Vísir


Vísir - 25.01.1975, Qupperneq 2

Vísir - 25.01.1975, Qupperneq 2
2 Vísir. Laugardagur 25. janúar 1975. risinsm: Við hvað eruð þið hræddust? Baldvin Baldvinsson, sjómaður: — Ég hef ekki fundið neitt ennþá, sem ég hef orðið hræddur við. Guðmundur A. Jónsson, sjómað- ur: — Ekkert svo ég viti. Ég hef aldrei orðið virkilega hræddur. Gunnar Hannesson, sjómaður: — Það er nú erfitt aö gera sér grein fyrir þvi. Það er til dæmis undir vissum kringumstæðum hægt aö verða hræddur til sjós. Ég hef þó aldrei orðið var viö þaö sérstaka hræðslu, að hún gefi tilefni til að hræðast eitt frekar en annað. Grimur Þ. Jónsson, ncmi: — Ég er hræddastur við drauga, og eins huldufólk. Ég hef einu sinni séð mann, sem ég tel fullvist aö hafi verið huldumaður. Af hverju ég hræddist hann? Hann var með skegg. Guðrún óskarsdóttir, nemi: — Ég er ekki hrædd við neitt og þó. Jú, ég er hrædd við öll kvikindi, rott- ur, beljur og þess háttar. Sigrún Alfreðsdóttir, nemi: — Ég erhræddustvið kóngulær. Ég stig á þær um leið og ég sé þær. Minkurinn er orðinn nytjaskepna ó íslandi: Étur 90% íslenzkt fóður og aflar eingöngu gjaldeyris Hvað veizt þú um mink? Ekki mikið, segja vist flestir, nema að þetta er ferfætt kvikindi sem drepur allt kvikt, fiska, fugla og nagdýr. Hann er óætur, en skinn- ið af honum má nota i fínar flíkur og stáss. I þvi skyni að fræðast um hina hagrænu hlið minksins brá Visir sér upp i Helgadal i Mosfellssveit á dögunum, en þar stendur minkabúið Dalsbú. Einn eigend- anna, Ásgeir Pétursson, sem jafnframt er bústjóri tók á móti okkur þar sem hann var að hreinsa skinn, sýndi okkur búiö og fræddi okkur um rekstur þess og loðdýrarækt á Islandi. Hinn bústjórinn, Gunnar Baldursson liggur á sjúkrahúsi um þessar mundir. I Dalsbúi eru tveir skálar fyrir dýr með búrum fyrir samtals 2700 dýr. Stærð á búum er hins vegar reiknuð eftir læðufjölda, og I Dalsbúi eru um 1000 læður. Hvert dýr hefur búr fyrir sig. Dýrin eru felld — pelsuö — síð- ast f nóvember og fyrst i desem- ber og er áriðandi að gera það á réttum tima, meðan feldurinn er eins og hann á að vera. Timann fram að fengitima, sem hefst sið- ast I febrúar, verður að nota til að vinna skinnin. 1 aprillok og mai fara læðurnar að gjóta, og þannig rekur hvert verkefnið annað, vandasamt og timafrekt. Dýrin eru flegin I belg. Sprett er fyrir aö aftan og skinnið siðan dregið fram yfir bol og haus, likt og þegar maður fer úr peysu. Skott og afturlappir er sprett og flatt, en framlappir heilar eins og ermar, en styttan allnokkuð. Hausskinnið fylgir heilt. Þegar búið er að flá, þarf að skafa skinnið, og er það gert með sérstöku áhaldi. Áður var allt skafið i höndum. Nú eru aðeins skæklar og skankar snyrt með höndum. Eftir þaö er skinnið tromlaö með sagi til þess að ná húðfitunni úr bjórnum, en siöan er sagið tromlað úr beggja meg- in. Eftir það er skinnið spýtt og þurrkað, siðan sett i þurrkara, strokiö upp úr vatni, þá kippað 15 saman i kippu, merkt með ein- kenni framleiðandans og loks sett i skinnageymslu, þar til það er sent úr landi og boðið upp, eftir aö gert hefur verið á þvi strangt gæöamat og flokkun. tslenzk skinn hækka i verði Meöalverð skinna héðan á sið- asta uppboði var rétt tæpar 2300 krónur skinnið, að sögn Asgeirs Péturssonar. Markaðsverð hefur heldur lækkað frá þvi sem var þar á undan, en á móti þvi kemur, að verð Islenzkra skinna fer hækk- andi á markaðnum, vegna vaxandi gæða og stærðar, þannig að verð þeirra verður nú jafnt og þétt betra, þrátt fyrir lækkun toppverðs. ,,A þessu ári ætti salan frá Dalsbúi að verða um sjö milljónir króna, ef meðalverðið lækkar ekki að ráði,” sagði Asgeir. Ariö 1971 hóf