Vísir - 20.01.1975, Side 4

Vísir - 20.01.1975, Side 4
4 Vfsir. Mánudagur 20. janúar 1975. Þaö hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá nein- um, að nú er byrjað nýtt ár, með nýjum tölustaf, — eftir er aðeins að vita, hvort þessi breyting á ár- talinu boðar nokkrar mikilsverðar breytingar fyrir land og þjóð, — góðar eða slæmar. Að einu leyti vekur það strax athygli. Þetta nýbyrjaða ár er nefnt alþjóðlegt kvennaár og það eitt vek- ur ef til vill ugg og kvíða í brjósti margra þeirra, sem enn hafa þá bjarg- föstu trú, að konan eigi að vera manni sínum bljúg og eftirlát, hugsunarlaus og viljalaus hlutur sem hann geti ráðskað með að vild. Það, að fyrirskipað er sér- stakt kvennaár, hlýtur að boða það, að nú fyrst sé kvenfölki leyfilegt að opna munninn til annars en þess að segja aðeins já og amen, þegar húsbóndinn hefur talað, en þegja á mann- fundum. Sömuleiðis hlýtur þetta merkisár að boða breytingu, er varðar fjölmiðla, sem fram að þessu hafa ekki verið rausnar- legir i úthlutun embætta, I hend- ur kvenna, eða til annarra smá- vægilegri starfa. Einnig þarf ekki að efa það, að aðrir opinberir aðilar munu nú láta kvenfólkið njóta fyllsta jafnréttis i veitingum embætta og launa. Allt er þetta gleðilegt og gott til að vita, að eftir þúsunda ára bið, þúsunda ára undirokun og vanmat á hæfileikum kvenna skuli nú loks einhverjum hafa dottið það i hug, að konur hafi heila, sem geti framleitt vit og hugsun á við meðalgreindan karl. Þetta er aðeins formáli að þvi erindi, sem ég ætlaði að færa menntamálaráöherra til um- hugsunar fyrst og siðan til framkvæmda. A þessu kvennaári, sem og nokkuð mörg undaníarin ár, starfa hér á landi 10—11 hús- mæðraskólar, hálftómir og næstum þvi galtómir. Við þessa skóla starfa fjöldamargir kenn- arar á föstum launum allt árið um kring, viðhald og rekstur þessara skóla, ásamt launum kennara, hlýtur að vera þungur baggi á rfkinu (hinum almenna borgara), en hvar er uppsker- an? Það sætir mikilli furðu, að hvorki fyrrverandi mennta- málaráðherra Magnús Torfi Ólafsson eða fyrirrennari hans, Gylfi Þ. Gislason, skuli aldrei hafa hreyft minnsta fingur til þess að koma málum hús- mæðraskólanna i eitthvert vit- legt horf. Þessum málum hafa karlar stjórnað, en hvernig hef- ur þeim tekizt það? Þau eru ein hringavitleysa og stjórnlaus. Er nokkurt vit i þvi að starf- rækja 10 húsmæðraskóla ár eftir ár, sem samanlagt hafa nem- endafjölda, sem kæmist fyrir I 4 eða 6 skólum? Það er engu lik- ara en að svo flói út úr fjárhirzl- um rikisins, að það finni enga betri leið til að grynnka á ósköp- unum en að moka fé jafnt i óþarfa — og það sem þarft og nauðsynlegt er. Nú vita allir, hvernig ástatt er i kistuhand- raöa rikisins, þar er ékki tieyr- ingur til, en samt er, ár eftir ár, haldið áfram að kosta tugum og hundruðum milljóna til hús- mæðraskólarma, hvers eins. Ég man þó eftir einni til- raun, sem gerð var i sparnað- arskyni, i sambandi við hús- mæðraskólana, sem ef til vill á sinn þátt i þvi, hvernig nú er komið. Það átti að fækka náms- stjórum við skóla landsins — eini námsstjórinn sem mér var kunnugt um að væri vikið, var