Vísir - 18.02.1975, Page 3
3
Vísir. ÞriOjudagur 18. febrúar 1975.
Járngerði
verður
ekki
bjargað
— sér rétt ó siglu-
toppana um fjöru
— liggur fyrir utan
sjólfar grynningarnar
„Skipiö hefur sokkið fyrir utan
sjálfar grynningarnar og sér rétt
á siglutoppana um fjöru,” sagöi
Sverrir Þór, deildarstjóri hjá
Samvinnutryggingum, um
loðnuskipið Járngerði, sem
fannst sokkin nokkuö vestan ósa
Jökulsár á Breiöamerkursandi,
eftir að áhöfnin hafði neyözt til að
yfirgefa skipið vegna hliðarhalla.
„Hún hefur sokkið þarna
framan við kant, svo hún kemur
aldrei upp i fjöru,” sagði Sverrir.
„Það væri upp móti halla að fara.
Svo grefst hún sennilega fljótlega
i sand, það er vaninn á þessum
stað.”
Skipið er tryggt hjá Sam-
vinnutryggingum fyrir 46
milljónir króna.
Járngerður er annar „tappa-
togarinn”, sem ferst. Hinn var
Stigandi, sem fórst áriö 1967
norður af Jan Mayen. Alls voru
smiðuð 12 skip af þessari gerð
fyrir íslendinga i Stralsund i
Austur-Þýzkalandi á árunum
1958-9, og eru nú 10 eftir. Meðal
þeirra er rannsóknarskipið Haf-
þór RE 75. -SH
Níu ára
fyrir bíl
Niu ára stúlka varð fyrir bfl á
Kleppsveginum I gær. Slysið var
klukkan rúmlega eitt og var
stúlkan að fara yfir Kleppsveginn
við Dalbraut, er hún varð fyrir
bíl, sem kom aðvifandi.
Stúlkan var flutt á sjúkrahús,
en að sögn rannsóknarlög-
reglunnar voru meiðsli hennar
ekki talin mjög alvarleg. -JB
Veitingastöðum neitað um framlengingarleyfi:
GCSTAFJÖIDINN 20%
Tll 30% OF MIKIll
Lögreglan hefur nú
neitað Klúbbnum og Sig-
túni um framlengingar-
leyfi sinn laugardaginn
hvoru vegna of mikils
gestaf jölda.
Laugardaginn fyrir hálfum
mánuði varð aö loka Klúbbnum
klukkan hálftólf vegna þess, að
þegar talið var úr húsinu
laugardaginn á undan reyndist
gestafjöldinn of mikill. Tveir
fastir eftirlitsmenn starfa á
vegum dómsmálaráðuneytisins
við að hafa eftirlit með vinveit-
ingahúsum og þyki þeim þröng-
in of mikil, fara þeir fram á að-
stoð við að telja fjöldann að
dansleik loknum.
Vegna þess að Klúbburinn
fékk ekki framlengingarleyfi
umtalað laugardagskvöld
þyrptist mikill mannfjöldi i Sig-
tún. Þar var þá einnig talið og
leiddi niðurstaðan til þess að
skemmtistaðnum varö að loka
klukkan hálftólf sfðastliðinn
laugardag.
Að sögn lögreglunnar reyndist
gestafjöldinn á þessum stöðum
hafa verið 20% til 30% yfir það,
sem leyfilegt er.
Ekkert var talið út úr sam-
komuhúsum um siöustu helgi,
en aftur á móti var aldur gest-
anna á Röðli kannaöur á laugar-
dagskvöldið. Gestir þar eiga að
vera 18 ára og eldri og að sögn
reyndust ekki mjög margir und-
ir þeim aldri.
Til að ganga úr skugga um
aldur gestanna voru þeir látnir
framvisa persónuskilrikjum
eða flett var upp i þjóðskrá.
Aftur á móti kom i ljós að
nokkrir af gestum hússins, sem
voru innan við 20 ára aldur
höfðu fengið vinveitingar.—JB
Kór VI œfír lög
- og frumsýnir „Kerfið"
Það er ekki annað aö sjá en að persónur séu hinar skrýtnustu. Nemend-
ur snu'öuðu leiktjöld sjálfir, og almenningi veröur svo gefinn kostur á
að sjá árangurinn. Ljósm: Bj.Bj.
Beach Boys
Verzlunarskólanemar hafa I
mörgu að snúast þessa dagana.
Þar er nú verið að æfa af kappi
bæði leikrit og söng fyrir
nemendamót skólans, sem haldið
er á miðvikudaginn.
Nemendamótið er árlegur
viðburður og er vel til þess
vandað. Það hefur heldur ekki
farið fram hjá almenningi þvi
honum er gefinn kostur á að sjá
og heyra það, sem fram er fært.
Að þessu sinni æfir Verzlunar-
skólakórinn lög, sem hin kunna
hljómsveit Beach Boys hefur látið
fara frá sér á plötum og er hér um
að ræða 10 lög. Lögin eru eftir
Brian Wilson, en það er Magnús
Kjartansson, einn af meðlimum
Judas, sem æfir kórinn.