Dalsbú rekstur með þvi að kaupa eitt þúsund læð- ur. Svo heppilega vildi til, að það var gert meðan verðhrun var á markaðnum, svo lifdýrin fengust á mjög góðu verði. Arið eftir hækkað verðið aftur, og Asgeir sagði, að þá hefði reynzt ógerlegt að kaupa lifdýr til að hefja rekst- urinn með. Af þessum 1000 læðum fæddust 4400 minkahvolpar, en af þeim komu aðeins 3700 til pelsun- ar — það er frálags. Meðalverð fyrir skinn var þá 11—1200 krón- Asgeir Pétursson, bústjóri i Dalsbúi, sýnir hér myndarlegan karl. t baksýn er aöstoöarmaður Asgeirs, Arni Sigurpálsson. ur, svo tapið á hvolpunum, sem drápust, var um 840 þúsund krónur. Astæðan til þessa áfalls var sú, að vltamin það, sem nauösynlegt er til eldisins og var nokkurn veg- inn það eina, sem fáanlegt var um þessar mundir, reyndist verra en slæmt. Astandið var ennþá lakara á ööru ári, en þá fengust aöeins 3300 hvolpar af 1200 læðum, og þar af komu aöeins 1800 til pels-, unar. Tapið á dauðum hvolpum var þá um tvær milljónir króna. t báðum þessum dæmum er miöaö við sölutap, en vitaskuld kemur fóðurkostnaður eitthvað á móti. Arið 1973 hafði orsökin til ófar- anna uppgötvazt, en gamla „vita- minið sagði til sin ennþá, svo að- eins fengust 2700 hvolpar af 1200 læðum, en nú drápust aðeins 300, svo 2400 komu til pelsunar. Og I fyrra, árið 1974, áttu 1050 læður 3500 hvolpa, og af þeim komust 3300 til pelsunar, sem er talið betra en meðaltal að nýtingu. Gjaldeyristapið um 9,5 milljónir Heildartap Dalsbúsins var þannig árin 1971—72 átta milljón- ir króna, miöað við dauða hvolpa og of lága fæðingartölu. A móti koma 3.5 milljónir króna i fóður- sparnað, þannig að heildartapiö þessi ár var 4.5 milljónir króna. Arið 1973 var tapið samtals ein milljón króna, þannig að fyrstu árin töpuðust 5,5 milljónir króna á rekstrinum. En gjaldeyristap vegna þeirra skinna, sem ekki komu i sölu, var samtals um 9,5 milljónir króna. „Sláturdýr á Islandi gefa af sér um 5000 tonn af úrgangi”, sagði Asgeir. „Þaö dugar I fóður handa um 50 þús. dýrum, sem gefa af sér um einn milljarð króna i skinnum. En minkurinn étur um 90% íslenzkt fóður, sem er fátitt um Islenzk húsdýr, sem flest, ef ekki öll, fá innfluttan fóðurbæti I meira mæli en 10%. Islenzka fóðrið er aö langmestu leyti unnið úr fiski og fiskúrgangi, en 10—15% er úrgangur úr slátur- húsum. Þessi 10%, sem eru inn- flutt, eru vitamin og korn. Ég álit, að minkarækt sé heppi- legur millivegur milli sjávarút- vegs og landbúnaðar, og skyn- samlegt væri að efla loðdýra- ræktina meira og draga heldur úr framleiðslu á landbúnaðarvör- um, sem við getum ekki komið I verð I landinu og verðum að greiða mikið niður til að geta selt úr landi. Loðdýraræktin gefur eingöngu gjaldeyri og hana þarf ekki aö greiða niður. En það þarf að vera skilningur á þvi, að þetta sé landbúnaður eins og öll önnur dýraræktun, og ekki má einblina á byrjunarörðugleika i ræktuninni hér á landi eða það óhapp, að eitt dýr skyldi sleppa út, eins og frægt er orðið. Þvi miður lentu öll minkabúin á Islandi að meira eða minna leyti i vitaminskaðanum fyrstu árin, og er heildartjónið, sem af honum leiddi, einhvers staðar á milli 35 og 50 milljóna króna árin 1971—73. Ætla má, aðskaðinn hafi nú verið yfirunninn, en allt þetta tap hafa eigendur minkabúanna orðið að bera sjálfir. Það eru þessir byrjunarörðugleikar, sem eru enn i dag að drepa búin niður. Asgeir Pétursson viö vélina, sem skefur skinnin. Holdrosanum er snúiö út, og hnifur, sem hreyfist meö mikilli tiöni, skefur fituiagiö af. Tjónið líka félagslegt Þetta var ekki bara fjárhags- legt tjón, heldur lika félagslegt,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.