Vísir - 24.01.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 24.01.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Föstudagur 24. janúar 1975. vísrn Útgefandi: Reykjaprent hf. \ Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson / Ritstjóri: Jónas Kristjánsson \ Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson / Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason \ A-úglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannessón / Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 \ Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 / Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur \ Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. /f t lausasöiu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. . \ Hvar eru peningarnir? Hvar er snjórinn, sem féll i fyrra? Hvað er orð-) ið af öllum peningunum, sem til okkar hafa komið \ i þvi, sem við kölluðum auknar tekjur, á siðustu ( árum? Þeir hafa flestir farið sömu leiðina og / snjórinn. ) Greinargóð svör við spurningunni ,,Hvað varð / af peningunum” má finna i timariti vinnuveit- ) enda, og þau eru þess eðlis, að allir geta sam- \ þykkt. Dæmi er tekið um, að milli áranna 1972 og ( 1973 hafi árstekjur faglærðs starfsmanns aukizt / um 152.200 krónur. Til viðbótar þessu greiddi at- ) vinnurekandinn seinna árið 31.500 krónum meira ( i launatengd gjöld, það eru til dæmis trygginga- / gjöld, lifeyrissjóðsgjald, sjúkrasjóðsgjald, or- ) lofsheimilagjald og ýmis opinber gjöld, sem eru \ beinlins tengd laununum. Sú sorgarsaga gerðist, ( að skattar og verðhækkanir urðu þess valdandi, / að raunverulegar tekjur launþegans, sem hann hafði til ráðstöfunar eftir að hafa greitt skattana \ sina, urðu 3,400 krónum lægri seinna árið, þótt ( tekjur hans hefðu vaxið um 152,200 krónur, sem ) áður var nefnt. Launþeginn hafði þvi nokkru \ minna til ráðstöfunar þrátt fyrir kauphækkunina, ( rikið hafði tekið meira til sin, en verðbólgan tók / bróðurhlutann. ) Á þessum árum jókst launakostnaður fyrir- / tækjanna i landinu samtals um 28 prósent. Á ) sama tima jókst framleiðslan um rúm 5 prósent. ( Launakostnaður hefur siðustu ár vaxið um 4-5 / sinnum meira en framleiðslan. Velmegun okkar ) byggist á framleiðslunni. Það, sem við framleið- \ um af vörum og þjónustu, skapar það, sem s'tund- (( um er kallað þjóðarkakan til einföldunar. Þótt // launþegar vilji taka til sin eitthvað aukinn hluta )) af hagnaði fyrirtækjanna, ef slikur hagnaður er \ til, verður það jafnan mjög takmarkaður hluti af ( kauphækkunum. Meginhlutinn af þeirri aukn- / ingu launakostnaðar, sem er mikið umfram ) aukningu framleiðslu, fer þvi i það að auka verð- ( bólguna og ekki annað. Hann getur ekki annað / farið. ) Fjárlög rikisins hafa, eins og launakostnaður- / inn, aukizt 4-5 sinnum meira en framleiðslan sið- ) ustu árin. Þetta þýðir, að hið opinbera hefur ekki ( aðeins haldið sinum hlut i verðbólgukapphlaup- / inu heldur stóraukið hann. Hið opinbera hefur ) verið á undan i verðbólgunni, og misræmið milli \ aukningar á fjárlögum og aukningar framleiðsl- ( unnar veldur miklu um verðbólguna. Aukinn / hlutur rikisins sést á þvi, að rikisútgjöldin jukust ) úr 20 af hundraði af þjóðarframleiðslunni árið \ 1963 upp i 29 af hundraði 1973. ( Vinnuafl hefur 1 rauninni fiutzt frá framleiðslu- ( jatvinnugreinunum til hins opinbera, sem sést á / þvi, að opinberum starfsmönnum fjölgaði um 75 ) af hundraði á áratugnum 1963-1972, meðan vinnu- \ fólki við framleiðsluatvinnugreinar fjölgaði að- ( eins um 30 af hundraði. ) Hvers vegna fékk launþeginn ekki meiri tekjur / til ráðstöfunar, þótt kaupið hans hækkaði tölu- ) vert? Hvað varð af peningunum? Svarið er, að \ þeir fóru að sumu leyti til að auka umsvif hins ( opinbera, en að öðru leyti gufuðu þeir upp. Þetta / kemur vist engum á óvart, en það er lærdómsrikt ) að athuga beinharðar, tölulegar staðreyndir, sem \ ekki mun af veita, að fólk hafi i huga i kjara- ( samningunum, sem nú standa. / A gimsteina- markaðnum í Antwerpen Þótt heldur hafi dimmt yfir viðskipta- heiminum og viða sé hart i ári, þá blómstrar samt gimsteinamark- aðurinn i Antwerpen. En i hinu fræga Pelikanstraat i Ant- werpen, nærliggjandi ölstofum og i heimsins frægustu demanta- verzlunum, sem eru á þessum slóðum, hafa menn nokkrar áhyggj- ur af framtið þessara glitsteina, sem enskur- inn segir, að séu beztu vinir hverrar stúlku. Siðustu hundrað árin aö gera göng fyrir neðanjarðarT lest undir strætið. Sumir misskilja þessi stakka- skipti sem svo, að