Vísir - 13.02.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 13.02.1975, Blaðsíða 7
Vlsir Fimmtudagur 13. febrúar 1975 cyVIenningarmál + Tónabíó: „Karl í krapinu" Byssurnar fó að rykfalla Tónabió: „Kari I krapinu” (Flatfood) Leikstjóri: Steno Nocola Badalucco Leikendur: Bud Spencer, Al- berto Maria Merli Sjáiö bolann Bud Spencer lumbra fyrirhafnarlaust á heilli skipshöfn um borð i Tónabiói þessa dagana. Nú fá byssurnar aö rykfalla uppi á hillu á meðan herra Spencer strýkur félögum sinum um kjammana meö lúku- spööum sínum. Kvikmyndaiönaðurinn er stórfenglegt happdrætti. Eitt árið veðjuöu iðjuhöldarnir á slagsmál og unnu stóra vinning- inn. Biógestir voru orðnir lang- þreyttir á hvellhettunum og sið- asta hálmstrá kvikmyndafram- leiðendanna var að gripa til haglabyssanna, sem þeyttu stundurtættum fórnarlömbun- um upp um alla veggi. En svo fór púðrið úr slikum Sam Peckinpah myndum, I það minnsta i bili, og fram- leiðendurnir tóku eftir þeim miklu vinsældum sem kinversk- ar Kung Fu myndir áttu að fagna meðal almúgans i Hong Kong. Það var ekki að þvi að spyrja, slagsmála- og ballett- myndir urðu ofan á. Það er nú eitt af undrum okk- ar tima að gömul austurlenzk glimuaðferð, sem er i það minnsta helmingi eldri en is- lenzka þjóðin, skuii allt i einu á árinu 1974 njóta gifurlegra vin- sælda. Munurinn á karate og kendo var óþekktur með öllu meöal almennings árið 1973, en þegar litið áhugamannafélag auglýsir karateæfingar á sið- asta ári verður aðsóknin eins og á útsölu. Ástæðan er tvimæla- laust kvikmyndirnar, sem hing- að hafa borizt. Svona hafa kvik- myndaframleiðendurnir einatt haft áhorfendur sina að eins konar trúðum. Kung Fu myndirnar hafa svo leitt til þess að sjálfur James Bond varð að hressa upp á kunnáttu sina i austurlenzkum fræðum og eins er um flestar aðrar ódýrar hasarmyndir, sem geröar eru i dag. Þar eru það slagsmálin, sem eru númer eitt. í auglýsingum um „Karl i krapinu” er bent á það fyrst og fremst að höfuðpersónan sé yfir það hafin að nota vopn, hnefarn- ir nægi. Slagsmálin eiga þvi að trekkja að. Sem bolabitur er leikarinn Bud Spencer hinn prýðilegasti, en hræddur er ég um, að hann dagi uppi um leið og slagsmálamyndirnar eru all- ar. Myndin ber það með sér, að með sem minnstum útgjöldum á að moka inn sem mestum gróða. Eltingaleikur á bilum kemur fyrir i myndinni bara af þvi, að hann þarf að vera i svona myndum, án þess þó að hann út- heimti of mikla peninga. Við fá- um þó I eltingaleiknum að sjá Lamborghini bil i smáspyrnu, og slikt er vitanlega góðra gjalda vert. Sjálf er myndin byggð upp á allt of mörgum sundurlausum atriðum, sem hafa slagsmál og smáhasar að meginmarkmiði. Slagsm álaatriðin i þessari mynd standa þó hreyfilist góðra hasarmynd langt að baki. ttalskir bióframleiöendur segja, að nú sé viðskiptavinun- um fyrir beztu að taka sér smá- hvild frá kúlnahriðunum. Spag- hettiframleiðslan ætlar að ein- beita sér að hnefamyndum fyrst um sinn, og þaö fer eftir hverj- um og einum, hvort hann tekur mark á þeirri forskrift. Bud Spencer hefur nú fleygt skotvopnum, Mexikanahöttum og bróöur sinum Trinity til aö berjast meö hnefunum einum i nýrri italskri framleiöslu. eftir Jón Björgvinsson + Austurbœjarbíó: „Óbyggðirnar kalla" Hundalíf órið 1896 Austurbæjarbió: „óbyggöirnar kalla” (The Call of the Wild) Leikstjóri: Ken Annakin Byggt á sögu Jack London. Leikendur: Charlton Heston, George Eastman, Michéle Mercier og þýzkur Schaffer- hundur. Og enn á ný etur Charlton Heston kappi sinu viö sjálf náttúruöflin á hvita tjaldinu. Honum til aöstoöar aö þessu sinni eru leikararnir George Eastman og Michéle Mercier. Andlit Michéle kemur biógest- um kunnuglega fyrir sjónir frá þvi hún iék Angelique i allri þeirri seriu. Hetja myndarinnar er þó ekk- ert þeirra þriggja, heldur öllu heldur Scháfferhundur, sem myndin snýst öll um. Við fylgj- umst með ferli hans á herra- garöi i Kaliforniu, er hann verð- ur bezti sleðahundur á gull- grafaslóðum Alaska og endar sem forustudýr villtra úlfa I auönum Alaska. Arið er 1896, ár mikilla gull- funda i Yukon i Kanada. Þegar vonin um auðæfi er annars veg- ar, sleppa menn af sér allri skynsemi og konur og karlar streyma inn i óbyggðirnar i gullleit. Fæstir eru vanir ferða- lögum um illviðrasamar óbyggðir og fáir komast á leiðarenda. Sumir reyna að ganga, aðrir að fara á hestum, en i snjóþyngslunum koma hundasleðarnir einir að gagni. Á vesturströndinni er hunda- verzlun þvi mjög blómleg. Braskararnir ræna hundunum óhikað hver frá öðrum og sögu- hetjunni, hundinum Buck, er rænt af sveitasetri i Kaliforniu. Póstflutningamennirnir Thornton (Charlton Heston) og Schmit (George Eastman) eru góðu mennirnir og við þá tekur hundurinn miklu ástfóstri. En vondu mennirnir girnast þenn- an ágæta hund og hann lifir mis- jafna ævi hjá misjöfnum hús- bændum. Þar með er hlutur hundsins I myndinni upptalinn. Annað tekur vart að minnast á. Leikstjóri myndarinnar er Ken Annakin, fyrrum Walt Disney leikstjóri. Myndin „Óbyggðirnar kalla” ber enda nokkurn keim af Disney-fram- leiðslu, án þess þó að standa henni nokkurs staðar á sporði. Myndatakan er stöðluö, um- hverfið ódýrt og lltil tilbrigöi að sjá i leiknum. Það er helzt þátt- ur hundsins, sem minnir á góð- an Disney. Myndin byggir á samnefndri sögu Jack London, sem sjálfur lifði á timum gullæðisins og lýsti þvi ágætlega i tveim bóka sinna. London var sjálfur hinn mesti ævintýramaður, sleðaekill, dáti, blaðasali, perlukafari, selfang- ari, kúreki, striðsfréttaritari og gullgrafari. Hann kunni að um- vefja lif gullgrafaranna ýmsum skemmtilegum ævintýrum. En myndin, sem hér er á ferðinni, gerir sögu hans um hundinn Buck léleg skil. Enginn á að fara i grafgötur um hver sé vondur og hver góður, hver gáfaður og hver heimskur. Allar ódýrustu aðferðir teiknimyndanna eru notaðar til að gera þjóninn i upphafi myndarinnar sem greinilegast illmenni, uppbrettur kragi, augnagotur og hleranir hans, þar sem hann stendur úti á svölunum. Svona einföld er frá- sögn Jack London ekki. A sama hátt og teiknimyndir eru helzt ætlaðar börnum, eiga „Óbyggðirnar kalla” sér helzt uppreisnar von á þrjú-sýningu. Kvikmyndahúsin i dag: + + + + Nýja bió: „Sleuth” + + + + Laugarásbió: „The Sting” + + + Hafnarbió: „Papillon” + Gamla bió: „Heimur á heljarþröm” + Tónabió: „Karlar i krapinu” + Austurbæjarbió: „Óbyggðirnar kalla” A timum gullæöisins voru hundasleöar einu raunhæfu samgöngu tækin. Bréf frá Jéni úr Vör: UM VIÐBÓTARRITLAUN Ólafur Jónsson. Þakka grein þina i Visi 8. febr. um úthlutunarmál og heiðurs- laun. Þó