Vísir - 11.03.1975, Síða 1

Vísir - 11.03.1975, Síða 1
VISIR 65. árg. Þriðjudagur 11. marz 1975 — 59. tbl. Kona í baráttu við sjálft kerfið „Þetta hefur veriö stööug barátta meö sigrum og ósigrum, og núna i þessu einstaka máli fyrir hæsta- rétti var þetta algjör ósigur. En baráttan fyrir rétti drengsins okkar heldur áfram”. Þetta segir kona, sem hæsti- réttur taldi aö ekki ætti neina hönk upp i bakiö á rikinu. Hún haföi á sinum tima grun um aö hafa fengið rauöu hundana á meögöngutimabili. Taldi hún rétt, aö fram færi fóstureyöing, enda skaddast fóstriö oft illa, ef móðir tekur þann sjúkdóm. Um- sóknin fór fyrir kerfiö. Samþykkt, loksins. En allt var dregið á lang- inn, þar til allt var um seinan. Barnið reyndist vanheiit. Aöbúnaöur aö vanheilum börnum hefur verið laklegur undanfarin ár. Hér er i smiöum nýr skóli i öskjuhliö, sem mun bæta úr brýnni þörf. — Sjá Innsíðu á bls. 7. Lestarrœn- ingjarnir senn — Sjá bls. 5 ★ BREZKIR „DUFLA" LÍKA — Sjá baksíðu- frétt ★ 2000 LIFA í SYND! — Baksíða ★ Kauptu vínið á barnum, — hjá kon- unni þinni — Sjá lesendur hafa orðið — bls. 2 Júgóslavnesku verk takarnir skuldseigir j — Taldir skulda milljónatugi. — Ymsir söluaðilar hafa lokað fyrir viðskipti við Júgóslavneska verktakafyrir- tækiö Energoprojekt hefur reynzt skuldseigt fyrirtæki. Er taliö, aö fyrirtækiö skuldi ýmsum innlend- um fyrirtækjum milljónatugi og er nú svo komið, að nokkur þeirra hafa lokað fyrir viöskipti viö verktakana. „Það er rétt. Energoprojekt hefur staðið illa við greiðsluloforð og lofað óspart upp i ermina á sér,” sagði Július S. Ölafsson, framkvæmdastjóri Félags stór- kaupmanna, þegar Visir sneri sér til hans i þessu sambandi. „Innflutnings- og sölufyrirtæki, sem hafa selt Júgóslövunum m.a. rekstrarvörur, tæki ýmiss konar, varahluti og annað, hafa kvartað undan þvi, hversu tregir þeir eru til að greiða reikningana,” sagði Július. „Smærri aðilar, sem hafa selt verktökunum vörur eða þjónustu fyrirstórar fjárupphæðir á þeirra mælikvarða, hafa komizt i mikla erfiðleika, þegar greiðslur hafa látið standa á sér,” hélt Július áfram. „Smærri fyrirtæki eru ákaflega viðkvæm fyrir svona skakkaföllum, þar sem það eru nægir fjárhagsörðugleikar fyrir á sviði verzlunar i dag.” Á meðal hinna stóru aðila, sem hafa lokað fyrir viðskipti við Energoprojekt, er SIS. Hjalti, Pálsson, framkvæmdastjóri inn- flutningsdeildarinnar, staðfesti, að það væri rétt. „Við lokuðum á Júgóslavana fyrir löngu siðan,” sagði hann i viðtali við Visi. „Það sýndi sig strax, hversu óáreiðanlegir þeir eru.” —ÞJM Þegar mótið er búið koma fyrstu myndirnar Þótt ekki sé Iengra austur I Eistland en raun ber vitni, hafa þó samgöngur þangaö reynzt lakari en viö afskekktustu staði islands i verstu vetrarhörkum. Símtal viö Friörik Ólafsson kostaöi venjulega margra klukkutima biö, þótt maður gengi undir manns hönd aö reyna aö flýta þvi. Slðan fær Friörik ekki ferö frá höfuöborg Eistlands fyrr en tveim dögum eftir aö móti lýkur. Og loks: Hér koma fyrstu myndirnar frá skákmótinu, sem þó hefur staö- iö nærri þrjár vikur. Stærri myndin sýnir Friðrik tefla viö Lombardy, en á hinni gengur Friðrik um gólf, meöan Lombardy situr I þungum þönk- um og hugsar sitt ráö. Nokkrir úr hópi fremstu stórmeistara Sovétmanna i skák (þar á meöal nokkrir, sem tefldu I Tallin) hafa skrifað opiö bréf til alþjóöa- skáksambandsins, þar sem þeir víta stjórn þess fyrir aö draga hlut Fischers. Láta þeir I veðri vaka, aö þeir kunni aö sneiða framvegis hjá mótum á vegum sam- bandsins. — Er nánar frá þessu bréfi sagt á bls. 5. Ásatrúar- menn vita kven- manns- lausir — Baksíða HESTÖFUN TÍFÖLDUÐ OG BÁTURINN FLAUG — ísleifi bjargað í morgun af strandstaðnum „Það munar, hvort það eru 800 hestöfl eða 8000, sem toga”, sagði Gunnar ólafsson hjá Landhelgisgæzlunni, er hann var spurður um, hvernig gengið hefði að ná ísleifi VE út af strandstað. Isleifur komst á flot um fjögurleytið I nótt. Þar var að verki „eitt af varðskipunum okkar, eitt af þeim stærri, um 8000 hestöfl”, sagði Gunnar. „Þeir tóku aðeins á honum i gær, aðeins með 20% af orku, rétt til að strekkja. Svo flaug hann út I morgun, fyrir háflóð- ið.” „Þetta gekk ekki fyrr en kom svolitiö ylgja til að lyfta undir hann”, sagöi Gunnar Felixson hjá Tryggingamiðstöðinni. Is- leifur virðist litið eða ekki skemmdur, nema litið eitt lösk- uð skrúfa. En Goöinn er nú með hann i togi, og ættu 800 hestöflin hans að duga til aö koma bátn- um til Reykjavlkur, þar sem hann verður tekinn 1 slipp og skoðaður til hlitar. Um borð I Isleifi eru þeir sex skipverjar bátsins, sem unnu að björguninni I landi. Báturinn var ekki lengra undan en það, að þeir höföust við i honum og bjuggu um borð, meöan þeir unnu að björguninni landmegin frá. — Ef veður leyfir, kemur Goðinn með Isleif til Reykjavik- ur á morgun. „„„

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.