Tíminn - 01.07.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.07.1966, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 1. júlí 1966 Grænlenzkur bóndi hjá fornum fjárhelli, sem enn er notaSur og rúmar 400 fjár. um að vera í frysti'húsinu, slát- urhúsið starfar frá ágústbyrj- un til októberloka. Er kjötið fryst, nokkuð af því er stykkj- að og sett í loftþéttar umbúð- ir til útflutnings eða neyzlu heima. Augljóst var, að höfuð- áherzla er lögð á vöruvöndun og allt byggt upp fyrir fram- tíðina, en þess e.t.v. síður gætt að framleiðendur fái sem hæst verð í svipinn. Kostnaður bæði við fjárfestingu og vinnslu er sjáanlega mikiil, vegna hinnar miklu vöruvöndunar. Hvort tveggja mui af ásettu ráði gert til að afla framleiðslunni álits og tryggja með því markaði fyrir framleiðsluvörurnar. — Hvernig er samgöngum háttað? — Samgöngur eru allar á sjó, og bændur þurfa að flytja varninginn heim neðan úr fjöru. Það var erfitt áður fyrr með mannafli og hestafli, nú er það leikur einn með drátt- arvélunum. Dráttarvélarnar eru líka notaðar við ræktun og upp skeru, og nást vitanlega raiklu meiri afköst en áður tíðkaðist með handverkfærum. — Hve lengi hafa Grænlend ingar stundað sauðfjárbúskap? — Sauðfé Grænlendinga er af færeyskum og íslenzkum up runa og hefur samfelld sauð- fjyrrækt verið stunduð í rétt sextíu ár. Árið 1906 voru flutt ar inn einar 6—8 kindur l'rá Færeyjum, nokkrar í viðbót nok'krum árum síðar, en 1915 fluttu Grænlendingar inn kind ur héðan, bæði úr Svarfaðardal og úr Þingi í Húnavatnssýsiu. Þessum kynjum hefur verið blandað saman. Danska ríkið hefur rekið þarna tilraunastöö i fjárrækt, og þeir sem höfðu áhuga á að hefja búskap, gátu fengið lánaðar kindur hjá lil- raunastöðinni gegn greiðslu i sama eftir nokkur ár. Þannig komu grænl. fjárbændur undir I , tíma að kenna þessari veiði- þjóð að meta sauðfé og hirða vel um það. Svo var fjárhald- ínu hætta búin af hundunum. Sleðáhundarnir voru svo grimm ir að þeir rifu kindur í sig, og þess vegna varð að banna allt slíkt hundahald í Suður-Græn- landi. Nú er ekki leyft að hafa neina hunda í Eystribyggð nema skozka fjárhunda. Menn tala um, hve grænlenzka féð sé vænt, og það er rétt. Það er svipað og gerðist hér eftir ir fjárskiptin. Nú er væn- leiki dilka þar svipaður og hjá okkur. Stærstu bændurnir eiga um eða yfír þúsund fjár, þar þykir ekki hægt fyrir bónda að lifa góðu lífi nema að eiga minnst fimm hundruð kindur. Það byggist að verulegu leyti á því, hve verðið er lágt. Bænd ur fá fyrir lömbin svo sem þriðjung af því, sem íslenzkir bændur fá, en nauðsynjavör- ur þar kosta um % minna en hér. Grænlenzkir bændur þurfa að hafa a.m.k. helmingi fleira fé til að hafa svipaða fjárhags- afkomu og íslenzkir bændur. Er hvort tveggja, að fjárrækt- in í Grænlandi nýtur ekki stuðnings ríkisins, engar út- flutningsbætur og engar nið- urgreiðslur, og kostnaður viö slátrun, verkun og dreifingu er mikill, auk þess sem mikil lambavanhöld og einnig van- hald á fullorðnu fé vegna fæðu skorts dregur úr afurðum fjár- ins. —Hvað segirðu um Græn- lendinga sem þjóð? — Ég mundi ekki telia, að grænlenzkir bændur væru eins fyrirhyggjusamir og íslenzkir bændur, en þeir eru traustir fyrir því og æðrulausir. Græn- lendingar eru sterk þjóð með ríka þjóðerniskend. banskan ryður sér ekki til rúms meðal fólksins. Þjóðin