Tíminn - 10.07.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.07.1966, Blaðsíða 2
6 TÍMINN SUNNUDAGUR 10. júli 1961 % J i ! ENNÞA KJ-Reykjavík, laugardag. í gærkvöldi og nótt voru haldnir sáttafundir bæði með þjónum og mjólkur- fræðingum, en árangur var lítill, að því er Torfi Hjart- arson, sáttasemjari ríkisins tjáði blaðinu í dag. Þjónar eru nú eins og frá hefur verið skýrt, komn ir í verkfall, og sagði Torfi, að nýr sáttafundur með þeim hefði ekki verið boðað ur. Aftur á móti hefur verið boðaður sáttafundur með mjólkurfræðingum á mánu- daginn kemur, en þeir hafa boðað verkfall á þriðjudag og miðvikudag til þess að Ieggja* áherzlu á kröfur sín- ar. UNGTEMPLARAR AFHENTU U THANT ÁLYKTUN SÍNA SYNDIÐ 200 METRANA! FB-Reykjavík, laugardag. f gærmorgun samþykkti þing norrænna ungtemplara ályktun sem fulltrúi þeirra, athenti síðan U Thant, aðalritara Sameinuðu þjóðanna síðdegis í gær, er hann hafði haldið fyrirlestur sinn í Há- skólanum. Myndin hér að ofan er tekin, þegar afhendingin átti sér stað, en hér á fetir fer svo orðrétt ályktun norrænu ungtempl aranna: Til aðalritara U Thant. Ungtemplarar frá öllum Norð- urlöndunum, er sitja þing í Reykjavík undir kjörorðunum: bræðralag, alþjóðlegt samstarf og bindindi, heilsa yður innilega. Við lýsum yfir ánægju okkar með þá friðarstarfsemi, sem unn- in er í nafni Sameinuðu þjóðanna og það mikla starf, sem þér, herra : aðalritari, leggið fram til að' tryggja friðinn í heimínum. Við lýsum yfir von okkar um að ; þjóðum heims lánist að lifa x; framtíðinni án missættís og styrj-; alda. Margvísleg óeining ríkir enn; alltof víða í heimi hér. Fólk í öll-1 um löndum fylgist með skelfingu I með Vietnam-styrjöldinni, kyn- þáttaofsóknunum í Suður-Afríku og ástandínu í portúgölsku nýlend unum. Við vonum og trúum, að þér, herra aðalritari, haldið ótrauður áfram yðar mikilvæga forystu- hlutverki að vinna að aukinni upp byggingu, samhug og styrk hinna Sameinuðu þjóða. Reykjavík, 8. júlí 1966 Nordens Godtemplares Ung- domsförbund Henry Sörman formaður ;l Sune Persson ritari Arvid Johnsen gjaldkeri. Sumarferð FUF F.U.F. í Árnessýslu efnir til sumarferðar laugardaginn lé. og sunnudaginn 17.. júlí. Farið verður um Snæfellsnes og Dalasýslu Lagt af stað frá Sel- fossi kl. 8.30, verið við Reyki á Skeiðum kl. 9., Brúará kl. 9.30 farið frá Laugarvatni kl 10. Þátttaka tilkynnist Gunnari Guðmundssyni skrifstofu KÁ.. Selfossi, Rafnari Valtýssyni, Laugarvatni, Karli Gunnlaugs- syni Varmalæk eða Garðari Hannessyni Aratungu. Þátttak- endur hafi með sér nesti og tjöld. Ferðanefnd FUF. Athyglisverðar kvikmyndir á sýningu hja Ásgeiri Long SJ-Reykjavík, laugardag. Ásgeir Long, kvikmyndatöku- maður, Ieggur í dag af stað í 25 daga ferð um landið og ætlar hann að sýna kvikmyndasyrpu, sem er í senn fræðandi og skemmtileg. Hann sýnir fyrst á Höfn í Hornafirði á sunnudag. Þá er ætlunin að sýna myndirnar að Hofi í Öræfum og síðan á Austur- og Norðurlandi. Sýningin hefst á kvikmynd, sem Ásgeir tók fyrir 15 árum um borð í togaranum Júlí frá Hafnarfirði. Er þar brugðið upp myndum af starfinu um borð þegar veitt er í salt. Næst kemur myndin Discover Iceland, en þá mynd tók Banda- ríkjamaðurinn William Keith að mesítu, en Ásgeir Long og Valur Fannar eiga þar einnig hlut að máli. Þetta er óvenjulega fjörleg mynd, yfirgripsmikil, fræðandi og falleg. Texti er fluttur á ensku og er flutningurinn mjög góður. Loft leiðir lét gera myndina og hefur sýnt hana víða um