Vísir - 19.02.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 19.02.1975, Blaðsíða 4
Vísir. Miövikudagur 19. febriíar 1975. BILAVARA- HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ M.a. Benz sendiferðabíl 319 Rússajeppa Austin Gipsy Willys Station BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9-7 alla virka daga og 9-5 laugardaga. Laus lögregluþjónsstörf Tvö störf lögregluþjóna i Húsavik, til nokkurra mánaða fyrst um sinn, eru laus tii umsóknar strax. Umsóknarfrestur er til 5. marz nk. Nánari uppl. gefur undirrit- aður i sima 96-41303 og 96-41549. F.h. sýslumanns Þingeyjarsýslu, bæjarfógeta Húsavikur, Björn Halldórsson yfirlögregluþjónn. Smurbrauðstofan Njálsgötu 49 — Simi 15105 REUTER AP/NTB ORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I M Símafélögin hlera líka almennings- simana Simahleranir opinberra aöila i Bandarikjunum hafa vakið kurr meöal almennings þar, sem litið mun lægja viö þau tiðindi, er i gær urðu kunn. Nefnilega aö einka- fyrirtæki hafi tekiö upp á þvi að hlera almenningssimtöl. William Caming, aðallög- fræðingur eins stærsta sima- félags Bandarikjanna, ATT, vitnaði um það fyrir þingnefnd i. gær, að félagið hefði hlerað 1.800.000 simtöl. Segir hann, að þetta hafi verið gert i tilraun til Opinberir starfsmenn í verkfalli í Kanada Opinberir starfsmenn I Kanada eru komnir I allsherjarverkfall, sem þegar hefur leitt til þess, að póstburður er kominn I mesta ólestur og allar flugáætlanir farn- ar úr skorðum. Félagar i bandalagi opinberra starfsmanna i Kanada lögðu nið- ur vinnu i gær, þegar samninga- viðræður sigldu i strand á mánu- daginn. Af þvi hefur leitt m.a., að útskipun hveitis i hafnarborgum á vesturströndinni hefur alveg stöðvazt. Loka varð flugvellinum i Winnipeg i tvær og hálfa klukku- stund i gær, þegar starfslið vallarins lagði niður vinnu. Gátu flugvallarstjóri og flugumferðar- stjórnin ekki ein mokað snjóinn af flugbrautunum, svo að völlurinn lokaðist. þess að komast fyrir notkun á falspeningum i simasjálfsölum. Hafa verið brögð að þvi, að óvandir menn beiti brögðum til þess að losna við að setja peninga i sjálfsalana, einkanlega i lang- linusamtölum. Lögfræðingurinn sagði ennfremur, að félagið hefði beitt ýtrustu varkárni til þess að halda samtölunum leyndum, og hefði reyndar ekki verið hlerað eftir þvi, hvað simnotendunum fór á milli. Þingnefndin vinnur að athugun á þvi, hvað hæft sé i fullyrðingum blaða um, að milljónir simtala almennings hafi verið hleruð. Jafnframt grefst hún fyrir um það, hverja aðstoð simafélögin veita opinberum aðilum við hlerun sima einstakra manna. Lögfræðingur ATT sagði, að það hefði verið með vilja dóms- málaráðuneytisins, sem sima- félagið tók upp hleranir á almenningssimum i von um að stöðva simasvindlið’ Negraprmsessan sögð á lífi í Kenya Elizabet Bagaya, prin- sessa af Toro og fyrrum utanríkisráöherra Uganda, er komin til Kenya, eftir þvi sem út- varp Uganda skýrði frá i gær. Menn minnast þess, að Idi Amin, Ugandaforseti, vék prin- sessunni úr starfi og bar við óreiðu hennar i meðferð opin- bers fjár og að hún hefði haft kynmök við ókunnugan Evrópu- mann á snyrtiherbergjum Orly- flugvallar i Paris. Prinsessan var hneppt i stofufangelsi og Jivarf af sjónarsviðinu i svo langan tima, að menn óttuðust, að hún væri ekki lengur lifs. En samkvæmt Uganda-út- varpinu á hún að hafa farið til Kenya fyrir tveim vikum. Er hún sögð dvelja hjá bróður sin- um, sem starfar þar. Uganda-útvarpið segir, að hún hafi hringt frá Kenya i gær til Amins forseta til að tjá hon- um hluttekningu sina vegna frá- falls föður hans, sem lézt i sið- asta mánuði. ☆ GALLABUXUR ☆ FLAUELSBUXUR UTSALA - UTSALA * OAUABUXUR & DENIMBUXUR * FLAUELSBUXUR * VINNUSKYRTUR ☆ NÝJAR VÖRUR TEKNAR FRAM DAGLEGA ☆ Stórlœkkað verð VINNUFATABÚÐIN LAUGAVEGI 76 - HVERFISGÖTU 26

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.