Tíminn - 06.07.1966, Side 8
8
TIMINN
Ung, íslenzk kona, Erla Guðmundsdóttir, fór til
Malaysíu í lok ársins 1964 og ferðaðist þar víða. Malay-
sía var þá mikið í heimsfréttunum, og ég bjóst við að
að verða vitni að hernaðaraðgerðum", segir Erla •
greininni hér á síðunni, en hún er nýkomin heim til
íslands aftur og skrifaði þessa grein um Malaysiu fyrir
Tímann. Fyrri hluti hennar birtist í dag. Myndin hér til
hliðar er tekin af greinarhöfUndi í julí 1965 nálægt
Kvantan í Pahang-fylki. Erla heldur þarna á ungri
risaskjaldböku.
- land og þjóð
Á slóðum frumbyggja
Lega og jarðvegur.
Malaysia samanstendur af Mal-
ayaríkjum þeim öldnu, sem dreif-
ast um Malayasakga, en hann
gengur suður úr iandsvæði því í
S.-A. Asíu, þar sem liggja Burma,
Thailand, Kambodia, Lagos og
Viet Nam. Einnig tilheyra nikja-
samsteypunni tvö fylki á norður-
strönd Borneo, þ.e. Sabah og Sara-
wak. Ríkin á Malayaskaga eru 12,
Kedah, Pérlis, Kelantan, Perak,
TrenganaU ’Pahang, Selangor (í
því fylki er höfuðborgin Kuala
Lumpur), Negri Sembilan og Jo-
hore, sem liggur syðst. Öll þessi
fylki hafa sem æðsta mann soldán,
— og' enu þau hin fornu Malaya-
ríki. Þar við bætast svo fylkin
3, sem mynduðust við verzlunar-
sambönd Breta á þessum slóðum,
þ. e- Penang, Malacca og Singa-
pore. Singapore gekk úr ríkjasam-
steypunni á síðastliðnu ári (1965).
Malaysia er auðugt land, þar
iseim jarðvegurinn er vel fallinn
til gúmmíræktunar, og eru rækt-
unarstöðvar eða Estates eins og
þau eru nefnd frá tíð Breta, dreifð
um allt suður- og vesturlandið.
Niður við vesturstöndina er pálma
rækt, oilíu- og kokoshnetupálmar,
og einnig er ræktað^ í votlendi við
ströndina, ananas. Út í sjóinn má
sjá vaxa Mangrovetré, en viður
þeirra er brenndur í viðarkol, sem
eru eftirsótt til eldunar.
Austurströndin er ekki svo fjöl-
byggð, né að sama skapi ræktuð
sem vesturströndin. Ég fór eina
ferð frá Kuala Lumpur yfir há-
lendið alla leið til Kuantan á aust-
urströndinni í Pahangfylki, en það
er stærsta fylkið og tekur yfir
rncginhluta inorðurhálendisins og
er að mestu leyti frumskógur. Ég
ók meðfram ströndinni, en þar er
nú nýgerður þjóðvegur, upp til
Trenganau í Trenganaufylki og
fékk þannig smávegis yfirlit yfir
þjóðlífið þar. Þar búa mestmegnis
Malayar, og dunda við rís og græn
metisrækt sér til viðurværis, fiski-
veiðar til daglegra nota og lesa
sér ávexti af trjánum. Lífið þar
er likt því sem lýst er að sé á
Suðurhafsej jum, áhyggjulítið hvað
lífsviðurvær'. snertir, og fegurð og
friður umhverfisins verkar sem
biævængui sálinni í sólarhitanum.
Svo er um landslag allt á skagan
um, að þótt hvítir menn séu að
fcöfnun komnir af hitanum, þá fá
þeir ekki annað en gleymt líkams-
ástandinu vegna hinnar mildu átt
úrufegurðar.
Önnur aðalauðæfi Malayaskag-
as eru tinnámurnar, sem er aðj
finna á vesturströndinni, og eru
svo auðugar, að Malaysia er eitt
stærsta tinframleiðslulandið í heim
inum.
