Vísir - 18.02.1975, Page 6
6
Vísir. Þriöjudagur 18. febrúar 1975.
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesliflin
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands.
í lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf.
Ný landbúnaðarstefna
Við búum i ákaflega erfiðu landbúnaðarlandi,
eins og sést af samanburði við ýmis önnur lönd. I
Danmörku eru afurðir landbúnaðar yfirleitt
helmingi ódýrari en hér og vel það i sumum til-
vikum. Og i Bandarikjunum eru afköst landbún-
aðarins á hvern starfsmann sex-sjö sinnum meiri
en hér á landi.
Áratugum saman höfum við reynt að brúa
þetta bil með þvi að dæla f jármagni i landbúnað-
inn til að auka tækni hans og hagkvæmni. Þessar
aðgerðir hafa aukið framleiðni landbúnaðarins,
en ekki brúað bilið, þvi að framleiðnin hefur auk-
izt með svipuðum hætti i öðrum löndum.
Árangurinn hefur hins vegar orðið sá, að halda
fleirum við landbúnað hér á landi en gerist i öðr-
um löndum, sem þó eru talin landbúnaðarlönd. 1
Bandarikjunum starfa 3% þjóðarinnar við land-
búnað, iDanmörku5%, enhérálandi 10%.
Þessi tiltölulega mikli fjöldi starfsmanna i
landbúnaði hér á landi bindur þjóðfélaginu gifur-
lega bagga, ekki aðeins i styrkjum, niður-
greiðslum og uppbótum, heldur einnig i lána- og
vaxtakjörum og i innflutningsbanni landbúnað-
arafurða. Vaxandi hópur manna telur, að þessi
fyrirgreiðsla sé komin út i öfgar og standi bæði
hagþróun og almennum lifskjörum fyrir þrifum.
Einkum er dýrt spaug, að flytja skuli þurfa út
10% framleiðslunnar og að islenzkur almenning-
ur skuli þurfa að borga erlendum neytendum
stórfé i uppbætur. Hve fráleitur þessi útflutning-
ur er, má sjá af þvi, að það kostar 200 krónur i
innfluttum fóðurbæti að framleiða 170 króna virði
af útfluttu smjöri, þannig að 30 krónur tapast á
allri fyrirhöfninni.
Timabært er orðið að breyta landbúnaðarstefn-
unni á þann hátt, að landbúnaðurinn framleiði
aðeins 90% af þörfum þjóðarinnar i mjólkur- og
kjötvörum, en ekki 110%. Þá væri unnt að flytja
inn nokkuð af þeim vörum, sem óhagkvæmast er
að framleiða hér heima, svo sem smjör og ost og
ef til vill ýmsar tegundir kjöts.
Jafnframt þarf að jafna mjólkurneyzluna yfir
árið, bæði með nýjum geymsluaðferðum, sem
gefið hafa góða raun, og með þvi að hafa misjafnt
verð á mjólk eftir árstiðum. Þetta mundi draga
úr myndun osta- og smjörfjalla á sumrin og
haustin.
Ekki má lengur hvetja jafn eindregið og nú er
gert til fjárfestingar og framleiðslu i landbúnaði.
Fjármagnið nýtist helmingi verr i landbúnaði en i
öðrum atvinnugreinum. Nauðsynlegt er að draga
smám saman úr forgangsstöðu landbúnaðarins
og beina fjármagninu inn á aðrar brautir.
Jafnframt þarf að huga vel að hinni félagslegu
hlið málsins. Margir bændur vildu gjarna hætta
búskap, en treystast ekki til þess, þar sem þeir
hafa hvorki húsnæði né vinnu til að hverfa að i
þéttbýlinu. Rikið mætti gjarna nota eitthvað af
landbúnaðarstyrkjunum til að kaupa jarðir
þeirra á góðu verði og koma þeim úr notkun.
Slik stefnubreyting gerist ekki á augabragði,
svo að vit sé i. Hana þarf að framkvæma hægt og
sigandi, svo að röskunin verði i hófi. Og öllum má
vera ljóst, að núverandi öfgastefna i landbúnaði
hefur gengið sér til húðar. Hún er orðin svo dýr,
að þjóðin hefur ekki lengur efni á henni. —JK
;
Uppbyggingarstarfið i Managua eftir jarðskjálftana þar á jólunum
fyrir tveim árum er embættismönnum ábatasamt.