hefur reyndar blandazt Dönum, nöfn margra bændanna eru dönsk. En græn Framnaio a ois 15 ....... . • Oestirnir á gömium fjósrústum í Eystri-byggð. TÍMiNN MINNING Solveig Pétursdóttir Eggerz Örfá kveðjuorð. Hinn 1. apríl gekk ég heim til frú Sólveigar hér í Reykjavík til þess að árna henni heilla með níræðisafmæli, er hún átti þann dag. Þá var hún hress í bragði og minntist með bros á vör fyrri daga norður á Völlum. Og þeir Þórarinn Eldjárn hreppstjóri á Tjörn og Helgi bóndi Símonarson á I>verá rituðu þá um hana ágætar greinar. Svo fýsti haná að komast norður og heilsa gömlum vinum við Eyjafjörð og dvelja um stund hjá fósturbörnum sínum þar á Ak- ureyri og Dalvík. Og þangað fór hún fyrir skömmu, og varð það hennar hinzta för. Hún sofnaði þar svefninum langa sætt og rótt og var jarðsett við hlið manns síns að Völlum í biíðviðri vorsins 27. þ.m. að viðstöddu fjölmenni. Þannig lauk jarðneskri ævi þess- arar ágætiskonu, sem varla mun gleymast neinum þeim, er kynnt- ust henni vegna mannkosta hen- ar og glæsileika. En hér verða að eins borin fram fáein kveðjuorð. Frú Sólveig var af ágætu bergi brotin, dóttir Péturs Eggerz stór- bónda og verzlunarfrömuðs á sinni tíð og seinni konu hans, Sigríðar Guðmundsdóttur frá Kollsá Ein- arssonar. Voru þau börn Péturs svipmikið hæfileikafólk og var Sig- urður sýslumaður og ráðherra kunnastur þeirra. Hinn 30. júní giftist Sólveig Stefáni Baldvin Kristinssyni frá Hrísey, sem þá hafði nýlokið námi við Prestaskólann með ágætiseink- unn. Og 2 árum síðar gerðist hann prestur að Völlum í Svarfaðardai. Ég minnist þess frá æskudögum hve mikið orð fór af þessum gáf- aða dugnaðarmanni, og því þótti okkur unga fólkinu gott til þess að hugsa að hann gerðist prestur að Völlum. Og að sjálfsögðu var hann kjörinn þangað, og því kalli þjónaði hann alla sína löngu starfs ævi. En sr. Stefán kom sannarlega ekki einn að Völlum. Með honum kom unga konan hans. Sólveig Pét ursdóttir, sem brátt vann sér allra hylli. Og nú á við að upp sé tekið nokkuð af því, sem ég ritaði um sr. Stefán látinn og heimilið á Völl- um. Þess varð brátt vart, er hin ungu prestshjón voru setzt að á Völlum, að þar var ekkert miðlungsfólk á ferð. Þau fluttu með sér fjör og framtak og heil- brigða lífsgieði á hinn fornfræga stað. Unga fólkið laðaðist að þeim og kirkjurnar voru þétt setnar. Presturinn ungi þótti ágætur ræðu maður, ræður hans þrungnar af lífi og hjarta'hita hins tilfinninga- rika og gáfaða manns, sumar þeirra varla úr minni liðið sumum þeim, sem þá voru ungir, margt sem eggjaði til íhugunar og dáða. Og sönglíf varð einnig brátt mjög áberandi í sveitinni því að bróðir prestsins, Tryggvi flutti í nágrenn ið og gerðist kennari þar og söng- frömuður og lyfti það undir kirkju- sókn og kirkjulíf. Þá fór fjör og framtaksalda um hina fögru sveit. Og svo var það heimilið að Völl- um. Þar réði hin unga prestskona ríkjum. Hún var hin glæsilega úr- valskona, vikingur að dugnaði og manni sínum samhent í öllu. Varð heimilið brátt mannmargt og um- svifamikið. Og gestrisninni þar og greiðvikninni mun enginn gleyma sem því kynntist. En líklega munu þó engir hafa betur fundið hjálp- semina og hjartahlýjuna á Völl- um en fátæku konurnar í nágrenn inu. Mörgum var frú Sólveig hjálp söm og ráðholl, en engum fremur en þeim. Og hinum ungu rétti hún ekki síður örvandi og