Þróun þjóðarinnar.
Ennþá byggja landið fyrstu frum
byggjarnir sem nú eru nefndir
Aborigines. Þeir eru smáir vexti
og hafa yfirbragð og litarhátt Mal-
ayanna.-Hár. þeirpa, ,ev; .snögghrí>lýi<
ið, en lengrd' vexti; en. ,syerit;
ingjahár. Landstjórnin hefur nú
séð þeim fyrir afmörkuðum land-
svæðum til búsetu, þar sem lífs-
skilyrðin eru við þeirra háttu. Þeir
yrkja ekki landið, en flytja sig til
í matarleit, og lifa frá hendinni
til munnsins. Ég mætti nokkrum
þeirra á móti, sem haldið var í
Kuala Lumpur, og þar sem ég tal-
aði ekki mál þeirra, þá urðum við
að ræðast við með handatiliburð-
um og augnatilliti, það var auð-
velt svo langt sem það náði, því
þeir eru hýrir og elskulegir, svo-
lítið feimnir, en börnin glöð og
full af gáska. í þessum hópi voru
þeir greinilega litlu; bræðurnir,
sem enn áttu vöxt og þroska fram-
undan, en þeir eru mjög hreinir
i lund og menntunarskortur háir
franiförum þeirra. Þeir eru mjög
frumstæðir í hugsun og haldnir
af aldagamalli hjátrú og viðhafa
þarf varúð við að leysa af þeim
þá fjötra. Sem dæmi um það má
hér tilfæra frásögn Yankee Leong
Fyrrihluti greinar
eftir Erlu Guð-
mundsdóttur
sem fór til þess að kynna þeim
Bahai-heimststefnuna. Hann varð
var við það einh daginn að eng-
inn hreyfði hendi til starfs innan
húss eða utan, og fékk bráðlega
þær fréttir að höfðingjann hafði
dreymt ljótan draum og í öryggis
skyni bauð hann fólki að hreyfa
sig sem minnst daginn þann.
Yankee sagði þeim að þetta við-
horf væri úrelt, hann hefði þegar
fært þeim fréttir að kominn væri
í heiminn nýr leiðbeinandi
og kveðja hans til allra manna
væri — ALLAH-U-ABHÁ — sem
þýðir Guð er mestur. Þar sem
hann væri æðri öllum öndum, ill-
um sem góðum þá skyldu þeir
heilsa 'hver öðrum með þessum
orðum, og þá væru þeir undir
vernd Hans.
Næsta dag höfðu nokkrir menn
verið gerðir út í leiðangur til öfl-
unar matfanga, dýra- og ávaxta,
— og komu þeir til baka hróðugir
og hlaðnir vistum, og lofuðu hástöf
um kraft kveðjunnar. er þeir voru
skammt á leið farnir, gengu þeir
fram á háskafugl þann, sitjandi á
grein, sem hefur illt auga og hefur
hingað til lokað leið fyrir mönn-
um, svo að þeir hefðu eflaust snúið
til baka, hefðu þeir ekki borið
saman ráð sín um að reyna nú
kynngi kveðjunnar góðu. Þeir
sögðu því allir við fuglinn — AHah
-u-Abhá — og héldu ótrauðir
áfram, en fuglinn flaug upp af
Malayiskt íbúðarhús. Húsin eru frábærlega falleg og töfrandi
MIÐVIKUDAGUR 6. júlí 1966
trénu og ur augsýn. Þetta fyrir-
bæri gaf þeim nýja innsýn í víðari
lífsháttu, og að kynflokkurinn niðri
í byggðinni þekkti betri aðferðir
til að viðhalda lífsafkomu og vildi
miðla þeim af þekkingu sinni. Af
þessu leidddi að þeir komu til
mótsins, feimnir en fullir áhuga
á að fræðast. Ég var viðstödd, er
málfræðingur einn var að spyrja
einn Aborigine um undirstöðuatr-
iði tungu hans, og hafði sá sér ti]
aðstoðar túlk. Ég sá þar, að vit-
skortur háir þeim alls ekki — því
að hann leysti fljótt og virðulega
úr öllum spurningum, og þegar
hann var beðinn um að segja fram
setningu, er málfræðingurinn skrif
aði niður til þess að kynna sér
niðurröðun orða, þá hljóðaði hún
svo eftir stutta umhugsun: „Ég
er kominn til Kuala Lumpur til
þess að kynnast fleiri vinum, og
hjarta mitt er fullt af gleði þégar
ég er á meðal þeirra.“
Þessir A'borigines eru yfirleitt
af kynstofni þeim sem nefnost Ib-
ans, á Borneo nefnast þeir Daykas
— sjó-Dayaks, sem halda sig við
sjávarsíðuna og land-Daykas
byggja frumskóginn. Þetta eru þá
frumbyggjarnir, en þróun þeirra
virðist ekki hafa verið í neinni
framför til þessa. Þeir hafa hörfað
undan aðsókn Malayanna, sem fyr-
ir mörg hunduð árum tóku að
streyma inn í landið frá eyríkjum
Sumatra, Java og Borneo, sem nú
nefnast Indonesia, eru þeir saini
kynstofninn og tala sömu tunguna.
