Vísir - 18.02.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 18.02.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Þriðjudagur 18. febrúar 1975. 7 ,/Ég er karl °9 má Karlinn er i átvinnu sinni svo „töff”, harður og óhræddur, að það nálgast heimsku — eða þrælkun. Fleiri karlmenn vinna i námum og á hættulegum vinnustöðum en kvenmenn. En — karlmaðurinn er hræddur, segir Marit Paulsen. Hræddur við eitrun, slys og fleira. En hræðslan er inni- byrgð. Gegnumgangandi svar i viðræöum Paulsens er: „Svona getur maður ekki hugsað, þá verður maður vitlaus.” Þetta er svo að vera harður. Hættulega vinnan er aðeins betur borguð, og maður er karlmaður og á að sjá fyrir fjölskyldunni. Karlinn er alinn upp i þvi að vera veiðimaður. Hann veiðir með sama kjarki og gleði; konur, völd og peninga. 1 sænska karlmanninum leynist lika ofurlitil hermaður — sem sér fyrir heimili og fósturjörð. Hann „sleppur” við að sjá um börnin. Hann á aðeiga frumkvæðið i rúminu. Og hvernig er það með kynlifið? Jú, nokkuð slæmt. 1 samtölunum i bók Paulsens er greinilegt að karlmennirnir hafa litið hugsað út i það i hjónabandi sinu: „Það veit ég ekki. Þetta hef ég aldrei hugsað um”j er gegnumgangandi svar. Þeir imynda sér margir, að góður elskhugi sé sá, sem liggur með sem flestum. Sumir kvarta yfir þvi, að það sé eins og ætlast sé til þess af þeim, að þeir séu Flestum finnst þeir lika bera ábyrgðina hvað viðkemur fjárhag fjölskyldunnar. Jafnvel þó að eiginkonurnar leggi lika fram tekjur. Hvað með börnin? Margir af þeim, sem rætt var viö, viðurkenna að sambandið á milli barnsins og móður þess sé betra. „Það hefur verið þannig frá upphafi, þar sem hún var heima......” Og flestir segja, að móðirin sé betri uppalandi. „Það er vegna hormóna, uppeldis og innsæis..” Nokkrir standa meira að segja i þeirri meiningu að sársaukinn við að.fæða barn auki móður- ástina. Að verða faðir — það er aö búa til barn og sjá fyrir þvi. Punktur og basta. Hvernig lita svo karl- mennirnir á hjónaband? Flestir álita hjónabandið vera þjón- ustumiöstöð og tryggingu gegn algerum einmanaleika. Vesa- lings þögli einmana karlinn sem brotnar frekar niður en að beygja sig. Þvi margir brotna niður þegar hjónabandið fer út um þúfur. Og þegar það gerist skilja þeir ekki neitt. Allt var jú svo gott. Hann vann, þénaði peninga og sá fyrir heimilinu. Yfir hverju var hægt að kvarta? Allur heimur karlmannsins hrynur i rúst, þegar hjóna- bandið leysist upp. Samfélagið ekki segja nei.../' r iiniim í = SÍÐAIM i Umsjón: Edda Andrésdóttir = — Ný sœnsk = bók I W ,/Rétturinn 1 að vera él manneskja" J W — Framlag J I Svíþjóðar til f I. kvennaórsins J Karlmaöurinn. Bak viö þetta orö felst eitthvað hávaxiö (minnst 180 sm) herðabreitt og hugaö. Dimm rödd, stutt hár og gjarnan svolitiö hár á bringu. Eitthvaö, sem er sterkt, getur lyft þungum hlutum, eitthvað, sem hægt er aö halda I höndina á, sem alltaf hefur úrlausnir á reiöum höndum, sem sér um fleiri persónur en sjálfan sig. En ekki nærri allir karlmenn eru 180 sm. Alls ekki margir eru loðnir á bringunni. Margir eru hræddir og óöruggir. Margir eru einmana og i dag er karlmaður- inn ekki eingöngu fyrirvinnan. Hann