Vísir - 18.02.1975, Síða 5

Vísir - 18.02.1975, Síða 5
Vísir. Þriöjudagur 18. febrúar 1975. 5 RGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjótl: G.P. Brezhnev lék ó ols oddi „Ef þetta er veikur maður, þá litist mér ekki á það, ef ég þyrfti að semja við einhvern stál- hraustan," sagði einn brezkra förunauta Har- olds Wilsons, forsætis- ráðherra, eftir heimsókn Wilsons og viðræður við Leonid Brezhnev. Eftir margra vikna orðróm um veikindi og jafnvel ónáð birtist Leonid Brezhnev á sjónarsviðinu, þegar Wilson fór i opinbera heimsókn til Moskvu isiðustu viku. — Duldist engum, að framkvæmdastjóri kommún- istaflokks Rússa er enn sem áð- ur voldugasti maður Sovétrikj- anna. Eins og Bretarnir bera Brezh- nev söguna frá þessum viðræð- um, þá var þessi 68 ára gamli flokksleiðtogi óþreytandi á fundum þeirra og fjarri þvi, að kenndi hjá honum nokkurra veikleikamerkja. Um sjö vikna bil hafði ekkert heyrzt eða sézt til Brezhnevs. Menn eiga ekki að venjast nema tveim skýringum á svo langri þögn Kremlherranna. Annað- hvort alvarleg veikindi eða áhrifamissir og ónáð hjá flokkn- um. En siðan Brezhnev kom aftur fram opinberlega 13. feb., hefur hann verið hinn umsvifamesti, rétt eins og til þess að sýna, að hvað sem að honum hefur am- að, þá hefur það ekki verið alvarlegt. Brezku samningamennirnir voru fullir aðdápnar á þessum 68ára leiðtoga. „Hann var mjög vel heima i öllu þvi, sem á góma bar. 1 viðræðunum var hann rökfastur og flutti mál sitt af slikum eldmóöi, að margur ungur maðurinn hefði öfundað hann af. — Hann hafði nær alveg orð fyrir Sovétmönnum og virt- ist hafa unun af þvi að hella sér út i viðræðurnar.” Það bar við eitthvert sinn i heimsókninni, þegar þeir Brezhnev og Wilson stóðu á ein- tali, að blaðaljósmyndarar gerðust nokkuð nærgöngulir. Brezhnev lét brýrnar siga og stuggaði þeim burt eins og kind- um úr túni. Hann virtist hafa gaman af að gantast við Bretana. Eitt sinnið tók hann skjalatösku frá ungum starfsmanni utanrikisráðu- neytis Breta. Hafði hún að geyma einhver plögg, sem Bret- um var annt um. Brezhnev gekk út i horn með töskuna og þóttist ætla að opna hana. James Callaghan, utanrikisráöherra, varð að koma unga manninum til hjálpar og var Brezhnev vel skemmt af vandræðasvipnum á unga manninum. Milljónir Sovétmanna horfðu á það i sjónvarpi, þegar Brezh- nev þóttist vera að togast á við Callaghan i annan stað um skjöl, sem þeir voru nýbúnir að undirrita. ,,Þú færð þau ekki. Ég á þau,” striddi Brezhnev utanrikisráðherranum, sem hlæjandi lét undan. Tass-fréttastofan hefur nú látið uppi, að Brezhnev hafi átt viö inflúensu að striða, þótt margur eigi bágt með að trúa þvi, að flokksleiötoginn hafi leg- ið i henni i 50 daga. Brezhnev spjallar við Wilson forsætisráðherra i heimsókn þess siðarnefnda til Moskvu, en henni lauk I gær. Chrysler tapaði $52 milljónum Fœkka starfsfólki og loka hluta verksmiðjanna meðan General Motors höfðu 950 milljón dollara hagnað af síðasta óri Þriðju stærstu bílafram- leiðendur Bandaríkjanna, Chrysler-verksmiðjurnar, segja, að síðasta ár hafi verið metár hjá þeim. Þeir töpuðu 52 milljónum doll- ara. Munurinn á milli ára var feikilegur, því að árið 1973 höfðu þeir haft 255 milljón dollara hagnað. Með i reikninginn i taprekstrin- um voru teknar jafnt verksmiðj- urnar i Bandarikjunum og sam- setningarverksmiðjur Chrysler erlendis. Versta tapár verksmiðjanna til þess tima hafði verið 1968, en þá töpuðu þær 29,6 milljónum dollara. Þrir siðustu mánuðir ársins 1974 reyndust Chrysler þungir i skauti, en þá töpuðu verksmiðj- urnar 73,5 milljónum dollara. Chrysler hafa orðið verst úti af bílaverksmiðjum Bandarikja- manna i sölutregðunni i fyrra. Ætlar fyrirtækið að loka hluta verksmiðjanna og i þessari viku fækkar það starfsliði sinu úr 114 þúsund manns I 54 þúsuns. 