Tíminn - 01.07.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.07.1966, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 1. júlí 1966 8 TÍMINN . mj|MjiMttcwMgM«MMggM«MjM«MMgsM8gaggM8g&M£a&S£ð| Halldór Pálsson búnaðarmála stjóri og kona hans, Sigríður Klemenzdóttir, komu nýiega heim úr ferð til Grænlands, þar sem þau ferðuðust um sveit irnar, í *Eystri-byggð. Frétta- maður Tímans skrapp á fund þeirra hjóna til að spyrja tíð- inda og það fyrst, hver tildriig hefðu verið að ferð þeirra. — Kynni milli Grænlend- inga og íslendinga hafa aukizt nokkuð í seinni tíð, svaraði dr. Halldór. Fyrir þrem árum komu hingað nokkrir græn- lenzkir bændur í boði landbún- aðarráðuneytisins og Búnaðar- Brattahlíð í Grænlandi, nýja klrkjan og rústir hinnar fornu Þjóðhildarkirkju. Danskan ryður sér ekki fiS rúms á Grænlandi félags íslands til að kynnast landbúnaði hérlendis, og önn- uðumst við hjá Búnaðarfélag- inu móttöku þeirra. Áður höfðu Grændlendingar haft til- tölulega lítið samband við ís- land á sviði iandbúnaðar. En upp úr þessu spruttu nokkur samskipti milli grænlenzkra bænda og Búnaðarfélags fs- Iands. í vor bauð H.C. Christi- ansen forstjóri Grænlenz3s.u konungsverzlunarinnar okkur Gísla Kristjánssyni ritstjóra og konum okkar að heimsækja Grænland. Því miður gat Gísli ekki þegið boðið að þessu sinni sökum veikinda. Þeir á Græn- landi munu bæði hafa viljað endurgjalda heimboð og einn- ig munu þeir telja heppi'.egra, að við hefðu nokkur kynni af Grænlandi sjálfir og aðstæð um þar með tilliti til þess ef þeir leituðu til okkar slðar meir um eitt eða annað varð- andi landbúnað. — Hvenær fóruð þið vestur? — Við lögðum af stað héð- an með flugvél Flugfélags ís- lands 15. maí til Nassarsuaq. Þetta er býsna skemmtileg flug Ieið. Auk þess sem þetta er venjulegt farþegaflug, er einn ig í leiðinni kannaður hafts inn meðfram Grænlandsströd- um. Fyrst lá leið okkar til Vest fjarða og þaðan vestur til Ang- magssalik, síðan suður með landi alla leið suður fyrir Hvarf. fsinn gerir siglingar býsna erfiðar við suðvestur- ströndina fram eftir sumri. En innfjarða á þessum slóðum gæt- ir hins vegar ekki brims, sök- um skjóls af hafísnum. Flug- völlurinn þarna er geysistór, var á sínum tíma byggður af Ameríkumönnum, og þar standa enn heilmikil mann- virki. Þar eru m.a. hús eða skálar, sem bændur hafa hag- nýtt sem fjárhús. Þessi hús eru úr timbri með pappalögðu þaki en timburhús endast alveg 6trú lega lengi þar í landi vegna þess, hve jarðvegur og loftslag 5 eru þurr. Jafnvel í rústum forn manna hefur fundizt ófúinn við ur. — Hvar voruð þið til húsa vestra? — Við bjuggum í snekkjú Konungsverzlunarinnar ásamt forstjóranum og dóttur hans, sem var ritari hans í ferðinni, og búnaðarráðunautur Græn- lendinga, Louis A. Jensen, sem er danskur, en hefur starfað i Grænlandi í þrjátíu ár. Við ferð uðumst með snekkjunni milli byggða, fórum fyrsta daginn, til Brattaihlíðar og næsta dag að Görðum, en kringum hin fornu býli er búsœldar- legast. Bændur búa nú á hinum fornu býlum og þó aðeins á þetm beztu. Til að sjá yfir að Brattahlíð og inn til botns Eiríksfjarðar er land- ið svipfrítt hálsaland.Sýnist þar vera allgott graslendi,, en þeg ar nær dregur, kemur í ljós, að það er ekki samfellt, held- ur grasboliar og grýtt á milli, svo að aðeins er hægt að slá smábletti með orfi og ljá milli steinanna, svona hálfan eða einn bagga á hverjum stað, eins og þekktist líka hér áður fyrr. Það sem einkennir land- ið, eru hin háu granítfjöll, sem veðrast seint, en úr þeim fæst fyrirtaks byggingarefni og fag- urt, grátt eða rauðleitt. Fjöll- in eru allgróin, ríkjandi gróð- ur er kjarr, birki og víðir, en inn á milli runnanna er mik- ið af valllendisgróðri. Þegar við komum þangað upp úr miðjum maí, var ekki farið að slá grænum lit á landið. Samt var gróður betur á veg kom- inn en hér heima, enda vorar fyrr á þessum slóþum Græn- lands en hér. Það er sunnar á hnettinum, á líku breiddar- stigi og Oslo. —En er búskapurinn mjög erfiður? Sigríður Klemenzdóttir og Haildór Pálsson. Tímamynd-Bj.Bi. — Um búskapinn má segja, að það séu vissir kostir, sem landið býður upp á, en ókost- irnir eru þó yfirgnæfandi. Frá okkar sjónarmiði horfir þetta óneitanlega þannig við, að það hljóti að vera mjög erfitt að gera landbúnað þar trygga at- vinnugrein, og þá fyrst og fremst vegna erfiðleika á hey- öflun. Vegna skorts á töðu er fátt um kýr þar