Vísir - 19.02.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 19.02.1975, Blaðsíða 5
Vísir. Miövikudagur 19. febrúar 1975. 5 RGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjótl: G.P. Olíulekinn drap sjávargróðurinn Olian, sem lak úr strandaða oliuskipinu á Magellansundi i fyrrahaust, mun hafa mengað um 65 km strandlengju á suðurodda Suður-Ameriku. Taliö er, að 40 þúsund fuglar hafi oröið oliubrák- inni að bráð, sjávarlif hafi drepist á þessu svæði og fiskimið eyðilögö i að minnsta kosti eitt ár. „Áhrif oliulekans munu vara i tiu ár að minnsta kosti, og munu jafnvel ósérfróðir menn geta séð ummerki hans næstu fimm árin,” segir dr. Roy Hann, bandariskur visindamaður, sem stjórnað hef- ur athugunum á skaðanum. Olian kom úr risaoliuskipinu „Metula” frá Hollandi, en það strandaði við strönd Chile 9. ágúst með 1,6 milljón tunnur af hráoliu frá Saudi Arabiu. — Tókst að bjarga þrem fjórðu hlutum farmsins, en hinn hlutinn er á fjörunum undan Tierra del Fuego. Þessi oliuleki er sagður sá versti siðan oliuskipið „Torrey” missti 117 þúsund lestir af oliu i Ermarsund 1967. Allt að tiu sentimetra þykkt lag af oliu þekur strandlengjuna á 65 km kafla. Allt á tjó og tundri Eins og hráviði liggja rústir húsanna i Fort Valley eftir fellibylinn, sem gekk þar yfir í gær. Á myndinni hér fyrir ofan, sem tekin var úr lofti yf ir Fort Valley, eftir að fellibylurinn var genginn yf ir, sést greinilega hvílíkur feiknar eyðilegg- ingarkraftur er fólginn í þessum hamförum. — Einn maður beið bana og þrjátiu og fimm slösuðust í ósköp- unum. Faríð að krauma í olfukötl- unum Iranskeisari varar við andstöðu gegn olíuframleiðendum. — Forseti alþjóða orkuróðsins leggur til helmings verðlœkkun á olíu Valery Giscard D’Estaing, Frakklandsforseti, mun i dag leita eftir stuðningi Bandarikja- manna við tillögu hans um al- þjóða oliuráöstefnu. Verður það helzta mál á dagskrá I viðræð- um hans i dag við Henry Kissinger utanrikisráðherra USA. Kissinger lét þó á sér skilja i gærkvöldi, eftir að hann hafði setið á fundi með starfsbróður sinum, Jean Sauvagnargues, að hann væri ekki alls kostar viss um ágæti hugmyndar Frakka um eina allsherjarráðstefnu oliukaupenda og oliuseljenda. Bandarlkjamenn hafa lagt til, að oliuneytendalöndin haldi fyrst fund, þar sem reynt verði að ná samstöðu áður en setzt verði andspænis oliuseljendum. Og það er einmitt tilgangur- inn með næsta fundi alþjóða orkuráðsins (sem stofnað var að tilhlutan USA), sem halda á i Paris 6. og 7. marz n.k. En Frakkar hafa ekki viljað gerast aðilar að orkuráðinu. Telja þeir hættu á þvi, að það yrði túlkað sem andstaða við oliuseljendur. Oliuseljendur hafa lýst yfir stuðningi sinum við hugmynd D’Estaings Frakklandsforseta um allsherjarráðstefnu, eins og t.d. lranskeisari i siðustu viku. Varaði lranskeisari Bandarikin og aðra oliukaupendur við að aðhafast nokkuð það, sem borið gæti keim af andstöðu við oliu- framleiðslulöndin. Eftir fund þeirra Kissingers og transkeisara i Zurich i gær, sagði sá siðarnefndi, að þeir hefðu rætt um tillögu Kissingers um hámarks- og um leið lág- marksverð á oliu. Sagði keisar- inn, að oliuframleiðendur væru litt hrifnir af hugmyndinni um að lækka oliuverðið. Varaði hann jafnvel við þvi, að olian kynni að hækka enn i verði, ef Vesturiönd hefðu ekki hemil á verðbólgunni. Að baki hugmynd Kissingers um að fastákveða verð á oliu til langs tima liggja þau sjónar- mið að verja oliukaupendur gegn tiðum verðhækkunum annars vegar, eða þá undirboði á oliu. Til hins