Vísir - 25.02.1975, Side 3
Vísir. Þriöjudagur 25. febrúar 1975
3
Á lakari stöðu
móti Keres
„Ég á biðskák á móti Keres
og hef líklega lakari stöðu,”
sagði Friðrik Óiafsson, stór-
meistari i skák, þegar Visir náði
tali af honum á miðnætti i gær.
Klukkan var þá þrjú að nóttu i
Tallin, þar sem mótið fer fram.
,,Ég tefldi fast upp á vinn-
ing,” sagði Friðrik. „En mér
urðu á mistök, og raunar er
staðan óljós eins og sakir
standa. Biðskákin verður tefld
til enda á miðvikudaginn.”
í dag teflir Friðrik við Ung-
verjann Lengyel og hefur svart.
Hann hefur nú þrjá og hálfan
vinning og biðskák, eftir að
hann vann Finnann Rantanen á
sunnudaginn. „Sú skák var
allvel tefid af minni hálfu, held
ég,” sagði Friðrik. —SH
Enn fjölgar blöðum við hið íslenzka Fleet Street:
Alþýðublaðið í Blaðsíðumúla
Sfðumúli ætlar svo sannarlega
að rfsa undir nafninu Blaðslðu-
múli. Gatan fékk það auknefni,
þegar Blaðaprent og Visir tóku
sér þar bólfestu. Siðan komu
Eimreiðin, Vikan, Urval og
Hilmir I götuna, og ekki leið á
löngu þar til Þjóðviljinn tók
fyrstu skóflustunguna að húsi yfir
ritstjórn sina.
Og nú er Alþýðublaðið flutt i
húsið við Siðumúla 11. Er blaðið,
sem kom út i morgun, skrifað i
þvi húsi.
Þá má einnig benda á það, að
við Siðumúla er einnig til húsa
fyrirtækið Blaðadreifing. Og þar
eru einnig þrjár prentsmiðjur til
Hún er formaður
— ekki hann
Jakob Jónsson, leikari i Gisl i
Hamrahliðarskólanum, hefur
beðið Visi að árétta það, að hann
sé ekki formaður Leiklistarfélags
Hamrahliðarskólans, heldur
Ragnheiður Tryggvadóttir.
— SH
viðbótar þeim tveim, sem áður er
getiö. Eru það Grafik, Leturprent
og Rlkisprentsmiðjan Gutenberg.
Enn er verið að byggja ný hús
og nýjar hæðir við Siöumúla og
ekki útilokað, að enn eigi blöðum,
timaritum og prentsmiðjum eftir
aö fjölga þar. —ÞJM
GISTIHÚSIÐ
Á UPPBOÐI!
Skyldu það verða endalok hins
umtalaða gistihúss við Laugaveg
32 að verða selt á nauðungarupp-
boði? Húseignin er þinglýst eign
Björgvins Hermannssonar og
hefur Björgvin haldið þvi fram,
að i húsinu ætti hann heimili sitt.
Afskipti lögreglunnar af
gestakomu i húsið hafa verið i
fréttum undanfarnar vikur, en
heimsókn lögreglunnar hefur
Björgvin talið vera til þess að
spilla „heimilisfriðnum”.
Á morgun, miðvikudag, á að
fara fram annað og siðasta nauð-
ungaruppboð á .húseigninni og á
uppboðiö að fara fram á eigninni
sjálfri kl. 10.30. —ÞJM
Sparaði sjónvarpinu
26 þúsund krónur
— en vann sjólfur 54 þúsund krónur
„Hann bauðst til að slökkva i
hjá mér, en ég bauðst til að
klippa hann ókeypis út þetta
ár”, sagði Valur Magnússon,
rakari, sem vann 40 þúsund af
Arnþóri Sigurðssyni bruna-
verði, i þættinum Ugla sat á
kvisti á laugardaginn.
Brunavörðurinn hafði staðið
sig mjög vel, og unnið áskor-
unarréttinn tvivegis með þvi að
hafa tiu rétt svör i lokaatrennu
spurningakeppninnar, sem er i
þessum þáttum.
Með þvi að hafa tiu svör rétt
ávann hann sér fyrst 20 þúsund
krónur, sem hann mátti eiga og
fara með, eða skora á einhvern
annan, missa allt, ef hann tap-
aði, en tvöfalda upphæðina ella.
Fyrst fór þetta allt vel og hann
tvöfaldaði upphæðina i 40 þús-
und krónur.
Þá varð Valur við áskorun-
inni, vann sjálfur 14 þúsund
krónur i keppninni, en sigraði
siðan áskorandann, þannig að
hann fór á braut með 54 þúsund
krónur.