þarf ég að bæta þar við nokkrum orðum. Þú ert ekki hrifinn af umræðum um þessi mál I Morgunblaðinu. Ég er það ekki að öllu leyti heldur. Stóryrði og persónulegar einkunnagjafir eiga ekki við. Margskonar misskilningur veður þar lika uppi, bæði hjá þeim, sem eru i sókn og vörm Lifseigust er samtenging söluskatts og viðbótarrit- launanna. Viðmiðun söluskatts var nefnd I upphaflegri þings- ályktunartillögu, en úthlutunar- upphæðin var aldrei ákveöin I samræmi við söluskattinn, heldur allt önnur og miklu lægri. Ég sagöi nýlega i blaðagrein, að ekki væri réttlátt að beina skeytum að ' úthlutunar- nefndinni, heldur væri hér um að ræða mistök eða seinagang nefndar þeirrar, er semja átti skynsamlegar úthlutunar- reglur. Ég lít svo á, að ritlauna- nefndin hafi alræðisvald um út- hlutunina, alveg eins og úthlutunarnefnd listamanna- launa. En báðar verða þessar nefndir að sjálfsögðu að hlita þeim óljósu reglum, sem þeim hafa verið settar. Smekkvisi beggja er svo umdeilanleg. En i sjónvarpsþætti 7. febr. koma fram nýjar og undarlegar upplýsingar. 1 bæði skiptin, sem viöbótarritlaunanefndin hefur úthlutað, hafa komiö til álita umsóknir frá öðrum en rit- höfundunum sjálfum. Ef ekki hefur verið um að ræða hrein og bein umboð til umsóknar frá þeim höfundum, sem ekki skrifuðu sjálfir, er mjög vafa- samt hvort nefndin hefur haft rétt til að sinna þeim. Umsókn um þessa peninga er i sjálfu sér óviðfelldin, en úr þvi reglurnar voru svona, átti að láta jafnt yfir alla ganga. Þetta úthlutunarfé er fengið út á mikil skrif og áróður forystumanna rithöfunda i mörg ár. En þvi miður hefur rit- höfundum aldrei tekist að koma sér saman um, hvernig á að skipa þessum málum,hvernig á að skipta fengnu fé. Það kom fram i áðurnefndum sjónvarps- þætti að meirihluti rithöfunda vildi „færri styrki en hærri”, eins og það var orðað. Þetta var stefna meirihluta þeirrar nefndar, sem hefur samið bráðabirgðaúthlutunarreglur viöbótarritlaunanna. Ég fyrir mitt leyti hef barist fyrir meiri jafnaðarmennsku. Eins og nú er háttað allri aðstöðu manna til ritstarfa á tslandi skiptir ekki miklu máli, hvort menn fá einu hundraði þúsunda meira eða minna úr opinberum sjóði. Hér verða nær allir að vinna sin borgaralegu störf fjölskyldu sinni til lifsviðurværis. Meir en helmingur svona óvissra viðbótartekna fer aftur beina leið I opinbera skatta. A meðan ekki er hægt að tryggja velvirk- um rithöfundum það mikil laun að borgaralegu störfin verði aukavinna, held ég að best færi á þvi að skipta rithöfundarpen- ingunum frá hinu opinbera sem jafnast á milli þeirra sem rit- störf stunda. En aðeins til þeirra sem vanda sig og sóma- samlegum árangri ná. Upp- rubbunarmenn, sem eru i þjón- ustu gróðabrallara, eiga ekkert að fá. Ekki heldur þeir góðir rit- höfundar og fræðimenn.sem eru svo heppnir að njóta það mikill- ar lýðhylli fyrir verk sin, að þeir geti verið á framfæri virðulegra útgefenda, þeirra fáu, sem ekki mega vamm sitt vita og greitt geta sómasamleg vinnulaun. Slikir höfundar eiga ekki að vera að seilast eftir fátækra- mannafé til þess að borga með þvi hærra útsvar. Þeim á að nægja sá sómi að komast á sinum efri árum i heiðurslauna- flokk alþingis. Vinsamlegast Jón úr Vör

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.