Vísir - 19.02.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 19.02.1975, Blaðsíða 9
Vísir. Miövikudagur 19. febrúar 1975. Vísir. Miövikudagur 19. febrúar 1975. Sýnir Norður- landaróð viljann í verki? Á þingi Norðurlandaráðs, sem nú stendur yfir hér i Reykjavik, verður i dag eða á morgun tekin fyrir i einni nefndinni umsókn Islands — nánar tiltekið umsókn Knattspyrnusambands ts- lands — um ferðastyrk fyrir unglingalandslið íslands — drengi 14 til 16 ára, á fyrsta Norðurlandamót pilta á þessum aldri, sem fram á að fara i Finnlandi i sumar. Biða forráðamenn KSl spenntir eftir þvi að vita, hvort nefndin eða þingið sýni vilja sinn i verki i þetta sinn. Ferðakostnaður liðsins á þetta mót, er um 900 þúsund krónur, og er það mikill baggi fyrir KSt að bera, auk annars kostnaðar. Yrði það þvi örugglega vel þegið, ef eitthvað jákvætt kemur út úr umsókninni. tsland verður með tvö unglingalið i ár — yngra og eldra lið. Fyrirhugað er að fá tvo af erlendu þjálfurunum, sem hér verða i sumar, til að sjá um þau i samráði við þá Lárus Loftsson, sem verður með eldra liðið og Guðmund Þórðarson, sem verður með það yngra. Tony Knapp verður liklega með karla- landsliðið eins og i fyrra, en ekki hefur verið gengið frá neinum samningum á milli hans og KSt um það, og hann ekki gefið ákveðið svart um, hvort hann tekur stöðuna. -klp- Landsliðið valið gegn Júgóslövum Kinvaldurinn i hand- boltanum — Birgir Björns- son — mun i dag tilkynna landsliðið, sem á aö leika fyrri leikinn gegn Júgóslaviu i Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Trúlega stillir hann upp svipuöu liði og i Noröur- landamótinu á dögunum, enda enginn timi veriö til að gera stórar breytingar að undanförnu, þar sem ts- landsmótið hefur veriö keyrt á fullu og engin glufa til aö vera meö landsliösæfingar. Umsjón: Hallur Símonarson Einar Magnússon með Hamborg nœsta vetur — Fer utan eftir síðasta leik Víkings í íslandsmótinu til að ganga fró samningi við vestur-þýzka liðið Hamburger Sport Verein tslenzku leikmennirnir Guögeir Leifsson, til vinstri, og Atli Þór Héöinsson eru I góöum höndum á Skotlandi — hjá dönsku hjónunum LIsu og Erik Sörensen, en Erik hefur mikla reynslu að baki i skozkri knattspyrnu. Lék með Morton og Rangers og er nú framkvæmdastjóri Mortons — og ekki eru nema eitt til tvö ár siðan hann lék i danska landsliösmarkinu. Myndin að ofan var tekin á heimili Sörensen-hjón- anna —strákarnir eru að venja sig á tedrykkjuna. islcnzkur handknattleikur verður einni stjörnunni fátækari næsta vetur. Þá mun Einar Magnússon — Vikingurinn skot- fasti — ekki vera hér til að ylja handknattieiksunnendum um hjartarætur, en þess i stað munu Vestur-Þjóðverjar fá ánægjuna af þvi að horfa á hann leika. Einar hefur fengið tilboð um að leika með vestur-þyzka 1. deildarliðinu SV Hamburg, sem leikur i norðurdeildinni, eða sömu Guðgeir lagði upp sigur- mark Morton í gœrkvöldi — Var með allan leikinn, en Atli Þór Héðinsson kom inn ó í síðari hólfleiknum, sem var só grófasti, sem þeir félagar hafa tekið þótt í um dagana. Guðgeir Leifsson átti stórleik með skozka liðinu Morton, er hann og félagar hans — þar á meðal Atli Þór Héðins- son — sigruðu Clyde á útivelli með 2 mörkum gegn 1 i 1. deildar- keppninni i