Vísir - 04.02.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 04.02.1975, Blaðsíða 12
12 Vísir. Þriöjudagur 4. febrúar 1975. Suöaustan og sunnan hvassviöri. Rigning. Hiti 5 stig. Kvennadeild Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra Aðalfundurinn veröur að Háaleit- isbraut 13, fimmtudaginn 6. febr. kl. 8.30. Stjórnin. Kvenfélag óháða safnaðarins Ariðandi fundur á miðvikudags- kvöld (5. febr.) kl. 8.30 — i Kirkju- bæ. Kvenfélagskonur Garðahreppi Muniö aðalfundinn aö Garðaholti þriðjudaginn 4. febrúar kl. 8.30 stundvislega. Stjórnin. Kvenfélag Háteigssókn- ar heldur aðalfund i Sjómannaskól- anum, þriðjudaginn 4. febrúar kl. 8-30- Stjórnin. K.F.U.K. Reykjavík Lögfræðingafélag íslands Lögfræöingafélag tslands held- ur almennan félagsfund miöviku- daginn 5. febrúar n.k. og hefst fundurinn kl. 20:30 á 1. hæö I Lög- bergi. Á fundinum veröur rætt um efniö „Réttaröryggi I stjórn- sýslu” og verða frummælendur þeir Þór Vilhjálmsson, prófessoi; og Olafur Jónsson, lögfræðingur, formaöur barnaverndarráðs. Aðalfundur Bræðrafélags Langholtssafnaðar veröur i kvöld kl. 20.30. i Safnaöarheimilinu við Sólheima. Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin. I.O.O.F. 10 - 156238 l/2 - Fundartimar A.A. Vestur spilar út laufakóng — siðan spaðatvist — i fjórum hjörtum suðurs. Suður opnaði á einum spaða, vestur doblaði, noröur redoblaði, austur sagði tvo tigla. Suður 2 hjörtu, og norður stökk i fjögur eftir að vestur hafði sagt 3 tigla. Hvernig spilar þú spiliö? 4 AK4 ¥ 8765 ♦ KG * D876 4 2 VK109 ♦ 86543 * AK102 N V A S 4 863 ¥ 3 4 AD972 4 G954 4 DG10975 ¥ ADG42 ♦ 10 43 Spiliö kom fyrir i leik Frakklands og ítaliu á HM i Rió 1969. Henry Svarc, Frakk- landi, spilaði spilið i suður eftir sagnirnar- aö ofan. Hann tók annan slag á spaðaás — spilaði laufadrottningu og kastaði tigultiu niður heima. Það var greinilegt að spaða- tvistur var einspil, og þarna gafst þvi tækifæri til að rjúfa samganginn milli varnar- handanna (Scissors-bragð, sem við gætum kallað skæra- bragö eöa klippibragð á Is- lenzku). Eftir það var ekki hægt að hnekkja spilinu. Ef Svarc hefði ekki notað bragðið gat vestur komið austri inn á tigul — eftir að hafa fengið á hjartakóng — og siðan fengiö spaöastungu. A hinu boröinu tapaðist spilið — þar sögöu vestur-austur ekkert nema pass I spilinu. Samgangurinn var ekki rofinn eftir spaðatvist i öðrum slag. l 1— A opna, kanadiska mótinu i fyrra kom þessi staða upp i skák Bent Larsen, sem hafði hvitt og átti leik, og Burgar. uæmigero sKaK um sterKan riddara gegn veikum biskup. 29. h4 — Hfg8 30. Kh2 — Dd6 31. Df3 — a5 32. Hgl — a4 33. h5 — Be8 34. Hxf5 — cxd4 35. exd4 — Dh6 36. g4 — axb3 37. axb3 — Hc7 38. Hg3 — Dd6 39. Df4 — Dd8 40. g5! — Bxh5 41. g6 og svartur gafst upp. Reykjavík — Kópavogur. Dagvakt: kl. 08.00—17.00 mánud. — föstudags, ef ekki næst i heim- ilislækni sími 11510. Kvöld- og næturvakt: kl. 17.00 — 08.00 mánudagur — fimmtudags, simi 21230. Hafnarfjörður — Garöahreppur. Nætur- og helgidagavarzla, upp- lýsingar i lögregluvarðstofunni, simi 51166. A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar, en lækn- ir er til vjðtals á göngudeild Landspitalans, simi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja- búðaþjónustu eru gefnar i sim- svara 18888. Kvöld-, nætur- og helgidaga- varzla apótekanna vikuna 31. janúar til 6. febrúar er i Lauga- vegs Apóteki og Holts Apóteki. Það apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzluna á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 aö morgni virka daga, en kl. 10 á sunnudög- um, helgidögum og aímennum fridögum. Kópavogs Apótek er opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga er opið kl. 9-12 og sunnudaga er lokað. Rafmagn: I Reykjavik og Kópa- vogi i sima 18230. t Hafnarfiröi I sima 51336. Hitaveitubilanir simi 25524. Vatnsveitubilanir simi 85477. Simabiianir simi 05. Slysavarðstofan: simi 81200, eftir skiptiborðslokun 81212. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur, simi 11100, Hafnar- fjörður simi 51100. Tannlæknavakt er i Heilsuvernd- arstöðinni við Barónsstig alla laugardaga og sunnudaga kl. 17-18. Simi 22411. Reykjavik:Lögreglan simi 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið, simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið simi 51100, sjúkrabifreið simi 51100. Fundur i kvöld kl. 20.30. Benedikt Arnkelsson cand. theol. flytur er- indi um Billy Graham. Allar konur velkomnar. Stjórnin. Aðalfundur Kvenfélags Árbæjarsóknar verður haldinn þriðjudaginn 4. febrúar kl. 20.30 i samkomusal Arbæjarskóla. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning stjórnar. Félagskonur fjölmennið. Stjórnin. Frá Sálarrannsóknar- félagi islands. Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 5. febrúar kl. 20.30 að Hallveigarstöðum. Dagskrá: Sigvaldi Hjálmarsson, indverskir meistarar. MÍR-fundur verður haldinn i Þjóðleikhúskjall- aranum laugardaginn 8. febrúar nk. kl. 2 siðdegis. Rædd verða fé- lagsmál og greint frá fyrirhuguð- um kynningar- og vináttumánuði I marz og hátiðahöldum i tilefni 25 ára afmælis félagsins. Þá segir Asgeir Höskuldsson póstmaður frá ferö sinni til Moskvu fyrr i vetur og ráðstefnu Sambands sovézku vináttufélaganna. Kaffi- veitingar. Félagar eru eindregið hvattir til að fjölmenna. — Stjórn- in. Fundartimi A.A. deildanna i Reykjavlk er sem hér segir: Tjarnargata 3 c mánudaga, þriöjudaga, miðvikudaga, íimmtudaga og föstudaga, kl. 9 e.h. öll kvöldin. Safnaðarheimiii Langholtskirkju föstudaga kl. 9 e.h. og laugardaga kl. 2 e.h. Fellahellir: Breiðholti fimmtudaga kl. 9 e.h. Simi A.A. samtakanna er 16373, simsvari allan sólar- hringinn. Viðtalstimi að Tjarnar- götu 3 c alla virka daga nema laugardaga kl. 8-9 e.h. Á sama tima svara félagar I sima sam- takanna, einnig á fundartimum. Heimdallur S.U.S. i Reykjavik hefur ákveðið að gangast fyrir tveimur námskeiðum I febrúar- mánuði n.k. Fyrra námskeiðið, sem haldið verður dagana 10.-14. febrúar verður námskeið i ræðu- mennsku og fundarstjórn. I fram- haldi af þvi námskeiði verður haldiö námskeið um almenna stjórnmálafræöslu, þar sem tekið verður fyrir m.a. Sjálfstæðisstefnan Saga og starfshættir stjórnmála- flokkanna. Utanrikis- og öryggismál. Efnahagsmál og launþegamál. Þátttökugjald fyrir bæði nám- skeiðin verður krónur 500.00. Upplýsingar eru veittar á skrif- stofu Heimdallar simi 17100. Stjórnin. | í DAG | í KVÖLD | í DAG | I KVÖLD | // TÖFRAMAÐURINN" Á EFTIR „VILLIDÝRUNUM // Nú eru nýkomnir i hús hjá Sjónvarpinu fyrstu þættirnir af nýjum föstudagssakamála- þætti. Nú I vikunni verður sýnd- ur siðasti þátturinn af „Villi- dýrunum”, en hinn nýi þáttur, sem við tekur nefnist „The Magician” eöa „Töframaður- inn”. Þættir þessir verða sýndir á föstudögum fyrst um sinn. Þættirnir eru nýlegir og gerðir I Bandarikjunum. Aöalpersónan I þáttunum er sjónhverfingamað- urinn Anthony Dorian (leikinn af Bill Bixby) sem flækist I ýmis sakamál og hjálpar kunnátta hans aö sjálfsögðu mikiö viö úr- lausn þeirra. — JB Útvarp kl. 23.00 og sjónvarp klukkan 21.40 Kleveland og Pontoppidan í fjölmiðlunum í kvöld Ase Kleveland, norska söng- konan, sem komið hefur tvlveg- is til tslands, syngur nokkur lög i sjónvarpinu i kvöld. Áse Kleveland Þetta er I þættinum „Söngvar I mai”, sem tekinn var upp á vegum norska sjónvarpsins og er á dagskrá Islenzka sjón- varpsins klukkan 21.40 i kvöld. Áse Kleveland kom til Islands á listahátiðinni 1972 og haföi þá komið einu sinni áöur til sjálf- stæðs tónleikahalds. I þættinum ,,A hljóöbergi” veröur önnur norræn listakona á feröinni, sem einnig hefur heim- sótt okkur hingað til Islands. Þetta er hin nýlátna danska leikkona Clara Pontoppidan, sem kom hingað á listahátiðinni 1970 og vakti mikla hrifningu. Það er einmitt upptaka frá „Cabaret” dagskránni, sem hún flutti þá, sem verður I þættinum „A hljóðbergi”, en hann er á dagskrá klukkan 23.00. — JB Útvarp kl. 14.30: MÁLEFNI VANGEFINNA Á DAGSKRA A dagskrá útvarpsins i dag er á ferðinni merkilegur þáttur Gisla Helgasonar, sem nú er oröinn kunnur útvarpsmaöur fyrir t.d. dagskrárþætti sina slöast liöið sumar. GIsli fjallar nú um málefni vangefinna, og veröur i dag fluttur þriðji þáttur. Fjórði og slöasti þátturinn er á dagskrá á fimmtudaginn og hefjast þætt- irnir er báða dagana um klukkan hálfþrjú. Gisli hefur i fyrri þáttum sinum fjallað um viöbrögð for- eldra er þeir eignast fötluð börn, en þátturinn i dag heitir Málefni vangefinna. Fjóröi þátturinn er um menntun og fleira. A meðfylgjandi mynd sjáum við nokkur börn, sem eru vist- menn á Skálatúni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.