viðskiptum fari þar hnignandi. En margur fésýslumaðurinn mundi öfunda þá i Pelikanstræti, ef hann liti yfir ársskýrslur þeirra frá 1974. „Strax I byrjun árs i fyrra jökst útflutningur okkar og leit út fyrir að hann yrði 30% i janú- armánuði. En sveiflur á al- þjóðagjaldeyrismarkaðnum gerðu það að verkum, að hann varð aðeins 25% meiri”, sagði Nutkewitz. Þeir i demantaiðnaðinum i Hafa þeir meira i huga, að slikir gripir hækki með timanum i verði og öruggt, að eigandinn tapar ekki á þvi að hafa fest fé i þeim. „Það er ekki verðlagið á gim- steinum, sem er óstöðugt, held- ur á gjaldmiðlinum”, sagði Nutkewitz við fréttamann Reut- ers á dögunum. Dag hvern sitja kaupmenn- imir við sýningarborð sin við stóra gluggana, sem flestir snúa i norður til að dagsbirtunnar verði betur notið við. Þar láta þeir heilu hrúgurnar af eðal- steinum renna I gegnum greipar hefur helmingur dem- antaframleiðslu heimsins farið um hendur fagmanna i Antwerpen, sem skera þá, slipa og selja siðan skartgripasölum. Þetta er þröngur hópur, sem stendur fast saman. Jacques Nutkewitz, forseti samtaka demantaiðnaðarins i Antwerpen, mælti fyrir munn þeirra flestra, þegar hann á dögunum lýsti áhyggjum þeirra. — „Við fylgjumst náið með efnahagslifi þjóða, og okk- ur er ekki um horfurnar.... Ef við litum á alþjóðagjaldeyris- markaðinn og tökum sem dæmi Bandarikjadollarinn: Fyrir þrem vikum jafngilti hann 37 belglskum frönkum, en i dag fást aðeins 35,5 fyrir hann. Það jafngildir átta prósent gengis- sigi hans. Eðlilega verðum við meira á varðbergi, ef við þurf- um að selja demanta fyrir doll- ara”. Þeir, sem lagt hafa leið sina i Pelikanstræti siðustu mánuð- ina, hafa orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með breytt and- rúmsloft og yfirbragð. 1 staðinn fyrir ys og þys gimsteinasala og demantsslipara, sem jafnan hefur sett svip sinn á strætið, er kominn dunandi hávaði loft- hamra, og sementsryk og óþrif fylgja framkvæmdum, sem þama eru hafnar. Það er verið Antwerpen eru mjög upp með sér af þvi, að hann er fimmti stærsti útflutningsiðnaður Belgiu. 1 viðskiptunum eru menn ekkert tiltakanlega form- fastir. Það er litið sem ekkert prúttað með verðið, litið um skriflega samninga og gim- steinasalar, sem gert hafa þarna kaup, ganga stundum burt frá kaupunum með heil auðæfi I gimsteinum i vösum slnum, án þess að hafa fyrir þvi aö telja þá. Slikt orð fer af þessum iðnaði. Traust er slagorðið. Þvi er hald- iö fram, að gimsteinasali geti gengið inn I banka i Antwerpen og sótt sér milljón franka bara út á nafnið, vegna þess að bank- inn, þótt hann hafi engin við- skipti átt við manninn áður, þekkir hann af orðspori. Þessir karlar fyrirlita gullæð- ið, sem gripið hefur um sig á heimsmarkaðnum. „Fólk er blindað af gullinu. —■ Þvi gleymist alveg, að það verður að koma þvi fyrir ein- hvers staðar I geymslu, og hefur siöan ekki öðru að flagga en nótu til að sanna, að það eigi til þennan málm. Um demanta gildir öðru máli. Þú berö þá á þér, á fingri, um úlnlið eða háls. Þeir veita þér reisn. Þeir eru góð fjárfesting og örugg, ef þeir eru heiðarlega fengnir. Og fegurð þeirra verð- ur þér ávallt augnayndi”. Þannig hljóöar sölumannstal þeirra. Þeir eru fyrstir til að viður- kenna, að þegar þeir tala um góða f járfestingu, eiga þeir ekki við skjótfenginn ofsagróða. Skartgripir eru alitaf jafnþung- ir á vogarskálunum, þótt gjald- miðillinn fari upp eða niöur. sér niður á borðplötuna til að sýna viðskiptavinum varning- inn, eða skoða þá, það sem þeim er sjálfum boðið til kaups. Margur sá, sem er tortrygg- inn I garð náungans, mundi verða undrandi, ef hann sæi „kæruleysi” gimsteinasalanna. Þeir eru ekki einu sinni að hafa fyrir þvi að telja steinana, sem viöskiptavinurinn fór höndum um. — Aðspurðir um þetta segja kaupmennirnir, að þyrftu þeir að telja hvern stein jafnan mundi þeim aldrei vinnast timi til þess að afgreiða nokkurn mann, hvorki selja honum né kaupa. Þetta er lika þrengri hópur en menn gera sér grein fyrir i fljótu bragði. Það er ekki eins og alltaf sé að koma nýtt andlit, likt og umferð ferðamanna. Þetta eru nánast sömu kaup- endurnir og seljendurnir ár eftir ár. „Að visu er þetta eins og sýnishorn af Sameinuðu þjóðun- um. Kaupendur og seljendur frá nær hverju landi heims. Hingað I Pelikanstraat komu 18 þúsund útlendingar og keyptu af okkur I fýrra”, segir Nutkewitz forseti. „En þetta fer allt fram með gagnkvæmu trausti og virðingu. Við þekkjum orðið hverjir aðra”. — HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.