gærkvöldi. Guðgeir átti allan heiðurinn af sigurmarki Morton i leiknum. Það kom skömmu fyrir hálfleik, en þá var staðan 1:1. Var Clyde, sem átti meira i leiknum fyrstu 20 minúturnar, fyrri til að skora. Hann fékk boltann á sinum vallarhelming — lék á nokkra leikmenn Clyde — og gaf siðan fyrir markið, þar sem einn félagi hans var vel staðsettur, og skallaði i netið. Guðgeir vildi litið úr þessu gera, þegar við töluðum við hann i morgun — sagðist að visu vera nokkuð ánægður með sitt fram- lag enda væri hann að komast i góða æfingu. Aftur á móti var hinn danski framkvæmdarstjóri Morton óspar á hrósyrðin og sagði, að hann hefði átt stærstan þátt i sigrinum. „Þessi leikur er sá harðasti, sem ég hef spilað um ævina”, sagði Guðgeir. „Einn úr okkar liði rifbeinsbrotnaði eftir spark i siðuna, og menn voru með takka- förin langt upp eftir baki, þegar leiknum lauk. Þeir voru gjörsam- lega snarbrjálaðir þessir Clyde- menn i siðari hálfleik, og dómarinn réði ekki við neitt. Fór leikurinn 10 minútum fram úr áætlun vegna meiðsla og annarra tafa. Þetta voru mjög dyrmæt stig fyrir okkur.Viðteflum upp á að komast i eitt af 10 fyrstu sætun- um, en það þýðir aftur 1. deildin næsta ár.” Atli Þór kom inn á i siðari hálf leik, en hann hefur einnig leikið með aðalliðinu i undanförnum leikjum. Um helgina fór Morton yfir til Englands og lék þá með hálfgert varalið á móti Watford. Jafntefli varð i þeim leik 0:0. Guðgeir og Atli Þór léku þá báðir með allan timann og stóðu sig vel. Guðgeir lét vel af sér hjá Morton — sagðist örugglega verða þar út þetta timabil og jafnvel lengur. Eiginkona hans er komin til hans ásamt tveim börn- um og fá þau ibúð i þessari viku. En þegarhefur félagið séð honum og Atla Þór fyrir bil til eigin af- nota. Morton á erfiðan leik um næstu hélgi — mætir Dundee á heima- velli —ogerbúizt við, að báðir Is- lendingarnir verði með i þeim leik. Við sigurinn færðist Morton upp i 14. sæti i 1. déildinni skozku — hefur 19 stig eins og Airdrie, en lakari markatölu. Greinilegt er, að það verður mikil barátta hjá mörgum liðum um 8.9. og 10 sætið i deildinni — en nokkuð öruggt, að Rangers, Celtic, Hibernian, Dundee Utd., Hearts, Aberdeen og Dundee verði i sjö efstu sætun- um. Siðankemur Ayr með 23 stig, Motherwell 22, St. Johnstone og Partich með 21 stig, Dunfermiline 20, og Airdrie og Morton 19. Clyde og Kilmarnock hafa 18 stig, Dumbarton 14 og Arbroth 13 stig. Þá má geta þess, að þetta var annar útisigur Morton á leiktima- bilinu — i þrettán leikjum. Tveir unnir, fjögur jafntefli og sjö tap- leikir. Heima er liðið með 50% árangur, 4-3-4. -klp- Leeds komst í sjöttu umferð ó sjólfsmarki landsliðsbakvarðar — og leikur þó við Ipswich í Austur-Anglíu. Middlesbro vann Peterbro í bikarkeppninni - en Tottenham er að komast í alvarlega fallhœttu í 1. deild Enski landsliösbak- vörðurinn David Nish hjá Derby kom Leeds í sjöttu umferð ensku bikar- keppninnar í gærkvöldi, þegar honum urðu á hræðileg mistök átta minútum fyrir leikslok. Sendi þá knöttinn i eigið mark. Það var eina markið í leiknum. Skozki landsliðsútherjinn hjá Leeds, Eddie Gray, átti þá lausa spyrnu að marki Derby og engin hætta virtist yfirvofandi — þar til Nish greip inn I' Hann ætlaði að spyrna knettinum frá, en