Vísir - 13.02.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 13.02.1975, Blaðsíða 5
5 Vísir Fimmtudagur 13. febrúar 1975 ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjóll: G.P. Tími leiðtoganna kominn f hafréttarmálum — segja bandarískir þingmenn, sem voru í Caracas Fjórir þingmenti/ sem voru sendinefnd Banda- ríkjanna til ráöuneytis á hafréttarráðstefnunni í Caracas í fyrra# segja i skýrslu/ sem þeir hafa skilað af sér, að lágt sett- ir fulltrúar, sem |149 ríki heims hafa sent á þessar ráðstef nur, geti ekki leyst ágreining þjóðanna i milli. A ráöstefnunni i fyrra tókst ekki aö marka stefnuna um yfirráð strandrikja yfir land- grunni, þótt flestir hefðu verið þar á eitt sáttir um 200 milna efnahagslögsögu strandrikja. — Náðist ekki aö afgreiða það, sem til stóð, og biður það þvi hafréttarráöstefnunnar, sem hefst i Genf I næsta mánuði. ,,Við teljum, að nú sé timi til kominn, að leiðtogar rlkjanna láti þetta mál til sin taka, eða aö minnsta kosti verði haldinn ráð- herrafundur,” segja bandarisku þingmennirnir. „Það er ekki hægt að ætla lægra settum fulltrúum að afgreiða málið, þvi að það, sem styrinn stendur um, er ekki lengur tæknileg atriði.” Segja þingmennirnir, að þetta séu mest pólitisk atriði, sem standi á. — Þeir halda þvi fram, að meirihluti manna á hafrétt- arráðstefnunni sé fylgjandi 200 milna efnahagslögsögu, og að til séu þær þjóöir, eins og Perú, Ecuador og Brazilla, sem vilji ganga svo langt aö hafa 200 milna landhelgi. Bandarikjastjórn hefur ekki veriö frábitin 200 milna efna- hagslögsögu, en vill þó tryggja, að slikt verði ekki látið hamla almennum siglingum, þannig að leyfð veröi umferð millilanda- skipa og herskipa um leiðir, sem liggja innan slikrar lög- sögu. Eitt meginvandamálið, sem nokkur ágreiningur var um, laut að spurningunni um, hver ætti réttinn á aö nýta náttúru- auðlindir fyrir ströndum landa. Nokkur þróunarlandanna, sem lifa af útflutningi hráefnis, ótt- ast, að stóraukin vinnsla slikra efna úr sjó muni raska lifs- grundvelli þjóða þeirra. Leggja þau til, að eitt allsherjar alheims-einokunarfyrirtæki hafi umsjón með slíkri sjóefna- vinnslu og verölagningu á af- rakstri hennar. Eg skal gefa þér aur! Það vakti athygli í vikunni, að YVilson mælti með þvi, aö fram- lag ríkissjóðs til drottningar- fjölskyldunnar skyldi hækkað. — Var það úr, að hún fékk 270 þúsund punda hærra framiag, en marga glósuna fékk Wilson á þinginu i gær. Þessi mynd hér viö hliðina var tekin á barnaheimili, sem Elizabet drottning heimsótti I gær. 4 ára snáði gekk til hennar og rétti henni 10 pence um leiö og hann sagði feimnislega: „Pabbi minn sagði mér að gefa þér þetta, hátign”. 1 Ijós kom I umræðum i neðri málstofunni i gær, að öll hækk- unin, sem drottning fékk, fer til að standa straum af launa- kostnaði við starfsmannahald konungsfjölskyldunnar. Hrekk- ur þaö þó ekki til, og veröur drottning að greiða sjálf 150 þúsund pund til viðbótar af þeirri 980 þúsund punda risnu, sem hún hafði áður. Alls þiggja um 460 manns laun hjá hennar hátign. Hœkkar afurðir Landbúnaðarráðherr- ar aðildarrikja Efna- hagsbandalagsins hafa nú komið sér saman um Virða illa vopna- hléð Sprengja sprakk á bensinstöð einni i Londonderry i gær, og víða var skotið af byss- um á einstaklinga. — Er nú bert orðið, að vopna- hléð, sem IRA setti loks, er illa virt af báðum, kaþólskum sem mót- mælendum. Bensinstöðin var i eigu kaþólsks manns, og kaþólikki einn fékk skot i báða fæturna. Leikur grunur á þvi, að öfgasinn- aðir mótmælendur hafi verið þar að verki. Niu