námsstjóri fyrir húsmæðraskól- ana. Mér er nær að halda, að öðrum hafi veriö fjölgað i stað- inn. Mér er lika vel kunnugt um það, að húsmæðraskólunum er æði misjafnlega vel stjórnað, og ég held, að það misræmi og hentisemi, sem nú er farið að viðhafa á þessum skólum, sé mikið þvi að kenna, að nú fylgist enginn lengur með starfi þeirra, enginn sem hefur á hendi sam- ræmingu i kennslu og kennslu- háttum. Það er enginn lengur, sem er ráðgefandi, hver og einn siglir sinn eigin sjó. Það er al- gjörlega undir skólastjóranum kómiðT hvort þar fer fram skipuleg og viðunandi kennsla, — hvort nemendur læra að fara eftir skólareglum, vera stund- visir, hirðusamir og prúðir, eða hvort þar er notuð hin þægilega happa- og glappa aðferð við stjórnun og kennslu. Margir skólastjórar eru það einráðir, að þeir spyrja ekki einu sinni kennarana, það þeim finnist eða hvernig ráða skuli fram úr þeim margvislegu málum, sem upp koma — þvi siður er farið eftir þvi, sem kennarar segja ef þeir hafa hug til að segja álit sitt. Skólanefndir eru skipaðar við þessa skóla sem aðra, en fylgj- ast þær nægilega vel með stjórnun, kennslu, heimilishátt- um og meðferð þess fjár, sem skólastjóri virðist i a.m.k. sum- um tilvikum vera furðu einráð- ur með, en rikið (við) verður að leggja fram. Mér finnst það vel til fundið, að menntamálaráðherra geri eitthvað raunhæft I málum hús- mæðraskólanna á kvennaárinu, það getur ekki gengið svo leng- ur, að þessum dýru stofnunum sé haldið uppi ár eftir ár á kostnað almennings, án eftir- lits, án skipulags og athugunar á þvi, hvað þær gefa i staðinn. Það vita allir landsmenn, að húsmæðraskólarnir hafa i mörg ár verið svo til tómir. Skólar, sem byggðir eru fyrir 30—40 nemendur, hafa margir ekki haft nema sex eða fjórtán. I sumum héruðum hefur beinlinis verið smalað saman fólki á námskeið, til þess að hægt væri að nefna hærri nemendafjölda, — á pappirnum — en raunveru- lega hefur verið. En eru þeir nemendur, sem þannig eru fengnir, látnir borga fæði og húsaleigu jafnt og hinir, sem koma af frjálsum vilja? Það væri fróðlegt að vita. Sé svo ekki, þá sjá allir hvers konar skripaleikur þetta er orðinn — skripaleikur, er viðverðumað borga. Athugun á þessum mál- um mundi efalaust leiða I ljós, að hægt væri að losa þjóðarbúið við að borga nokkrar milljónir og það tugi milljóna árlega til reksturs og viðhalds þessara stofnana, eins og þær eru reknar nú. Það virðist liggja i augum uppi að sameina ber i færri skóla alla þá, sem vilja stunda húsmæðraskólanám, eins og það var skipulagt, þegar allir skólarnir voru fullsetnir, en nýta hina fyrir námskeið, styttri eða lengri. Það fer engan veginn saman að kenna nemendum, sem eru i stuttan tima I skólan- um með þeim, sem eru heilan vetur, það hentar hvorki I verk- legu námi eða bóklegu, en þetta veit ég að er gert. Kennari getur ekki skipulagt kennslu sina, hafi henn nemendur i sama tima, sem annars vegar verða heilan vetur, en hins vegar tvo mánuði. Á styttri námskeiðum er leitazt við að draga fram aðalatriði og þvi stiklað á stóru, en á lengri námstima er að sjálfsögðu farið nákvæmar i námsefnið og þvi farið hægar