Tíminn - 01.07.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.07.1966, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 1. júlí 1966 TÍMINN 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- Iýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, slmi 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Douglas Brown: Staöa hinnar rómversk-kaþólsku kirkju í Póllandi er mjög sterk Hún stendur vörð um vestræn verðmæti og erfðavenjur „Bændastéttin ætti að njóta sannmælis“ Þórgnýr Guðmundsson, skólastjóri, ritar grein í síð- asta hefti Búnaðarblaðsins undir þessari fyrirsögn. í þessari grein, sem er hin skeleggasta, rekur Þórgnýr helztu árásarefnin á bændastéttina og sýnir fram á, hve rakalaus og ósanngjörn þau eru. Helzta árásarefn- ið er það, að þeir framleiði of mikið. Um þetta segir Þórgnýr m. a.: „BæncJastéttin er nú í varnarstöðu. Brýna nauðsyn ber því til þess, aS vörn verði snúiS ■ sókn, snnars verður málstaður hennar æ meira afflutt- ur og fleiri verða til að trúa ýmsu um hana, sem orkar tvímælis eða er tilhæfulaust með öllu. Margir líta svo á, að hlutverk bænda í þjóðfélaginu sé aðeins eitt: að leggja á borð neytenda lífsnauðsynjar, matvæii, kjöt og mjólkurvörur fyrst og fremst. Hafa þeir brugðizt þessu hlutverki? . í :■ •• ■■ -i IMei. •(■; n y p ¥ ' P Íf En þá er árásarefnið þetta: þeir framleiða of mikið. — Inna bændur störf sín af höndum lakar en aðrir þjóð- félagsþegnar? Liggur minna dagsverk eftir hvern bónda en sérhvern annan meðalmann? Eru í þeirra hópi fleiri afætur hlutfallslega en í öðr- um stéttum? Koma fleiri afbrotamenn úr hópi bændafólks en ann- arsstaðar að, menn, sem eru samfélaginu byrgðarauki á einn eða annan hátt? Eru í þessari fylkingu fleiri menn að tiltölu en í öðrum starfshópum — menn, sem ástunda vinnusvik og gera kröfur til annarra, fyrst og fremst, en því minni til sjálfs sín? Víst væri viðeigandi að skipa nefnd sérfróðra manna til að rannsaka betta. / Menntamálaráðherra hefur aðstöðu til framkvæmda á þessu sviði. Hann hefur þrásinnis kastað kaldyrðum að bændum og fellt á þó sleggjudóma . . . Engin starfs stétt í landinu, önnur en bændastéttin hefur verið um það sökuð að vera „dragbítur á hagvöxtinn." Um þá sem harSast gagnrýna bændur, segir Þórgnýr: „Þeir teija, að bændum sé flest ofgott annað en það að strita sem mest, svo að vaxandi hópur neytenda fái á borð sitt landbúnaðarafurðir með sem hagstæðustu verði. Samtímis er uppi harðsnúinn áróður fyrir því, að aðr- ar stéttir fái styttan vinnudag og aukin frí, samfara hækkuðum launum. Verði svo framvegis vegið að bændastéttinni. sem gert hefur verið um stund, þá fellur hún. Hún þarfnast velvildar oa skilninq' fólksins í béttbýl- inu. Það getur ekki án bændanna verið og þeir ekki án þess. Engin starfsstétt bjóðfélagsins má falla engri stoð byggingarinnar má kippa burt . . Bændastéttin er í hættu stödd Það er beizkur sannleikur. Þess vegna er ódrengilegt að vega að henni nú." Þeir eru áreiðanlega margir. sem geta heilshugar tek- ið undir þessi orð Þórgnýs Guðmundssonar skólastjóra. HIN svarta mey frá Cestoch- ows kom aftur til Varsjár í vik- unni, sem leið, þegar búið var að bera hana í skrúðgöngu um hverja borg og hvert þorp í Póllandi. Satt er að