manns hafa látið lifið af völdum svipaðra hryðjuverka siðan vopnahléð hófst. Hafa leið- togar öfgasinna bæði mótmæl- enda og kaþólskra hótað sinum fylgismönnum þungum viöurlög- um, ef þeir virða ekki vopnahléð. Jafnvel dauðarefsingu. Brezkar öryggissveitir hafa nú uppi sérstakan viðbúnað i sam- ráöi við samtök mótmælenda og kaþólskra. Er i ráði aö opna sér- stakar skrifstofur, þar sem talsmenn beggja verði til staðar. Þessar miðstöðvar eiga helzt að vera þar, sem vænta má þess, að friður verði ótryggur. — Með þessu móti á að reyna að fyrir- byggja, að allt fari i bál og brand, þótt einhverjir verði til þess að rjúfa vopnahléð. 3 milljón óra gömul beinagrind Leifar beinagrindar manneskju, sem talin er hafa veriö uppi fyrir þrem milljón- um ára eða svo, voru teknar til rannsóknarIClevelaiid lOhio I gær. — Mannfræöingur, aö nafni Donald Johnson, haföi fundiö beinin I Eþióplu i nóvember sl. Við fyrstu athugun litur út fyrir að beinin séu úr stúlku, sem hefur verið milli 18 og 20 ára að aldri, þegar hún dó. Rœðir við ráðamenn Arabaríkja Kissinger á ferðinni frá Jerúsalem til Kairó, til Damaskus og aftur til Jerúsalem afurðaverðið fyrir árið 1975, eftir fjögurra daga stanzlausa fundi, sem drógust fram á rauða nótt síðasta sólarhring- inn. Fréttastofa Reuters telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir þvi, að ákveðin hafi verið 10% hækkun eða meir á landbúnaðar- afuröum þessara niu landa. Ekki munu ráðherrarnir allir hafa verið ánægðir með þá niöurstöðu, og danski landbúnað- arráðherrann, Niels Anker Kofoed, sagðist samþykkja þetta með fyrirvara. — Kvaðst hann þurfa að bera máliö undir rikis- stjórn slna til endanlegs samþykkis. Þaö mun hafa átt stærstan þátt I þvi, aö samkomulag náðist loks, að samþykkt var að veita bænd- um á haröbýlustu svæðum EBE- landanna aðstoð, en eftir er að ákveða I einstökum atriðum, hvernig hún verði látin I té. Þó mun landbúnaðarsjóöur EBE standa straum af 25% kostnaði þeirrar aðstoðar. Henry Kissinger utan- ríkisráðherra flýgur í dag frá Kairó til Sýrlands til áf ramhaldandi viðræðna við arabíska ráðamenn vegna deilu þeirra við Israel. Hann átti í gær f und með Anwar Sadat Egyptalands- forseta og létu báðir vel af viðræðunum. Sagðist Kiss- inger vongóður um að ná mættl frekari árangri. Sagöi Sadat, að samræður þeirra heföu borið góðan ávöxt, og Kissinger kvaö málin liggja mun ljósar fyrir nú en áöur. 1 dag mun hann hitta að máli Hafez Al-Hassad, forseta Sýr- lands. Við þvi er búizt, að Sýr- landsforseti muni gera honum grein fyrir þvi, að Sýrlendingar ætlist til þess, að Israelsmenn hörfiúr Golanhæðum á sama hátt og Egyptar krefjast þess, að Isra- elar skili þeim Sinaieyðimörk- inni. Mun Sýrlendingum hafa fund- izt, sem gleymzt hafi i öllum um- ræöunum undanfariö um mikil- vægi Sinai, hverjar kröfur þeir hala alltaf gert til Golanhæöanna. Frá Damaskus fer Kissinger að loknum viðræðum við sýrlenzka ráöamenn aftur til Israels. Hann hafði, áður en hann hélt til fundar við Sadat, átt langa fundi með Allon utanrikisráðherra ísraels, en getur nú gert honum grein fyrir, hvernig jarðvegurinn er til samninga. Hœkka brauðið Samt ódýrari en hér á íslandi Brauð hefur veriö hækkaö á Bretlandi úr 14 1/2 pence I 16 pence, eöa hartnær 45 krónur stór hleifur. Samt greiöir rikissjóður Breta brauð niður, og er ár- lega variö 64 milljónum sterl- ingspunda i niðurgreiðslur. Til viömiöunar má geta þess, að franskbrauð kostar hér I verzlun 60 krónur, en rúgbrauð 62 krónur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.