Hefði Arnþór sigrað, hefði
hann hækkað verðlaun sin i 80
þúsund krónur og átt þess kost
að hækka það i 160 þúsund — en i
fjárhættuspili getur ævinlega
brugðið til beggja vona.
„Mér var sagt, þegar ég kom
að ná i þessa peninga hjá sjón-
varpinu, að það væri dýrt að fá
svona menn eins og mig. Ég
sagðist ekki vita betur en ég
hefði sparað þvi að minnsta
kosti 26 þúsund, sem það hefði Sumir rakarar raka aöeins mannahöfuð, en Valur Magnússon rakar
orðið að borga, hefði Arnþór a& sér fé. Ljósm. Bj.Bj.
haldið áfram að vinna, þvi hann
hefði þá átt áttatiu þúsund.
Ég er ekki i neinni hættu með
mina peninga, þvi ég vann mér
ekki áskorunarrétt. Og þegar
maður litur á verðlag á öllum
hlutum núna, er nóg við 54 þús-
und að gera”. —SH
HUNDRAÐ MEÐ ZETUNNI
Eftirfarandi áskorun var af-
hent menntamálaráöherra s.l.
fimmtudag 20. þ.m.:
Við undirrituö skorum hér
með á yður, herra menntamála-
ráðherra, að nema úr gildi þá
breytingu á islenzkri starfsent-
ingu, sem birt var i Stjórnar-
tiöindum með „Auglýsingu nr.
132/1974 um islenska stafsetn-
ingu”.
Höfuðástæður okkar fyrir
þessari áskorun eru sem hér
segir:
1 fyrsta lagi teljum viö z-staf-
setningu þá, sem gilti á timabil-
inu 1929-1974, hafa ýmsa ótvi-
ræða og mikilvæga kosti um-
fram hina nýju stafsetningu,
þar sem er meiri skýrleiki og
gleggri visbending um uppruna,
sem i mörgum tilvikum léttir
skilning og eykur málþekkingu.
Sérstaklega viljum við benda á
ókosti þess, að samkvæmt hin-
um nýju reglum falla einatt
saman I ritmáli germynd og
miðmynd sömu sagnar, svo og
germynd einnar sagnar og mið-
mynd annarrar, svo að rita skal
t.d. hefur leyst,hvort sem er af
leysa eða leysast, hefur ræst,
hvortsemeraf ræsaeða rætast,
hefur þeyst, hvort sem er að
þeysa eða þeytast. Getur þessi
ritháttur valdið misskilningi,
ekki sizt I stuttu máli, sem þarf
að vera hnitmiðað, svo sem I
fyrirsögnum blaða, auglýsing-
um og sjónvarpstextum. Enn
fremur þykir okkur eftirsjá að
þvi að hætta að rita z i stofni i
orðum eins og gæzla, tizka,
verzlun vegna þekkingar á orð-
sifjum, sem þeirri stafsetningu
fylgir.
1 öðru lagi teljum við hinar
nýju reglur um stóran staf og
litinn stórum óhentugri og
flóknari en fyrri reglur, t.d. að
rita skal oddaverjarmeö litlum
staf, en Sturlungarmeö stórum,
hólsfjallamaður með litlum
staf, en Hólsfjallahangikjötmeö
stórum, bandarikjamaður með
litlum staf, en Bandarikjafor-
seti með stórum.
í þriðja lagi teljum viö, aö
valfrelsium ritun margra orða,
sem hafa löngum vérið rituð á
einn veg, sé til þess eins falliö að
valda ruglingi, sem m.a. getur
orðið mjög bagalegur i stafrófs-
röðun, t.d. að rita skuli hvort
heldur er (ár) niöur eða (ár)
nyður, tékki eða tjekki o.s.frv.
í fjóröa lagi teljum við, aö sú
festa I islenzkri stafsetningu,
sem tókst aö koma á undan-
farna tæpa hálfa öld, sé til
ómetanlegs hagræðis á mörgum
sviðum, svo sem I bókagerð,
stjórnsýslu, safnstörfum og
kennslu, en breyting að sama
skapi til þess fallin að valda
glundroða og tjóni. Má og ekki
gleyma þvi, að tveimur kyn-
slóðum Islendinga er töm sú
stafsetning, sem kennd hefur
verið undanfarna áratugi, og
eiga margir bágt með að sætta
sig við stafsetningu, sem þeir
telja óskilmerkilegri og
óhentugri.