Reka þjóðar-
búið eins
og eigið
fyrirtœki
Aukin athafnasemi
skæruliða i Nicaragua
hefur ekki orðið til þess
að riðla veldi Anastasio
Somoza forseta. Né
heldur hefur það orðið til
þess að draga úr riki-
dæmi Somozafjölskyld-
unnar, sem farið hefur
með völdin i þessu Mið-
Amerikulýðveldi og rek-
ið það eins og einka-
fyrirtæki væri siðustu 38
árin.
Einu sjáanlegu áhrifin af ráni
ungra vinstrisinna á tveim ráð-
herrum stjórnarinnar i desember
s.l. eru þau, að auknar hafa veriö
öryggisráðstafanir til verndar
mönnum i lykilembættum þjóðar-
innar. Mannræningjarnir flúðu
ásamt félögum sinum, sem þeir
fengu látna lausa úr fangelsum
landsins, til Kúbu, og sennilega
enginn fegnari „undankomu”
þeirra en Somoza sjálfur.
Somoza hershöfðingi, sem er
þriðji liðurinn úr ætt Somoza til
þess að fara með forsetaembætti
Nicaragua, lýsti þvi yfir, að her-
lög giltu i landinu, eftir að ránið
hafði verið framið. Hann hefur
tekið það skýrt fram, að þau muni
gilda meðan rannsókn standi yfir
á þessu máli. Rannsóknin stendur
enn yfir, og virðist ekki að vænta
þess að hún taki enda i bráð. —
Enda lita margir i Nicaragua svo
á, að herlögin séu einungis tylli-
ástæða til þess að geta látið hand-
taka stjórnmálaandstæðinga
Somoza, ef einhverjir skyldu láta
á sér kræla.
Það duldist engum, að ein-
hverjir höfðu af þvi ánægju, þeg-
ar ræningjarnir settu Somoza i
vanda. Stór hópur fólks hafði
safnazt saman á flugvellinum,
þegar ræningjarnir voru að fara
til Kúbu og i þann veginn að láta
gisla sina lausa eftir þriggja daga
stapp. Þetta fólk sýndi með lófa-
klappi og húrrahrópum, að þvi
leiddust ekkert málalokin.
Fáir verða til þess að gagnrýna
stjórnina opinberlega. Naumast
að menn greiði stjórnarandstöð-
unni atkvæði. Slikt sýnist heldur
ekki mjög skynsamlegt gagnvart
stjórn, sem hefur á sinu valdi alla
uppbyggingu landsmanna, hvort
sem það er á vegum þess opin-
bera eða einstaklingsframtak.
Hver, sem vill einhverju koma til
leiðar fyrir sitt umdæmi eða
sveitarfélag, hefur undir stjórn
Somoza að sækja með það.
Sömuleiðis hver sá, ætlar i ein-
hvern rekstur i eigin ábataskyni.
Mönnum er ekki úr minni liðið,
þegar jarðskjálfti lagði meiri-
hluta Managua — höfuðborgar
landsins — i rúst. Þvi var haldið
fram, að Somozafjölskyldan og
herinn hefðu aukið vel viö auð
sinn á hjálpargögnunum, sem
bárust til landsins hvaðanæva úr
heiminum og áttu að vera til þess
að létta neyð borgarbúa. Engar
sönnur voru þá færðar á slikt tal.
Endurbygging Managua er þó
allt að einu greinilega mjög arð-
samt fyrirtæki valdhöfunum. Hún
er öll unnin af verktökum, sem
njóta náðar yfirvalda. Þau deila
út verkefnum á borð við uppbygg-
ingar heilu hverfanna, ibúðar-
húsabyggingar, gatna- og vega-
gerðir, holræsagerðir o.s.frv. —
Þegar ákvörðun skal taka um,
hverjum beri að fela þetta eða
hitt verkið, þá skiptir höfuðmáli
að eiga góða að.
Landskjálftinn hleypti lika
grósku i jarðasölur. Ibúar i út-
hverfum Managua urðu fljótlega
varir við það eftir jarðskjálftann,
að jaröaspekúlantar settu upp
skrifstofur i hverfum þeirra og
keyptuallt þaðland,sem falt var.
Virtist þá litlu skipta, hvað lóðin
kostaði, svo að margur lóðareig-
andi seldi þá fyrir gott verð.
Fyrir uppbygginguna var
ákveðið að færa borgina ögn til.
Gamli miðbærinn leggst niður, og
byggt er út frá úthverfunum.