tókst ekki betur en svo, að hann lyfti honum yfir markvörð sinn. Derby hafði verið heldur betra liðið i miklum baráttuleik — en vörn Leeds stóð fyrir sinu, enda Normann Hunter kominn á sinn gamla stað sem miðvörður. Þá komst Middlesbro einnig i sjöttu umferð igærkvöldi — vann Peterbro úr 3. deild örugg- lega á heimavelli 2-0. Alan Foggon skoraði bæði mörk Middlesbro — en Peterbro, lið Noel Cantwell, áður fyrirliða irska landsliðsins og Manch. Utd., var afar óheppið að vinna Middlesbro ekki á heimavelli sl. laugardag. t sjöttu umferð fær Leeds erfiðan mótherja — Ipswich á útivelli, en Ipswich, sem leikur nú i fyrsta skipti i 6. umferð i sögu félagsins, er talið sigur- stranglegasta lið keppninnar. Middlesbro leikur einnig á úti- velli i 6. umferð — gegn Birm- ingham, en umferðin verður laugardaginn 8. marz. 1 kvöld leika Leicester og Arsenal i bikarkeppninni. Einn leikur var i 1. deildinni ensku i gærkvöldi. Birmingham sigraði Tottenham 1-0 á leikvelli sinum — og Tottenham, þetta fræga Lundúnalið, er nú að komast i alvarlega fallhættu. Liðið hefur hlotið 24 stig úr 31 leik og aðeins Carlisle hefur tapað fleiri stigum i 1. deild eða 39, Tottenham og Leicester 38 og Luton Town 37. t 2. deild léku Portsmouth og Aston Villa og þar vann Aston Villa þýðingarmikinn sigur i hafnarborginni 3-2. Birming- hamliðið hefur nú 35 stig — að- eins einu stigi minna en liðið, sem er i þriðja sæti, Norwich, og Villa hefur leikið einum leik minna. í 3. deild vann Preston einnig þýðingarmikinn sigur — vann Swindon heima 2-0 og náði við það sömu stigatölu, 37 stig- um, og Swindon og Charlton. Blackburn er i efsta sæti með 39 stig og Plymouth i öðru sæti með 38 stig. Keppnin getur ekki verið tvisýnni og þrjú efstu liðin komast upp i 2. deild. —hsim. deild og Dankersen, sem ls- lendingurinn Axel Axelsson leik- ur með. Forráðamenn SV Hamburg höfðu samband við Einar i gegn- um kunningja hans i Þýzkalandi fyrir nokkru og báðu hann um að koma og heimsækja sig eftir Norðurlandamótið i Danmörku á dögunum. Hann gerði það — var með þeim á æfingu einn dag — en siðan lögðu þeir.fyrir hann tilboð, sem Einar er ánægður með, og ætlar hann að taka þvi. Einar mun halda utan eftir siðasta leik Vikings i lslandsmót- inu, sem verður 12. marz n.k., og ganga þá endanlega frá samn- ingnum. Siðan kemur hann heim aftur, enda eru hér landsleikir i marz og april, en mun siðan fara alfarinn ásamt eiginkonu sinni til Hamborgar i sumar. „Við fórum bæði til að kanna aðstæður og ræða við forráða- menn félagsins eftir Norður- landamótið á dögunum,” sagði Einar, þegar við töluðum við hann i gærkvöldi, en þá var hann nýbúinn að fá skeyti frá SV Ham- burg. „Við fáum gott húsnæði og vinnu fyrir okkur bæði, en einnig hef ég áhuga á að stúdera eitt- hvað frekar i Hamborg i sam- bandi við mitt fag, sem er við- skiptafræði. Mér leizt mjög vel á mig hjá félaginu svo og allar aðstæður til æfinga og keppni. Ég æfði með þeim i tvo tima, og það tóku mér allir m jög vel — bæði leikmenn og forráðamenn félagsins”. SV Hamburg er eitt af stærstu og rikustu félögum Vestur- Þýzkalands og á afreksmenn i fjölda greina, enda allt stórt og mikið i sniðum hjá þvi. Knatt- spyman er númer eitt hjá félag- inu, en nú á að leggja mikla