Vísir


Vísir - 20.01.1975, Qupperneq 20

Vísir - 20.01.1975, Qupperneq 20
vísm Mánudagur 20. janúar 1975. Mikil hálka á Keflavíkurveginum: Átta flugu útaf Atta bílar flugu út af Eeykja- nesbraut i nótt, vegna mikillar hálku þar. Bílarnir voru ýmist á leið til eða frá Keflavfk. Mikil hálka var á köntum steypta vegarins. Virðast-bil- stjórarnir ekki hafa áttaö sig á henni. Þegar þeir lentu út i köntunum á mikilli ferð, gátu þeir ekki hamið bilana. önnur orsök var sú, að bflarnir fóru út úr hjól- förunum sem hafa mvndazt á veginum. Engin slys urðu i þessum ,,flug- ferðum”. Einn bilanna valt, en hinir lentu allir á hjólunum. —ÓH Skótar fundu kind í svelti Kind fannstf svelti i hraungjótu suðvestur af Fossvallarótt ofan viö Lækjarbotna á laugardags- kvöldið. Viröist hún hafa hrakizt þar ofan i og gat enga björg sér veitt. Það voru skátar á æfingu, sem römbuðu á kindina undir mið- nætti á laugardagskvöldið. Þeir gerðu lögreglunni i Arbæ viðvart, og hún bjargaði kindinni. Skepnan virtist hafa verið lengi I gjótunni, því hún var orðin æði soltin. Eitthvað hefur hún reynt að bjarga sér, þvi hornin á henni voru orðin núin af veggjum gjót- unnar. Kindinni var komið til vörzlu- manns borgarinnar, og sótti eig- andinn hana þangað á sunnu- dagsmorguninn. —SH Ók tvisvar ó lögreglubílinn — en vissi ekki af honum Lögreglumönnum, sem voru á vakt við Klúbbinn á laugardags- kvöldið, þótti ökulag eins bflstjórans, sem þaðan ók, með þeim hætti að vissara væri að kanna það nánar. Lögðu þeir af stað á eftir honum og ætluðu að hitta manninn að máli. Maðurinn ók hins vegar ýmsa hringi um bæinn og fór stundum anzi greitt. Lögreglumennirnir reyndu hvað eftir annað að stöðva hann en kom fyrir ekki, meðal annars lét hann sig hafa það aö aka utani lögreglubilinn á Mikla- torgi, en ekki nam hann staðar við það. Loks tókst að króa hann af á Njálsgötu, en ekki lét hann stöðvast fyrr en á lögreglubiln- um. Á eftir bar hann, að hann hefði ekki vitaö um eftirför lögreglu- bílsins né orðið hans á nokkurn hátt var, fyrr en hann komst ekki lengra fyrir honum. Lögreglu- billinn varþómeð rauð blikkandi ljós og tdhevrandi hljóðmerki. Maðurinn mun hafa verið i fylgd með Bakkusi. SH. SNJÓTROÐARINN FÓR YFIR BÍL Snjó hefur verið mokað dag og nótt á Akureyri, siðan unnt var að hefja snjó- mokstur á miðviku- daginn var. öll tiltæk ruðningstæki hafa ver- ið notuð, og vaktaskipti um stjórn þeirra. Talið er, að þessari lotu linni eftir daginn i dag. Eitthvað mun um það, að bílaeigendur hafi ekki merkt bfla sina sem skyldi, og einhver ökutæki hafi skrámazt við snjóruðninginn. Þá kom það fyrir á Akureyri, að maður nokkur hafði gengið af bil sinum á miðri götu, þegar hann komst ekki lengra. Þar fennti bilinn i kaf, og var hann ekki merktur. Þessi bill kom svo ekki i leitirnar fyrr en snjótroðari hafði ekið yfir hann, án þess nokkur vissi. Einhverjar menjar troðslunnar munu hafa sézt á bilnum. Annar klagaði undan