Vísir - 18.02.1975, Side 2
2
Vísir. Þriðjudagur 18. febrúar 1975.
Tísnsm:
Dregur þú úr vín-
og tóbaksneyzlu
við hœkkunina?
Þór Erlendsson, verkainaður: —
Ég held ég geti það tæpast.
Stefán Kristmannss., rannsókn-
armaður: — Ég reyki nú ekki og
ekki er hægt að hætta að drekka.
Ég drekk nú ekki mikið, en
kannski má draga eitthvað úr þvi.
Ég veit það svei mér ekki, hvað
vínið þyrfti að hækka mikið, til að
maður segði alveg stopp.
Þorbjörn Stefánsson, íæknanemi:
— Ég smakka nú ekki mikið, en
reyki, og ég á eftir að ákveða
hvort ég hætti þvi. Ætli það endi
ekki með þvi samt.
Haraldur Einarsson: —
eftir að reyna á það.
Það á
Valgeir Benediktsson: — Ekkert
frekar. A meðan vikukaupið
hrekkur fyrir einni flösku er allt i
lagi. En þegar flöskuverðið er
komið mikið yfir 8000 krónur, má
fara aö hugsa sig um.
Ilrefna Þorvaldsdóttir, húsmóð
ir: — Ég hugsa aö ég drekki bara
i hófi, eins og áður. Ég held ég
minnki varla við mig.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
Nýja kerfí SVK er ekki
endilega hið eina rétta!"
Karl Árnason, forstöðumaður
Strœtisvagna Kópavogs,
svarar spurningum frá lesanda
Jón H. Gunnarsson
sendir eftirfarandi
spurningar, sem öllum
er beint til Strætis-
vagna Kópavogs. Fara
spurningarnar og svör-
in hér á eftir, en það
var Karl Árnason, for-
stöðumaður SVK, sem
varð fyrir svörum:
— Er leiðakerfið og fyrir-
komulag það, sem nú hefur ver-
ið tekið upp hjá Strætisvögnum
Kópavogs, ætlað til frambúðar
eða er um tilraun að ræða?
— Við erum alltaf opnir fyrir
hugmyndum að breytingum,
sem bætt geta leiðakerfið. Um
þessar mundir er starfandi
nefnd, sem vinnur að þvi að
grandskoða kerfið, og á sú nefnd
að skila áliti sem fyrst. Hefur
m.a. verið unnið að könnunum á
farþegafjölda og öðru sliku, sem
leitt getur i ljós kosti og galla
nýja leiðakerfisins.
— Væri ekki hægt að semja
við útgerðarmenn Hafnarfjarð-
arvagnanna um miðaskipti?
— Það gæti reyíizt nokkuð
erfitt að koma á skiptimiðakerfi
milli SVK og Hafnarfjarðar-
vagnanna, þó að slikt hafi veriö
mögulegt á milli SVK og SVR.
Hafnarfjarðarvagnarnir eru
nefnilega einkafyrirtæki, en hin
tvö bæjarfyrirtæki.
— Verður ekki sett skýli á
Borgarholtsbraut, rétt vestan
við brúna?
— Hvað það snertir má geta
þess, að SVK eru loksins búnir
að fá leyfi til að flytja biðskýlið
við bensinstöðina austur fyrir
brúarendann að sunnanverðu.
Það er beint þar á móti, sem
skiptistöðin er núna. Farþeg-
arnir koma þvi til með að ganga
yfir brúna í stað þess að fara
eins langt og þurft hefur til
þessa.
— Verður ekki auglýst eftir
breytingartillögum?
— Við höfum verið að hugleiða
það, hvernig haga megi slikri
könnun þannig, að þeir, sem
ferðast mest með vögnunum,
láti álit sitt i ljós, en ekki fyrst
og fremst þeir, sem ferðast ekki
nema endrum og eins með
vögnunum. Hinir siðarnefndu
hafa gjarnan viljað vera hávær-
astir.
Annars er nú ekki nema eitt til
eitt og hálft ár siðan við gerðum
siðast könnun á meðal farþega
vagnanna, og þá jafnvel lika
munnlega. Við spurðum mikið
og fengum mörg svör og marg-
ar ábendingar, sem að gagni
hafa komið. Nýja leiðakerfið er
að stórum hluta árangur þeirrar
skoðanakönnunar.
