Vísir - 08.02.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 08.02.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Laugardagur 8. febrúar 1975. 3 ólafur Þór inni f annarri gufubaðstofunni, sem hann tekur I notkun I dag. Ljósmynd Bj. Bj. „Bjartsýiw á að þetta gangi vel" — segir ungur blindur nuddari, sem í dag opnar glœsilega gufu- og nudd- stofu í Blindraheimilinu við Hamrahlíð „Þetta verður eina gufubaö- stofan i bænum, þar sem kariar og konur geta komiö alian dag- inn og fengiö gufubaö og nudd” sagöi Ólafur Þór Jónsson, sem i dag opnar giæsilega gufubaö- stofu f Blindraheimilinu aö Hamrahliö 17. „Flestar gufubaðstofurnar hérna eru með sértlma fyrir karla og aðra fyrir konur, og fólk er lengi að átta sig á þeim og læra á þá. Hjá sumum er svo ekkert nudd á boðstólum, en þvi óska margir eftir nú orðið”. Olafur, sem er blindur, hefur með aðstoð vina og ættingja komið upp skemmtilegri að- stöðu i Blindraheimilinu, en þar fékk hann leigt húsnæði undir starfsemina. Eru þar tvær gufu- baðstofur — ein fyrir karla og önnur fyrir konur — og auk þess tvö nuddherbergi og tvö hvild- arherbergi. Er öllu mjög haganlega komið fyrir, og allt teppalagt og málað I fallegum litum. Opið verður frá 9 fyrir hádegi og fram eftir degi, og ganga þeir fyrir i nudd, sem panta tima. Má gera þaö með þvi að hringja I sima 22118. „Ég er bjartsýnn á að þetta gangi”— sagði ólafur, sem er útlærður nuddari hjá Eðvald Hinrikssyni i Sauna I Hátúni 8, en þar starfaði hann I nær fimm ár. „Þetta verður örugglega erfitt til að byrja með, en þegar fólk fer að þekkja staðinn hef ég trú á að þetta gangi”. —klp— Mál þingfest gegn sjávarútvegsráðherra Mái hefur nú veriö höföaö gegn sjávarútvegsráöherra, vegna aft- urköllunar ráöuneytisins á rækju- veiöileyfum báta frá Blönduósi. Það er rækjuvinnslan Særún á Blönduósi, sem höfðar málið, en það var þingfest i bæjarþingi Reykjavikur i fyrradag. Særúnarmenn krefjast þess, að sjávarútvegsráöherra verði fyrir hönd ráðuneytisins dæmt óheim- ilt að banna bátum þessum að selja afla sinn til vinnslu i vinnslustöð Særúnar. Eins og sagt var frá á dögun- um, ætluðust forráðamenn Sæ- rúnar til þess, að sjávarútvegs- ráðherra kæmi fyrir i rannsókn máls þess, sem saksóknari höfð- aði á hendur Nökkva h.f. og Sæ- rúnu h.f. vegna veiða, eftir að leyfi hafði verið afturk-aHað. Setudómarinn i málinu taldi ekki ástæðu til að kalla ráðherra fyrir, enda fengust svör við öllu, sem ráðuneytið var spurt um i þeirri rannsókn. —SH 53% aukning atvinnuleysis í janúar Orðið ámóta og var fyrir ári — 23 iðnaðarmenn atvinnulausir í Reykjavík Atvinnulausum f jölgaði um 53% í janúar. Þeir eru þó enn sem komið er örlítið færri en var á sama tima i íyrra. All- margir iðnaðarmenn eru nú komnir á atvinnu- leysisskrá í Reykjavik. Ógæftir og óveður settu svip á janúarmánuð úti um allt iand, enda eru fleiri atvinnulausir i þorpunum en var i fyrra. I kaupstöðunum eru hins vegar talsvert færri atvinnulausir en þá. Mestur hluti hinna atvinnu- lausu, sem bættust við i janúar, eru konur. Þannig kemur staður eins og Grindavik, þar sem nær aldrei hefur verið atvinnuleysi, nú með 50 konur á atvinnu- leysisskrá en engan karl. Frystihúsið vantar hráefni. Af 71 atvinnulausum á ólafsfirði eru 47 konur og 39 af 63 atvinnu- lausum á Siglufirði. Tuttugu og þrir iðnaðarmenn eru skráðir atvinnulausir i Reykjavik. Það eru 15 málarar, 2 trésmiöir, 2 múrarar, 3 ráí- virkjar og 1 húsasmiður. 1 fyrra voru á sama tima þrir iðnaöar- menn á atvinnuleysisskrá i Reykjavik. Alls eru 112 skráöir atvinnu- lausir i Reykjavik, en voru 66 um áramótin. A Húsavik er 71 atvinnulaus. 1 öðrum bæjum en þeim, sem hafa verið nefndir, eru færri en 50 atvinnulausir. Alls eru 505 atvinnulausir i bæj- um en voru 586 fyrir ári. 1 kaup- túnum með yfir þúsund Ibúa eru alls 51 á skrá og 380 i smærri kauptúnunum. I hinum minni voru 317 skráðir atvinnulausir á sama tima i fyrra. A landinu öllu eru 936 atvinnu- lausir samkvæmt þessari skráningu en voru 611 fyrir mánuði og 942 á sama tima fyrir einu ári. I þorpum eru flestir atvinnu- lausir á Vopnafirði eða 43, i Stykkishólmi 41, á Fáskrúðs- firöi og Þórshöfn 40 á hvorum staö. —HH Stríðsþjáðir fá hjálp íslendinga Sá fatnaður sem tslendingar hafa gefið til Eþiópiumanna að undanförnu fær svo sannarlega að ganga i gegnum margt. Fatn- aðurinn er allur sendur til Asmara höfuðborgar Eritreu, en þar hefur nú gengið á loftárásum, og hefur þar verið útgöngubann. Að sögn Guðmundar Einars- sonar hjá Hjálparstofnun kirkj- unnar hefur móttaka fatnaðarins verið staðfest, og hann kvaðst vona að fötin kæmu ekki siður að góðum notum einmitt núna. Séra Bernharður Guðmundsson er nú staddur i Addis Ababa, og var ætlunin að hann færi til Asmara. Siðasta fatasendingin fór héðan fyrir tveimur dögum, um 10-12 tonn, og biður hún i Luxemburg. Samtals hafa þvi verið send 35 tonn og slær það öll Islandsmet. — EA Þingmannablokkir í Kópavogi? Margt er sér til gamans gert, og nú hafa einhverjir gamansamir fuglar fengið útrás með þvi að auglýsa hentugar ibúðir fyrir þingmenn rétt utan við borgar- mörkin. En eins og menn muna kannski, sagði Visir frá þvi á dögunum að þingmenn i Reykjavik hefðu kr. 34 þúsund Iægri laun á mánuði hverjum en næstu nágrannar þeirra. Einnig hefur flogið fyrir, aö hagsýnir kaupsýslumenn hafi nú i undir- búningi byggingu lúxusblokkar Kópavogsmegin I Fossvoginum, sem athvarf fyrir alþingismenn. Samt er ekki vist, að alþingis- menn almennt hafi geð til að hagnýta sér þessi kostaboð, fyrr en starfsfólks alþingis þarf ekki lengur að vera i málaferlum út af laununum sinum. —SH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.