Óbyggðu lóðirnar á yztu mörkum,
sem spekúlantarnir keyptu háu
veröi, hafa siðan fimmfaldazt,
svo að þeir hafa siður en svo
skaðazt á kaupunum. Þessi lóðar-
sölufyrirtæki eru flest i eigu
Somozaf jölskyldunnar eða
annarra opinberra embættis-
manna.
1 Nicaragua er naumast um það
að tala að menn skiptist i flokka
eftir stjórnmálaskoðunum. Þeir
skiptast meira eftir viðskipta-
hagsmunum.
Efnahagslif landsins er meira
og minna i höndum fjögurra
mmmm
UMSJÓN: G. P.
banka. Það er rikisbankinn, sem
fjármagnar flest fyrirtæki þess
opinbera (og einkafyrirtæki opin-
berra embættismanna og for-
ráöamanna hersins) og þrir
bankar i einkaeign. Þessir þrir
siðastnefndu eru: Banco de Ame-
rica, sem hefur mestalla sykur-
verzlunina i sinum höndum.
Banco Nicaraguense, sem hefur
alla veltu helztu iðngreinar lands-
ins, bruggsins, i sinum höndum.
Og loks Banco de Centroamerica,
sem er i eigu Somoza-fjölskyld-
unnar.
1 stjórnmálum er samkeppnin
ekkert svipað þvi eins hörð og
milli þessara hornstein'a kaup-
sýslunnar.
Sex mánuðir eru liðnir, siðan
Somoza hershöfðingi vann siðustu
forsetakosningar. Hann tryggði
sér sigurinn einfaldlega með þvi
aö banna niu af tiu mótframbjóð-
endum sinum að bjóða fram með
þeirri umdeildu túlkun, að þeir
hefðu brotið og svivirt stjórnar-
skrá landsins, þegar þeir lýstu
þvi yfir, að kosningarnar væru
ekkert annað en skripaleikur.
Eini stjórnarandstöðuflokkur-
inn, sem eftir stóð, var Ihalds-
flokkurinn, en að honum standa
unnendur einstaklingsframtaks-
ins. Stefnuskrá hans svipar i
mjög mörgu til stefnu Frjáls-
lynda flokks Somoza hershöfð-
ingja. Hafði íhaldsflokkurinn sig
litt I frammi i kosningabaráttunni
og hlaut aðeins 5% atkvæða.
Eina áhrifarika andstöðuaflið,
sem upp úr stendur, eftir að
flokkarnir niu voru bannaðir,
liggur hjá byggingaverkamönn-
um höfuðborgarinnar, tólf þúsund
manna stéttarfélagi.
En mestur hluti þeirra tveggja
milljóna manna, sem búa i
Nicaragua, eru fátækir smá-
bændur. Og úti i dreifbýlinu, þar
sem þeir eru undir ströngu eftir-
liti einskonar lénsfógeta, sem
hafa þjóðvarðliðið til taks, greiða
allir Somoza atkvæði sitt. — 1
siðustu kosningum t.d. buðust
kjósendum þau kostakjör, að fá
að greiða atkvæði sitt frammi
fyrir einhverjum trúnaðarmanni
Frjálslynda flokksins og fá i stað-
inn kort, sem lýsti þá stuðnings-
menn Somoza. Þetta tækifæri
notuðu auðvitað margir sér.
Somoza forseti tryggir sér
stuðning hersins, sem er hverjum
stjórnvöldum á þessum slóðum
lifsnauðsyn, með þvi að deila bitl-
ingunum á milli foringjanna. Er
þarna bróðurlega skipt á milli, og
enginn fær einn að sitja að kök-
unni lengi, heldur er farið eftir
röö og skipzt á. — Höfuðsmaður
getur gengið að þvi vísu, að eftir
kannski þrjú ár kemst hann að
sem yfirmaður tollþjónustunnar
á alþjóðaflugvellinum (sem um
þessar mundir er i höndum
yngsta sonar forsetans), en það
þykir einhver ábatasamasti bitl-
ingurinn.
Eina andstaðan, sem risið
hefur með vopnum gegn Somoza-
fjölskyldunni, eru vinstrisinnaðir
skæruliðar, sem virðast ekki hafa
miklu fylgi að fagna. Þeir eru fá-
mennir. Um fjörugga ára bil létu
þeir ekkert á sér kræla, en hafa
nú tekið til hendi aftur.
Þessi mynd var siður en svo táknræn fyrir veldi Somoza-ættarinnar,
sem stendur með miklum blóma, þótt styttan af Luis Somoza, fyrrum
forseta (föður Anastasio Somoza), hafi fallið i jarðskjálftunum á að-
fangadaginn 1972.