deilir þvi með kvenmann- inum. Þetta er þó sú mynd af karl- manninum, sem hann — méð eða á móti vilja sinum — berst á móti. Þannig segir Marit Paulsen meðal annars frá i nýrri bók sinni „Rétturinn að vera mann- eskja”, en bók þessi er sögð framlag Sviþjóðar til kvenna- ársins. Marit Paulsen vann að bók þessari ásamt eiginmanni sinum Sture Andersson og Georg Sessler. Til þess að skrifa bókina áttu þau langar viðræður við 50 karla úr óliku umhverfi, atvinnu og stéttum. En látum okur kikja svolitið i þessa bók: Veröld karlmannsins er i fyrsta lagi hættuleg. Meira en helmingi fleiri karlmenn deyja af slysförum. Lungnakrabbi og hjartaslag er algengara meðal þeirra. Og karlmenn fremja flest sjálfsmorð. sifellt á eftir kvenfólki — annars séu þeir bara leiðindapúkar. Karlir.n á að veiða, hann á að eiga frumkvæðið i kynlifi, alveg eins og það er hann, sem á að bjóða upp i dans. Það er langt frá þvi, að allir karlar séu ánægöir með þetta hiutverk. En umhverfið, uppeldið og fleira veldur þvi, að þeir hugsa margir sem svo: „Ég er karl, og má ekki segja nei...” Karlmaðurinn i bók Paulsens virkar einagraður og næstum fáfróöur um heiminn i kringum sig. Hann virðist ekki hafa við neinn að tala nema eiginkon- una. Hann á kunningja, en það er ekki hægt að tala vlð þá um allt. Aðeins fjórir af þeim 50, sem talað var við, áttu raun- verulega vini. En eiginkonuna sem er heima, virðist karlinn ekki heldur þekkja vel. 1 sumra augum er hún næsta dularfull manneskja, sem þeir þekkja ekki. Þeir telja sig þó vita að hún á auðveldara meö að „skilja”, sjá um börnin og vera „bllð”. Heima gerir hún sitt og hann sitt. Flestar eiginkonur þeirra sem rætt var við, vinna úti með heimavinnunni. Meirihluti karlmannanna trúir þvi ekki, að kvenmaðurinn vilji losna við heimavinnuna. „Hún gerir þetta betur og fljótar en ég.” — „Hún fer bara yfir það aftur, þó ég geri það, það er engin vit- leysa”. Þannig hljóða svörin. hjálpar honum heldur ekki. Hann skilur oftast við börnin, hann verður oftast að yfirgefa heimilið,og stundum megnar hann ekki að verða sér úti um annað. Stundum getur hann það jafnvel ekki fjárhagslega séð. „Þetta hljómar kannski viðkvæmnislega, en er bitur sannleiki”, segir Marit Paulsen. „Þegar allar falskar hugmyndir um kraft, styrk og öryggi hrynja, er ekkert eftir nema mjög einmana manneskja, sem hefur engan til að tala við.” Þegar eiginkonan fer fram á skilnaö, er allt, sem hann trúði á og vann fyrir, horfið. Miðaldra karlmaður i dag á litið sameiginlegt með ungum, eldfjörugum, glæsilegum manni I auglýsingu eða herrablaöi, sem hendist á milli lúxusbila og kvenfólks. Spurningin er lika, hvort hann hefur nokkurn tima átt það. Þaö eru til karlmenn sem hræðast konuna i dag. Þeir hræðast kvenmanninn, sem gerir það gott i stöðu sinni, þénar peninga og einfaldlega sér um sig sjálf. 57 ára gamall fjölskyldu- maður sagði i sænskum sjónvarpsþætti fyrir stuttu um feður sem vinna heima: „Fyrst fannst manni þeir hlægilegir þessir, en þegar maður hugsar út i það, þá sér maður, að það er mikils virði. Að vera með börnunum, á meðan þau eru litil.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.