í landi. Þær fáu, sem ég sá, sýndust vera þurrar, líklega flestar sumar bærur. Á einum stað var okk- ur boðið upp á mjólk. En að mestu leyti er mjólk innflutt vara, aðallega sem þurrmjólk, en flugvöllurinn fær dálítið af mjólk senda í hyrnum héðan frá Reykjavík. — Hvernig gengur fóðuröf! un fyrir sig? — Afaróvíða eru nokkur veruleg samfelld grassvæði. eins og ég sagði, túnin eru víða ekki nema hálfur eða einn hektari, annars staðar eru nokkrir hektarar ræktaðir eða ræktanlegir með miklum erf iðismunum. Þar er viða ekki áhlaupaverk að festa grasrót i jarðveginum, þ.e. túngresi, og kemur kal ósjaldan í veg fyrir það. Þess vegna hafa bændur þar hallazt nokkuð að því að rækta einærar jurtir til fóður- framleiðslu, hafra og rúg, og slá það svo hálfþroskað, eða á mismunandi broskastigi eftir veðurfari og árferði, og þurrka sem hey. Það verður vitaskuid allgróft bey, e.k. millistig milli hálms og heys. En með þessu móti fæst mikið fóðurmagn af hektaranum, ef vel gengur. Þeg ar við komum vestur, var bú- ið að ganga frá sáningu á þess- um ökrum og setja niður í mat- jurtagarðana. Þeir byrja vor verkin mun fyrr en við. — Hvað er að segja um nú- tíma landbúnaðarverkfæri á býlum í Grænlandi? — Notkun dráttarvéla fer nokkuð í vöxt. En það hefui bagað grænlenzku bændurna nokkuð, að þeir hafa ekki feng ið nógu hentug landbúnaðar verkfæri, aðallega eru þau dönsk og henta cum ekki stað háttum í Grænlandi. Hestar eru ekki ýkja margir í landinu, um hálft annað hundrað, en bænd- ur þar telja heppilegra að eiga færri hesta og fleira fé. Sauð- fjáreignin er nú um 40 þús- und í landinu að vetrinum og því nær öll í Eystri-byggð. , Ráðunauturinn tjáði mér, að Vestri byggð væri lítt hæí til sauðfjárræktar, svo er gróður þar af skornum skammti. f Eystri byggð er talið, að hægt sé að hafa allt að 60 þúsund fjár. Hins vegar mundi ekki ráðlegt að fjölga fé öllu meira, sökum hættu á að gróður gangi úr sér. Því verður tæpast sagt, að framtíð landbúnaðar þar sé glæsileg. Þó er þjóðinni mik- ill stuðningur að fjárræktinni. Þjóðin er fámenn, um 36 þús. manns, og er því rúmlega 1 kind á mann í landinu. íbúar í Eystri byggð eru reyndar ekki nema 5—6 þús- og virkllegir fjárbændur varla nema 30—40. en fjáreigendur eru alls um 200 og búa þeir sumir í sjávar- þorpunum og hafa aðaltekjur af annarri vinnu, iðnaði, fisk- veiðum og verzlun, en eiga sín- ar kinr' ir líkt og gerist I sjó- plássum hér á landi. — En þú sagðir að beitiland vseri gott? — Já, hvað það snertir, þá er viðirinn þýðinganmesta beiti jurtin fyrir útigangsfénað. Bú- skapurinn er útigangsbúskapur en birkið er lítið sem ekki bit- ið nema í neyð. Það er aug- ljóst, að kringum bæina hefur kjarrið minnkað. Byggðin hef- ur risið á gömlu búsaðarlönd- unum, eins og áður er sagt raunar ekki á rústunum, því að þær eru allar friðaðar, en til forna var landið svo byggt til hlítar að notað var hver spilda, þar sem hægt var að rækta nokkurn skapaðan hlnt, kjarrinu hefur verið rutt burt og tún ræktuð en hvergi eru þó stór samfelld tún, eins og áður var sagt. En landbúnaður lá niðri í landinu öldum saman, og burft hefur að rzræn- ledingum ceinn' búnað, þvi þeir voru alger veiði þjóð. Og þp* ‘--'-"r langan t.íma að kenna veiðimönnum að búa. Má segja, að valizt hafi til bú- skapar tápmikið myndarfólk. t — HVerP*" .... -f.... * • o — Mig skortir kunnugleika til að geta svarað þessari spurn ingu til hlýtar. Að sjálfsógðu gegnir Grænlandsverzlunin mik ilvægu hlutverki I sambandi við uppbyggingu og framfarir i landinu. Eðli sínu samkvæmt verður verzlunin að vera for- sjá fólksins um marga hluti. Þótt hún sé ekki lengur ein- okunarverzlun, þá má þó segja að hún ein annist sölu og út- flutning á framleiðsluvörum Grænlendinga. Mér virðist for stjóri verzlunarinnar hafa mik nn hug á að efla fjárbúsikap- inn meðal annars með aukinni ræktun, og auka framleiðsluat vinnuvegi. Er mikill myndar- bragur á ýmsu í sambandi við útflutningsframleiðsluna. Til að mynda má nefna það. að ég kom þarna I nýtt framleiðslufyrirtæki, sem Kon- ungsverzlunin á, þar sem sam- einuð eru hraðfrystihús, rækju verksmiðja og sláturhús. Fyrir- tækið var nýtízkulegt að allri gerð og búnaði, umgengni og þrifnaður eins og bezt verður á kosið, og vöruvöndun fram- úrskarandi. Þegar við komum þangað, var kvenfólk að vinnu I rækjuverksmiðjunni, en lítið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.