Vísir - 24.01.1975, Page 16

Vísir - 24.01.1975, Page 16
VÍSIR Föstudagur 24. janúar 1975. 5-10 tonna bjarg flout inn yfir hafnar- garðinn t óveörinu fyrir rifri viku skoiaöist 5-10 tonna bjarg, sem lá utan viö varnargaröinn I Njarö- vfkurhöfn, yfir garöinn og iagöist upp undir ytri hafnargaröinn. Af. þessum sökum var auglýst, aö höfnin væri varasöm, og var ekki vitað, hve mikiö haföi borizt inn fyrir. Að sögn hafnarstjórans var auglýsingin birt af varasemi, þvi ekki voru aðstæður til að kanna málin fyrr en að nokkrum dögum liðnum. Þegar fært var að kafa I höfnina kom hið rétta i ljós, og var bjargið fært á sinn stað aftur. Svo virðist sem bjargið hafi skolazt yfir varnargarðinn án þess að koma við hann, þvi hann er hvergi skemmdur, að sögn hafnarstjórans. Hins vegar hefði bátum getað stafað hætta af bjarginu i höfninni, og þótti þvi ástæða til að birta viðvörun. — SH. CkkT er nú spáin góð Spað er vondu veðri alls staðar á landinu, en I morgun klukkan 9 var ennþá stillt og bjart veður viðast á Norður- og Austurlandi. A Suður- og Vesturlandi er vaxandi austanátt, og snjó- koma á vfð og dreif á þvi svæöi. Vindhraðinn var mest- ur I Vestmannaeyjum, 10 vindstig. Frost var aö kalla um allt land, en farið aö nálgast núllið þar sem austanáttarinnar var farið að gæta. A Reykjanes- vita var hitinn nákvæmlega 0 stig. Mest frost á landinu var 11 stig á Sauðárkróki og 13 stig á Egilsstöðum. Vonda veðrið stafar af lægð, sem er að ná'igast landið, og töldu veðurfræðingar bezt að spá sem minnstu um hegðun hennar, umfram það, að hún kemur til með að valda vondu veðri. — SH. SKYLDUSPARNAÐUR OG INNFLUTNINGSGJOLD sagði við- KOMA TIL GREINA íS"- Skyldusparnaður og innf lutningsgjöld á sumar vörutegundir koma til greina sem ráðstafanir í ef nahagsmálum. Svo sagði ólaf ur Jóhannesson dóms- og viðskiparáð- herra á fundi Fram- sóknarfélags Reykja- víkur i gærkvöldi. Ölafur sagði, að þær aðgerðir, sem núverandi stjórn hefur gripið til, hafi haldið atvinnu- vegunum gangandi. Þær voru þó ekki fullnægjandi og að sin- um dómi þyrfti að gera frekari aðgerðir á næstunni. Erfitt væri að taka ákvörðun um þær, meðan allt væri á huldu um fiskverð og kjarasamninga. Ólafur nefndi nauðsyn á sam- ræmdum aðgerðum i peninga- og lánamálum. Draga þyrfti úr einkaneyzlunni, og ef til vill yrði ekki hjá þvi komizt að draga úr framkvæmdum. Hann taldi að betur horfði nú, ef tillögur vinstri stjórnarinnar i fyrravor hefðu verið samþykktar þá. Þar var meðal annars gert ráð fyrir skyldu- sparnaði manna með tekjur yfir ákveðnu lágmarki. Viðskiptahallinn I fyrra varð 15.3 milljarðar, sem voru 11,5 prósent af þjóðarfram- leiðslunni, en árið áður var hallinn 2,6 milljarðar, sem voru 2,8 prósent af framleiðslunni. Gjaldeyris,,sjóðurinn” svarar nú aðeins til 2-3 vikna innflutnings. 1 honum eru tæp- lega tveir milljarðar, sem er að- eins fimmti hluti þess, sem var fyrir ári, reiknað á sama gengi. „Gjaldeyrisforðinn er þvi i raun þorrinn,” sagði ráðherrann. Viðskiptakjör versnuðu I fyrra um 9 prósent. Urðu miklar hækkanir á innfluttum vörum, en verð féll á ýmsum fiskafurð- um, sem við flytjum út. -HH. Ffkniefnadómur geröi marijúanamagniö upptækt og mun væntan- lega eyöileggja þaö allt, aö undanteknu smá sýnishorni, sem geymt veröur. Ljósm. BG. Fluttu inn 387 grömm af marijuana — fengu 35—40 þúsund króna sektir Fjórir piltar voru dæmdir i 