yfir það. Eðlilegt er þvi að athuga, hvaða skólum er bezt stjórnað með tilliti til fjár- hagslegrar afkomu of skipu- legrar kennslu, ásamt reglu- semi og þrifnaðar. Skóli er ekki skóli, sé nemendum lofað að gera hvað sem er og hvenær sem er, hæfilegur agi skaðar engan, en er flestum nauðsyn- legur og getur siðar meir létt mörgum þann aga, sem þeir nauðugir viljugir verða að gangast undir i baráttunni fyrir daglegu brauði. Sá skólastjóri, sem ekki stjórnar skóla sinum, er án efa að kaupa sér vinsældir nemenda sinna, en hann er þá ekki starfi sinu vaxinn og hann er ekki trúr i sinu starfi. Vitanlega á þetta við um fjölda annarra skóla og mætti ekki siður athuga það, en á kvennaárinu 1975 eru auðvitaö húsnæðraskólarnir efst I huga, ekki sizt vegna þess ástands, sem skapazt hefur þeim við- komandi vegna nemendafæðar. Nefndir eru ærið margar á veg- um rikisins, en ég álit að ekki væri vanþörf á einni til viðbótar til að rannsaka þessi mál niður i kjölinn og gera raunhæfar úr- bætur. Dagrún Kristjánsdóttir. FLORIDA AUGLVSINGASTOFA KRISTINAR 36.2 Meó sófasettinu FLORIDA kynnum viö merka nyjung. Sófinn er jafnfram? fullkomió hjónarúm af beztu geró, þótt engan gruni vió fyrstu sýn, aó um svefnsófa sé aó raeóa. KJORGAROI SÍMI 16975 - .-. • árSfi fyrstur með wWaFm fréttimar ( l sími 86611 ÚTLÖNDÍ MORGUN Von- V JT« goðir um vopno- hlé ó Norður- írlandi Vonir hafa nú vaknaö á Norður-irlandi um að við- ræður stjórnvalda um helgina við forráðamenn irska lýðveldishersins kunni að leiða til þess/ að vopnahléi verði aftur kom- ið á. Við þvi er búizt, að hæstráðend- ur i IRA komi saman til fundar einhvers staðar i Dublin i dag til þess að ræða það, sem fór á milli i viðræðunum um helgina. Merlyn Rees, trlandsráðherra, sagði, að engir samningar hefðu þó verið gerðir i þessum viðræð- um. Stjórnvöld höfðu skýrt fyrir forráðamönnum Sinn Fein, sem er stjórnmálaflokkur IRA, hver afstaða þeirra væri, og hlustað i staðinn á kröfur IRA. Rees sagði, að fengist trygging fyrir þvi, að ofbeldinu yrði hætt, yrði fækkað i herliði Breta á Norður-írlandi. Hraðað yrði þá þvi, að sleppa úr fangelsum póli- tiskum föngum. Bretar eru fráhverfír Ermarsunds- göngunum Frökkum liggur þungt hugurtil Breta, sem sagðir eru komnir á fremsta hlunn með að hætta við gerð jarðgangnanna undir Ermarsund. Er búizt við þvi, að Anthony Crosland, umhverfismálaráð- herra, tilkynni i dag, að stjórn Verkamannaflokksins hafi ákveðið að draga sig út úr þessu sameiginlega verki Frakka og Breta. Rikisstjórn hvors landsins um sig er búin að verja 15 milljónum sterlingspunda til undirbúnings þessu mikla verki. Verði nú endanlega hætt við — en Bretar hafa einu sinni fengið þvi frestað — neyðast báðir aðilar til þess að greiða þeim verktökum skaða- bætur, er tekið höfðu að sér að vinna verkið. Jean Sauvagnargues, utan- rikisráðherra Frakka, sagði i gær, að það væri ósanngjarnt, að Frakkar þyrftu að biða af þvi tap, ef Bretum snerist hugur um gangnagerðina. Sá skilningur hefur einnig verið lagður i þessa ákvörðun Breta, að þeir muni með þessu fjarlægjast Evrópu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.