heim. Vinnuheimilið á Reykjalundi hefur undanfarið framleitt plast- rör í stórum stil og selt bau m.a. sveitarfélögum, sem þurfa að leiða vatn langar leiðir. Ásgeir sýnir stutta fræðslumynd um þennan þátt í hinni fjölbreyttu plastfram- leiðslu Vinnuheimilisins á Reykja- lundi. „Esja klifin á jeppum“ er ör- stutt mynd og segir frá ferð nokk urra manna úr Mosfellssveit, sem fengu þá hugdettu í janúar í fyrra að aka upp á Esju á þrem- ur jeppum. Frásögm, ásaant mynd um, birtist á sínum tíma í viku- blaðinu Fálkinn. Síðasta myndin, sem var tekin fyrir ári, segir frá ferðalöngum sem dvöldu vikutíma í Lónsöræf- um. í hópnum voru m.a. dugmiki- ir Farfuglar. Englendingur og dóttir hans. Þetta er ágæt mynd, sem vekur löngun til að ferðast um þessa afskekktu en fögru sveit. Bæði frásögnin og kvik- myndunin er krydduð þægilegri Framhald á bls. 15. KLÚBBURINN ÖRUGGUR AKST UR STOFNAÐUR Á AKUREYRI ED-Reykjavík, laugardag. Hér á Akureyri var i gærkvöld stofnaður klúbburinn Öruggur akst ur á vegum Samvinnutrygginga. Var stofnfundurinn haldinn á Hót el K.E.A. Á fundinum flutti Bald- vin Þ. Kristjánsson, erindreki er- indi um umferðarmál og var síð an sýnd sænsk kvikmynd um um- ferð. Fundarstjóri var Egill Jóns- hannsson, skipstjóri. Á fundinum afhenti Sigmund- ur Björnsson, forstöðumaður vá- tryggingadeildar K.E.A. verðlauna merki fyrir öruggan akstur. Hafa á þessu ári 14 menn hlotið slika viðurkenningu fyrir 10 ára örugg- an akstur, en 17 fyrir g ára ör- uggan akstur. í stjórn klúbbsins Öruggur akst- ur voru kjörnir þeir Finnbogi Jón asson, form., Kristófer Vilhjálms- son, ritari og Árni Magnússon, HZ-Reykjavík, föstudag. Ungmennafélag íslands á myndarlega vei-tingaskála í Þrastaskógi, sem nefnist Þrast arlundur. Skálinn var smíðað- ur í fyrrasumar og var þá op- inn í einn mánuð. Hann var opnaður nú um Hvitasunnuna og hefur verið rekinn af Hér- aðssambandinu Skarphéðinn í Árnessýslu í sumar. f skálan- um er selt heitt kaffi, smurt brauð, kökur og auk þess venju legur söluvarningur eins og t. d. pylsur, tóbak, öl gosdrykk- ir, benzín o.fl. Þrjár ungar stúlkur vinna að framleiðslu að staðaldri en um helgar er bætt við 2—3 stúlk um enda mest að gera þá. Haf- steinn Þorvaldsson á Selfossi flytur vistir upp eftir daglega, en annars sjá stúlkurnar um allan rekstur á skálanum. Mynd in er af hinum glæsilega veit- ingaskála UMFÍ í Þrastaskógi. (Tímamynd K.T.) ÁSTANDIÐ EKKI VERRA EN ENDRANÆR ÞRÁTT FYRIR ÞJÓNAVERKFALLIÐ HZ-Reykjavík, laugardag. f gær voru öll veitingahús lok- uð vegna þjónaverkfallsins. f til- efni af því hringdi Tíminn í varð stjórann hjá lögreglunni og spurði hvort mcira hefði borið á ölvun á almannafæri í gær. — Nei, það var ekki verra en endranær, kjallarinn og Síðumúli voru fullir o<g varð að margrýma til. Ölvunin hefur verið með versta móti í sumar, Síðumúli er yfir- leitt fullur á kvöldin. — Er unga fólkið í stórum hluta þeirra, sem þið stingið inn vegna ölvunar? — Mér finnst það alltaf fara versnandi, æ stærri hópur ungl- inga drekkur sig útúrfulla. Það er gallinn við drykkjumenninguna hér. Fólk hættir ekki að drekka fyrr en vínbirgðirnar eru á þrot- um, og það drekkur alls staðar, sem það kemur því við. —Fer eklki mikill hluti lögreglu starfsinn á kvöldin í að sinna fylli- röftum? — Ég mundi telja, að 70—80% af okkar starfi á kvöldin og næt- urnar fari í að sinna drykkjumönn um, sem lögreglan þarf að hafa afskipti af.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.