Tíminn - 06.07.1966, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 6. júlí 1966
TÍMINN
í SPEGLITÍMANS
i4..AWW'-A.. .'X /«í- ./. W .. ií&iáSÍÍSw
Stúlkan hér á myndinni heit
ir Gunilla, 22 ára og er frá
Gautahorg. Því miður vitum
við ekki eftirnafnið, en hún
er nú komin til Lundúna til
þess að verða ein af hinum
frægu James Bond stúlkum. Á
hún að leika í næstu 007 kvik
myndinni, sem heitir, Maður
lifir aðeinu sinni. Og þetta
hlutverk getur hún þakk
að blaðaljósmyndara, því að í
apríl síðastliðnum birtist af
henni mynd í Kvallposten og
eftir það stóðu henni aldar dyr
opnar. Hún hefur nú komið,
fram í ítalska sjónvarpinu og
leikið í franskri kvikmynd og
nú í haust á hún að leika í
hryllingsmynd, sem Arne Matt
son leikstjóri mun stjórna. Og
þar með hefst ferill Gunillu í
sænskum kvikmyndum.
Söngfélagarnir The Rolling
Stones vildu taka á leigu Rolls
Royce, þegar þeir voru í heim
sókn í París, en fengu neitun.
The Beatles höfðu einkarétt á
slíkum yfirstéttarmunaði, og
The Rolling Stones urðu a?
láta sér nægja að aka um í
Citroen DS 19.
Englendingurinn John Mill-
er mætti frú Nínu Krústjoff af
tilviljun á flugvelli í Moskva
og spurði um mann hennar,
sem er sagður hafa legið tvisv
ar á spítala frá því hann fór
frá völdum 1964. Hann er orð
inn heilbrigður aftur sagði frú
in og er hamingjusamur með
líf sitt.
Lyndon B. Johnson hefur
fengið það ráð hjá líflækni sín
um, að forðast allt át milli
mála. Forsetinn gat ©kki al-
mennilega sætt sig við það og
eina nóttina læddist hann inn
í eldhús í Hvita húsinu og fékk
sér smámatarbita úr ísskápn-
um. En Lady Bird sefur mjög
laust og heyrir vel og hún
heyrði, þegar silfurskeiðin
glamraði við diskinn og tók
hann heldur betur í karphús
ið. Um morguninn kaillaði for
setinn á varablaðafulltrúa sinn
Robert Fleming, og bað hann
um að sjá svo til, að hann
fengi tréskeið.
Lady Bird Johnson, forseta-
frú Bandaríkjanna lenti í
hálfgerðum vandræðum fyrir
skemmstu, þegar hún var í
New York ásamt dóttur sinni
Lyndu. Fyrst fékk hún fimmt-
án dollara sekt fyrir að leggja
bifreið sinni rangt og sama
kvöldið komu tveir lögreglu
menn í samkvæmi það, sem
þær mæðgur héldu og skýrðu
frá því, að nágrannarnir kvört
uðu yfir hávaða. Forsetafrúin
yfirgaf staðinn þegar í stað,
en Lynda var þarna áfram og
hjálpaði til að loka gluggum,
og draga fyrir gardínur til þess
að reyna að draga úr þeim há
vaða, sem hundrað gestir
samkvæmisins ollu.
*
Peter 0‘Toole sagði eitt sinn
í viðtali sem birtist í frönsku
dagblaði: Dublin er hættuleg-
asta borg, sem ég þekki. Þar
er ein gata, sem ekkert er við
annað én barir, og eitt sinn
tók það mig fjóra sólarhringa
að fara 500 metra . . . Dublin
. er fæðingarbær Peters, ■
*
Fyrir skömimu síðan sögðu
The Rolling Stones í út-
varpsviðtali, þegar minnzt var
á Framk Sinatra: — Frank Sin-
atra? Hver er það? Hann hiýt
ur að vera dáinn fyrir mörgum
árum síðan. Síðan hafa The
Rolling Stones ekki minnzt á
Frank einu orði, því að í vik
unni eítir að viðtalið birtist,
náði platan Strangers on
the night, fyrsta sæti á vin-
1
■ . *
Soraya fyrrverandi keisara-
drottning í Iran, situr nú í
Miinehen og bíður eftir síma,
hringingu frá Hollywood. Aug-
lýsingafyrirtæki nokkurt, sem
hefur m. a. Audrey Hepurji og
Doris Day hefur sent banda
rískum blöðum fjölda greina
um Soraya, en hingað til hef
ur það ebki borið tilætlaðan
árangur, sem sé kvikmyndatil-
boð.
