debonnaire, Port. 69 Priday-Rodrigue, England, 64 Reese-Dixon, England, 61 McNeil-Deery, Irland, 60 Flint-Rose, England, 58 Burgay-de Falco, italiu 58 Nilsland-Andersson, Sviþj. 52 Amor-Slavenburg, Marokko 43 i fyrstu umferð unnu Simon- Stefán þá Deery-McNeil með 12- 8 (8-5 impstig). 2. umferð unnu Stampf-Swartz 14-6 (20-11). 1 3. umferð töpuðu þeir Simon og Stefán fyrir Shapiro-Delmouly 6-14 (8-17), unnu ttalina í 4. um- ferð 12-8 (13-9), en i 5. umferð töpuðu þeir fyrir Ortiz-Bernas- coni 8-12 (11-15). Unnu svo efstu Skotana i 6. umferð með 11-9 (23-22), en töpuðu fyrir Priday og Rodrigue i . sjöundu umferð- inni með 8-12 (13-18). Keppnin heldur áfram i dag og lýkur á morgun. i einmenningskeppni fyrr i vikunni i London varð Simon i 6.-8. sæti, en Stefán i tólfta sæti. islenzku þátttakendurnir i tvímenningskeppni Sunday Times: Simon Simonarson (t.v.) Þórarinn Sigþórsson, far- arstjóri og Stefán Guðjohnsen. Úrslit urðu þessi: 1. Burgay, Italiu, 159 2. Weichsel, USA, 150 3. Deery, Irlandi, 131 4. Möller, Danmörku, 130 5. Slavenburg, Mar. 125 6. -8. Simon, Island, 124 6,—8. Werdelin, Danm. 124 6.-8. Svarc, Frakkl. 124 og Stefán varð 12. með 114 stig. —hsim.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.