vísu, að landvarnarmenn kommún- ista gripu hana við borgarhlið in og fluttu hana í lokuðum vagni til dómkirkjunnar. Já, þeir fluttu hana þangað og sú staðreynd, að þeir þorðu ekki að hætta á hugsanlegar afleið ingar skrúðgöngu um borgina sýnir út af fyrir sig, að kirkj an er að vinna á gegn ríkinu í trúarátökunum, en þau eru einhver hin furðulegustu, sem sögur fara af. Ég horfði á hina skrýddu, pólsku preláta koma að dóm- kirkjudyrunum fyrra föstudag 69 að tölu og manngrúinn fagn aði þeim eins og þeir væru sig urvegarar í nýafstöðnum kosn ingum. Hin blessaða mey trón aði aftur yfir háaltarinu. Hin stóra kirkja var troðfull af trúuðum til'biðjendum dag og nótt og mannmergð á nær- Iiggjandi götum. Þarna var sámankominn miklu meiri manngrúi en nokkur kommún istaleiðtogi hefur nokkurn tíma ráðið fullkomlega yfir. Þetta er undarlegt framferði austan járntjalds og ^ taka mætti það á tvo vegu. Á það mætti líta sem siðferðilegan sjónleik, sem sýndi hið ósigr anlega andlega eðli mannsins. En einnig má á þetta líta sem prófraun á það, hvort tvær heimspekikenningar, sem báð- ar eiga jafnt að útiloka allt annað, geti þrifizt hlið við hlið. EN málefni mannanna eru sjaldan einföld og þarna verð ur að hafa í huga einkenni pólsku þjóðarinnar. Kirkjuleið toginn Wysynski kardináli, er persónugervingur þessara einkenna en Gomulk- leiðtogi kommúnista er einnig fulltrúi þeirra og verndar þau gegn áleitni Rússa. Þegar litið er til sögunnar, vprður ljóst, að pólska þjóðin, sem orðið hefur að lifa milli voldugra og áleitinna ná granna án eðlilegra landamæra hefði aldrei lifað af hin lang vinnu hernám, þessara granna ef hún hefði ekki notið þeirrar sérstöðu. að vera út- vörður hinnar , rómversku kirkju í austri. En þegar höfð er hliðsjón af valdajafn- vægi samtímans, verður að draga í efa, að hún hefði yfir leitt getað risið upp úr rúst- um og eyðileggingu síðari heimsstyrjaldarinnar á annan hátt en sem fylgiríki Moskvu- valdsins Pólska þjóðin hefur yfirleitt' sætt sig við takmarkað efna- hagskerfi marxismans. sem óhjákvæmilega fylgju endur- lífgunar sem þjóð. Vel má færa að því rök. að einhvers konar einræði hefði þurft til uppbyggingarinnar í landinu eft fj ir hina miklu efnalegu og Gomulka — forsætisráöherra Póllands. mannlegu eyðileggingu styrj- aldarinnar. En pólska þjóðin hefur aldr ei, að fáum einstaklingum und anteknum, veitt viðtöku hin- tirti alræmda anda kommún- simans. Pólskt mannlíf er enn hið óstjórnaða einkalíf vest- rænna manna, þar sem fólkið gerir allt það, sem aðstæður ar leyfa því að gera, hvað sem öllum flokksboðum og slagorð um líður. SATT er að vísu, að í alþjóða málum eru Pólverjar ger- samlega ofurseldir stefnu Rússa í utanríkismálum. í þeim efnum eru þeir neyddir til að viðhafa framferði, sem mis- þyrmir sögulegri hefð þeirra, sjálfra. Þeir verða að sætta sig við að horfa framhjá blóma skeiðinu milli heimsstyrj- aldanna, þegar grundvöllur var lagður að nútímaríki í landi þeirra, eins og það hefði aldrei verið til. Þeir verða að krefjast viður kcnningar á landamærun- um við Oder — Neisse, en gleyma til hagræðis hinum glöt uðu landsvæðum í austurátt. Þeir verða að lýsa yfir, að þeir skuli aldrei gleyma eða fyrir- gefa fr«nferði Þjóðverja í þeirra garð, en