Vísir - 04.02.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 04.02.1975, Blaðsíða 13
Vlsir. Þriöjudagur 4. febrúar 1975. 13 Farfuglar Munið tómstundakvöldið i kvöld. Kvenstúdentar Munið opna húsiö á Hallveigar- stöðum miðvikudaginn 5. febrúar kl. 3-6. Fjölinennið og takiö með ykkur gesti. Stjórnin. Félag einstæðra foreldra auglýsir spilakvöld aö Hallveigarstöðum fimmtudags- kvöld 6. febrúar kl. 9. Góð verðlaun. Mætiö vel og stundvis- lega. Nefndin. Mænusóttarbólusetning. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram i Heilsuverndarstöð Reykjavikur á mánudögum kl. 16.30—17.30. Hafið með ónæmiskirteini. Ónæmisaðgeröin er ókeypis. Heilsuverndarstöö Reykjavikur. Fíladelfía Alinenn sainkoma i kvöld kl. 20.30. Ræðumenn Gunnar Lind- blom og Jóhann Pálsson. Farfuglar Spilakvöld verður haldið miðvikudaginn 5. febr. kl. 8.30 að Laufásvegi 41. Farfuglar. I.O.G.T. Saumaklúbbur þriðjudaginn 4. febrúar verður opið hús frá kl. 2 i Templarahöll- inni. Félagskonur eldri og yngri veriö velkomnar. Stjórnin. Happdrætti Styrktarfélags vangefinna Dregið hefur verið i happdrætti Styrktarfélags vangefinna. Upp komu eftirtalin númer: R-48155 Chevrolet Nova R-44931 Toyota Corona R-30015 Mazda 616 í-281 Renault 12 G-8006 Austin Mini. Félagið þakkar öllum þeim, sem keyptu miða og hafa þannig stutt að starfsemi félagsins. Styrktarfélag vangefinna. Það stendur hvergi að maður eigi að nota kaffihléið til að drekka kaffi. SJÓNVARP • ÞRIÐJUDAGUR 4. febrúar Í975 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Úr dagbók kennara. ítölsk framhaldsmynd, byggð á sögu eftir Albino Bernardini. 2. þáttur. Þýö- andi Jón Gunnarsson. Efni 1. þáttar: Ungur kennari er ráðinn að barnaskóla í út- hverfi Rómaborgar. Bekk- urinn, sem hann á að upp- fræða, er aö mestu skipaður drengjum frá fátækum heimilum, og flestir láta þeir sig skólanámið litlu varða. Kennarinn reynir aö vinna trúnaö þeirra og legg- ur á sig mikla vinnu, til að kynnast fjölskyldumálum og aðstæðum hvers og eins. 21.40 Söngvar I maf. Norska söngkonan Áse Kleveland syngur létt lög við undirleik hljómsveitar Franks Cox. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 22.05 Heimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Jón Hákon Magnússon. 22.35 Dagskrárlok. IÍTVARP # Þriðjudagur 4. febrúar 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Um aðstöðu fatlaðra barna, —þriðji þáttur: Mái- efni vangefinna,Umsjónar- maður Gisli Helgason. 15.00 Miðdegistónleikar: tslensk tónlist 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn. Anna Brynjúlfsdóttir stjórnar. 17.00 Lagið mitt Berglind Bjarnadóttir stjórnar óska- lagaþætti fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsia I spænsku og þýsku 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.15 Norðurlandamótið I handknattleik: tsland- Færeyjar, Jón Asgeirsson lýsir slðari hálfleik i Greve. 19.45 Dagheimili fyrir drykkjusjúklinga.Séra Áre- llus Nlelsson flytur erindi um kynni sin af sllkri stofn- un I Vinarborg. 20.0- Lög unga fóIksins.Ragn- heiöur Drffa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina. Björn Þorsteinsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.20 Myndlistarþáttur 1 um- sjá Magnúsar Tómassonar. 21.50 Tónleikakynning. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (8). 22.25 Kvöldsagan: „t verum”, sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar Gils Guð- mundsson les (24). 22.45 Harmonikulög. 23.00 A hljóöbergi 23.30 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. jf****-***************************)!-**************- t ! i ★ ★ ★ ★ ★ ★ ! ★ í ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ¥ } ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ } ¥ ¥ ¥ Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 5. febr. 'j* □ m * & Hrúturinn, 21. marz—20. april. Þú verður fyrir einkennilegri reynslu fyrri hluta dagsins. Seinni hluta dagsins skaltu verja til að vinna upp það, sem þú hefur trassað að undanförnu. Nautið, 21. aprll—21. mal. Þú hefur áhyggjur af þvl hve viss manneskja er ógætin I fjármálum, en þetta gæti veriö fyrirfram ákveðið hjá henni og haft ákveðinn tilgang. Tvlburarnir, 22. maí—21. júnl. Dagurinn I dag verður ósköp llkur gærdeginum. Láttu ekki leiða þig út I neina vitleysu. Gefðu engar upplýsingar óbeðin(n). Krabbinn, 22. júnl—23. júlí. Það lltur út fyrir að þér gangi vel að ná settu marki. Vertu hagsýn- (n) I dag. Gefðu gaum að þvi, hvort samvizka þln sé alveg hrein. Ljónið,24. júll—23. ágúst. Þú færð gott hugboö I dag, sem þú ættir að framfylgja eftir beztu getu. Farðu varlega I samskiptum við annað fólk. