Vísir - 08.02.1975, Blaðsíða 9
Vfsir. Laugardagur 8. febrúar 1975.
Guðirnir léku K-10
í laufi í vestur
—og ítalir urðu heimsmeistarar
Það var næsta ótrú-
legt, þegar þær fréttir
bárust frá Bermuda,
að ítalir hefðu ennþá
einu sinni unnið heims-
meistar atitilinn i
bridge. Eftir að hafa
verið 72 IMP undir á
timabili, þá tókst þeim
að snúa svo til öruggu
tapi upp i góðan
vinning. Nokkra heppni
þurfti þó til og i frétta-
skeyti Reuters var
sagt frá þvi, að
ítalirnir hefðu unnið al-
slemmu, sem ekki var
rétt að fara í. Það er
erfitt að eiga við Bella-
donna og Garozzo
hvenær sem er, en sé
heppnin með þeim, vei
þeim sem reynir.
Hér er alslemman, sem
munaði 29 IMP en ítalir unnu
titilinn með 26 IMP.
A-v voru á hættu og austur
gaf.
4 D-G-8
V A-G-9-6-5
♦ K-8-2
4 A-D
4 7-6-5-2 4 4-3
J K-4-3-2 y D-10-8-7
♦ G-5-3 ♦ D-10-6-4
* K-10 4 7-5-4
4 A-K-10-9
V ekkert
♦ A-9-7
4 G-9-8-6-3-2
bað er augljóst mál að besti
samningurinn á spil n-s eru sex
lauf, en Bandarikjamennirnir i
lokaða salnum höfðu hafnað i
sex gröndum, og unnið sjö
vegna hagstæðrar legu laufsins.
Liggi laufið illa, þá tapast sex
grönd með hjartaútspili.
En á Bridge-Rama biðu
áhorfendur spenntir, þvi senni-
legt var að Bandarikjamenn
myndu hagnast 2 IMP á spilinu,
blindan fyrir sér með sivaxandi
hryllingi, eftir að vestur hafði
spilað út hjartatvist. Neðri
kjálkinn seig og hann greip
hendi um höfuð sér, þegar hann
sá, að hann þurfti kraftaverk I
tromplitnum til þess að vinna
alslemmuna.
En iitlu siðar læddist gamal-
kunnugt bros á varir hans.
Guðirnir höfðu látið K-x i laufi á
vestur höndina og 13 prósent
kraftaverkið varð að veruleika.
Nú vissu Bandarikja-
mennirnir að titillinn var glat-
aður.
Jakob og
Jón efstir í
úrtökumóti BSÍ
Úrtökumóti Bridgesambands
íslands er nýlokið og urðu Jón
Baldursson og Jakob R. Möller
efstir i karlaflokki en Guðmund-
ur Sveinsson og Þórir Sigur-
steinsson i unglingaflokki.
Röð átta efstu i hvorum flokki
var þannig:
lauf. 1. Jón Baldursson og
Siðan fór sagnvélin á stað: Jakob Möller 191
Austur Suður Vestur Norður 2. Hjalti Ellasson og
Wolff Bellad Hamman Garozzo Ásmundur Pálsson 190
P 2* P 2 ♦ 3. Hallur Simonarson og
P 24 P 3 ¥ Þórir Sigurðsson 184
P 3 G P 44 4. Hörður Arnþórsson og
p 44 P 4G Þórarinn Sigþórsson 179
P 54 P 5V 5. Arni Þorvaldsson og
D RD P 5 4 Sævar Magnússon 164
P 5G P 7 4 6. Páll Bergsson og
P P P Hörður Blöndal 151
Það var sjónvarpað úr spila- 7. Jón Hjaltason og
salnum til áhorfenda og þeir Jón Asbjörnsson 149
gátu fylgst með svipbrigðum 8. Stefán Guðjohnsen og
Belladonna, þegar hann virti Simon Simonarson 149.
