Vísir - 19.02.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 19.02.1975, Blaðsíða 1
VÍSIR 65. árg. Miðvikudagur 1!(. febrúar 1975 — 42. tbl. MEÐ HUNDRUÐ ÞÚSUNDA Á ÞAKINU Komið var inn á lögreglu- stöðina í Miðbænuni i gær meö kvenveski, er vegfarandi hafði fundiö liggjandi i miðbænum. Þegar nánar var að gáð, reyndust hundrað og fimmtiu þúsund krónur vera i veskinu i reiðufé, og verðbréf og aðrir pappirar upp á mun hærri upphæðir. Meðai annars var citt verðbréf upp á sex hundruð þúsund. Veskið komst fljótt til skila. Eigandinn reyndist vera kona, sem tapað hafði veskinu af þaki bils sins. Hún hafði lagt bil sinum i miðbænum. Þegar hún hugðist leggja af stað i bilnum á ný, lagði hún veskið upp á þakið á meðan hún opnaði bilinn með lykli. Þar gleymdi hún svo veskinu. Um leið og hún ók á brott féll veskið af bilnum, án þess að konan yrði þess vör. Aftur á móti tók hún fljótlega eftir þvi, að veskið var hvergi að finna, og eftir nokkra leit ákvað hún að snúa sér til lögreglunnar. Þar var veskið að finna með öllu innihaldi i öruggri vörzlu lögreglunnar. -JB. Hafa bjargað um 7000 manns — sjá bls. 3 • RÍKIÐ MESTI ALKÓHÓL- ISTINN - BAKSÍÐA Framsókn er þá miðflokkur — baksíða Tveir menn fuku ofan af húsþaki — baksíða Stálu 28 málverkum 28 málverkum var stoliö úr sýningarsal nútimalistar i Milanó, en til þess þurftu þjófarnir að sjá við þjófa- bjöllu-kerfi listasafnsins. Meðal mynda, sem saknað er, eru nokkrar eftir meist- ara, Cezanne, Van Gogh, Renoir, Corot og Gauguin. — Þýfið er metiö á 3,5 milljónir sterlingspunda. Vaknaö hefur grunur um, að veröir safnsins hafi tekið þjófabjöllurnar úr sam- bandi, þvi að þær höfðu oft gabbaö þá, vegna þess hve viðkvæmar þær eru og fara i gang af minnsta tilefni. — Fimm vörðum hefur verið vikið úr starfi, grunaðir um að hafa sofið — i orðsins fyllstu merkinu — á verðin- um. Þjófar hafa látið greipar sópa um listasöfn itala að undanförnu. Aðeins ellefu dagar eru liðnir siðan ómetanlegum listaverkum var stolið úr Ducalsafninu i Urbino. Sjá bls. 6. AÐEINS 160 MILLJÓNIR EFTIR AF GEYMSLUFÉNU óttast Innflytjendur nýjar álögur ,,Ég var sofandi, þegar ég fannst I lauginni,” sagði Halldór ólafsson, 6 ára, þegar viö hittum hann á Borgarspitalanum i morgun. Kenndi skátaflokknum blástursaðferðina í vikunni: BJARGAÐI DRENG í SUNDLAUGUNUM í GÆR Skátarnir, sem voru að æfa sig f blástursaðferðinni i vik- unni, áttu alls ekki von á þvi að þurfa að gripa til hennar i bráð- ina. Að minnsta kosti ekki þótt þeir brygðu sér i sundiaugarnar svona að gamni sinu. En sú varö raunin á I gærdag. Magnús Gylfi Þorsteinsson, 17 ára skátaforingi, brá sér i sund- laugarnar i gær með skátaflokk sinn og bjargaði þar 6 ára dreng frá drukknun, Halldóri Páls- syni, sem við hittum á Borgar- spitalanum i morgun. Var hann hinn hressasti eftir atvikum. ,,Ég veit ekki hvenær ég fæ að fara heim,” sagði hann, ,,en ég fer ekki i sundlaugar nærri strax aftur. Ég má það ekki.” „Ég vissi ekki hvað var djúp laug og hvað var grunn laug. Er þetta allt saman djúpt? Ég var sofandi þegar ég fannst i laug- inni.” „Einum i flokknum datt i hug að við skryppum i laugar,” sagði Magnús Gylfi, þegar viö hittum hann i Menntaskólanum i Reykjavik i morgun, þar sem hann er við nám. „Við æfðum blástursaðferð- ina i vikunni, og strákarnir kunna hana núna mjög vel. 1 lauginni sá ég svo dreng liggj- andi á botninum, en ég hélt fyrst að hann væri bara að kafa eftir lyklinum að búningsskápnum sinum eða einhverju. Ég pikk- aði i hann, en hann hreyfði sig ekki.” „Hann var orðinn blár þegar ég tók hann upp og hættur að anda. Hann hafði verið spölkorn frá bakkanum og ég fór með hann að bakkanum. Ég botnaði og hélt honum upp úr, og blés i hann á meðan. Það var farið að korra i honum, þegar ég rétti verðinum hann. Eftir að vörður- inn tók hann, heyrði ég, að hann fór að gráta.” — Hefurðu lent i þvi að bjarga einhverjum áður? „Nei, ég get varla sagt þaö. Einu sinni dró ég þó strák upp úr tjörninni. Hann var á skaut- um og gat ekki stöðvað sig. Hann stefndi svo beint á anda- pollinn og fór út i. Ég gat dregið hann þaðan upp úr. En það var nú ekki merkilegt.” —EA Litið er nú eftir af geymslufénu, sem tekið var af innflytjendum. Mikið er um það talað, að slikt gjald verði hugsanlega lagt á að nýju til að skera niður innflutning enn frekar en gengisfellingin og aðrar aðgerðir hafa gert til þessa. Stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um þetta, að minnsta kosti ekki enn. Aðeins eru 160 milljón krónur eftir af geymslufénu, og verður það borgað innflytjendum til baka á næstunni og uppurið i marzlok. Gjaldið var fimm prósent i desember og siðan af- numið. Geynsluféð varð mest um einn milljarður i haust. Gjaldiö, sem var lagt á i júni, júli og ágúst, var 25%. Það lækkaði i 20% i september, 15% i október og 10% i nóvember. Innflytjendur óttast, að gjaldið verði tekið upp að nýju, og hafa háar tölur heyrzt nefndar, svo sem 35% og jafnvel 50%. Eins og fram hefur komið i blaðinu, hafa i n n f 1 y t j e n d u r andmælt álagningarreglum, gengisfellingu og gengissigi, sem hefur skert hlut þeirra að undanförnu. Eins og kunnugt er var gjaldið tekið af gjaldeyri, sem fenginn var til að flytja inn vörur og tók Seölabankinn féð að láni um þriggja mánaða skeið og endur- greiddi siðan með lágum vöxtum. -HH. ,,Við æfðum blástursaöferöina I vikunni og svo stakk einn upp á þvi að við skryppuni i laugarnar”, sagði Magnús Gylfi Þorsteinsson.sem fann Halldór. Stórskytta Víkings tii Hamborgar — sjó íþróttir í opnu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.