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Þú skalt nota kænsku frekar en frekju til að koma fram ásetn- ingi þinum. Einhver vinur þinn á I erfiðleikum með ákvarðanir, sem varða framtiðina. Vogin,24. sept.—23. okt. Þú getur vakið athygli með þvi að láta i ljós þekkingu þina á yfirskilvit- legum hlutum. Reyndu að lita á hlutina frá tveim sjónarhornum. Drekinn, 24. okt,—22. nóv. Þetta er ekki góður dagur til umræðu um fjármál. Þú skalt ekki treysta upplýsingum, sem þú færð I dag. Bogmaðurinn, 23. nóv,—21. des. Það er einhver leynd 1 kringum fólk, sem þú hittir I fyrsta sinn I dag. Framfylgdu hugmyndum þinum um breytta lifnaðarhætti. Steingeitin,22. des—20. jan. Þú getur létt undir með þeim, sem eiga I einhverjum erfiðleikum. Andleg mál eru þér hugstæð þessa dagana. Foröastu að taka skjótar ákvarðanir um mikil- væg mál. Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. Þú skalt leggja áherzlu á að vera sem mannlegastur(ust) i dag. Þú færð tækifæri til að hjálpa manneskju, sem stendur þér nær. Fiskarnir, 20. febr,—20. marz. Taktu tillit til annarra I dag. Þú getur verið til mikillar hjálp- ar, ef þú leggur þig fram. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ! ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ * } ¥ ¥ ¥ ¥ i ¥ l } ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ I ¥ } ¥ i } ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ I I ! I I I DAG I í KVÖLD | í PAB | í KVÖLD | í DAG Útvarp kl. 20.50: FJALLAÐ UM ALLAR MÖGULEGAR HLIÐAR Á... Tveir af umsjónarmönnum þáttarins „Að skoða og skilgreina” Björn Þorsteinsson (t.v) og Kristján Jónsson. Ljósm.Bragi POPP-TÓNLIST Popptónlist veröur það efni, sem þátturinn „Að skoöa og skilgreina” tekur til meðferðar I kvöld klukkan 20.50. Rætt er við unglinga og flytj- endur slikrar tónlistar. Reynt að komast að þvi með samtöl- um, hvað átt sé viö með popp- tónlist. Fjallað er um flutning popptónlistar og texta. Reynt er að svara þeirri spurningu, hvers vegna íslenzk- ir dægurlagahöfundar kjósa heldur i dag, að hafa enska texta viö lög sin. Er það spurn- ingin um breiöari markað, sein ræður, eöa er einungis verið aö fela lélegan texta I torskildara máli. Til að leita svara við þessari spurningu hafa stjórnendur þáttarins þýtt enskan texta yfir á islenzku til aö sýna, hvernig hann liti út á okkar máli. Eins er I þættinum reynt að komast að þvl, hvaða kröfur eru gerðar til popptónlistar og eins hvaöa kröfur eru gerðartil texta við hana. AHt er þetta efni ákaflega viöamikið og veröa þvi þess vegna gerð skil i tveiin þáttum, þættinuin i kvöld og eftir hálfan mánuð. Leitazt veröur viö að leita svara viö ýmsum spurningum I sambandi við popptónlist, en hætt er við að þátturinn veki jafnvel fleiri spurningar en hann svarar. Þátttur þessi, „Að skoða og skilgreina”, sem er á dagskrá útvarpsins hálfsmánaöarlega. er orðinn til úr hugmynd að fréttarskýringarþætti fyrir ung- linga, sem til stóð aö hleypa af stokkunum. Hætt var þó við þá hugmynd og fannst stjórnanda þáttarins, Birni Þorsteinssyni, réttara að þátturinn yröi nokkuð almenn- ari i efnisvali og tæki til með- ferðar bæði skýringar á frétt- um, hugtökum og fjallaði jafn- framt um annað það, sem ung- lingar hefðu áhuga á. Þannig hefur i þáttum þessum að undanförnu til dæmis verið fjallaðum sögu skáklistarinnar, aödraganda átakanna i Irlandi, ævi Shakespeares i tilefni af sýningu „Kaupmannsins i Fen- eyjuin" I Þjóðleikhúsinu og þar fram eftir götunuin. Umsjónarmaður þáttanna er Bjöm Þorsteinsson, sögu- og fé- lagsfræðikennari við Mennta- skólann i Kópavogi, en eins vinna að gerð þáttanna Kristján Jónsson, islenzkukennari við Menntaskólann I Kópavogi og Guðinundur Haukur Jónsson, islenzkukennari viö Vighóla- skóla og poppari i eina tið. —JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.