★
sældalistanum í Bretlandi og
söngvarinn var enginn annar,
en Frankie Boy. Þéir, sem áð
ur voru í fyrsta sæti voru ein-
mitt Rolling Stones.
Hljómsveitarstjórinn Xavier músík og úr kvikmyndum með rugat og samkvæmt hans eig
Cugat er nokkuð tekinn að Ester Wiiliams. Hann hefur in upplýsingum er það Charo
eldast. Það muna sjálfsagt löngum haldið sig við það, að Baenza, sem verður næsta eig
margir eftir hoonum sem sér giftast söngkonum. Síðast var inkona hans. Hér sjáum við
fræðing í suðuramerískri dans það Aube Lane, sem var frú þau Xavier og Cugat.
Á VÍÐAVANGI
Reykjavíkurflug-
völlur
í dag eru 20 ár liðin síðan
Bretar afhentu íslendingum
Reykjavíkurflugvöll til afnota.
Flugvöllurinn var gerður á
stríðsárununi og miðaður við
þarfir styrjaldarrekstwrsins
fyrst og fremst. Reykjavíkur-
flugvöllur hcfur . á þessum
tuttugu árum verið aðalflug-
miðstöð Iandsmanna og er
reyndar enn, þar sem hann er
eini millilandaflugvöllurinn,
sem íslendingar starfrækja
eingöngu sjálfir. Heildartala
lendinga og flugtaka er hátt
á aðra milljón orðin og 1.7
milljónir farþega hafa farið
um völlinn og á síðasta ári
voru farþegar samtals um 150
þúsund, en voru 175 þús 1963
áður en Loftleiðir fluttu til
Keflavíkurflugvallar. Af þessu
sést, hve mikilvægur Reykja
víkurflugvöllur hefur verið í
samgöngumálum landsmanna.
Nú er rætt mjög um það, að
leggja Reykjavíkurflugvöll nið
ur og gera nýjan flugvöll á
’Álftanesi. Nýr flugvöllur
mundi kosta mikið fé og byggð
in í Reykjavík og nágrenni
færist ört út. Flugvöllur á
Álftanesi yrði fljótlega ekki
síður í miðri byggð en Reykja
víkurflugvöllur er nú. Ef stór
ar þotur og hávaðamiklar
verða framtíðarfarartæki fs-
lendinga í millilandaflugi
verður Álftanesflugvöllur ekki
síður óheppilegur en Reykja-
víkurflugvöllur. Flest virðist
benda til þess, að millilanda
flugið flytjist allt til Kefla
víkurflugvallar, en Reykjavík
urflugvöllur verði áfram um
langa framtíð höfuðmiðstöð inn
anlandsflugsins.
Uppskera og hungur
f ritstjórnargrein búnaðar-
blaðsins Freys segir ritstjórinn
m. a.:
„Þær fregnir berast utan úr
heimi, að hundruð milljónir
manna svelti heilu hungri og
vannæring valdl ýmsum veil-
um í hundruðum milljóna þar
að auki.
Svona hefur þetta raunar æv-
inlega verið, um allar aldír. Við
fréttum bara meira en áður
um hvað gerist hinumegin á
hnettinum, sími og útvarp
segja frá hlutum, sem engir
aðrir en áhorfcndur vissu um
fyrr. Hitt er annað mál, að
fjölgun íbúa hcimsins er ör
og sjálfsagt svelta fleiri en fyrr,
en vafasamt að hlutfallstalan
sé hærri. Það var líka einu
, sinni, að ekki þurfti mikið að
bera út af með árferði á fs-
landi svo að sultur berði að
dyrum, og hungurdauði heim-
sækti fólk hér og þar. Þá var
þó miklu færra fólk á fslandi
en nú. Norskar sögulegar stað-
reyndir herma, að á sautjándu
öldinni hafi maður einn i,
Kongsberg komið á skrifstofii
fylkismannsins og óskað þess
að mega lífláta börn sín tvö,
fjölskyldan hafi af engu að
nærast og enginn var aflögu-
fær, sem hann þekkti, fólk var
vannært og vistalaust það sem
hann þekkti til, enda hrundi
það niður úr hungri sum ár í
Noregi um þær mundir.
Tæknibyltingin
Svona hefur þetta verið víða.
Framhald á bls. 15.