þvi, að vélsleða hefði hvað eftir annað verið ekið af ráðsettu ráði yfir toppinn á bilnum hans, þar sem hann gægðist upp úr snjónum. — sem skilinn hafði verið eftir ómerktur á miðri götu og fennt yfir Ekki er vitað, hver var þar að verki,enda er mikið af vélsleð- um á Akureyri. Þeir eru óskráðir, og þarf ekki ökupróf á þá. Að sögn lögreglunnar stafar töluverð hætta af gálausri og þekkingarlausri meðferð á vél- sleðunum. Nýlega slasaðist þannig unglingspiltur á hand- legg, er hann festist i vélbúnaði sleða, sem vélarhlifarnar höfðu verið teknar af. -SH Annar billinn — sá rússneski — endaði á garðvegg, sem hann braut að nokkru. Ljósm. VIsis: BG.^^ Árekstur stórveldcmna Fulltrúar stórveldanna, i formi bifreiða, skullu harkalega saman I gærkvöldi. Rússneskur fólksbíll og ameriskur fólksbill rákust á á horni Lönguhliðar og Háteigs- vegar. Rússneski billinn kastaðist á garðvegg, og brotnaði annað hjólið undan honum. Ameriski fólksbillinn gjöreyðilagðist við áreksturinn og kastaðist nokkra leið, þangað til hann stoppaði á staur. Fimm manns I báðum bilun- um hlutu nokkur meiðsli, aðal- lega á höfði. ÓH. Norðfiarðqrsöfnun; Rýmar 23 ItlÍlljÓllÍr tlOfO SOfliaZt Stöðugt er safnað i snjóflóða- söfnunina svokölluðu og er nú bú- ið að safna 23 milljónum og 60 þúsundum samtals. Grimsey hefur gefið 130 þús- und. Frá Elliheimilinu Grund komu 100 þúsund. Frá Höfn i Hornafirði komu 378 þúsund. Þor- steinn RE 303 gaf 100 þúsund. Frá Húsavik voru komnar 634 þúsund og 500 en til viðbótar við það hafa komið 167.108,00. Þetta samsvar- ar þvf að hver ibúi á Húsavík hafi gefiö 380 krónur. —EA Landsþekktur brezkur „lœknir" til íslands — Upton verður gestur á landshátíð Anglia Brezkur „læknir”, sem allir íslendingar þekkja, er væntanlegur i heimsókn til íslands um 20. febrúar. Hér er á ferðinni Dr. Michael Upton — sem raunar er ekki læknir i daglegu lifi, heldur leikari og heitir Barry Evans. Prófessor Alan Boucher sagði VIsi i morgun, að hann hefði sent Mr. Evans skeyti og boðið honum að koma hingað á lands- hátíð Anglia, sem haldin verður 22. febrúar. Upton læknir — Mr. Evans —- tók vel í boðiö, en eftir er að ganga frá smáatriðum varðandi ferð hans hingað. Barry Evans er örugglega öll- um kunnur fyrir leik sinn i myndaflokkunum tveim, sem gengið hafa i sjónvarpinu hér um Lif og fjör I iæknadeild og siðar Læknir á lausum kili. Hann er þó ekki siður þekktur i heimalandi sinu, þar sem enn fleiri sjónvarpsmyndaflokkar hafa gengið, og jafnframt raðir útvarpsleikrita um sömu per- sónur. Búast má við, að margir vilji sjá þennan fræga lækni og jafn- vel ræða við hann um krank- leika sinn, en ekki er vist, að tóm gefist til þess, þvi Mr. Ev- ans kemur hingað aðeins I stutta vitjun — heimsókn — og tekur tæplega á móti sjúklingum. Prófessor Boucher kvaðst ekki búast við að hann hefði hér lengri viðdvöl en rétt yfir helg- ina, en það færi eftir verkefnum hans heima fyrir. *• Þvi má svo bæta hér