Unglinga fiokkur:
1. Guðmundur Sveinsson og
Þórir Sigursteinsson 203
2. Helgi Jóhannsson og
Logi Þormóðsson 181
3. Jón Alfreðsson og
Valur Sigurðsson 169
4. Sigurður Sverrisson og
Guðjón Steinsson 168
5. Helgi Jónsson og
Helgi Sigurðsson . 168
6. Einar Guðjohnsen og
Guðmundur Arnarson 163
7. Hermann Lárusson og
Ólafur Lárusson 162 ,
8. Jón N. Gislason og
Snjólfur Ólafsson 159
Ofangreind átta pör i hvorum
flokki munu innan skamms
hefja æfingar en siðan verða
landsliðin valin af kosinni
landsliðsnefnd.
Sveit Hjalta
siglir hraðbyri
i titilinn
Aöur en skilið er að fullu við
þessa keppni, er rétt að ræða
aðeins kosti hennar og galla.
Það var tvimælalaust bót að
þvi, að keppninni var skipt niður
i fimm lotur og að f jölga spilun-
um úr átta i tólf var einnig bót.
Hins vegar hlýtur stjórn BSI að
f ara að átta sig á þvi, að við eig-
um alls ekki sextán pör, sem
eiga erindi i landslið. Mér er
nær að halda að átta pör séu al-
gjört hámark.
Nú er aðeins eftir að spila
þrjár umferðir i aðalsveita-
keppni Bridgefélags Reykja-
vikur og sveit Hjalta Elias-
sonar siglir hraðbyri i titilinn:
1. Sv. Hjalta Eliassonar 219
2. Sv. Þóris Sigurðssonar 193
3. Sv. Helga Sigurðssonar 185
4. Sv. Jóns Hjaltasonar 151
5. Sv. Þórarins Sigþórssonar 147
6. Sv. Björns Eysteinssonar 131
7. Sv. Gylfa Baldurssonar 125
I næstu umferð, sem verður
spiluð n.k. miðvikudagskvöld
kl. 20 spila sveitir Hjalta og
Þóris saman.
Hver vill
spila bridge
i Afríku?
Góðkunningi okkar Is-
lendinga, Bob Slavenburg, sem
kom hingað með hollenskri
bridgesveit 1962, hefur komið
þvi til leiðar, að fyrir stuttu
barst mér bréf fráMarokkó, þar
sem vakin er athygli á alþjóða-
bridgemóti, sem kennt er við
Throphie Hassan II.
Standa Rotary-samtök fyrir
mótinu, sem verður sótt af öll-
um helstu bridgestjörnum
Evrópu. Mótið stendur dagana
27. febrúar til 5. marz. Fyrir þá
sem vilja spila bæði bridge og
golf er þetta tilvalið tækifæri,
þvi á morgnana eru haldin
golfmót. Til glæsilegra
verðlauna er að vinna i báðum
greinum og þurfa menn siður en
svo að lenda alveg á toppnum til
þess að hljóta verðlaun.
Verði á ferðum og uppihaldi
er mjög stillt i hóf, og geta þeir,
sem hefðu áhuga á að fara til
Afriku og spila bridge eða golf
haft samband við mig, til að fá
frekari upplýsingar.
Þættinum barst nú nýlega eftirfarandi
bréf.
— Að herða sína sultaról
er sjálfsagt Iltill vandi.
Mér datt í hug, hvort ekki væri hægt að
láta þjóðskáldin okkar — lifs eða liðin —
hjálpa sér við að botna.
Fyrst greip ég „Þyrna”, og þar fann ég
fullskapaða þriðju hendingu og vlsbend-
ingu um framhaldið.
Botn okkar Þorsteins er þá svona.
Að herða sina sultaról
er sjálfsagt Iltill vandi.
Alltaf fækka aumra skjól,
þótt aö menn gleiðir standi.
Næst greip ég „Kvæðakver” Laxness,
og þar fann ég svo fullkominn botn, að
engu orði þurfti að hnika.
Botn Nóbelskáldsins er svona.
Að herða slna sultaról
er sjálfsagt lltill vandi.
t útlöndum er ekkert skjól,
eillfur stormbeljandi.
Og þá sjá menn væntanlega að gagns-
laust er að flýja sultinn.