1 ársbyrjun sálu verksmiðjurn- ar uppi með 136 daga óséldar birgðir af bllum, en með stað- greiðsluafslætti hefur þeim tekizt að selja af birgðunum, svo að nú eru aðeins þriggja mánaöa birgð- ir óseldar. Stærsti bilaframleiðandi Bandarikjanna, General Motors, skýrði frá þvi fyrir skömmu, að það hefði orðið 950 millj. dollara hagnaður af framleiöslu siðasta ár. Samdráttur hafði þó orðiö hjá þeim eins og öðrum, þvi að áriö 1973 skilaði 2.390 milljón dollara hagnaði. Ford-verksmiðjurnar munu 14 lótnir og 53 slasaðir eftir órekstur hraðlestar Fjórtán manns létu lifiö og fimmtíu og þrír slösuð- ust, þegar farþegalest rakst á flutningalest í Transvaal í Suður-Afríku. — Allir hinir látnu voru blökkumenn. Slysið varð I myrkri. Eyðilögð- ust þrir fremstu vagnar farþega- lestarinnar, sem var i áætlun milli Höfðaborgar og Jó- hannesarborgar. Starfsmaöur járnbrautanna sagði, að mikil ringulreið heföi rikt i fyrstu eftir áreksturinn og hefði það komið niður á björgunarstarfinu. En þegar ljós fengust komst skipulag á hlutina og hinum slösuðu var komið undir læknishendur. Flestir farþeganna i fremstu vögnunum voru blökkumenn, en meðal hinna slösuðu voru þó fimm hvitir. Slysið vildi til á krossgötum, þar sem teinarnir skárust. En um ástæðuna og orsök slyssins er ekki vitaö. greina frá ársyfirliti sinu siðar i þessari viku. Handtaka mannrœningja ftalska lögreglan hand- tók í gær Sikileying, sem sakaður er um að hafa rænt erfingja Vermouth- milljónanna, greifanum Luigi Rossi de Montelera. Giacomo Taormina, 42 ára frá Sikiley, hefur einnig verið sakaö- ur um að hafa rænt milljóna- mæringi, iðjuhöldinum Pietro Torielli, sem ræningjar slepptu aftur fyrir tveim árum, eftir að greiddar voru 1,250 milljónir lira i lausnargjald. Nær ár er liðið siðan Rossi greifi fannst bundinn i kjallara á bóndabýli. Lögreglan kom þar óvart að honum, þegar hún geröi saumnálarleit um héraðið vegna rannsóknar á ráni Torielli. Mannrán hafa veriö tið á Italiu siðustu fjögur árin og hefur lög- reglan átt i mesta annriki vegna rannsókna þeirra. Lögreglan i Milanó hefur nýlega handtekið 33 ára gamlan mann, sem grunaöur er um að hafa rænt 11 ára dóttur skartgripasala i Milanó i nóvem- ber. Telpunni var skilað 4. desember, og hafði þá verið á valdi ræningjanna i þrjár vikur. 400milljónir lirar voru greiddar i lausnargjald fyrir hana. Tíu börn á rúmu óri eitt eftir Charlotte Lange í San Jose í Kaliforníu, sem ól tíu börn á rúmu ári, er nú komin heim af sjúkrahúsi með eina barnið, sem eftir lifir. Hin 26 ára gamla frú Lange eignaðist fjórbura i desember 1973, eftir að læknar höfðu gefið henni frjósemislyf, þar sem hún virtist ekki geta eignazt börn. Fjórburarnir dóu skömmu eftir fæðingu. Hún hélt áfram á meðulunum og 8. desember s.l. ól hún sex- bura. Fimm dóu vegna öndunar- truflana. Eiginmaður hennar sótti hana og þann sexburann, sem fyrstur kom i heiminn, Jolene, á sjúkra- húsið I gær. Hafði þá Jolene braggazt vel og læknar töldu öllu óhætt með hana. Charlotte Lange á sæng skömnm eftir fæðingu sex- buranna, en hjá henni eru móðir hennar og systir.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.