Vísir - 22.01.1975, Side 16

Vísir - 22.01.1975, Side 16
vism Miðvikudagur 22. janúar 1975. „Vatnið „Erum orðin vön þessu í Eyjurn" — vindhraðinn vel yfir mœlanleg mðrk í morgun, en skóia ekki aflýst náði mér orðið Ofsaveður var í Eyjum i morgun, þegar við höfð- um samband þangað, og hef ur það staðið f rá því í nótt. Að sögn Markúsar Á. Einarssonar veður- fræðings var veðrið vel yfir þeim mörkum, sem mæld eru. Vindhraði er ekki mældur, eftir að hann kemst i 12 vindstig, en 12 vindstig samsvara 64 hnúta vindhraða. I morgun var vindhraðinn hins vegar kominn upp i 75 hnúta. 12 vindstig kall- ast fárviðri. Þegar við ræddum við lög- regluna i Eyjum, var ekki vitað til þess, að neitt hefði fokið eða að skemmdir heföu orðið. Inn- fluttu húsin, sem hvað verst urðu úti i óveörinu um daginn, eru staðsett þannig, að austan áttin mæðir ekki mikið á þeim. Suðaustan og vestan átt koma þeim verst. Svo mikið rigndi i Eyjum i nótt, að kalla þurfti út starfsliö til þess að halda ræsum á tveim- ur stöðum i bænum opnum. Ekki er mikið um, að vikur fjúki i bænum sjálfum, en nokk- uð vill það þó brenna við ofar i bænum og utan við hann. Kennsla féll ekki niður i skól- um i Eyjum i morgun, en hefur verið aflýst eftir hádegi. „Við erum nú orðin vön þessu hér i Eyjum”, varð einum að orði. Sumir voru þó hikandi að senda börn sin i skóla, enda mættu ekki öll. —EA upp að hnjám." — flœddi inn um kjallara í ofsaveðrinu í Eyjum í nótt „Þcgar ég kom niður I kjall- arann klukkan rúmlega fjögur i nótt, náði vatn mér i ökla. Það flæddi þó svo hratt inn aö vatniö náði mér næstum upp að linjám, þegar ég var búinn að hringja á siökkviliðið, og það var komiö hingað. Nú er svona um 5 cm lag á gólfinu, en við eruni enn að dæla út.” Þetta sagði Oddur Guð- laugsson, sem býr á Lyngfelli i Vestmannaeyjum, þegar við höfðum samband við hann i morgun, en i ofsaveörinu og rigningunni þar i nótt fór að flæöa inn i kjallarann i húsinu. Lyngfell stendur skammt frá Stórhöfða, óvarið fyrir veðri og vindum, enda slitn- uðu rafmagnslinur aö húsinu i nótt, eins og Oddur sagði að gerðist oft. þegar veður væri vont. „Sjálfsagt er þetta talsvert tjón,” sagði Oddur. ,,I kjallaranum er eldhúsið, þvottahús og gangur. Við er- um með talsvert af tækjum i kjallaranum, svo sem eldunartæki, frystikistu, is- skáp, þvottavél, nýja út- ungunarvélog svo miðstöðina. Ég býst viö, að það gæti ein- hverrar bilunar i þessum tækjum, og svo láta auðvitað flisar á gólfum talsvert á sjá og losna liklega frá.” „Slökkviliðið kom hingaö um klukkan hálffimm, og þaö er hér enn að dæla. Það flæddi inn um norðurvegginn á hús- inu, en þar hafði myndazt mikið lón. Miklir skaflar voru þar fyrir, en þegar fór að rigna svona mikið, byrjaði að flæða inn um gluggana og svo er eins og það hafi siazt inn um vegginn.” ALLT I HAKKAVELINA! Hakkavél verðbólgunnar hamast við, og peningarnir okkar hverfa í hana. Hún fær aldrei nóg. Þessi ágæta mynd birtist í tímaritinu Vinnuveitandinn. — HH Flugfélags- menn ósammóla slökkvi- liðsstjóra „Óþarfi sýnist hins vegar fyrir einstaka aðila að eigna sér heið- urinn af störfum, sem aðrir unnu við erfiðar aðstæður,” segir i greinargerð frá nokkrum starfs- mönnum Flugfélags lslands, sem birtist i Timanum I dag. Greinargerð þessi er athuga- semd við ummæli slökkviliðs- stjórans á Reykjavikurflugvelli, sem lét á sér skilja eftir flug- skýlisbrunann þar, að slökkviliðið hefði unnið þar gott björgunar- starf. Frammistaða. slökkviliðsins, — og reyndar slökkviliðs Reykja- vikur lika — hefur verið gagnrýnd talsvert, og ýms ummæli slökkvi- liðsstjórans sömuleiöis. Virðist svo sem þeim fjölda manna, sem unnu þarna að björgun verðmæta eða létu sér nægja að horfa á, beri ekki að fullu saman við frásagnir forráöamanna slökkviliðanna af brunanum. t greinargerð sinni skýra Flug- félagsmenn frá nokkrum atriðum varöandi björgunarstarfið, sem þeir segja á aðra lund en i frá- sögn slökkviliðsstjórans, og er látið að þvi liggja, að fleira væri hægt að segja og verði gert, ef tilefni verður til. — SH r Jón Múli hélt yfirráðunum róðin í X M r J* •m * W ' • I með luðrasveit a fonmum „Þegar klukkan var farin að ganga eitt i nótt var ekki dropi kominn inn, svo að þetta hefur skeö fljótt. Ég er með heimilistryggingu, en ég veit ekki hvaða reglur gilda um svona.” A Lyngfelli er til staðar litil ljósavél til öryggis, sem lýsir að visu litið, en notast má við hana i rafmagnsleysinu. —EA „Ég tók ekki eftir þessu fyrr cn Valdimar byrjaði með morgunleikfimi sina. Þá sendi Vatnsendastöðin ekki út á fullum styrk, þannig að Bretarnir heyrðust greinilega á bak við”, sagði Jón Múli um þær truflanir, sem hann afsakaði I morgunútvarpinu I gær. „Það kemur fyrir, þegar mikið myrkur er og styrkur Vatnsendastöðvarinnar ekki fullur, að brezk stöð heyrist á bak við islenzku útsendinguna. En i gær kom einnig inn önnur stöð, sem ég hafði ekki tekið eftir fyrr. Þetta var útvarps- stöð þeirra einhvers staðar i Afriku, sem var það sterk, að hún yfirgnæfði Bretann”, sagði Jón Múli. Vatnsendastöðin komst i lag skömmu siðar og yfirgnæfði þá á ný erlendu aðkomu- stöðvarnar. En á meöan truflunin varði, setti þulurinn lúörasveitarplötu á fóninn og tókst þannig að halda yfirráðun- um i loftinu. „Það er stöð i Marokko I Afriku, á sömu bylgjulengd og Vatnsendastöðin á langbylgju, sem stundum heyrist i úti á landi,” sagði Gústav Arnar deildarverkfræðingur hjá Land- simanum i morgun. „Reykvikingar verða þó yfir leitt ekki varir við þessa truflun, þar sem Vatnsendastöðin er það sterk.” 1 gærmorgun minnkaði hins vegar afl sendisins á Vatnsenda og heyröist þvi i afriskum út- varpssendingum i Reykjavik. Stöðin I Marokko er geysilega sterk, enda er útsendingar- svæði hennar i Afriku mjög viðfeðmt. Þegar góð skilyrði eru nær hún af þessum sökum að trufla jafnvel útsendingar á ís- landi. -JB.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.