Að lokum fletti ég Eddu Þórbergs, en þá
varö ég fyrir vonbrigðum, þvi að þar var
ekkert að finna.
En svo vildi það til fimmtudaginn 23.
janúar 1975, klukkan 10 minútur yfir átta
að morgni, að ég ók litlum bláum fólksbil
með vinstrihandarstýri eftir Laugalæk,
beint á móti Kjötmiðstöðinni, að ég heyri
greinilega rödd Þórbergs rétt við vinstra
eyrað, eins og hann vissi að ég er
heyrnarlaus á hægra eyranú.
„ef menn horfa undan sól
með augun full af sandi”.
Mér varð svo mikið um þetta, að ég
stöðvaði bflinn þegar i stað og fór að velta
vöngum yfir botninum, og sennilega ekki,
alltof gáfulegur á svipinn, þvi að nú heyri
ég röddina aftur, þó eins og fjarlægari, en
sæmilega skýra. „Skilurðu það ekki
drengur, að sólin er hinn bjarti framtiðar-
draumur, sem fæstir þora að horfast i
augu við, en sandurinn er rykið, sem at-
vinnurekendur þyrla i augu vekalýðsins”.
Takk, hugsaði ég.
Sá sem þetta skrifaði nefnir sig Gust.
Ég þakka honum ihnlegg hans I þáttinn.
Þá eru hér nokkrir botnar við fyrripart
þessa þáttar.
Verðbólgunnar vltisbál
veldur mörgum grandi.
Efnahagsins merku mál
miðar hægt að strandi.
tslands gæfa er heldur hál,
hendir margan vandi.
Jón Guðni Pálsson, Akureyri.
Innlend vangá, erlent prjál
eyöa voru landi.
K.S.
Þegar kólgu kuldanál
kemur örg að landi.
Gestur Hallgrimsson.
Sigurgeir Þorvaldsson sendir þættinum
bréf að vanda. í þvi eru átta botnar. Hér
koma tveir þeirra.
Þjóöarskúta I ysta ál
er að lenda I strandi.
Alþjóð tekur ekki i mál
að hér minnki vandi.
G.Sæm. vill heldur að botninn sinn sé
fyrripartur og verður að leyfa honum það.
Þaö er orðiö margra mál
að magnist allur vandi.
Verðbólgunnar vitisbál
veldur mörgum grandi.
Enn eru að berastbotnar við fyrriparta,
sem hafa birst i þættinum. Vbrt. sendir
eftirfarandi botn við fyrripartinn, —
Enginn lengur yndi fær
I örmum bliöra svanna,
þvi vitt og breitt um veröld nær
veldi rauðsokkanna.
Geiri i Gröf botnar þetta þannig.
Ekki neinni átt þaö nær
að ætia slikt að sanna.
Siðan segir Geiri:
Það einmitt eru ástarhót
sem yndi vekja manna.
öfugmæli eru ljót
að ætla hitt að sanna.
H.J.Þ. sendir þættinum visu með yfir-
skriftinni.
„Það er eins og að miga I mel,
að mennta þá, sem gleyma”,
fööurlandinu.
Anda lyfta á æðra svið.
oft meö styrkja leiðum. —
„Til að finna sjálfa sig”,
seðlana við gre!ðum.
Þá er hér að lokum Mannlýsing eftir
Tuma.
Öll var hans starfsemi aðra að véla,
aldrei þeim sýndi neinn góðvildarþela.
Hann smaug gegnum lögin, var lipur að
steia,
laginn og kiókur að svikja og fela.
Ég vil enn einu sinni minna fólk á að ég
er þakklátari, þegar þættinum eru sendar
góðar visur, en ef aðeins berast botnar,
þótt þeir séu auðvitað lika vel þegnir.
Einnig minni ég á utanáskrift þáttarins
sem er: Dagblaðið Visir, Siðumúla 14,
Reykjavik, — Láttu ganga ljóöaskrá.
Næsti fyrripartur hljóðar þannig:
Enn eru veður válynd hér
valda mörgum skaða.
Ben, Ax.
... ef menit horfa undan sól