Vísir - 25.01.1975, Síða 8

Vísir - 25.01.1975, Síða 8
8 Vísir. Laugardagur 25. janúar 1975. MEÐ MÍNUM EYRUM ÖRN PETERSEN VINSÆLDALISTAR London 1. (2) Ms Grace: Tymes. 2. (5) Never can say goodbye: Gloria Gaynor. 3. (1) Streets of London: Ralph McTell. 4. (3) Down down: Status Quo. 5. (4) The bump: Kenny. 6. (8) Stardust: David Essex. 7. (11) Are you ready to rock: Wizzard. 8. (7) Get dancing: Discotex and the sex-o-letters. 9. (6) 1 can help: Billy Swan. 10. (16) Help me make it through the night: John Holt. New York 1. ( 2) Please, Mr. postman: The Carpenters. 2. ( 1) Mandy: Barry Maniiow. 3. ( 3) Laughter in the rain: Neil Sedaka. 4. ( 6) Boogie on reggae woman: Stevie Wonder. 5. (11) Your’re no good: Linda Ronstadt. 6. (10) Morning side of the mountain: Donny og Marie Osmond. 7. ( 8) One man woman, one man woman: Paul Anka. 8. ( 9) Never can say goodbye: Gloria Gaynor. 9. (16) Pick up the pieces: Average White Band. 10. (18) Fire: Ohio Players. Amsterdam 1. ( 1) I can heip: Biliy Swan. 2. ( 5) Voulez-vous coucher avec moi ce soir: Labelie. 3. ( 2) Juke box jive: The Rubettes. 4. ( 6) De liefde van de man: Ria Valk. 5. ( 8) Maietje: Hydra. 6. ( 4) Lady of the night: Donna Summer. 7. ( 3) Killer Queen: Queen. 8. (15) Shout: The Tramps. 9. ( 9) My boy: Elvis Presley. 10. (17) Malle Barbe: Rob de Nijs. Bonn 1. ( 1) Tránen liigen nicht (tears don’t lie): Michael Holm. 2. ( 2) Kung Fu fighting: Carl Douglas. 3. ( 4) Nothing from nothing: Billy Preston. 4. ( 3) I can’t leave you alone: George McCrae. 5. ( 5) Turn it down: Sweet. 6. ( 6) Please, please me: David Cassidy. 7. (14) You ain’t seen nothing yet: Bachman-Turner Overdrive. 8. ( 7) Whatever gets you thru’: John Lennon. 9. ( 8) Far far away: Slade. 10. ( 9) Longfellow Serenade: Neil Diamond. Mistök Já, mér urðu á smámistök hérna i síöustu viku, er ég gat um frammistöðu einstakra liðs- manna hljómsveitar Jakobs Magnúsonar á tónieikum þeirra i Sigtúni, þ. 16.1. Þar sagði ég að Asgeir óskarsson hefði flutt u.þ.b. fimm mfnútna trommusóló viö góðar undir- tektir, en þar með var aöeins hálf sagan sögð. Trom muleikararnir voru nefnilega tveir, og aðaiþáttinn i þessari frábæru trommusöió átti trommari hljómsveitar- innar Júdas, Hrólfur Gunnars- son, þó að þeir báðir hefðu lamiö húðirnar alihressilega. — örp örn Petersen er hér I góðum félagsskap tveggja liðsmanna Slade Slade: „Slade in flame". Þetta albúm inniheldur tónlist úr kvikmynd þeirri er Slade nýlega sendi frá sér. Slade fer þar vissulega með aðalhlut- verkið, en það er hljómsveitin Flame. Það virðist vera eins og Slade séu uppgefnir á hinni frægu „Stomp-músfk” sinni og séu komnir niður á öllu rólegra plan. Þar með er ekki sagt að þeir séu orðnir rómantiskir, þvi á albúminu má finna lög eins og „Them Kinda Monkeys can’t swing” og „O.K. yesterday was yesterday”, sem minna örlitið á fyrri „hit-lög” Slade. Aðra breytingu má heyra i tónlist Slade á þessu albúmi, þvi nú nota þeir i fyrsta sinn að- stoðarmenn við hljóðupptöku (blásturshljóðfæri), og skapar það tónlist þeirra öllu skemmti- legri fyllingu. Ég verð nú samt að játa það, að tónlist Slade hefur aldrei ver- ið mitt uppáhald, en þessi plata kemur mér mjög á óvart. „Far Far Away”, verð ég t.d. seint leiður á. Tónlistarlega séð er þetta albúm einnig gott, örugg- lega það bezta sem komið hefur frá Slade hingað til. Hin hrjúfa og háa söngrödd Noddy Holders er það góð, að ég efa að margir rokk- söngvarar slái honum þar við. Jim Lea getur meira en sýnt leikfimi á sviði, hann kann svo sannarlega á bassann sinn lika, það má m.a. heyra i laginu „Wishing you were here”. Dave Hill nær ýmislegu úr gitar sinum, sem fáir aðrir reyna, eða geta, auk þess sem hann er ágætur á „Slide” Og Don Powell er einn af þessum fáu trommurum, sem kunna að halda uppi sæmilegu „beati”, enda mun trommusett hans vera anzi einfalt Nafnið SLADE hefur lengi af mörgum verið talið skylt sleikibrjóstsykri eða tyggjói og sérstaklega hentugt fyrir yngstu kynslóðina, sem ekkert botnar i hinni „þróuðu” tónlist. Sleppum svoleiðis vitleysu, Slade