siðarnefnda væri hugsanlegt fyrir oliuframleið- en.dur að gripa, ef þeir sæju. að oliuneytendur væru á leiðinni með að verða sér úti um annan orkugjafa. Með miklum undir- boðum mætti kæfa i fæðingu til- raunir til þess að finna annan orkugjafa en oliu. — Kissinger hefur hins vegar ekki nefnt neinar tölur um slikt hugsanlegt fastaverð á oliunni. Menn hafa þó látið sér detta i hug sex eða sjö Bandarikjadali fyrir oliufat- ið. Etienne Davignon, greifi, sem settur var forseti alþjóða orku ráðsins, hefur nú hins vegar lagt til, að fastaverð oliu verði ákveðið 4 1/2 dollar oliufatið. Það er meira en helmingi lægra verð en nú er á heimsmarkaðn- um. — A þessi róttæka tillaga greifans vafalaust eftir að vekja hastarleg viðbrögð oliufram- leiðenda. Frelsuðu fortngja sinn úr fangelsi Vopnaðir skæruliðar réðust til inngöngu i fangelsi i Alessandriu á ttaliu i gær og frelsuðu þaðan leiðtoga hinna svonefndu „Rauð- liða” á italíu. Fjórir menn og ein kona rudd- ust inn i fangelsið og höfðu með sér hinn 33 ára Renato Curcio, sem handtekinn var i sept. s.l., sakaður um að veita forystu ofstækissamtökum skæruliða vinstrimanna. „Rauðliðarnir”, sem eru um- svifamestir vinstri öfgasinna, voru á forsiðum blaða, þegar þeir rændu Hario Sossi dómara i Genúa i april i fyrra. Honum var sleppt mánuði siðar. Lögreglan segir að skæru- liðarnir hafi barið að dyrum á fangelsinu. Vörðurinn, sem gætti að hverjir væru þar á ferð, starði beint inn i byssuhlaup, þegar hann opnaði dyrnar. Flokkurinn ruddist framhjá honum inn. Tveir skæruliðanna skáru sundur simalinur, meðan hinir tveir hlupu um fangelsisganginn og æptu: „Hvar er Curcio?” — Hann var þá ekki lokaður inni i klefa sinum, heldur gekk strax i liö með félögum sinum, og forð- uðu þau sér burt i bifreið. Hundruð lögreglumanna hófu leit að þeim, jafnt úr lofti sem á jörðu niðri, en þau voru ófundin, þegar siðast fréttist. Kvpur-Grikkir hafa fariö mót- mælagöngur til að lýsa óánægju sinni með sjálfstæðisyfirlýsingu tyrkneska þjóðarhlutans á Kýp- ur. Forseti þeirra, Makarios, liefurtekið þátt i mótmælunum, og er þessi niynd tekin á dögun- um við slikt tækifæri. Kýpur á dagskrá Fulltrúar þeirra rikja. sem sæti eiga i öryggisráði Samein- uðu þjóðanna, ræðast við fyrir luktum dyrum i dag til undir- búnings þvi, að öryggisráðið komi saman að beiðni Kýpur. Tilefnið verður einhliða yfirlýs- ing tyrkneskra ibúa Kýpur um stofnun sjálfstæðs rikis á norð- urhluta eyjarinnar. *Liklegt þvkir, að öryggisráðið komi saman til fundar á morg- un. eða jafnvel siðar i dag. Fyrstur á mælendaskrá vrði þá væntanlega Glafkos Clerid- es, forseti þingsins á Kýpur. Mun hann fordæma aðgerðir Kýpur-Tyrkja. Við þvi er búizt, að Vedat Cel- ik, sem fer með verzlunarmál i hinni nýmynduðu stjórn Kýpur- Tyrkja, verði leyft að taka þátt i umræðum öryggisráðsins. NIGHTINGALE Á BANKASEÐLI Bretarætla ekki að gera það endasleppt viö konurnar á al- þjóðlega kvennaárinu. Fyrst kusu þeir frú Thatcher fyrir formann thaldsflokksins, og á ntorgun verður gefinn út pen- ingaseðill nteð ntynd af helztu kvenhetju Englendinga. A nýjum tiu punda seðli Englandsbanka veröur prent- uð mynd þeirrar konu, sent byltingu olli i liknar- og hjúkr- unarstörfuni fyrir 120 árum. Florence Nightingale verð- ur fyrsta konan — ef frá eru taldar Englandsdrottningar — sem prýðir sterlingspundiö. „Konan með lantpann" var hún kölluö, þegar hún gekk á milli sjúkrabeða særðra brezkra hermanna i Krim- striðinu 1854 til 1856.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.