við, að á laugardaginn kemur sjáum við hann I siðustu myndinni úr Læknir á lausum kili — en hver veit, nema við fáum svo sfðar aö sjá Læknir til sjós.... —SH „Ógjörningur oð œfa inn í hlutverkin" — Sýningar Iðnó féllu niður vegna veikinda Gísla Halldórssonar „Við getum ekkert annað gert en aðfella niður sýningar. Þetta eru það stór hlutverk, að það er ógjörningur að æfa inn i þau,” sagði Guðmundur Pálsson hjá Leikfélagi Reykjavíkur, þegar við ræddum við hann I morgun vegna forfalla Gisla Halldórs- sonar leikara. Gisli var fluttur á sjúkrahús á laugardaginn, og við rannsókn kom I ljós, að það voru nýrna- steinar, sem ollu veikindum hans. GIsli var fluttur á sjúkrahús á laugardaginn GIsli hefur gengizt undir aðgerð, og sagði Guðmundur að vonazt væri til að þetta lagaðist i vikunni, þannig að sýningar gætu orðið á föstudag og laugar- dag. Tvær sýningar hafa fallið niður vegna þessa. A laugardag átti að sýna Dauðadansinn og i gær átti að sýna Fló á skinni. -EA. Bridgekeppninm í London lokið Bandaríkjamennirnir sigruðu — Símon og Stefón í 11. sœti Frá Stefáni Guðjohnsen, London i morgun. Ungu bandarlsku atvinnu- spilararnir, Alan Sontag og Peter Weichsel, sigruðu á bridgemótinu mikia, sem Sunday Times gekkst fyrir — og er það I annað skipti, sem þeir sigra I mótinu. tslenzku k e p p e n d u r n i r . Slmon Símonarson og Stefán Guðjohn- sen, urðu i 11. sæti með 165 stig. 112. umferðinni spiluðu Simon og Stefán við Bandarikja- mennina og töpuðu 7-13 (12-20 impstig). 1 13. umferð unnu þéir Teixeira og Debonnaire, Portúgal, með 13-7 (20-4). í 14. umferðinni töpuðu þeir fyrir Flint og Rose með 2-18 (7-32) og töpuðu fyrir Reese-Dixon i 15. umferð með 7-13 (15-21). 1 16. umferð unnu þeir Simon og Stefán Sviana Nilsland og Anderson með 17-3 (24-4) og i 17. og siðustu umferðinni unnu þeir Evrópumeistarana frönsku, Svarc og Boulanger með 12-8 (23-18). Lokastaðan i mótinu var þannig: 1. Sontag-Weichsel, USA, 204 • 2. Möller-Werdelin, Danm. 191 3. Derry-McNeil, Irland, 187 4. Coyle-Silverstone, Skotl. 185 5. Ortiz-Bernasconi, Sviss, 181 6. Thompson-Reardon, Engl. 179 7. Teixeira-Debonnaire, P. 174 8. Shapiro-Delmouly, E/FR 173 9. Flint-Rose, England, 171 10. Svarc-Boulanger, Frak’kl. 167 11. Simon-Stefán, Islandi, 165 12. Priday-Rodrigue, Engl. 164 13. de Palco-Burgay, ítaliu, 163 14. Chagas-Assumpaco, Bras. 161 15. Stampf-Swartz, ísrael, 155 16. Amor-Slavenburg, Mar. 152 17. Reese-Dixon, Engl. 147 18. Nilsland-Anderson, Sviþ. 141 Þannig var skeyti Stefáns i morgun. Fararstjóri þeirra, Þórarinn Sigþórsson, er kominn heim og sagði, að þeir Flint og Rose hefðu heldur betur haft heppnina með sér gegn Simoni og Stefáni. 1 tveimur siðustu spilunum gegn þeim fóru þeir i tvær slemmur, sem ekkert annað par i keppninni hreyfði við. Legan var svo ótrúlega hagstæð að báðar unnust, og náðu Englendingar við það sigri i leiknum. -hsim.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.