hjálpandi hönd. Vel man ég þá tíð, er ég hljóp yfir að Völlum með Geirs- bók veturinn 1903 til þess að njóta tilsagnar hennar í ensku stutta stund. Aldrei átti hún svo ann- ríkt, að hún gæti ekki sinnt mér. Og ýmsir fleiri fóru slíkar ferðir á þeim árum, og án þess að launa væri krafizt. Má geta nærri hvílík stoð og stytta slík kona var sálu- sorgaranum á Völlum, enda mat hann hana jafnan mikils, sem og verðugt var. Og alla ævi reyndist hún honum hinn ástríkasti lífs- förunautur. Og ekki sízt þá er heilsa hans og kraftar fóru þverr- andi. Búskapurinn á Völlum var alla tíð rekinn með miklum myndar- brag. Þegar í upphafi reistu þau hjónin stórt og vandað íbúðarhús á þeirra tíðar mælikvarða og stend ur það enn. Og smátt og smátt voru öll hús endurbætt eða reist frá grunni, túnið stækkað mikið og sléttað og hin gamla og góða jörð stórbætt á allan hátt, enda mun hún lengi bera þess menjar. Það var ánægjulegt að starfa með prestshjónunum á Völlum og fyrir þau. Ógleymanlegar end- urminningar eru frá því samstarfi sumurin 1909 og 10, er ég var hjá þeim verkstjóri við heyskapinn. Þau höfðu óblandna ánægju af því að sjá vel unnið, sjá fólk keppast við verk, setja sér fyrir og ná marki. Og sjá það svo skemmta sér af lífi og sál, þegar það átti við. Það var þeim lífsnautn að Framhald á ots iz Sigvaldi Kristjánsson kennari Sigvaldi Kristjásson, kennari, varð bráðkvaddur 22. júní s.l. Út- för hans verður gerð frá Neskirkju í dag. Fyrir réttum tveimur mánuð- um heimsóttu kennarar Melaskól- ans Sigvalda i tilefni sextugsaf- mælis hans og nutu alúðar og gestrisni þeirra hjóna á hinu vist- lega heimili þeirra á Hjarðarhaga 60. Ekki kom mér þá í hug, að dauðinn væri svona skammt und- an. Annað mál er það, að hin síðari ár mun Sigvaldi ekki hafa gengið heill til skógar, en um það vissu fáir, hann talaði ekki um slíkt. Sigvaldi var fæddur 1906 í Bæ í Hrútafirði. Hann varð búfræð- ingur frá Hvanneyrarskóla árið 1928, og kennarapróf tók hann árið 1938. Árið 1935 kvæntist hann Sigríði Vigfúsdóttur frá Flögu í Skaftár- tungu. Þau eignuðust fjögur mann vænleg börn, tvo drengi og tvær stúlkur, sem öll eru uppkomin. Yngsta barn þeirra hjóna lauk stúdentsprófi nú í vor. Þegar Melaskólinn tók til starfa haustið 1946. var Sigvaldi i hópi þeirra kennara, er fyrstir hófu þar störf og, við Melaskolann starfaði hann allt til dauðadags eða í tuttugu ir. Sigvaldi r namia kurteisastur og prúðastur. og störf sín vann ham ’ samræmi við það. Nemend- um þótti vænt um hann og mátu hann þeim mun meira sem árin liðu. Hann hafði alla tíð umsjón með lesstofu skólans og hafði ákveðnar skoðanir á því, hvernig ætti að skipuleggja og reka bóka- söfn í skólum. Þau mál kynnti hann sér í nágrannalöndunum, er hann ferðaðist þar um veturinn 195&—1957. Sigvaldi var mjög greindur og víðlesinn. Hann á-tti mikið og gott bókasafn, og hafði yndi af bókum. Hann hafði gaman af ættfræði og lagði sig mjög eftir þeirri fræði- grein. . Kennarar Melaskólans sakna nú góðs drengs, sem skilur eft- ir sig bjartar og ljúfar minningar, minningar þess manns, sem aldrei mátti vamm sitt vita og alltaf var boðinn og búinn til að rétta hjálp arhönd, ef með þurfti. Ég vil þakka honum góða kynn ingu og holl ráð. Megi blessun guðs fylgja konu hans og börnum. Ingi Kristinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.