Leikrit það sem nemar skólans
æfa nú heitir „Kerfið”. Það er
eftir pólska höfundinn Peter
Oheyevich. Leikritið er þýtt af
Hrafni Gunnlaugssyni, en hann
leikstýrir jafnframt. Leikritið
verður frumsýnt á miðviku-
daginn i Austurbæjarbiói, þar
sem skemmtiatriði nemenda-
mótsins fara fram.
Ráðgert er að gefa almenningi
kost á þessum skemmtiatriðum
nemenda og verður það væntan-
lega um næstu helgi. -EA
Það er skrautlegt fólk á sviði Austurbæjarbiós þessa dagana, en
Verzlunarskólanemar æfa þar leikritið „Kerlið”, sem sýna á i
nemendamóti þeirra á miðvikudag.
ÍHUGA SMÍÐI ÁTTA
SKIPA FYRIR NORÐMENN
Mál forstöðumanns
Áhaldahússins:
Rannsóknin gaf
ekki tilefni til
frekari aðgerða
Af ákæruvaldsins hálfu þyk-
ir ekki vera efni til að krefjast
frekari aðgerða I máli Áhalda-
húss Reykjavikur.
í sumar óskaði borgarráð
eftir þvl, að rekstur Ahalda-
húss Reykjavikur yrði kann-
aður og ætlað refsivert atferli
forstöðumannsins, Reynis
Þórðarsonar. Saksóknari
rikisins fól saka'dómi Reykja-
vfkur aö rannsaka málið, og er
skýrslur sakadóms bárust á-
kæruvaldinu, þóttu niðurstöð-
ur rannsóknarinnar ekki gefa
tilefni til frekari aðgerða i
ntálinu né kæru.
Máliö hefur þvi verið látið
niður falla.
—JB
„tslenzk skipasmlöastöð hefur
aldrei fengizt við svo stórt verk-
efni sem þetta. Nefnilega rað-
smiði átta skipa, sem eru öll
nákvæmlega eins,” sagði Hregg-
viöur Jónsson, framkvæmda-
stjóri umboðsfy rirtækisins
Frendo hf. Það fyrirtæki leitar nú
tilboða hérlendis á átta flutninga-
skipum fyrir norska aöila, en
Frendo fékk á föstudaginn umboð
norska útgeröarfyrirtækisins til
þeirra hluta.
„Það eru einkum þrjár skipa-
smiðastöðvar, sem tekið gætu að
sér þessa raðsmiði,” sagði
Hreggviöur. Og hann nefndi
Stálvik, Slippstöðina á Akureyri
og Þorgeir og Ellert á Akranesi.
Þeim fyrirtækjum hefur verið
kynnt verkefnið og munu vera að
hugleiða tilboð i smiðina.
„Otgeröarfyrirtækiö norska,
Fredrik Oddfjell, sem vill fá þessi
flutningaskip smiðuð hérlendis,
er mjög umsvifamikiö,” sagði
Hreggviður. „Til marks um það
má geta þess, að fyrirtækið var
með átján skip I smiöum samtim-
is fyrir skömmu. Tvö skipanna
voru smiðuð i Noregi, niu i Grikk-
landi og sjö i Hollandi. Það væri
mikils virði að geta hafið við-
skipti við svo stóran aöila sem
þetta norska fyrirtæki,” sagði
Hreggviður, „enda sóttum við
það fast aö fá smiði skipanna átta
hingað. Við álitum að þetta sé
einmitt verkefnið, sem hæfi stærð
skipasmiðastöðvanna hérlendis.
Þetta verkefni er liklega eitt það
stærsta sem islenzkur iðnaður
hefur fengið til að kljást við i
sambandi við útflutning.”— þjm
VERZLUNARMENN MOTMÆLA
AÐGERÐUM STJÓRNARINNAR
Fundur f ullskipaðrar
stjórnar Landssambands
islenzkra verzlunar-
manna móttriáelti /,sí-
endurteknum aðgerðum
dkisvaldsins, sem leitt
hafa til þess að kjarabæt-
ur þær, sem samið var
um í febrúar 1974, eru að
engu orðnar," eins og
komizt er að orði.
Verzlunarmenn segja, að
kaupmáttur launa hafi á siðustu
tólf mánuðum minnkað svo
mikið, að óbærilegt sé orðið
fyrjr þá tekjulægri og siðustu
aðgerðir hafi ekki auðveldað
lausn þessa vandamáls.
„Launþegar hafa fram til
þessa sýnt stjórnvöldum mikið
umburðarlyndi,”segir i ályktun
fundarins, „en nú er svo komiö
að ekki verður lengur við unað.”
„’Þvi er hætta á, aö til vand-
ræða geti dregið, ef stjórnvöld
bera ekki gæfu tií að gera fljótt
og skýrt grein fyrir, hvernig þau
ætla að bæta tekjulægri hópum
þjóöarinnar þá miklu kjara-
skerðingu, sem þeir hafa oröið
fyrir,” segir i ályktuninni.
„Fundurinn væntir þess, að sem
allra fyrst takist samningar
með aðilum vinnumarkaöarins,
sem tryggi launþegum viðun-
andi lifskjör.”
Fundurinn var haldinn á
laugardaginn að Hótel Loftleið-
um. — HH.