eru góðir á sinu sviði, og engin hljómsveit fær slegið þeim við hvað sölu á litlum plöt- um viðvikur, og þá geta þeir nú varla verið svo vitlausir tónsmiðir? Beztu lög: „Far Far Away” „How Does It Feel?” „Wishing You Were Here”. Alvin Lee: „In flight". Það er yfirleitt óttalegt happdrætti að eyða pening i ,,live”plötur, en hér er samt tvöfalt „live” albúm, sem svo sannarlega er peninganna virði. Það var hljóðritað 1 Rainbow Theatre i London seinni hluta siðasta árs og er fyrsta albúm Alvins eftir úrsögn hans úr Ten Years After (þó fyrr hefði verið). Hér nýtur Alvin sin, rispandi gitarsólóar, blues, rythmi, rokk skinandi góður söngur og aðstoðarhljóðfæra- leikarar, sem halda mætti að heföu verið með honum i tiu ár. Það ánægjulegasta við þetta albúm er samt, að það sannar að tónlist er hægt að koma á framfærián ýmiss konar tækni- legs brasks. Alvin býður okkur aðallega upp á frumsamin lög sin, þó að einnig megi heyra gamla rokk- slagara eins og t.d. „Money Honey” og gamla Presley lagið „Don’t be Cruel”, sem Alvin tekur meö hreinni Presley stælingu. En Alvin er ekki einn um það að gera fallega hluti. Saxófónleikur Mel Collins nýtur sin einnig mjög vel og ber hrein- lega af i laginu „Freedom for the Stallion”. Tim Hinkley á stórfallega kafla á pianó og org- el, og Alan Spenner er pottþétt- ur á bassanum. Ekki má gleyma Ian Wallace, en trommuleikur hans er frábær i öllum lögunum, hvort sem um er að ræða blues eða rokk. 1 þessu albúmi felst mjög róandi andrúmsloft, þó svo að sum lögin séu ekki beint róleg, en það er rokkmúsik eins og hún á að vera og blues eins og það gerist bezt i dag. „Every Blues you’ve ever heard” er eitt af betri blues- lögum albúmsins, i „All life’s Trials” bregður Alvin fyrir sig kassagitar og stórgóðum söng i rólegu lagi. 1 „Mystery Train” er hann svo kominn yfir i „country-rock” og i lögunum „I’m writing you a letter” og „Keep a Knocking” er hann kominn yfir i krassandi rokk. Ekki vil ég telja hér upp fleiri lög, þvi erfitt er að gera upp á milli laganna 19, en albúmið er mjög gott, reyndar bezta „live album”, sem ég hef heyrt, ef frá eru talin „Four way street” (Grosby Still Nash & Young) og „Arlo” (Arlo Guthrie) Að lokum vona ég bara aö Alvin Lee haldi sig við þetta lið er kemur þarna fram með hon- um, þvi það er pottþétt. Yes: „Relayer". Þetta er fyrsta albúm YES eftir breytinguna sem varð á hljómsveitinni, er Rick Wake- man ákvað aö hætta á síðastliðnu ári. Nú er nýr maður i hópnum Patrick Moraz (fyrrum liðs- maður Trapeez) og má glöggt heyra að hæfileikar hans eru eigi minni en Wakemans. Við þessa breytingu hefur Yes ekki tekið neinum tónlistar- legum stefnubreytingum, þeir eru bara betri og samstilltari en nokkru sinni fyrr. Moraz fellur inn i grúppuna eins og hnifur I lint smjer, og á þar að auki bráðfallega sólókafla i hin- um ýmsu köflum albúmsins. „A „A” hlið albúmsins er eitt samfellt tónverk „The Gates of Delirium” (ekki búbónis). Það er i fyrsta lagi kveðskapur og söngur Jons, sem þar ber af, textinn kannski tormeltur i fyrstu, en söngurinn kristaltær, fer vart fram hjá nokkrum. Aö ööru leyti er þetta ekta „Yes- lag”, býrjun róleg með Moraz i aðalhlutverki, siðan hæg upp- bygging i rokk með trommur Whites i aðalhlutverki á milli fallegra gitarsólóa Howes. Lagið fellur siöan aftur niður, og enn er það Moraz, sem sýnir fram á hæfileika sina. A hlið „B” eru tvö lög, og hið fyrra, „Sound Chaser” að öllum likindum eftir Moraz. Þar má heyra mjög gott samspil þeirra Moraz á orgel og Whites á trommur á milli sóló- kafla Howes. Pottþéttur tónlistarflutningur þar. Fyrri hluti siðasta lagsins, „To be over”, er einnig eign Moraz, þar til Yes bregða upp óvanalegu „commericial”, andliti, þar til sólókafli Howes gerir verkið öllu flóknara og „Yes-legra”. „Relayer” er góð plata að minum dómi sú bezta frá Yes siöustu þrjú árin. Þeir, er ekki hafa kynnzt tónlist Yes áður, ættu samt að hafa allan varann á þvi þó ég telji hana góða, þá er smekkur manna misjafn eins og gefur aö skilja.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.