Andrés Björnsson útvarpsstjóri
Armann Kr. Einarsson
rithöfundur
Arnbjörn Kristinsson bókaút-'
gefandi
Arngrimur Isberg kennari
Arni Þórðarson fv. skólastjóri
Asgeir Magnússon fram-
kvæmdastjóri
Axel Kristjónsson kennari
Baldvin Þ. Kristjánsson félags-
málafulltrúi
Baldvin Tryggvason fram-
kvæmdastjóri
Bjarni Sigbjörnsson mennta-
skólakennari
Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjala-
vörður
Björn Jónsson, forseti Alþýðu-
sambands Islands
Björn Teitsson sagnfræöingur
Egill J. Stardal verzlunarskóla-
kennari
Eiður Guðnason fréttamaður
Einar Sigurösson háskólabóka-
vörður
'Eirikur Hreinn Finnbogason
borgarbókavöröur
Elin Pálmadóttir blaðamaður
Finnbogi Guömundsson lands-
bóka.vörður
Finnur Guðmundsson fugla-
fræðingur
Gaukur Jörundsson prófessor
Georg Sigurðsson cand. mag.
Gestur Guöfinnsson blaða-
maður
Gestur Magnússon cand. mag.
Gisli Blöndai hagsýslustjóri
Guðlaug Guðsteinsdóttir kenn-
ari
Guðmundur G. Hagalin rit-
höfundur
Guðmundur E. Sigvaldason
jarðfræðingur
Guðni Guðmundsson rektor
Guðrún P. Helgadóttir skóla-
stjóri
Gunnar Guðröðarson skóla-
stjóri
Gunnar Gunnarsson rit-
höfundur
Gunnar Stefánsson dagskrár-
stjóri
Halldór Kristjánsson frá
Kirkjubóli
Halldór Pálsson búnaðarmála-
stjóri
Hannes Pétursson skáld
Haraldur Ólafsson lektor
Haraldur Sigurðsson bókavörð-
ur
Heimir Þorleifsson mennta-
skólakennari
Helga S.v Einarsdóttir kennari
Helgi Hálfdanarson rit-
höfundur.
Helgi Skúli Kjartansson stud.
mag.
Helgi Þorláksson skólastjóri
Hjalti Jónasson skólastjóri
Indriði G. Þorsteinsson rit-
höfundur
Ivar Björnsson verzlunarskóla-
kennari
Jóhannes Halidórsson cand.
mag. u
Jóhannes Nordal seðlabanka-
stjór
Jón Dan rithöfundur
Jón Gislason skólastjóri
Jón Rafn Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri
Jón S. Guðmundsson mennta-
skólakennari
Jón Guðnason lektor
Jón B. Hannibalsson skóla-
meistari
Jón Helgason ritstjóri
Jón Aðalsteinn Jónsson orða-
bókarritstjóri
Jón Sigurösson B.A.
Jón Sigurðsson, forstöðumaður
Þjóðhagsstofnunar
"Jón Þóararinsson dagskrár-
stjóri
Jónas Kristjánsson, forstöðu-
maður Arnastofnunar
Jónas Kristjánsson ritstjóri
Kjartan Jóhannsson verk-
fræðingur
Lúövik Kristjánsson rithöfund-
ur
Lýður Björnsson verzlunar-
skólakennari
Magnús Bjarnfreðsson fulltrúi
Magnús Finnbogason mag. art.
Magnús Guömundsson mennta-
skólakennari
Magnús Thorlacius hæsta-
réttarlögmaður
Matthias Johannessen ritstjóri
Ölafur Haukur Arnason
áfengisvarnaráðunautur
Ölafur Björnsson prófessor
Ólafur Hansson prófessor
Ólafur Oddsson menntaskóla-
kennari
ólafur M. ólafsson mennta-
skólakennari
Ólafur Pálmason bókavörður
Ólafur Jóhann Sigurðsson rit-
höfundur
Oliver Steinn Jóhannesson
bókaútgefandi
Páll Lindal borgarlögmaöur
Pétur Sæmundsen bankastjóri
Sigfús Daðason ritstjóri
Sigurbjörn Einarsson biskup
Sigurður Lindal prófessor
Sigurður Skúlason marg. art.
Sigurður Þórarinsson jarð-
fræðingur
Simon Jóh. Ágústsson prófessor
Stefán Sörensson háskólaritari
Steinar Þorfinnsson kennari
Sturla Friðriksson erfða-
fræðingur
Styrmir Gunnarsson ritstjóri
Tómas Guðmundsson skáld
Vigdis Finnbogadóttir leikhús-
stjóri
Þórður Jörundsson yfirkennari
Þórhallur Tryggvason skrif-
stofustjóri
Þórhallur Vilmundarson, for-
stööumaður örnefnastofnunar
Þórir Stephensen dómkirkju-
prestur
Þorleifur Einarsson jarð-
fræðingur
Þorsteinn frá Hamri skáld
Þorsteinn Gylfason lektor
Þorsteinn Valdimarsson skáld
Þráinn Guðmundsson yfir-
kennari.