áherzlu á handknattleikinn og bæði að fá nýja leikmenn og nýjan þjálfara. Er samningurinn við Einar fyrsta skrefið i þá átt. Liðið er nú um miðja norður- deildina og á ekki lengur mögu- leika á að komast i úrslitin. Það lék á laugardaginn við Dankersen — „Axel Axelsson & Co” — á heimavelli Dankersen, og sigraði i leiknum með 14 mörkum gegn 13. Er það mjög góður sigur, þvi að Dankersen er talið eitt af beztu liðum Vestur-Þýzkalands um þessar mundir. Hjá SV Hamburg eru margir góðir leikmenn. Frægastur þeirra er Pickel, sem hefur leikið marga- landsleiki og var markhæstur i deildarkeppninni i fyrra. Liðið kom hingað fyrir nokkrum árum i boði Vikings — ásamt Gottwaldov frá Tékkóslövakiu — og vakti mikla athygli, en það ár varð það i 3ja sæti i Vestur-Þýzkalandi. —klp— Milan missir tvo heimaleiki italska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að taka tvo næstu heimaleiki af AC Milan vegna óláta, sem urðu á leikvelli félags- ins i leiknum við Juventus fyrir hálfum mánuði. i þeim leik slösuðust 86 áhorf- endur. Nokkrir leikmenn Juventus slösuðust af völdum flugelda og áhorfendur vegna slagsmála, sem urðu á áhorf- endapöllunum. Þessi dómur þykir i vægara lagi — almennt var búizt við, að Milan fengi ckki fleiri heimaleiki i vetur og yrði auk þess dæmt til að greiða háar fésektir. —klp— íslandsmótið í blaki: UMFL hafði sigur í fimmtu hrinunni Laugdælir sigruðu Biskups- tungnamenn 3:2 í islandsmótinu i blaki á Laugarvatni I gærkvéldi. Var það i hörkuspennandi leik, þar sem úrslitin voru ekki ráðin fyrr en á lokasprettinum i fimmtu hrinunni. UMFL sigraði i tveim fyrstu hrinunum, en UMFB jafnaði með þvi að sigra i tveim næstu. Varð þvi að leika eina lotu i viðbót og tókst Laugdæiingunum með Anton Bjarnason i fararbroddi að sigra i henni. Þrír leikir verða í tslandsmót- inu um næstu helgi — tveir I Reykjavik og einn á Akureyri. —klp— ' Einar Magnússon leikur með einu frægasta félagi Vestur-Þýzkalands næsta vetur — Hamburger Sport Verein. Moshe Dayan - maðurinn bakvið sigur Maccabi í körfuboltanum Sviar kenna Moshe Dayan, fyrrum landvarnaráðherra israel, um, að lið þeirra Alvik tapaði Icikjunum fyrir Maccabi Tcl Aviv i Evrópukeppninni i körfuknattleik, sem báðir fóru fram i israel. Dayan, sem er mikill iþrótta- unnandi, kom á báða leikina, enda er Maccabi Tel Aviv uppáhaldslið hans i öllum greinum. Þegar hann birtist, ætluðu hinir 10.000 áhorfendur alveg vitlausir að verða af hrifningu, og leikmenn Maccabi alveg I loftinu af ánægju. Réðu Sviarnir ekkert við þá og töpuðu fyrri leiknum með 20 stiga mun. Þeir bjuggust við að geta gert betur I siðari leiknum, en þá birtist sá eineygði aftur á áhorf- endapöllunum, og sama sagan endurtók sig. — Maccabi sigraði i þeim Icik 125:106. Sviarnir sögðu á eftir, að þeir hefðu aldrei séð eða heyrt i Öðrum eins áhorfendum. Það hafi ekkert borið á þeim þar til Dayan hafi komið i húsið, en þá hafi þeir og leikmennirnir orðið bókstaflega óðir af hrifningu og eldmóði. —klp— f/ Ég verð miklu dýrari ## Braziliski landsliðsmaðurinn Francisco Marinho sagði i Paris i gær, að hann hefði hug á þvi að leika með franska 1. deildarliðinu Olympique Marseilles. Bætti þvi við, að það mundi kosta félagið mikla peninga að gera samning við