Malayisku.
Malayarnir stonfuðu hin 9 ríki,
þau sem talin upp hér í byrjun,
og yfir hverju þeirra ríkir Sultan.
Þeir voru Múhammedstrúar og
byggðu Moskur og ahllir sultan-
anna, sem nefnast Istana, og sem
enn má sjá víða í dag. Þær eru
í máriskum stíl, mjög fagrar og
tilkomumiklar, útflúr og skraut er
þar mikið innan veggja, sem utan.
Malayarnir lifðu þar í friði og
ró af auðæfum landsins og þurftu
lítið fyrir lífinu að hafa, fylgdu
kenningum Múhammeds, en vís-
inda og menntaframfarir jukust
þar ekki að saima skapi og í vestur
hluta Asíu, þar sem minningu Isl-
am bar hægt.
Kínverjar tóku nú að flytjast
inn f landið, sem afleiðing þeirra
viðskipta, sem leiddu af siglingum
kaupskipa þeirra á Kínahafi. Þeir
höfðu vit á að nýta tinnámurnar,
sem þeir komu niður á á ferðum
sínum um skagann. Afleiðingin
varð sú að kínverskir innflytj-
endur settust að við námurnar.
þeir eru iðnir með afbrigðum, og
framsýnir í mótsögn við Malay-
ana, hverra viðkvæði er ævinlega
”Tidak apa!“ sem þýðir bókstaf-
lega „engar áhyggjur“, eða er
túlkun á áhyggjulausri axalyppt-
ingu. Þessi vinnukraftur var ódýr,
Kínverjarnir settust að við nám
urnar, sem eru leirnámur, þar risu
upp þorp og síðar borgir, Kuala
Lumpur á sér slíka sögu.
Um þetta leyti hafði verzlunar-
félag Breta á Endlandi fengið að-
setursleyfi á eyjunni Penang, og
einnig höfðu þeir flæmt burtu
Portugaia frá Malacca, en þeir
höfðu lagt undir sig það fylki
á landvinningasiglingum sínum á
þessum slóðum. Þarna hötðu því
Bretar fótfestu, einungis sem verzl
unarmenn, en vegna víðtækrar
reynslu þeirra í viðskiptum við
aðrar þjóðir, varð það úr að sol-
dánarnir tóku að ráðfæra sig við
umboðsmenn Brezka verzlunarfé-
lagsins, er þeim tók að ofbjóða
innflutningur Kínverjanna til Mal-
aya. Þeir tóku að ugga um sinn
hag, er þeir sáu hve Kínverjamir
auðguðust og áhrif þeirra uxu.
Þannig kom það til, að Bretar
tóku að kynna sér innanríkis-
ástandið, og þeim varð vel ljóst
efnahagslegt gildi starfsemi Kin-
verjanna í landinu í sambándi við
utanríkisviðskipti, og ráðlögðu ein
Framhald á bls. 15.