Það er nú aldrei hægt að gera
svo öllum liki, en við álitum, að
núna þjónum við meginhluta
okkar farþega. Nú, og ekki hvað
sizt með þvi aðbjóða upp á
skiptimiöaskipti við Strætis-
vagna Reykjavikur.
— Væriekkihægt að aka niður
i miðbæ Reykjavlkur einu sinni
á hverri klukkustund?
— Með einmitt skiptimiða-
notkuninni gefst farþegum
okkar kostur á að komast frá
Hlemmi og niður i bæ oftar en
einu sinni á klukkustund — án
frekara endurgjalds. Og með
skiptimiðunum komast þeir i
enn fleiri borgarhluta.
— Væri ekki hægt að fjölga
ferðum á laugardögum? Það
ferðast iiklega ekkert færri með
vögnunum þá daga en aðra
virka daga vikunnar.
— Með þessa spurningu i huga
m.a., er einmitt verið að gera
áðurnefnda könnun á
farþegafjölda vagnanna á
hinum ýmsu timum. Að lokinni
könnun nefndarinnar fæst vænt-
anlega skýrt svar við þessari
spurningu og fjölmörgum
öðrum, sagði Karl að lokum. Við
erum alls ekki komnir til með að
segja, að það leiðakerfi, sem nú
er i gangi, sé endilega það eina
rétta.
Samvinna á milli Strætisvagna Kópavogs og Hafnarf jarðar? Nei, aðeins mynd frá því, þegar SVK hljóp
undir bagga með Landleiðum, þegar einn vagna þeirra varð lens I ófærð á milli Kópavogs og Reykjavík-
ur. Bréfritari spyr hvort hugsanlegt sé, að á milli þessara vagna verði tekin upp skiptimiðaviðskipti.
Þvi svarar forstöðumaður SVK neitandi. Og hann bendir á, að fram til þessa hefur fremur verið um að
ræða samkeppni á milli þessara tveggja aðila. „Það er ekki hægt aðneita þvi,” sagði forstöðumaðurinn.
„Það hefur verið deiluefni út af fyrir sig, að Hafnarfjarðarvagnarnir skuli taka upp farþega innan
Kópavogs. Ekki er okkur leyfilegt að keyra fólk á milli biðstöðva innan Reykjavíkur,” sagði hann, en
tók fram, aðhann vildi ekki fara aðýfa upp þaðdeiluefni. —ÞJM
SPARA SEGJA ÞEIR, SPARA
OG HÆKKA OG HÆKKA....
##
Asgeir hringdi:
„Spara, spara! tóna yfirvöld
— og hamast við að hækka og
hækka. Núna siðast hækkuðu
þeir áfengi og tóbak svo rosa-
lega, að manni verður óglatt.
Gengisfellingin er sögð vera
þess valdandi, að áfengið
hækkar allt upp i 25 prósent.
Flestir kinka kolli og þykjast
skilja það ósköp vel, að gengis-
fellingin hafi gert þessa hækkun
óumflýjanlega.
Ég get hinsvegar ómögulega
skiliö þessa svivirðilegu hækk-
un. Það er vitað, að innkaups-
verð á einni áfengisflösku er
langt innan við þá krónutölu,
sem bætist ofan á gamla verðið
við þessa nýjustu hækkun.
Maöur hefur heyrt, að vodka-
flaska kosti i innkaupum til
ATVR eitthvað i kringum tvö
hundruð krónur. Hvernig getur
hún þvi hækkað um næstum
400 krónur, þegar það verður 25
prósent hækkun? Ég fæ ekki
dæmið til að ganga upp.
Það sama er að segja um hina
miklu hækkun á tóbaki.
Hér finnst mér illa farið að.
Það eru ekki nema rétt rúmir
tveir mánuðir og hálfur siðan
siðustu hækkanir urðu á þessum
varningi. A aðeins tveim árum
hefur pólskt vodka t.d. hækkað
úr kr. 1100 ikr. 2350 og annað vin
sambærilega. Annað hefur svo
sem hækkað lika, en hvers
vegna er alltaf ráðizt á þessa
vörutegund öðrum fremur?”
Ósáttur við hinar
miklu verð-
hœkkanir á
áfengi og tébaki
i^ir voru byrjaftir «6 vfnKtVTi ^
Dýrt ai
vero ekki
roglusamur:
VISKIFLASKAN í
....*>00 KRONUR
TSj-íSd £S3S ssa