35-40 þúsund króna sektir hjá fíkni- efnadómstólnum ný- lega. Játuðu þeir á sig, að hafa skotið saman fé til innkaupa á 387 grömmum af mjög sterku marijuana. Sendingin kom til landsins frá Bandarikjunum I nóvember og voru piltarnir handteknir, eftir að fylgzt hafði verið með þeim veita sendingunni móttöku og prófa innihald hennar. Vinkona piltanna, stödd I Bandarikjunum, sá um inn- kaupin fyrir þá og sendi hún pakkann I pósti til íslands.eins og skýrt var frá i Visi á slnum tima. Þáttur stúlkunnar er nú I nán- ari athugun. „Þessi dómur er byggður á þeirri forsendu, að piltarnir höfðu skotið saman i þetta marijuana magn fyrir sjálfa sig, en ekki ætlað það til sölu,” sagði Asgeir Friðjónsson hjá fikniefnadómi. Aðeins einn piltanna hafði orðið uppvis að svipuðu máli áð- ur. Auk sektanna var hið mikla magn af marijuana gert upp- tækt. Asgeir var spurður að þvi, hvað gera ætti við þetta magn. „Fyrr eða siðar verður það nú eyðilagt. Ef um einhverjar aðr- ar ráðstafanir á þvi verður aö ræða, er allt slikt bókfært hjá okkur. Sennilega verður til dæmis örlitið brot af þvi geymt sem sýnishorn,” sagði Asgeir Friðjónsson. —JB Mikill snjór í Vestmannaeyjum — götur ófœrar og skólum aflýst „Hér er snjór og bylur og ófærð, óþverraveður og ekkert hægt að komast um,” var okkur sagt I Vestmannaeyjum I morgun. „Verið er að moka göturnar, en kennslu hefur verið aflýst.” t Vestmannaeyjum var hvass- ast á landinu I morgun, og skóf mikið. Agætis veður var þar I gær, en hvessti og fór að snjóa um miðnættið. Þykir það heldur tiðindum sæta, þegar mikill snjór er I Vest- mannaeyjum, þvi þar er alla jafna mjög snjólétt. — SH. Air Viking i ferðum Bankok Stór svissnesk feröaskrifstofa, sem beitt hefur sér fyrir feröum til fjarlægra heimsálfa, hefur gert samning viö flugfélagiö Air Viking um tvær feröir milli Zurich og Bankok, sem er 12 tima fiug meö millilendingu i Karachi I Pakistan. Fyrri ferðin verður farin 12. febrúar og komið aftur þann 18. Að sögn Guðna Þórðarsonar, for- stjóra Air Viking, er sennilegt, að framhald verði á þessum flutn- ingum. Alislenzkar áhafnir, flug- menn og flugfreyjur.verða I þess- um ferðum. tíl önnur þota Air Viking er nú i ferðum fyrir Sunnu til Kanaríeyja og Austurrikis, en hin vélin var i flutningum frá Þýzkalandi til Kanarieyja I desember og fram i janúar. Sú vél er nú i skoðun hér heima, en heldur til Sviss fyrir ferða- skrifstofuna þar að skoðun lok- inni. Að sögn Air Viking eru ýmis verkefni framundan hjá Air Vik- ing og stendur til að ráða fleiri Is- lenzka flugmenn á þotur félags- ins. —JB Festist í fangalínu og fótbrotnaði Skipverji á Alsey frá Vest- mannaeyjum fótbrotnaöi I gær, er hann festist I fangalinu bátsins. Aisey var aö koma aö landi, er þetta geröist, og var veður þá nokkuð tekið að versna. Maðurinn var fiuttur á sjúkra- hús, þar sem gert var að meiösl- um hans. — SH. „Hrœddastur við „hitabylgju"" — sagði bœjarstjórinn ó Akureyri „Þaö sem við óttumst mest er „hitabylgja” eins og stund- um verður hérna á veturna. Þá kæmi flóð, sem gæti vaidið mjög miklu tjóni,” sagöi Bjarni Einarsson bæjarstjóri á Akureyri i morgun. „Viö ökum hér eftir giíjum og gljúfrum, sem snjórinn myndar. Helzt þurfa allar göt- ur að vera einstefnuaksturs- götur, þvi að ekki er hægt að mæta bíl.” „Þetta getur verið fallegt, i hófi.” — HH.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.