undan- skilja jafnframt þessari þjóð- ernislegu bannfæringu þá Þjóð verja, sem svo vill til um að búsettir eru á yfirráðasvæði Rússa. Og að því er varða öll mál annars staðar á hnettin- um, verða beir að sætta sig við það eitt, sem Rússar bjóða. Þjóðin er stolt, gáfuð og ræð in. Rómverskar erfðavenjur hennar og slavneskt eðli hafa gert hana að brú milli austurs og vesturs á liðnum öldum. Henni hlýtur því að vera sár raun að geta aldrei látið í ljós efasemdir eða andúð á þessari tvöfeldnj í tali. Að sýna nokk urn vott sjálfstæðis er sálar- leg nauðsyn. Og svo vill til, að tækifærio þess er einmitt við höndina þar sem er hin rómversk-kaþólska kirkja. AÐ sækja kirkju er alveg óum flýjanleg pólitísk athöfn í Pól landi. Það er ekki aðeins tákn um kristna trú, heldur trú á vestræn verðmæti og erfðavenj ur um leið. Níu af hverjum tíu bændum og að minnasta kosti annar hver iðnverkamaður upp fyllir þessa skyldu sína reglu lega. í samanburði við þetta mætti líta á Englendinga og Frakka sem heiðnar þjóðir. Fyrir stríð voru 11 þúsund prestar starfandi í landinu, en eru nú 17 þúsund að tölu. Þetta er ánægjuiegt fyrir pélsku kirkjuna, þegar á hana er litið sem stofnun. En það er síður ánægjulegt fyrir hana, þegar á hana er litið sem and legt afl. Aðrir hlutar hins róm versk-kaþólska heims hafa stöð ugt reynt að sýna veraldleg- um þjóðfélögum samtímans skilning í viðmóti, en pólska kirkjuvaldið hefur óaflátanlega blínt í aðra átt. Þetta er stríð orða, sem hvor ugur þorir að láta koma fram í gerðum sínum. Kardínálinn þrumar af sínum prédikunar stóli og flokksleiðtoginn svarar honum frá ræðupöllum, sveip uðum rauðu. Leiðtogarnir tveir tóku höndum saman sem snöggvast árið 1956, meðan ver ið var að binda enda á Stalin- ismann. Síðan þá hefur kirkj- an ekki haft undan neinu alvar legu að kvarta. Deiluefn ið skiptir litlu máli nú á tím um og 1 raun og veru væri ekkert auðveldara en að jafna ágreininginn í framkvæmd strax á morgun. PÓLSKA ríkisstjórnin hefði fyr- ir löngu átt að vera búin að gera sér ljóst, að kommúnism inn getur ekki komið í stað- inn fyrir guðstrú Hún hefur aðeins því hlutverki að gegna að framkvæma hann sem starf hæft efnahagskerfi Pólska kirkjan hefði á hinn bóginn átt að líta með nokkurri tor tryggni á allt of dýran sigur. Einlæg og heit guðrækni Pól- verja kann að geta staðizt áróður kommúnismans, en freistingarnar verða eftir því lævíslegri sem menntun og vel megun eykst meira. Þess sjást nokkur merki, að hinir skynsamari leiðtogar séu teknir að þreytast á þess ari miðaldaheift í trúarágrein ingi. Af hálfu flokksins gætir nokkurrar viðleitni til að halda aftur af hneigð Gomulka til að stökkva undir eins upp á nef sér gegn kardínálanum. Innan kristninnar gætir hreyfingar meðal leikmanna, sem líta svo á, að samvinna við ríkisvald ið á þeim sviðum, þar sem hún er síðferðislega möguleg, sé bezta ráðið til að varðveita þau verðmæti, sem í hættu eru. Og fjarri fer því, að þessi hreyf ing fari með öllu á mis við stuðning voldugra aðila í Róm; „Óttizt guð, en heiðrið keis- arann1*, skrifaði Páll postuli, og gagnlegt er að minnast þess að þegar þetta var skrifað var það Nero, sem á valdastóli sat.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.