hann. Marinho er nú i Frakklandi með félagi sinu Botafogo og það mun leika við úrval úr Mar- scilles og Parisar-liðinu St. Germain. Hann sagði frönsku blaðamönnunum, að strax eftir heimsmeistarakeppnina hefðu forráðamenn Bayern Munchen komið að máli við sig og óskað eftir að fá hann til féiagsins — en hann neitaði. ,,Ég vil gjarnan leika I Marseilles — en ég verð dýr — miklu dýrari en Paolo Cæsar og Jairzinho.” Þcssir brazilisku landsliðsmenn leika nú með Marseilles og hafa staðið sig vel i frönsku knattspyrnunni. --hsim. ^Já, þeir áttuðu sig ekki' " 7 á £»?S mi íiffi óa qIS AXEL EINAR GUNNAR ÓLAFUR Leika þeir allir í Vestur- Þýzkalandi nœsta vetur? Ef Einar Magnússon fer til SV Ilamburg, verða þrir eða jafnvel fjórir ts- lendingar i vestur-þýzkum handknattleik næsta vetur. Axel Axelsson verður hjá Dankersen, Einar Magnússon hjá SV Hamburg og Gunnar Einarsson hjá Göppingcn. Einnig hefur Ólafur H. Jónsson, fyrirliði lands- liðsins, fengið tilboð frá Dankersen, og má vel vera að hann taki þvi. „Við getum sagt að málið sé i nefnd þessa stundina,” sagði hann, þegar við töluðuin viðhann i gærkveldi. ,,Ég á eitt ár eftir af háskólanámi hér heima, og það er citt af þvi. sem stendur i veginum þcssa stundina. Það er verið að kanna, hvort ég get lokið þvi i Þýzkalandi, og ef svo er, má vcra að maður slái til og verði þarna i einhvern tima. En á þcssu stigi er ekkert hægt að segja — þetta er allt i athugun, og cins liklegt að ckkert verði úr þessu”.-klp- Hollenzku stúlkurnar komust ekki ó HM! — Þoer dönsku hlutu hnossið eftir jafntefli og eins marks sigur í undankeppninni Hollenzku handknattleiksdömurnar, sem hér kepptu f haust, náðu ekki sinu langþráða takmarki, að koniast f loka- keppni HM i handknattleik kvenna, sem haldin verður í Rússlandi I desember n.k. Þær komu hingað til að fá æfingaleiki — án njósnara — fyrir leikina við Dan- mörku, sem voru mótherjar þeirra i undankeppninni. i fyrri leiknum, sem fram fór i Ilollandi, sigruðu þær dönsku með einu marki, og var það talinn mikill heppnissigur. Sfðari leikurinn fór fram f Danmörku um helgina og þar voru þær dönsku aftur ljónheppnar. Mörðu þær jafntefli — 11:11 — og nægði það ásamt þessu eina marki úr fyrri leiknum fyrir farseðlunum til Sovétrikjanna. Hollenzku stúlkurnar sigruðu i báðum leikjunum hér heima i haust — með minnsta mun — cða einu marki i báðum leikjunum. —klp— Norðmenn með sína beztu menn ó Ítalíu Norðmenn ætla að leggja mikla áherzlu á landsliðið i knattspyrnu i sumar. Hefur þvi verið séð tyrir mörgum verkefnum og einnig dvöl i æfingabúðum heima og er- lendis. Um þessar mundir er landsliðshópur- inn, sem i eru 22 menn, i æfingabuðum á ttaliu og mun dvelja þar i tiu daga. Þar á að æfa tvisvar til þrisvar á dag og auk þess leika einn opinberan æfingaleik við landslið heimamanna. Sá leikur á að fara fram i dag — að öllu forfallalausu — og mun verða seldur að- gangur aö honurn, þó svo að hann verði hvergi skráður. Á heimleiðinni munu Norðmennirnir leika við vestur-þyzka liðið Eintracht Braunschwig, og i april er fyrirhuguð ferð til Englands, þar sem liðið mun dvelja i æfingabúðum ogeinnig leika nokkra leiki við ensk 1. og 2. deildarlið. — klp—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.