Vísir - 04.02.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 04.02.1975, Blaðsíða 1
65. árg. —Þriðjudagur 4. febrúar 1975 — 29. tbl. „Fiskverð- ið fyrst," — segir forsœtis- róðherra — baksíða Reykvískir þingmenn fá 34.000 kr. minna en nœstu nágrannar — baksíða Dráttarvélin fauk um 20 metra — baksiða Tóku sjó til slökkvistarfsins um 150 metra langar leiðslur — Milljónatjón er fiskverkunarstöð Guðmundar Þórarinssonar brann til grunna í nótt VIÐ LA AÐ NOTA ÞYRFTI ARAR — á götum Reykjavíkur Þaö lá við að bflstjórar, sem áttu leið undir Elliðaárbrýrnar i morgun óskuðu þess að þeir hefðu árar. Flóðið þar var töluvert og datt jafnvel sumum i hug, að þeir væru að aka upp sjálfar Elliða- árnar. Viða höfðu myndazt djúpir hyljir og stórfljót á göt- um Reykjavikur I morgun og höfðu bilar hreinlega gefizt upp á sundiðkununum og eigendurn- ir orðið að yfirgefa þá. Bæjarstarfsmenn stóðu i ströngu I morgun við að ráða bót á þessu flóðaástandi I bænum og hafði þeim miðað allvel er siðast fréttist. —JB/Ljósm. Bragi. Mikill bruni varð i nótt i Gerðum. Brann þar fiskhús og fiskverkun Guðmundar Þórarins- sonar til grunna og fengu slökkvilið Kefla- vikur og Keflavikurflug- vallar ekki við neitt ráð- ið. Slökkviliðið i Keflavik var kvatt út rétt eftir klukkan 3 i nótt og hélt það þegar i Garðinn, þar sem tilkynnt hafði verið um mik- inn eld i fiskhúsi Guðmundar Þór- arinssonar. Er slökkviliðið kom að, var húsið, sem er stórt, járnklætt timburhús, alelda. Slökkviliðið af Keflavikur- flugvelli kom einnig fljótlega að og var tekiö til bragðs aö leggja yfir 150 metra langa lögn i sjóinn. Sjó var siðan dælt á húsið og reynt að verja önnur hús, er stóðu fast við. Fiskhúsið brann til grunna, en slökkviliðsmönnum tókst að hindra að eldur læsti sig i önnur hús, þrátt fyrir suðaustan 6-8 vindstig i Gerðunum i nótt. Slökkvistarfi lauk um klukkan 6 i morgun. Greinilegt er, að milljónatjón hefur orðið i þessum bruna. I hús- inu, sem brann, var mikið magn af fullverkuðum saltfiski, er átti að fara að pakka i morgunsárið. i morgun var unnið að þvi aö kanna skemmdir og hugsanleg eldsupptök. —JB ÓTTINN VAR ÁSTÆÐULAUS — upphaflegar hugmyndir um burðarþoi nýju vörubryggjunnar á Akureyri voru réttar. — Loks hœgt að Ijúka framkvœmdum — en sprauta samt — baksíða Nú sjá Akureyringar loksins fram á að geta lokiö við gerö - nýrrar vöruhafnar, en fram- kvæmdir við hana hófust fyrir fimm árum, en lögöust niður um alllangt skeið vegna efasemda, sem upp komu um burðarþol bryggjunnar. Nú er komið á dag- inn, að upphaflegu áætlanirnar um buröarþolið voru réttar. Bryggjan á að geta borið nokk- uð yfir 200 tonn, að þvi er segir i bráða’birgðaskýrslum frá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins, sem falið var að endurmeta áætlað burðarþol hennar. Sam- kvæmt upphaflegum áformum átti vörubryggjan að geta vorið 2.5 tonn á hvern fermetra. Niðurstaða burðarþolsrann- sóknanna verður að teljast já- kvæð, en hún þýðir, að bygging vörubryggjunnar verður bæði ódýrari og fljótafgreiddari en ella. Höfðu menn búið sig undir þaö, aö fjölga yrði staurum undir bryggjunni um 21 og var búið að gera uppkast að samningi við fyrirtækið Strengjasteypu hf. um smiði á viðbótarstaurum. Hefur Pétur Bjarnason, hafnarstjóri á Akureyri, látið hafa það eftir sér, aö ef hægt verður aðsleppa þessum 21 staur, þýði það tæplega fimm milljón króna lækkun á verði bryggjunn- ar og stytti framkvæmdir við hana um allt að tvo mánuði. Að sögn Péturs hefði átt að vera hægt að ljúka framkvæmdum við bryggjuna fyrir tveim til þrem árum, ef fyrrnefndar tafir hefðu ekki komið til. Nú geri hann sér vonir um, að bryggjusmiðinni verði lokið i sumar. —ÞJM Iðnaðurinn andvígur tillögum útgerðarmanna ,Gengið verður að skrá rétt' — sagði Davíð Sch. Thorsteinsson, form. Fél.ísl. iðnrekenda ,,Það er óhugsandi að fara uppbótaleiðina, ” sagði Davið Scheving Thorsteinsson, formað- ur Félags islenzkra iðnrekenda, i morg- un. Hann taldi iðnaðinn ekki geta sætt sig við þá stefnu, sem fram kom hjá útvegsmönn- um i gær. Þeir töldu gengislækkun ekki mundu verða að gagni en mæltu með tilfærsl- um til útvegsins i þvi formi að dregið yrði úr álögum á hann og fleira. „Tilfærsla milli útflutnings- greina gengur ekki,” sagði Davið. „Forsenda þess, að hægt sé að koma á stöðugleika I efna- hagsmálum og viðhalda al- mennri framleiðslu til heima- notkunar og útflutnings, er sú, aö gengi krónunnar sé ekki skekkt með neins konar til- færslu. Gengið verður að skrá rétt og láta lifa, sem gengur i at- vinnurekstri.” Davið sagði, að útflutningur iðnaðarvara næmi 2000 milljónum á ári. Iðnaður- inn yrði I voða, ef sú leið yrði farin að halda genginu uppi meö uppbótum eða tilfærslum af sllku tagi. Útvegsmenn telja þá ann- marka á gengisfellingu, að hún eykur kostnað þeirra, svo sem ollu, og þeir skulda mikið i skip- unum erlendis, sem mundi hækka við gengisfellingu. Fleiri annmarkar eru, svo sem við hlutaskipti sjómanna óg fleira. — HH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.